Morgunblaðið - 17.10.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 17.10.2004, Síða 18
18 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Erna Gísladóttir hefur starf-að hjá B&L síðan 1987 oger nú forstjóri fyrirtækis-ins. Hún er dóttir GíslaGuðmundssonar, núver- andi stjórnarformanns fyrirtækisins en að auki starfar sonur hans og bróðir Ernu, Guðmundur, sem mark- aðsstjóri hjá B&L. Sögu fyrirtækisins má rekja til Þorskastríðsins við Breta 1953. Erna segir að átökin við Breta hafi valdið því að utanríkisverslun Íslendinga beindist að miklu leyti til Sovétríkj- anna sálugu nánast í formi vöru- skipta. Sovétmenn keyptu sjávaraf- urðir af Íslendingum en óskuðu þess í staðinn að Íslendingar keyptu af þeim iðnaðarvöru auk olíu. „Þetta varð til þess að allir bif- reiðainnflytjendur þess tíma tóku sig saman og stofnuðu Bifreiðar og land- búnaðarvélar. Fljótlega kvarnaðist þó úr hópnum og fyrirtækið hefur síðan verið í eigu einnar og sömu fjöl- skyldunnar. Fyrirtækið var nánast eingöngu með vörur frá Sovétríkjunum fram til 1992, að undanskildum vélsleðum frá Arctic Cat, en hefur reyndar aldrei flutt inn landbúnaðarvélar, sem þó er seinni hlutinn í nafni þess. Í upphafi var ætlunin sú að flytja jafnt inn bif- reiðar og landbúnaðarvörur en strax þróaðist þetta eingöngu út í bílainn- flutning og hefur verið það síðan,“ segir Erna. Tekið við umboði fyrir Hyundai Miklar breytingar urðu á fyrirtæk- inu árið 1992 þegar það tók við um- boði fyrir Hyundai bíla frá Kóreu. Á þeim tíma hófst mikil endurmenntun hjá starfsmönnum fyrirtækisins og breytingar innan þess auk þess sem ímynd þess breyttist. Fram að þess- um tíma hafði fyrirtækið eingöngu verslað með rússneska bíla, þ.e.a.s. Moscowitch, Pobeda, Gaz, Volga og Lada. Lada varð söluhæsta merkið og náði því meira að segja að verða söluhæsti bíllinn á Íslandi 1987. „Við höfum gengið í gegnum mikl- ar sveiflur á þessum tíma. Eitt árið seldum við um 50 bíla en mest um 2.000 bíla á einu ári. Sveiflur af þessu tagi eru lýsandi fyrir íslenska bíla- markaðinn.“ BMW og Renault bætast við Í janúar 1995 tók B&L jafnframt við umboði fyrir BMW og Renault af Bílaumboðinu. Auk þess bættist í kjölfarið við umboð fyrir Land Rover eftir að BMW eignaðist það fyrir- tæki. Land Rover hefur síðan skipt um eigendur á ný og er komið undir handarjaðar Ford en íslenska um- boðið er ennþá hjá B&L. „Við erum því með breiða línu af bílum og getum boðið öllum eitthvað sem hentar. Það hefur verið okkar markmið að geta veitt einstaklingum alhliða þjónustu en einnig erum við með fyrirtækjaþjónustu og margvís- legar lausnir í tengslum við það.“ Enn ein tímamótin í sögu B&L urðu fyrir fimm árum þegar það flutti alla sína starfsemi úr fjórum húsum við Ármúla og Suðurlandsbraut und- ir eitt þak í nýbyggingu sem fyrir- tækið lét reisa fyrir sig á Grjóthálsi. Þar starfa nú um eitt hundrað manns. Fyrirtækið velti á síðasta ári um fimm milljörðum kr. og veltan stefnir í að verða sex milljarðar á þessu ári. Söluaukning á nýjum bíl- um það sem af er þessu ári er nálægt 18% og hefur söluaukning B&L verið í takt við þá aukningu. Erna segir að fyrirtækið stefni í að skila ágætum hagnaði á þessu ári. „Þegar við horfum til framtíðar sjáum við að ýmsar breytingar eru að verða á markaðnum og á þessum tímamótum horfum við fram á veginn og reynum að rýna í hvað framtíðin ber í skauti sér. Tækifærum til fjár- mögnunar hefur fjölgað mik- ið á síðustu árum og misser- um og menn geta farið margar ólíkar leiðir til þess að eignast bíla. Ég held að það sama verði upp á ten- ingnum hvað varðar þjón- ustuþáttinn. Viðskiptavinir munu í framtíðinni geta valið þjónustustigið eftir því hvað hverjum og einum hentar. Með rekstrarleigubílunum var bryddað upp á því að við- skiptavinir geta valið mikla þjónustu eða minni þjónustu. Rekstrarleigan hefur breytt eðli starfseminnar í grund- vallaratriðum. Rekstrarleig- an auðveldar fólki að skipta um bíl og nú eru ekki lengur til staðar þær háu greiðslur sem oft þurfti að reiða af hendi þegar skipt var yfir í nýrri bíl. Viðskiptavinurinn þarf ekki að hafa áhyggjur af afföll- um heldur greiðir mánaðarlegar greiðslur fyrir afnot af bíl og þjón- ustu,“ segir Erna. Grænir skattar í stað vörugjalda Hún segir að upp undir helmingur allra bílaviðskipta sé nú í formi bíla- lána af þessu tagi og fari það vaxandi. Vissulega sé þetta form til þess fallið að auka stöðugleika í rekstri bílaum- boðanna. Vextir fari lækkandi af bíla- lánum og samkeppni sé að skapast á þessum markaði. „Ég held að sam- keppnin eigi eftir aukast enn frekar á þessu sviði því viðskiptavinir í rekstr- ar- og einkaleigu hafa reynst einstak- lega skilvísir og góðir greiðendur. Bíllinn er ein af föstum þörf- um hér á landi; vegalengdir eru miklar og umhverfið er með þeim hætti að flestir verða að hafa bíl á heim- ilinu.“ Erna, sem jafnframt er formaður Bílgreinasam- bands Íslands, man tímana tvenna í viðskiptaumhverf- inu. „Fyrir ekki svo mörgum árum voru sjö vörugjalds- flokkar yfir bíla eftir vélar- stærð þeirra, en eru nú komnir niður í tvo. Við erum að vona að þeim fækki enn frekar en þetta er samt mikil breyting frá því að vörugjald á innflutta bíla var allt að 70%.“ Hún segir að til lengri tíma sé eðlilegt að fella niður aðflutningsgjöld á bíla og taka þess í stað upp svo- nefnda græna skatta, þ.e.a.s. að greitt verði í samræmi við notkunina en ekki kaup á bíl. „Mér finnst eðlilegt að þeir sem kjósa að vera á eyðslufrekum bíl- um, sem menga meira og slíta vegum meira, greiði meira fyrir notkunina en þeir sem kjósa eyðsluminni bíla. Þessi umræða hefur komið upp öðru hvoru en því má ekki gleyma að tekjur ríkisins af bílgreininni og öllu henni tengdu eru afar miklar og þess vegna er mjög viðkvæmt að hreyfa mikið við kerfinu eins og það er. Ég tel að það sé ekki grundvöllur til þess að taka upp græna skatta og leggja þá ofan á þær álögur sem fyrir eru.“ B&L hefur einnig unnið að gæða- stjórnun innan fyrirtækisins og verið er að undirbúa að taka upp gæða- stjórnunarkerfi frá BMW. „Þetta er alþjóðlegt gæðastjórnunarkerfi sem er til staðar hjá flestum BMW inn- flutningsaðilum í heiminum. Nýja kerfið mun straumlínulaga allt starf hjá okkur og við ætlum að nýta það yfir öll merkin sem við erum með og fengum sérstaka heimild til þess hjá BMW. Um er að ræða staðla í vinnu- ferlum og mælingar sem henta fyr- irtæki sem er í svona rekstri.“ Sveiflur í bílasölunni B&L hefur ekki síður en aðrir bíla- innflytjendur búið við miklar sveiflur í sölu á nýjum bílum. 2001 varð t.d. samdráttur í sölu á nýjum bílum um 45%. Þessi misserin er hins vegar líf- leg bílasala og kveðst Erna ekki bú- ast við samdrætti fyrr en á árinu 2007. „Ég held að við sjáum ekki aft- ur samdráttarskeið eins og árið 2001 en þróunin í gengismálum er fljót að hafa áhrif á þessa grein. Bílgreinin hefur tekið sig mikið á í gengismál- um. Mörg fyrirtæki hafa gengis- tryggt sig og sömuleiðis hafa menn lært sína lexíu varðandi notuðu bíl- ana. Eftir uppganginn árið 2000 áttu öll umboðin stóran flota af notuðum bílum. Það sem hefur breyst í þeirri uppsveiflu sem núna stendur yfir er að birgðasöfnun á notuðum bílum hefur ekki átt sér stað. Ástæðan er sú að uppítökuverðið er réttara sem aft- ur eykur söluhæfni notaðra bíla. Þetta er ákaflega jákvætt og ýtir undir betra rekstrarumhverfi í grein- inni.“ Hún segir að það hafi tíðkast að bílaumboðin yfirbyðu hvert annað og hefðu verið farin að kaupa notaða bíla inn á hærra verði en hægt var að selja þá aftur á. „Ég held að margir hafi lært mikið af þessu í síðustu upp- sveiflu enda var tapið í greininni þá gríðarlegt.“ B&L hefur nánast alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Guðmund- ur Gíslason, einn af stofnendum Bif- reiða og landbúnaðarvéla, er hættur störfum fyrir allnokkru en kemur reglulega í fyrirtækið og heilsar upp á fólkið. „Það er gott að leita til afa ef eitthvað sérstakt kemur upp á. Pabbi, Gísli Guðmundsson, er starf- andi stjórnarformaður og við höfum því góðan brunn að sækja í.“ Fjölskyldufyrirtæki í 50 ár Um þessar mundir eru 50 ár liðin frá því fyrirtækið Bifreiðar og landbún- aðarvélar var stofnað og er saga og tilurð þess nokkuð sérstæð. Morgunblaðið/Kristinn Erna Gísladóttir, forstjóri B&L. B&L fluttu í nýtt húsnæði á Grjóthálsi fyrir fimm árum. B&L hafa umboð fyrir BMW, Land Rover, Renault og Hyundai. gugu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.