Morgunblaðið - 17.10.2004, Page 26
26 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
! " #
$ !
#% &
'
# !
!
"
!
" # #
!
$ " # #
!
% " # #
)
" !
!
#
%%
!
'
# $
!
"
% *
!
$
! '
!
'$ %
+!
"
'
,
&
'(
)&!!*(
E
kki um að villast,
samræðan var á
fullu er mig bar
að í Kaupmanna-
höfn 12. sept-
ember, í orði sem
á borði. Í gangi
stórar og smáar sýningafram-
kvæmdir af öllu tagi og í þeim mæli
að óvinnandi vegur var að skoða
nema kúfinn af þeim á þeim knappa
tíma sem ég hafði til umráða. Átti á
ýmsu von en ekki viðlíka skammti og
sennilega þarf að leita til menning-
arborgarárs 1996 til að finna hlið-
stæðu. Síðsumarið bauð þannig upp
á þá menningarlegu fjölbreytni sem
Sameinuðu þjóðirnar vilja einmitt
sjá sem víð-
ast í heim-
inum, telja
forsendu
efnahags-
legra fram-
fara og vel-
líðan fólks. Hér komin þýðing
skapandi kennda eins konar sneið af
grunni evrópskrar hámenningar í
aldanna rás.
Jafnast ekkert á við þá lífsreynslu
að fylgjast með hlutunum augliti til
auglitis, vega þá og meta, allt annað
einungis þefurinn af réttunum,
hversu frábærlega upplýsingaflæð-
inu kann að vera háttað í dagblaði,
tímariti, bók eða tölvu.
Kaupmannahöfn er góðurviðkomustaður til stærrimenningarborga Evrópuog skal alls ekki vanmetin
sem slík. Þangað hefur leið Íslend-
inga legið í meira en 600 ár, eink-
anlega þau 550 sem hún var höfuð-
borg þjóðarinnar, og á þær slóðir
sótti hún drjúgan hluta menntunar-
grunns síns. Ungir leita þangað enn
sér til menntunar, jafnframt skipta
þeir þúsundum sem búsettir eru í
borginni og nágrenni hennar. Skeði
þegar ég sneri aftur til Louisiana í
Humlebæk á mánudagsmorgni, að
ég náði rétt að festa mér næstsíðasta
eintakið af Morgunblaðinu á Aðal-
járnbrautarstöðinni, allir íslenzku
blaðarekkarnir annars galtómir sem
segir sitt um ásóknina.
Þrátt fyrir allt og að iðulega fari
fjórar til sex þéttpakkaðar flugvélar
til borgarinnar dag eftir dag er fjarri
því að menningarlega sambandið sé
eins og það var fyrrum og ætti helst
að vera. Í upphafi lýðveldisins voru
ráðamenn úr hófi ákafir við að klippa
á öll tengsl við Danmörku, og þjóðin
enn í dag að bíta úr nálinni fyrir
fljótræðið, einkum á vettvangi sjón-
mennta. Kemur í og með fram er
söfnin kynna verk heimsþekktra
danskra arkitekta og hönnuða, út-
koman líkust vörukynningum í stór-
verslunum. Um það getur hver og
einn sannfærst sem sækir heim arki-
tektasýningar á Louisiana eða hönn-
unarsýningar á Listiðnaðarsafninu á
Bredgade, í byggingunni sem fyrr-
um var spítalinn hvar listaskáldið
góða bar beinin.
Daginn sem ég hélt út til Íslands,
voru jafnt forsíður sem innsíður
dagblaðanna helgaðar andláti kvik-
myndaleikarans Ove Sprogøe, sem
var ástmögur dönsku þjóðarinnar.
Hann átti að baki þátttöku í
156 kvikmyndum, einnig vel
virkur á leiksviði og í sjón-
varpi, helst þekktur hér á
landi fyrir leik sinn sem aðal-
bófinn í Olsen-Banden. Jafn-
vel haldið fram að hinn 84 ára
gamli leikari hafi dáið úr sorg
þrem vikum eftir lát konu
sinnar en þau höfðu verið gift í
60 ár.
Þessi mikli leikari féll íupphafi ferilsinstvisvar á inntöku-prófi í Konunglega
leiklistarskólann, var meðal
annars tjáð af Holger Gabrielsen,
helstum áhrifamanni prófnefnd-
arinnar, að með þennan prófíl sinn
fengi hann aldrei vinnu sem leikari,
og var sá ekkert að skafa utan af því
áliti sínu. Nefni þetta einungis vegna
þess að mér fannst þessum mikla
leikara gerð hörmulega lítil skil í ís-
lenzkum fjölmiðlum, minnugur þess
að margt hefur landinn sótt til
danskrar kvikmynda- og leiklistar,
almenningur að auk skemmt sér
konunglega yfir Olsen-genginu og
fleiri kvikmyndum sem hingað hafa
ratað með leikaranum. Mál Kaup-
mannahafnarblaðanna, að andlát
Sprogøe feli í sér að mikilsverður
kafli í danskri kvikmyndalist á síð-
ustu öld hafi lokað dyrum sínum.
Aftur á móti eðlilegt að minna en
ekkert færi fyrir andláti Rasmusar
Nellemann, góðkunningja míns og
samtíðarmanns við grafíska skólann
við Akademíuna. Hér brást jafnvel
danska pressan í ljósi þess að um
mikilhæfan listamann var að ræða,
sem hafði sig lítið í frammi. En fyrir
hinar hreinu, kláru og hárnákvæmu
málmþrykkmyndir sínar átti Nelle-
mann sér fjölda aðdáenda meðal
myndlistarmanna. Jafnframt liggja
eftir hann meira en 30 frímerki frá
jafnmörgum árum, að margra áliti
meðal þess listrænasta sem gert var
á vettvanginum í Danmörku, sem
eru ekki svo lítil meðmæli. Þá mót-
tók hann hvor tveggja Ekersbergs
og Thorvaldsens verðlaunapen-
ingana (1974 og 1986), sem er mesti
heiður sem dönskum myndlistar-
manni getur hlotnast.
Reyndi að koma tímanlega til
jarðafararinnar á Amákri en fékk
ekki flug á réttum degi, en málarinn
Tryggvi Ólafsson var á staðnum og
kvað ámóta reisn hafa verið yfir at-
höfninni og jarðarför málarans Ein-
ars Baldvinssonar frá Háteigskirkju
nokkrum mánuðum áður; þ.e. nær
tóm kirkja og athöfnin í hæsta máta
vélræn, eitthvað virðist báðum þjóð-
unum hafa farið aftur um ræktar-
semi við sína menn. En alltaf má
hugga sig við söguna af gróðursetn-
ingu Rembrandts, snillingurinn
kvistaður niður í kirkjugólf meðal
umrenninga og ræningja. Á leiðinni
utan sem skeði á líkum tíma og at-
höfnin fór fram reikaði hugur minn
aftur í tímann yfir góðu glasi, allar
götur til vetrarins 1955–56, og
mætra félaga minna á grafíska verk-
stæðinu. Stemningin var einstök,
grónir listamenn eins og Søren
Hjort Nielsen, Swend Wiig Hansen,
Jane Muus o.fl. birtust óforvarendis
á staðnum einn af öðrum, teiknuðu
kannski á einn stein eða rissuðu með
þurrnál á plötu, þrykktu og hurfu
svo. En meðal daglegra vinnuþjarka
voru meðal annars Reidar Magnus,
sem mundi vel eftir Þorvaldi Skúla-
syni frá því fyrir stríð, hinn finnski
Seppo Mattinen og nefndur Nelle-
mann, hæglátur, kvikur og þveng-
mjór, átti þó eftir að gildna umtals-
vert er fram liðu stundir, trúlega af
tíðum heimsóknum á Hviids Vin-
stue. Auk þess voru þarna nokkrir
fyrrverandi nemendur prófessors
Aksels Jørgensens, sem heimsótti
þá reglulega og óð fræðilega elginn
af miklum móð. Svo voru það fag-
legu leiðbeinendurnir þeir Holger J.
Jensen og í veikindum hans fjöl-
listamaðurinn Erik Spjæt Cristen-
sen, enn fremur er vandamál komu
upp fagsnillingurinn O. Permild.
Góð nærvera af öllu þessu fólki í
hinu litla kjallaraverkstæði og þegar
við höfðum fyrirsætur, ungar og
blómlegar, sem skeði nokkuð reglu-
lega, má segja að nakið og mjúkt
hold róðanna hafi verið í seiling-
arfjarlægð. Hunangsilmur
blandaðist þá lyktinni af
prentsvertu, svínafeiti og
smávindlum Hjorts Niel-
sens …
Ég hafði haft mikinnhug á að sjá sýn-ingu málarans oggrafíklistamanns-
ins Ninu Steen-Knudsen á
herrasetrinu Sophienholm í
Lyngby, sem ég vissi að hafði
hlotið mikla athygli og alveg
óvænt var hún opin ennþá,
lauk 19. september. Skundaði
á staðinn við fyrsta tækifæri
og þótt mig bæri að fyrir hádegi á
þriðjudegi var slangur af fólki á
staðnum, en þangað leggur það að-
allega leið sína um helgar, þá iðulega
margt um manninn og veitingabúðin
troðfull. Nina er fædd 1957, og af
kynslóðinni sem ruddi villta mál-
verkinu svonefnda braut í Dan-
mörku, en hefur sem fleiri að hluta
snúið sér að klassískum vinnubrögð-
um ásamt hefðbundinni tækni í graf-
ík. Var mér samtíða á grafíkverk-
stæðinu á Valby fyrir nokkrum
árum og vöktu svipmikil vinnubrögð
hennar óskipta athygli mína. Sam-
eiginlegur þrykkjari okkar, snilling-
urinn Søren Ellitsggard, hefur farið
höndum um útlit og hönnun hinnar
sérstæðu og glæsilegu sýning-
arskrár í stóru broti. Mjög athygl-
isverð sýning þar sem víða er
skyggnst inn í fortíðina í bland við
núið, myndrænt táknmál og tíma-
legar duldir. Listakonan sjálfri sér
trú og hleypur ekki stefnulaust eftir
duttlungum listamarkaðsins og hef-
ur vissulega fengið að gjalda þess. Á
sýningu í tengslum við Carnegie-
verðlaunin 2000, skar hinn stóri fleki
hennar sig úr verkum allra hinna
þátttakendanna og bar að mínu mati
af flestu hér á Gerðarsafni. Dóm-
nefndinni, sem nú er löngu mosavax-
in, varð illa á í messunni með því að
ganga algjörlega framhjá henni í
ljósi þess að á sama tíma var mál-
verkið að rísa aftur upp úr öskustó í
listheiminum. Nefndin sem fyrri
daginn hörð á því að halda sig við
gefna fræðilega dagskipan. Hún hef-
ur að vísu séð að sér á seinni árum
en afhjúpaði þarna ósjálfstæði sitt
og einstrengni sem fleiri þurftu
sömuleiðis að gjalda fyrir. Þetta tel
ég eiga brýnt erindi inn í heilbrigða
og hlutlæga samræðu á vettvang-
inum.
Sprogøe,Nellemann ogKnudsen
Nina Steen-Knudsen: „Just Give Me My Equality“, 2003, 297x478 cm. Hluti.
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is
Rasmus Nellemann
(1923–2004).
Ove Sprogøe (1920–
2004).