Morgunblaðið - 17.10.2004, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.10.2004, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNDAY 17. OCTOBER 2004 31 UMRÆÐAN Fréttir í tölvupósti BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Mitt í allri umræðunni um hagsæld og velferð og að Ísland sé með rík- ustu löndum heims býr hér stór hóp- ur fólks við mikla erfiðleika sökum fátæktar. Það er allt gert til að fela ástandið og það eru margir sem vilja ekki horfast í augu við raunveruleik- ann. Og það er talað um að verkafólk sé með 200.000 þús. á mánuði eða meira. En sannleikurinn er sá að verkafólk er yfirleitt með 100.000 á mánuði og jafnvel minna. Það sjá það allir sem vilja að það lifir enginn mannsæmandi lífi á þeim launum. Fólk kvartar mjög yfir því að það fái synjun hjá félagsþjónustunni ef það leitar þangað og sé jafnvel vísað til hjálparstofnana! Það er þakk- arvert sem reynt er að gera til þess að hjálpa þessu nauðstadda fólki en þetta er neyðaraðstoð og ekki hægt að ætlast til þess að fólk þurfi árum saman að framfleyta sér á slíku. Þetta brýtur niður sjálfstraust fólks og margir kvarta sáran yfir þeirri niðurlægingu sem þeir upplifa við að þurfa að þiggja ölmusu! Einstæð móðir sem er öryrki var hafnað er hún bað um fjárhags- aðstoð og sagt að hún væri of tekjuhá! Svo hörmulega lág eru þau mörk sem félagsþjónustan setur. Sérstakar húsaleigubætur eru í boði fyrir fólk til að geta leigt úti á al- mennum leigumarkaði. Þessar sér- stöku húsaleigubætur eru skatt- lagðar! Öryrki gat fengið hjá félagsþjónustunni 28.000 í húsa- leigubætur en íbúðin kostaði 95.000 á mánuði. Greiðslubyrði öryrkjans er því ansi há. En ef fólk þiggur þessar bætur fer það af biðlista eftir félagslegu húsnæði. Almenni mark- aðurinn er líka mjög ótryggur. Eymd og örvænting er daglegt brauð hjá þessu fólki og oft hef ég séð tár blika á kinn og bólgna hvarma eftir mikinn grát og and- vökunætur! Það þarf stórátak til þess að snúa þessari óheillaþróun við. Félagsþjónustan getur greini- lega ekki ráðið við allan þennan vanda og útrýmt fátækt og eymd úr borginni. Það þarf pólítískan vilja, bæði hjá ríki og borg, til þess að breyta þessu. SIGRÚN ÁRMANNS REYNISDÓTTIR, formaður Samtaka gegn fátækt. Eymd í borginni Frá Sigrúnu Ármanns Reynisdóttur: Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is Skálar • Föt • Diskar • Gjafir ÁLFHEIMAR 64 - 104 REYKJAVÍK OPIÐ HÚS Í DAG MILLI 15.30 OG 16.30 Mjög skemmtileg 4ra herb. íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli við Glæsibæ. Snyrtilegar innr. Parket á stofum, góðar svalir, frábær staðsetning, stutt er í alla þjónustu við Glæsibæ, Skeifu og Faxafen. Einnig er Laugardal- urinn og íþrótta- og tómstundaiðja í nágr. VERÐ 14,8 millj. Lán frá lánastofnun 11,0 millj., 4,2%, grb. ca 50.000, vextir og afb. Sími 594 5000 - Fax 594 5001 Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir Júlíus Jóhannsson sölufulltrúi Akkurat ehf. tekur á móti þér og þínum. Farsími 824 5074. Straumsalir 2 Fimm íbúða hús - Kópavogi Um er að ræða 5 4ra herbergja íbúðir í húsi, byggt 2001, frá 119,7–127,4 fm. Íbúðirnar eru fullbúnar með gólfefnum og innréttingum úr kirsu- berjaviði. Íbúðirnar eru lausar til afhendingar í febrúar 2005. Húsið er klætt að utan og lóð fullfrágengin. Frábær staðsetning og útsýni. 0101 Jarðhæð stærð 119,7 fm. Verð 20,5 millj. 0201 Miðhæð stærð 127,4 fm. Verð 21,5 millj. 0202 Miðhæð stærð 127,4 fm. Verð 21,5 millj. 0301 Efsta hæð stærð 127,4 fm + 28,2 fm bílskúr. Verð 23,5 millj. 0302 Efsta hæð stærð 127,4 fm + 28,2 fm bílskúr. Verð 23,5 millj. Mánalind - Kópavogi Nýkomið í einkasölu glæsilegt 177 fm parhús á tveimur hæðum ásamt 29 fm bíl- skúr, samtals 206 fm, vel staðsett á frá- bærum útsýnisstað í Lindahverfi. Eignin skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, gang, hol, eldhús, stofu og borðstofu. Góðar suðursvalir. Sjónvarpshol (herb. á teikn.), tvö barnaherb., hjónaherb. með fataherb. og geymslu. Baðherb. og þvottahús. Inn- réttingar og gólfefni eru öll hin glæsilegustu. Fallegur garður með skjól- girðingu, pöllum og tilheyrandi. Verð 34,9 m. 77777 Eyrarholt - Hf. Nýkomin í einkasölu á þessum frábæra útsýnisstað mjög glæsileg 116,5 fm íbúð á efstu hæð í snyrtilegu og vel staðsettu fjölbýli á Holtinu í Hafnarfirði. Eignin skiptist í forstofu, hol, baðherbergi, eld- hús, stofu, borðstofu, þrjú herbergi , þvottahús og geymslu. Glæsilegar inn- réttingar og gólfefni parket og flísar. Suðursvalir. Glæsilegt útsýni. Verð 17,5 millj. Eign sem vert er að skoða. 66188 HÁTEIGSVEGUR - EINSTÖK EIGN Vorum að fá í einkasölu 307 fm efri sérhæð og ris auk bílskúrs í þessu fallega húsi við Háteigsveg. Húsið er teiknað af Halldóri H. Jónssyni arkitekt. Um er að ræða stór- glæsilega íbúð á tveimur hæðum, sem skiptist þannig: Hæð: Anddyri, stigahús, arin- stofa, stofa, borðstofa, eldhús, tvö herbergi, þvottahús, baðherbergi og gestasnyrt- ing. Tvennar svalir. Fallegt útsýni. Rishæð: Þrjú herbergi og mjög stórt baðherbergi. Innbyggður bílskúr. Mjög mikil lofthæð er á neðri hæð hússins. Íbúðin hefur að miklu leyti verið endurnýjuð í sinni upprunalegu mynd í ,,art deco" stíl á sl. árum. Íbúðin er mjög tæknivædd varðandi lýsingu, internettengingu og fleira. Um er að ræða eina allra glæsilegustu eign sinnar tegundar í Reykjavík. Sjá myndir á heimasíðu Eigna- miðlunar (www.eignamidlun.is). Verð 49,5 millj. Skipholti 29a 105 Reykjavík fax 530 6505 heimili@heimili. is sími 530 6500

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.