Morgunblaðið - 17.10.2004, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 17.10.2004, Qupperneq 36
36 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Það eru engin ný sann-indi að kjör meirihlutabarna jarðar séu fyrirneðan allar hellur, ogekki nokkurri mann- eskju bjóðandi, hvað þá sæm- andi. Fjölmiðlar hafa, á öld tækninnar, getað sýnt okkur inn í þessa eymdarveröld, og varla líður sá dagur að ekki birtist mynd eða texti þar um. Fimmtu hverju sekúndu deyr barn af völdum hungurs, og um 5.500 andast á degi hverjum sökum mengaðs vatns og matar. Næst á eftir koma dauðsföll af völdum öndunarfærasýkinga, og þar á eftir er niðurgangur algengasta dánarorsökin (um tvær milljónir barna á ári). Langstærstur hluti þeirra er í fátækustu ríkjunum. Einungis helmingur allra barna er ónæmur gegn smitsjúkdóm- um, eins og mislingum og löm- unarveiki. Hvað þá öðru. Þegar svo á dögunum féll inn um bréfalúguna kynningarrit, þar sem mér var boðið að gerast heimsforeldri, tók ég því fagn- andi, eins og mig grunar að þús- undir annarra landsmanna hafi gert. Það var sannarlega kær- komin póstsending, og jafnframt holl áminning um þennan blá- kalda raunveruleika 21. aldar. En hvað er þetta nákvæmlega? Jú, hér er á ferðinni „ákveðin leið fyrir einstaklinga til að styrkja verkefni UNICEF (United Na- tions Children’s Fund), Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna, um allan heim og þar með fá tæki- færi til að breyta lífi barna sem líða skort vegna fátæktar, þjást af sjúkdómum og heilsuleysi eða eru fórnarlömb stríðsátaka og náttúruhamfara“, eins og segir m.a. á heimasíðu samtakanna á Íslandi, www. unicef.is. Umrætt kynningarrit eða bréf var frá landsnefnd UNICEF á Íslandi og frú Vigdísi Finnbogadóttur, verndara heimsforeldra, og sent til allra heimila landsins. Þessi stofnun er óhlutdrægur aðili, vinnur með ríkisstjórnum eða annars konar valdhöfum, í hverju landi, óháð trúarbrögðum og stjórnmálastefnum. Hún varð til árið 1946 og er einn stærsti og virtasti sjóður innan Sameinuðu þjóðanna. Í dag starfa um 7.000 manns í 158 löndum á vegum hennar. En þetta er ekki skrif- stofubákn, því yfir 86% starfs- mannanna vinna í þróunarlönd- unum, ekki í höfuðstöðvunum. Allt starfið miðar að því að fylgja þessum kjörorðum: Tryggjum hverju barni heilsuvernd, mennt- un, jafnrétti, umhyggju. Eflum mannúð. Eftir þessu hafði ég verið að leita. Heimsforeldri greiðir ákveðna upphæð á mánuði til UNICEF, t.d. 1.000 krónur, og getur hætt því tímabundið eða alveg, hve- nær sem er. Eða þá aukið fram- lagið. En til að útskýra þetta nánar, er rétt að líta aftur á www.uni- cef.is, en þar segir: Hlutverk heimsforeldra er áþekkt hlut- verki hefðbundinna foreldra, einungis á mun stærri hátt. Þú þarft sömu eiginleika: ástúð, áreiðanleika, umhyggju og skuld- bindingu. Foreldrahlutverkið snýst um að taka ábyrgð á öðrum einstaklingi. Hlutverk heimsforeldra er samskonar ferli. Það snýst ekki um að rétta ölmusu endrum og sinnum. Það snýst um að veita stuðning, með reglubundnum hætti og til fram- búðar, og bæta þannig líf barna um allan heim. Foreldrahlutverkið snýst um að styðja börnin og gefa þeim færi á hamingju og færni til að geta mótað sína eigin framtíð. Heimsforeldrar vinna í samstarfi við UNICEF að því að annast milljónir varn- arlausra barna víða um heim. Líkt og öðr- um foreldrum er þeim annt um og vilja vernda og styðja þá varnarlausu. Þeir veita stuðning og leiðbeiningar til þeirra sem eru að fóta sig í heimi sem oft á tíðum er kuldalegur og skeytingarlaus. Saman vinna heimsforeldrar og UNICEF að því að hjálpa milljónum barna sem líða skort vegna fátæktar, þjást af sjúkdómum og heilsuleysi eða eru fórnarlömb stríðsátaka og náttúruhamfara. Foreldrahlutverkið er án efa eitt það ábyrgðarmesta hlutverk sem nokkur manneskja getur tekist á við. En um leið er það eitthvað það mest gefandi hlutverk sem um getur. Sem heimsforeldri kemur þú til með að breyta lífum margra á ótrú- legan hátt, líkt og að vera foreldri nema í stærra samhengi. Í samstarfi við UNICEF getur eitt heims- foreldri stutt, menntað og verndað hundr- uð varnarlausra barna víða um heim. Sértu búin(n) að fleygja kynn- ingarbréfinu, sem barst í öll hús á Íslandi í lok september eða byrjun október, og hafði með þetta að gera, er möguleiki að hringja á skrifstofutíma og panta nýtt. Síminn er 552 6300. En eigirðu það enn, ráðlegg ég þér eindregið að skoða það og lesa. Eins mætti senda rafpóst til unicef@unicef.is og leita upp- lýsinga, eða fara inn á heimasíð- una. Fólk getur líka orðið heims- foreldri í síma 575 1520, alla daga milli klukkan 9 og 22. Ekki skal þó hér dregið úr mikilvægi annarra hjálparstofn- ana, sem að málefnum barna koma; alls ekki. Þær eru líka að gera frábæra hluti. ABC- hjálparstarf, SOS-barnaþorpin, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði krossinn og fleiri. Það er ekki nokkur spurning. Og vonandi áttu, lesandi minn, eftir að gefa þangað einnig. Enda neyðin mikil og víða, og þörfin fyrir að- stoð brýn; um líf og dauða að tefla, þar sem ekki er talið í þús- undum sálna, heldur milljónum. Ég lýk þessu með orðum úr títtnefndu bréfi, sem ég veit að öll þessi hjálparsamtök gætu tekið undir, en þar segir: Við munum ná til barnanna okkar, hvar sem þau eru stödd. Við ætlum okkur að bjarga þeim frá fátækt, þrælkun, kynferð- islegu ofbeldi, sjúkdómum, fáfræði, of- beldi og stríði. Saman eru okkur allir veg- ir færir. Megi það verða. Heimsforeldri sigurdur.aegisson@kirkjan.is Mannkynið er víst orðið um 6,3 millj- arðar einstaklinga. Þriðjungurinn er börn, og aðstæður þeirra flestra vægast sagt ömurlegar. En Sigurður Ægisson komst að því fyrir skemmstu, að á þessu er hægt að taka. Jafnvel þótt maður eigi heima víðs fjarri eymdinni. Jæja, kæri frændi, þá er okkar síðustu smalamennsku saman lokið, alla vega í þessu lífi. Það er svo margt sem rennur í gegn um hugann þeg- ar hugsað er til baka og við fáum seint fullþakkað allt sem þú leyfðir okkur að taka þátt í með þér, hvort sem það voru sveitaballaferðirnar, bátsferðirnar út á fjörð að veiða, rjúpnaveiði, smalamennska eða eitthvað annað, þá varstu alltaf brosandi og ekki hvað síst þegar maður brenndi einhvern veginn af svo þú gætir strítt manni lengi á eftir. Eflaust er það ekki slæmur dauðdagi að sitja upp í fjallinu sínu, í sveitinni þar sem maður hefur bú- ið allt sitt líf, að horfa á féð sitt renna heim í góðu veðri og verða bráðkvaddur en Guð hefði, að okk- ar eigingjarna mati, mátt fresta þessu í einhverja tugi ára. En ef- laust á hann eftir að eiga fullt í fangi með ykkur Onna og Valda þegar þið hittist aftur. Þú skildir eftir stórt skarð þegar þú fórst héðan og veröld okkar er fátækari á eftir en maður sér fyrir sér að ef þú fengir eitthvað um þetta að segja myndir þú ganga um eldhúsgólfið og segja að það þýddi ekkert að velta sér upp úr þessu, fólk yrði að halda áfram að lifa og svo hefðirðu lamið með hægri hendi í lófann á þeirri vinstri til að leggja áherslu á orð þín. Elsku frændi, þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og með okkur. Og elsku Daddi, Didda og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk í gegn um þessa erfiðu raun. Glerbræður og fjölskyldur. Það er sárt að þurfa að kveðja þig elsku frændi og vera úti á sjó og geta ekki fylgt þér hinsta spöl- inn. En minningarnar eru ótal- margar úr sveitinni okkar þar sem við ólumst upp saman. Ég man eft- ir því hvað þú varst mikill húm- oristi og kátur krakki og hrekkj- óttur gastu verið, eins og þegar ég var að reyna að hjálpa Onna upp úr læknum og þú ýttir á rassinn á mér svo að við urðum allir á endanum rennblautir og ætluðum ekki að þora heim til mömmu þinnar því við fengum skýr fyrirmæli frá henni að koma nú þurrir og fínir heim aftur. Við ætluðum að verða bændur því af bændafólki vorum við komnir, en þú varst að lokum sá er þá ábyrgð axlaðir ásamt pabba þínum og mömmu meðan hennar naut við. Það verður öðru- vísi að koma í Sandhóla núna og þín verður sárt saknað og þó að máltækið segi að maður komi í manns stað þá er myrkur í sveit- inni núna. Við höfum sést sjaldnar núna undanfarin ár þar sem ég er mikið á sjónum en alltaf tókst þú okkur INGVAR EINAR KJARTANSSON ✝ Ingvar EinarKjartansson fæddist á Hólmavík 22. desember 1957. Hann varð bráð- kvaddur í fjársmölun laugardaginn 9. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 15. október. Kam opnum örmum er við komum í heimsókn og af þinni alkunnu gestrisni leyfðir þú mér aldrei að fara aft- ur fyrr en þú værir búinn að svíða handa mér svið eða lauma silungi og öðru góð- meti í skottið á bílnum mínum. En nú á þessu erfiða og vindasama hausti og þó að vind- urinn blási oss á mót þá er ég fyrst og fremst þakklátur guði fyrir að hafa átt þig að sem frænda og vin alla tíð og ég bið algóðan guð að styrkja hann pabba þinn, Diddu og Gísla og allt þitt skyldfólk og vini, því söknuður okkar er mikill. Elsku Ingvar, hvíl þú í friði og hafðu þökk fyrir allt. Haraldur. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Nú þegar við kveðjum þig elsku frændi eigum við erfitt með að setja orðin á blað, efst í huga okkar eru þakkir fyrir samfylgdina í gegnum árin sem urðu alltof fá en, því fáum hvorki við né aðrir breytt. Við biðjum algóðan Guð að varð- veita föður þinn, systkini og aðra ástvini sem eiga um svo sárt að binda. Kæri frændi, við óskum þér góðrar heimkomu og þökkum þér liðna tíð. Minning þín verður ljós í lífi okk- ar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ástvinum sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði elsku frændi. Elísabet, Linda, Ólafur og fjölskyldur. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur, og fagrar vonir tengir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá. Elsku Brói minn. Nokkrar línur frá okkur Agli héðan úr Völvufellinu. Við eigum svo erfitt með að trúa því að þú sért farinn og að við munum ekki sitja framar með þér við eldhús- borðið í Sandhólum og minnast lið- inna stunda. Mikið höfum við upp- lifað og brallað saman þó ekki verði farnar fleiri „rislu“ ferðir í Dalina eða á skitterí upp til fjalla. Þetta er þó allt til í minningunni ásamt svo mörgu, mörgu öðru. Þú varst sér- staklega geðgóður maður, sást húmorinn í öllu og börn hændust að þér og ég gleðst yfir því í hjarta mínu að guttarnir okkar þrír skyldu hafa komið til þín í sumar og fengið að smakka silung hjá þér, því ég var búin að segja þeim svo mikið frá þér, þeir fengu að skoða húsin þín, dráttarvélarnar og mikið voru þeir montnir yfir því að þú ættir allar kindurnar sem við sáum þegar við keyrðum Slitrin og heim, enda sagði Einar Óli þegar hann frétti af fráfalli þínu, nú fær hún amma mín engan silung að borða því hún borðaði bara silunginn hans Bróa. Elsku Brói, takk fyrir samfylgdina, við hittumst aftur við háborð skaparans og „boðum gou sviiiinn“. Guð blessi og styrki fóstra minn, Diddu, Gísla, Oddnýju og Lilla. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað.) Ólafía Hafdísardóttir (Lóa) og Egill Stefánsson. Elsku frændi, ég ætlaði ekki að trúa því þegar mamma hringdi og tilkynnti mér að þú værir farinn. Hugurinn reikar til baka til þess tíma þegar ég var í sveit hjá ömmu og afa. Þú hefur alltaf verið mikið fyrir börn og naut ég góðs af því ásamt mínum kæra frænda Sigga Óla, þú gast oft hlegið að uppá- tækjum okkar og voru þau ekki fá enda vorum við alveg handfylli oft á tíðum. Herbergið þitt var stund- um notað og var það ekki alltaf vin- sælt, eins og þegar okkur Sigga fannst naggrísinn í herberginu þínu fá of mikla athygli þá þurftum við nú að ráða bót á því en málið er að það fengu allir athygli þína því þannig varst þú bara, góður við alla. Eitt af því sem ég hafði gaman af var að rúlla upp sígó fyrir þig með sígarettuvélinni og þegar þú leyfðir mér að keyra dráttarvél í fyrsta sinn. Mikið þótti mér vænt um að koma til ykkar afa síðasta sumar, þú tókst á móti okkur Óm- ari eins og þér einum var lagið, þú hafðir miklar áhyggjur af því að mega ekki elda fyrir okkur svo þú tókst ekki annað í mál en að við borðuðum hjá ykkur afa hádegis- mat daginn eftir, þú eldaðir kóte- lettur í ofnskúffunni, fljótandi í smjöri alveg eins og hún amma gerði, mmmm geri aðrir betur. Elsku brói ég kveð þig með lagi sem Villi Vill söng eitt sinn: Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn. Tárin fall heit í hljóði, heimur ei þau sér. Sofna vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir þér Þreyttir hvílast, þögla nóttin þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer. Sof þú væran, vinur, ég skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk.) Elsku afi, missir þinn er mestur, Didda, Gísli, Siggi Óli, Ingunn, Lilli og aðrir ástvinir, megi guð styrkja okkur öll á þessari erfiðu stundu. Elsku Brói, hafðu þökk fyrir allt og kysstu ömmu og Onna frá mér. Þín frænka Anna Magnea Egilsdóttir. www.englasteinar.is Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is HUGVEKJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.