Morgunblaðið - 17.10.2004, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 17.10.2004, Qupperneq 38
38 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Í dag kveðjum við afa hinstu kveðju. Margt nú býr í brjósti mér er besti afinn kveður. Hann skildi eftir lítið ljós sem lýst mér alltaf hefur. Himnafaðir harðan tel hann að taka frá mér. Guð á himnum gættu hans vel og geymdu í fanginu á þér. Minningu í brjósti ber um brosið afa hlýja. Láttu hann núna leika sér léttan milli skýja. Elsku amma, megi Guð veita þér huggun og styrk í sorg þinni. Guð blessi minningu afa. Kristín, Herluf, Ragnheiður og Alexander Freyr. Tengdafaðir minn Sumarliði Lár- usson, fyrrverandi bæjarverkstjóri Sandgerðisbæjar, lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 7. október sl. eftir stutt en að sama skapi snörp veikindi. Sumarliði var fæddur árið 1922 og því má segja að hann hafi fengið lifað eins og lög gera ráð fyrir. Þrátt fyrir það er kveðjustundin trega blandin og hans verður sárt saknað. Sumarliða kynntist ég fyrst ungur að árum, þegar ég gerði ítrek- aðar tilraunir til að komast inn í fjöl- skyldu hans sem eftir töluverða bar- áttu hafðist að lokum. Á þessum árum var ég óráðinn, uppreisnar- gjarn og vissi ekkert vel á hvaða leið ég var og hvert ég stefndi. Sumarliði kippti sér hins vegar ekkert upp við SUMARLIÐI LÁRUSSON ✝ Sumarliði Lárus-son fæddist á Tjörn í Kálfshamars- vík í Skagahreppi í A.-Hún. 20. febrúar 1922. Hann andaðist á sjúkrahúsinu í Keflavík fimmtudag- inn 7. október síðast- liðinn og var jarð- sunginn frá safnaðarheimilinu í Sandgerði 15. októ- ber. það og tók mér frá fyrstu tíð sem jafn- ingja. Og þannig var það æ síðan. Það fyrsta sem ég vissi um Sumarliða var að hann væri krati af guðs náð. Höfum við frá fyrstu stundu rætt pólitík, fyrst þannig, að ég sem róttækur ungur maður fann þessum krötum allt til foráttu og síðan, þegar tíminn leið, sem tveir kratar. Sumarliða var fé- lagspólitík í blóð borin, enda beitti hann sér á þeim vett- vangi bæði innan Alþýðuflokksins og einnig innan verkalýðs- og sam- vinnuhreyfingarinnar. Því má segja að ég hafi fetað í spor hans a.m.k að þessu leytinu til. Sumarliða var ekk- ert um það gefið að láta á sér bera, vann sín verk án þess að tala neitt sérstaklega um það. Hann var fé- lagslyndur maður og hafði gaman af því að vera innan um fólk. Hann eins og margir af hans kynslóð átti ekk- ert auðvelt með að bera tilfinningar sínar á torg, en hann kom sínu til skila þrátt fyrir það. Sumarliði vann mikið alla sína ævi enda fyrir stórum barnahópi að sjá og lífsbaráttan oft hörð. Ég kynntist síldarævintýrinu í gegnum Summa og gamlir menn segja mér að Summi hafi verið einn fljótasti beitningamaður Íslands þegar hann var upp á sitt besta. Eft- ir að Sumarliði hætti störfum sem bæjarverkstjóri Sandgerðisbæjar, sjötugur að aldri, hélt hann áfram að beita fyrir Ingimar son sinn enda var útgerðin og vinnan í kringum hana hans ær og kýr. Sumarliði tengdapabbi minn var mikill bókaormur og hafði í gegnum árin sankað að sér stóru safni bóka. Þær eru ófáar bækurnar sem ég hef laumast í hjá honum í gegnum tíðina. Sumarliði og Jenný tendamóðir mín fluttust til Keflavíkur fyrir 2 ár- um síðan. Þrátt fyrir að slík ákvarð- anataka hafi ekki verið auðveld fyrir þau, var aldrei um það talað að snúa til baka. Við flutning þeirra hjóna til Keflavíkur jókst samgangur veru- lega milli heimila okkar og ófáar ferðirnar hafa dætur mínar tvær far- ið á hjólunum sínum, að heimsækja ömmu og afa. Sumarliði var alla tíð hraustur maður en undir það síðasta hrakaði heilsu hans verulega. Tók hann því af æðruleysi eins og öðru og hélt áfram að fara í sína göngutúra á meðan hann gat. Verst held ég þó að Sumarliða hafi fundist að tapa sjón- inni og geta ekki lesið. Síðustu daga sína dvaldi hann á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja, æðrulaus og ódeigur. Þegar ég hugsa til baka held ég, að hann hafi þá verið lagður af stað í förina miklu. Hvert það ferðalag leiðir hann veit ég ekki, en hitt veit ég, að Sumarliði Lárusson lagði sér til gott veganesti í slíka för. Góða ferð, afi Summi, og takk fyrir sam- veruna. Minningin um góðan afa mun lifa í hugum okkar allra. Guðbrandur Einarsson. Elskulegi afi. Það var sannarlega farið að hausta þegar þú kvaddir þennan heim og einnig farið að hausta í lífi þínu. Við systur ólumst upp á Seyð- isfirði fram á unglingsár. Því ein- skorðuðust samskipti okkar við sum- arfrí og önnur frí sem við fórum með fjölskyldunni suður. Í minningunni varst þú mikið í vinnu, en varst alltaf hlýr og barn- góður og gafst þér tíma til þess að spjalla og gefa þig að okkur börn- unum sem oft voru mörg saman komin á Túngötu 11 í Sandgerði. Eftir að við eltumst voru samskipti okkar alltaf mjög innileg og þótti okkur systrum innilega vænt um það. Alltaf spurðirðu hvað við værum að bralla og hvernig okkur liði í líf- inu. Þú spurðir um ástarmálin og fylgdist með börnum Ingunnar, þeim Kötlu og Loga. Þið amma, með ykkar 8 börn, höfðuð nú ekki mikinn tíma til þess að hugsa um hvernig ykkur liði, hvort þið væruð yfir ykkur ástfang- in, eða væruð ætluð hvort öðru. Það þurfti að fæða og klæða 8 börn og þá er nú ekki spurt að því hvort ein- hverjum líður vel eða illa. Okkar kynslóð mætti margt af ykkur læra, eins sjálfhverf og hún er orðin. Það fallega við að fylgjast með þér og ömmu eldast var að sjá hversu samband ykkar varð dýpra og inni- legra með hverju árinu. Það er gott að sjá hjón sem hafa fengið að upp- lifa bæði súrt og sætt, lifa saman í svo mikilli sátt og hamingju sem þið gerðuð eftir að lífið fór að róast. Mamma okkar vitnaði oft í hve mikill verkmaður þú varst og ekki mikið fyrir að hlífa sjálfum þér. Reyndar erfði hún þetta frá þér og lét okkur systur gjarnan heyra það þegar við ætluðum að vera með ein- hvern aumingjaskap. Þú hafðir allt að geyma sem prýð- ir góðan mann, elsku afi. Takk fyrir samveruna og það sem þú hefur kennt okkur. Elsku amma, megi góður Guð styrkja þig á erfiðum stundum og vera með þér í því tómi og þeirri sorg sem myndast við að missa lífs- förunaut sinn og besta vin. Þínar Ingunn og Sara Gylfadætur. Hann afi minn er dáinn, það verð- ur tómlegt að hafa ekki afa, þegar við förum í heimsókn til ömmu í Keflavík en afi og amma fluttu þang- að árið 2002. Þegar við heimsóttum afa og ömmu í Sandgerði var oft gaman. Afi tuskaðist við okkur krakkana og það mikið fjör. Amma spurði þá afa hvort hann ætlaði að gera okkur alveg vitlaus. Ég minnist þess þegar við afi tókum upp kartöfl- urnar sem hann ræktaði í garðinum sínum en það eru bestu kartöflur sem ég hef borðað. Afi fór oft á bryggjuna að fylgjast með bátunum og tala við kallana. Hann var líka duglegur að fara í göngutúra. Við afi fórum oft í sjoppuna í Sandgerði en þá keypti hann nammi handa mér og happaþrennu fyrir sig. Afi var alltaf góður við mig. Sem betur fer var hann ekki lengi veikur á spítalanum og gat komið heim til ömmu stuttu áður en hann dó. Ég sakna þín afi minn. Hvíl þú í friði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Egill Birnir Björnsson. Ástkær amma okkar, tengdaamma og lang- amma, SIGRÍÐUR S. JAKOBSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Álftahólum 8, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 7. október, verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 19. októ- ber kl. 13.30. Sigurjón Jónsson, Helga Jónsdóttir, Þráinn Steinsson, Eyþóra Kristín Geirsdóttir og barnabarnabörn. Elskuleg dóttir okkar, systir og unnusta, HJÖRDÍS KJARTANSDÓTTIR, Seilugranda 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 18. október kl. 13.30. Magnea Guðmundsdóttir, Kjartan Ólafsson, Ólafur Kjartansson og Peter Fork. www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS LOFTSSONAR flugvirkja, Sogavegi 32, Reykjavík. Anna Lísa Gunnarsdóttir, Kristján Sigurbjörnsson, Gunnar Kristjánsson, Sigurbjörn Kristjánsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Jónas Ágústsson, Elín Hrönn Jónasdóttir, Hermann Leifsson, Helga Birna Jónasdóttir, Bergrós Hermannsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HAFDÍSAR ERLU EGGERTSDÓTTUR, Þórðarsveig 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 6. og 7. hæð Landspítala Fossvogi. Valentínus Guðmundsson, Katrín Valentínusdóttir, Ólafur Magnússon, Hrönn Valentínusdóttir, Guðjón Ágústsson, Ingibjörg Valentínusdóttir, Darryl Brittain, Hafþór Valentínusson, Berglind Björgólfsdóttir, Valþór Valentínusson, Aðalheiður Björgvinsdóttir, Garðar Valentínusson, Sarah Valentínusson, Smári Kristófersson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, TAKAKO INABA JÓNSSON, Brekkutúni 9, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við ættingjum, vinum og starfsfólki Landspítalans, sem veittu okkur ómetanlegan stuðning í veikindum Takako, svo og félögum í Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt öðru tónlistarfólki, fyrir einstakt framlag. Kjartan Jónsson, Árni Rúnar Inaba Kjartansson, Ólöf Júlía Kjartansdóttir, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður og afa, INGVARS ÁSGEIRSSONAR, Dalbraut 27, Bíldudal. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknar- deildar Landspítala Landakoti. Kristín Pétursdóttir, Elín Guðrún Ingvarsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.