Morgunblaðið - 17.10.2004, Page 45

Morgunblaðið - 17.10.2004, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNDAY 17. OCTOBER 2004 45 MENNING Nýverið var tilkynnt hverjirmunu hljóta nóbels-verðlaunin í hinum ýmsu fögum í ár. Verðlaunin, sem þykja afar virt á öllum sviðum, eiga rætur að rekja til erfðaskrár sænska athafnamannsins Alfreds Nobels, sem fann upp dínamít ár- ið 1866 og varð milljónamæringur fyrir vikið. Nobel var fæddur árið 1833 og lést 1896. Auður hans var tals- verður við lát hans, um 300 millj- ónir íslenskra króna árið 1895, sem í dag upp- reiknast til núvirðis sem tæpir 15 milljarðar íslenskra króna. Hann lét eftir sig stutta erfðaskrá þar sem hann óskaði eftir því að hluti auðæfa hans rynni til nokkurra ættingja og vina, og skipti hann mjög ná- kvæmlega niður hversu mikið hver og einn ætti að fá. Afgang- urinn, langstærstur hluti fjárins, átti síðan að renna til stofnunar verðlauna á fimm sviðum: Í eðl- isfræði, efnafræði, lífeðlis- eða læknisfræði, bókmenntum og því sem hann kallaði „einingu meðal þjóða og útilokun eða minnkun starfandi herja og eflingu og aukningu í friðarstefnum“ – sem síðar var einfaldlega kallað frið- arverðlaunin. Nóbelsverðlaunum í hagfræði var bætt við árið 1969 af Ríkisbanka Svíþjóðar í minn- ingu Nobels. Fyrstu nóbelsverð- launin voru veitt árið 1901. Eins og fyrr segir var erfða- skráin stutt, aðeins ein hand- skrifuð síða, en Nobel náði að fjalla þar stuttlega um hverja og eina þá grein sem verðlaunin áttu að skiptast í. Um bókmenntaverð- launin sagði Nobel að þau skyldu renna til „þess sem skal hafa unn- ið í bókmenntum hið allra mesta hugsjónaverk“. Við val á verð- launahöfum í öllum greinum sagði Nobel að ekki ætti að gefa því neinn gaum frá hvaða landi við- komandi væri, „sá sem er þeirra mest verðugur skal fá verðlaunin, hvort sem hann er skandinavískur eða ekki“.    Þessi klausa segir sína sögu,því samkvæmt jafnaðar- mannaeðli Svía hefur síðustu ára- tugi einmitt verið tekið nokkurt tillit til þess hvers lenskur við- komandi er, ekki síst í bók- menntageiranum, og reynt að koma til móts við ólíkar þjóðir og tungumál, ekki síður en strauma og stefnur. Hversu vel sem það hefur gengið. Ef til vill má ímynda sér að Nobel hafi átt við að ekki skyldi útiloka neinn til verðlaunanna vegna þjóðernis síns. Sitt sýnist hverjum um hvort það hefur samt sem áður verið gert, sérstaklega fyrr á árum. Í það minnsta er ljóst, að svo víð- tæk útskýring á hvernig að vali á verðlaunahöfum skal staðið kallar á ýmsar túlkanir.    Bókmenntaverðlaun Nóbels eruvalin samkvæmt tillögum val- inna einstaklinga við virtar stofn- anir. Sænska akademían velur fimm einstaklinga innan sinna raða í nefnd, sem sendir boðsbréf til þeirra sem verðugir þykja að koma með tillögur að verðlauna- hafa. Engir aðrir en þeir sem fá slíkt boðsbréf geta lagt til ein- staklinga, og ekki má tilnefna sjálfan sig. Útnefningunni geta fylgt útskýringar, en það er ekki nauðsynlegt. Þetta þarf að berast fyrir 1. febrúar ár hvert. Yfirleitt berast um hundrað til- nefningar. Það er svo fimm manna nefndarinnar að útbúa lokalista, út frá margs konar rannsóknum, sem inniheldur um tuttugu nöfn. Listinn er síðar smækkaður niður í fimm, og í október ár hvert tekur nefndin lokaákvörðun um verðlaunahaf- ann, sem þarf að fá meirihluta atkvæða nefndarinnar. Stundum hafa nöfnin á lokalist- anum lekið út til almennings, þó að mikil leynd eigi að hvíla yfir öllu starfi nefndarinnar. Þannig hafði til dæmis verið vitað að Halldór Kiljan Laxness hafði „verið á listanum“ í þó nokkurn tíma áður en hann hlaut loks verðlaunin árið 1955. Að sama skapi voru uppi sögusagnir nú í ár um að Elfriede Jelinek, sem tekur við bókmenntaverðlaunum Nóbels í desember, hefði verið eina konan á listanum. Sumir héldu því fram, þar á meðal hún sjálf, að hún hefði verið valin ein- mitt vegna þess að hún væri kona, hvort sem það er nú satt eða ekki.    Verðlaunin þykja virt, eins ogfyrr segir, en peningaupp- hæðin sem kemur í hlut nób- elsverðlaunahafa er líka mjög há. Fyrstu verðlaunin, sem voru veitt árið 1901, voru að upphæð 150.000 sænskar krónur, tæp ein og hálf milljón íslenskra, á þá- virði, sem hlýtur að hafa talist þó nokkur upphæð á tímum mikillar fátæktar almennings. Í dag er verðlaunaféð 10 milljónir sænskra króna, eða um 97 milljónir ís- lenskra króna, sem vissulega þyk- ir mikið fé. Það er ekki síst í heimi bók- menntanna, þar sem fáir komast í álnir, sem peningaupphæðin skiptir afar miklu máli. Það eru ekki mörg verðlaun veitt í þeim geira sem gera verðlaunahaf- anum kleift að lifa áhyggjulausu lífi fjárhagslega þaðan í frá. Því er ábyrgðin mikil sem felst í því að veita slík verðlaun. Það felst líka ábyrgð í því að taka við slíkum verðlaunum, og margir telja reyndar að slík verð- laun breyti einstaklingnum sem þau hljóta. Þannig lýsti Elfriede Jelinek miklum efasemdum um verðlaunin og sagðist hafa óþægi- lega á tilfinningunni að verðlaun- in myndu verða sér til byrði. Til- finningar hennar gagnvart verðlaununum einkenndust frem- ur af „örvæntingu en gleði“, og sér þætti óþægilegt að vera otað „sem persónu út á hið opinbera svið“.    Jelinek hefur ennfremur til-kynnt að hún muni ekki veita verðlaununum viðtöku í eigin per- sónu, þar sem hún þjáist af fé- lagsfælni og eigi þar af leiðandi erfitt með að vera innan um fólk. Það er líklega eins gott að hún tók þá ákvörðun fyrst svo er, vegna þess að til kvöldverðarins sem fylgir í kjölfarið á verðlauna- afhendingunni í Konserthöllinni í Stokkhólmi er tæplega 1.500 manns boðið til sitjandi borðhalds í Bláa salnum í Ráðhúsi Stokk- hólms. Veislan er sögð vera blanda af konunglegum hátíða- höldum, fjölskylduboði og stúd- entsveislu. Dínamít verð- ur að Nóbel ’„Sá sem er þeirra mestverðugur skal fá verð- launin, hvort sem hann er skandinavískur eða ekki.“‘ AF LISTUM Inga María Leifsdóttir ingamaria@mbl.is Halldór Kiljan Laxness Elfriede Jelinek Alfred Nobel FYRIR nokkrum dögum fréttist af því að Landsbankinn hygðist styrkja Sinfóníuhljómsveit Íslands um rúmlega átta milljónir á ári „til að efla tónleikaferðir hljomsveit- arinnar á erlendri grund“. Mér varð hugsað til þessa á tónleikum hljómsveitarinnar í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið; einleikari var ofurpíanistinn Freddy Kempf, sem spilaði keisarakonsert Beethovens eins og ekkert væri, en þrátt fyrir það hljómaði verkið ekki vel. Flyg- illinn sem Kempf spilaði á var keyptur árið 1978 og má muna sinn fífil fegurri, enda eðlilegur líftími slíkra konserthljóðfæra ekki meiri en fimmtán ár. Vissulega var hann ýmsum kostum búinn þegar hann var nýr, og má þar nefna helst hve hljómsterkur hann var, sem er nauðsynlegur eiginleiki í svo léleg- um konsertsal sem Háskólabíó óneitanlega er. Mikið var kvartað yfir flyglinum sem var þar áður, en hann var alltof daufur, og því tölu- verður fengur að fá þetta nýja hljóðfæri, sem sjálfur Ashkenazy hafði valið fyrir hljómsveitina. Í dag er þessi flygill hinsvegar búinn að glata flestum af bestu eig- inleikum sínum og menn þurfa að berja hann sundur og saman til að tónleikagestir heyri yfirleitt í hon- um. Tónninn er andstyggilega harður og kuldalegur, og jafnvel færustu píanóleikarar ná ekki að gæða leik sinn viðeigandi mýkt. Þegar verst lætur er hljóðið úr flyglinum eins og úr ofvöxnum sembal og eins og gárungar hafa bent á þá hljómar semball eins og ástarleikur beinagrinda á blikk- þaki. Eiga ekki gestir Sinfóníunnar betra skilið? Ég er viss um að hljómsveitin getur fengið einhvern fjársterkan aðila eða fyrirtæki til að styrka sig um tíu milljónir eða svo til að kaupa nýtt hljóðfæri. Sem fyrr sagði lék Kempf sér að konsert Beethovens, tæknilega var flutningurinn lýtalaus og er hið sama að segja um spilamennsku hljómsveitarinnar undir styrkri stjórn Rumon Gamba. Ýmislegt í túlkun píanistans orkaði þó tvímæl- is; stíllinn var mjög rómantískur og hægi kaflinn hefði allt eins getað verið eftir Chopin. Megineinkenni tónlistar Beethovens er gríðarleg spenna sem skapast af togstreitu á milli formfestu og hamslausra til- finninga; hér hallaði dálítið á fyrr- nefnda atriðið með þeim afleið- ingum að tónlistin varð á köflum væmin. Engu að síður var margt í túlkuninni afar sannfærandi, síðasti kaflinn var t.d. sérlega kraftmikill og glæsilegur; það var helst annar kaflinn og sumt í þeim fyrsta sem hljómaði eins og eftir eitthvert annað tónskáld en Beethoven. Seinni tónsmíðin á efnisskránni var Ein Heldenleben (Hetjulíf) op. 40 eftir Richard Strauss. Kaflar verksins bera nöfn á borð við Hetj- an, Andstæðingar hetjunnar, Frið- arverk hetjunnar, Hetjan snýr baki við heiminum og nær fullkomnun, o.s.frv. Strauss var þar með sjálfan sig í huga og þjáðist greinilega ekki af vanmetakennd. Enda er tónlistin yfirgengileg; tónmálið öfgafullt og tilfinningarnar óheftar. Leikur hljómsveitarinnar var yf- irleitt vel heppnaður; málmblás- ararnir áttu góða spretti, streng- irnir voru með allt sitt á hreinu og einleikshluti Sigrúnar Eðvalds- dóttur konsertmeistara var í senn vandaður og þróttmikill. Túlkun hljómsveitarstjórans var fyllilega í anda tónskáldsins; ástríðuþrungin og dramatísk án þess að bendingar og slög misstu marks. Útkoman verulega skemmtileg og voru þetta fínir tónleikar þrátt fyrir umdeild atriði varðandi konsert Beet- hovens. Nýjan flygil, takk TÓNLIST Háskólabíó Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eft- ir Beethoven og Strauss. Einleikari; Freddy Kempf; stjórnandi: Rumon Gamba. Fimmtudagur 14. október. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.