Morgunblaðið - 17.10.2004, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 17.10.2004, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNDAY 17. OCTOBER 2004 51 Austurströnd 8 · 511 1200 www.ljosmyndastudio.is L J Ó S M Y N D A S T Ú D Í Ó P É T U R P É T U R S S O N Matthew Marsden er ungur ogupprennandi breskur leik-ari sem fer með eitt aðal- hlutverkið í Anacondas: The Hunt for the Blood Orchid, sem kom í kvik- myndahús hérlendis fyrir helgina. Myndin er sjálfstætt framhald Ana- conda frá árinu 1997 nema þá var að- eins einn snákur en núna eru þeir fleiri en hægt er að telja. Matthew talar með mjúkri röddu og auðvitað sjarmerandi enskum hreim og er ekkert morgunfúll þótt klukkan sé ekki orðin margt í Los Angeles, þar sem hann býr, þegar Morgunblaðið ræðir við hann. Matthew hefur leikið fjölbreytileg hlutverk, hann var í tvö ár í bresku sápuóperunni Coronation Street, og hann lék París í stuttu þáttaröðinni Tróju, sem gerð var fyrir sjónvarp. Hann á líka meira sameiginlegt með Orlando Bloom, sem túlkaði París á hvíta tjaldinu, því þeir voru báðir í litlum en mikilvægum hlutverkum í stórmyndinni Black Hawk Down. Hann hefur líka leikið á móti Michael Caine í Miramax-myndinni Shiner og nú leikur hann vísindamanninn Jack Byron. Jack heldur ásamt hópi félaga sinna langt inn í frumskóga Borneó til að leita uppi blóðorkídeur, sem eru taldar búa yfir kröftum til að lengja líf fólks. Sjaldan hefur nokkuð gott hent vísindamenn sem leggja upp í langferð í leit að eilífu lífi og er Ana- condas engin undantekning. Vís- indamennirnir beita öllum ráðum til að ná til orkídeunnar, sem blómstrar aðeins á sjö ára fresti og setja miklar rigningar strik í reikninginn og svo auðvitað risasnákarnir sem leynast hvarvetna í frumskóginum. Rússíbandamynd „Þetta er svona rússibanamynd. Hún fer með mann í ferðalag. Hún er ekkert að þykjast vera neitt annað en hún er,“ segir Matthew, sem talar með breskum hreim í myndinni. Ef til vill ætti það að gefa í skyn að dr. Jack Byron er ekki allur þar sem hann er séður. „Það var nýtt fyrir mig að leika vonda kallinn. Og þetta er líka fyrsta Hollywoodmyndin mín þar sem ég er í aðalhlutverki,“ segir Matthew ánægður. Fólki er eðlislægt að hræðast snáka og virðist sá ótti djúpstæður. „Ég er reyndar ekki hræddur við snáka heldur er ég hræddur við kóngulær þótt ég viti að sá ótti sé órökréttur. Ég er var um mig í kring- um snáka því ég veit hvað þeir geta gert. Þegar snákar bíta eru þeir að verja sig. Ég trúi á það að ganga ekki of langt hvað náttúruna varðar og láta hana í friði,“ segir Matthew og bætir við að hann hafi lært mikið um náttúruna á því að kafa, sem hann gerir mikið af. „Þá lærir maður að ef maður er bitinn er það af því að mað- ur er að ráðast inn í umhverfi skepn- unnar. Þetta á sér stað sífellt meir með mannfólkið um allan heim. Mað- urinn er alltaf að seilast lengra,“ seg- ir hann. Í myndinni er spilað með ýmsa þætti aðra en slöngurnar sem tengj- ast frumstæðum ótta mannanna. „Þau fara í gegnum lítil göng og und- ir vatn og berjast við að drukkna ekki. Leikstjórinn notar mikið af þessum sálfræðilega ótta sem býr í fólki og notar það vel.“ Matthew segir að Jack sé góður maður innst inni. „Hann vill ná í þess- ar orkídeur og telur að þær eigi eftir að bjarga lífi margra. Hann hugsar það þannig að fólk hafi alltaf fórnað einhverju fyrir vísindin svo aðrir geti lifað. Það er áhugavert hvernig við öll högum okkur mismunandi undir pressu. Í þessum aðstæðum hegðar Jack sér öðruvísi undir pressu en hin- ir og persónuleiki hans breytist,“ seg- ir hann en í myndinni leikur Matthew m.a. á móti Johnny Messner og Ka- Dee Strickland. „Jack vill ná í orkídeuna og telur að hún sé mjög mikilvæg lækn- isfræðileg uppgötvun. Félagi hans Gordon Mitchell (Morris Chestnut) hefur mun meiri áhuga á pening- unum,“ segir hann. „Hann telur að margt megi missa sín á þessari leið því hann vill ná í orkídeuna og framleiða efni sem geti bjargað mannslífum. Rökin sem hann beitir eru ekki svo slæm en hann hag- ar sér illa. Hann er ekki vondur mað- ur heldur trúir virkilega á það sem hann er að gera,“ segir Matthew og bætir við að hann hafi lagt mikið í að gera persónuna trúverðuga. „Í svona myndum er vondi kallinn oft gerður að skopmynd. Það voru setningar í upphaflega handritinu sem ég felldi mig ekki við. Ég vildi að hann myndi breytast við pressuna og vona að mér hafi tekist ágætlega upp.“ Ferðalag til Fiji Myndin var tekin upp á Fiji og seg- ir Matthew frábært að hafa fengið að fara þangað. „Þetta er þó engin póst- kortaútgáfa af Fiji sem sést í mynd- inni. Við vorum í frumskóginum og það rigndi allan tímann. Venjuleg rigning sést ekki á mynd því dropa- stærðin þarf að vera ákveðin. Þannig að það rigndi á okkur og við vorum með regnvélar. Við vorum blaut næstum allan tímann,“ segir hann. Matthew komst í kynni við aðra snáka en þá í myndinni á Fiji. „Þegar það rignir koma sjósnákarnir upp úr sjónum og þeir fara mikið undir bryggjuna. Við sáum á milli plank- anna hvíta snáka eins þykka og garð- slöngur. Og þeir eru banvænir,“ segir Matthew, sem átti sem betur fer ekki nánari kynni við þessa snáka. Leikararnir í myndinni gátu þó alls ekki leyft sér að vera pempíulegir því margskonar dýr lifa góðu lífi á Fiji þótt engar séu þar risaslöngur. „Við erum til dæmis að ganga í fenjum í myndinni og maður veit að ýmislegt leynist í vatninu. Við reyndum að hugsa ekkert um það.“ Matthew segir að það komi sér vel að vera frá Bretlandi í Hollywood. „Það hjápar að hafa breska menntun og vera breskur leikari. Leikstjórar virðast líta á það sem ákveðinn gæða- stimpil og vita að þú kemst ekki til Bandaríkjanna nema að vera búinn að fara í gegnum síu,“ segir hann. „Flest hlutverk í boði eru ætluð Bandaríkjamönnum og ég er heppinn að geta litið út fyrir að vera Banda- ríkjamaður. Ég nota alltaf bandarísk- an hreim í áheyrnarprufum,“ segir Matthew og bætir við: „Bandaríkja- menn vilja hafa Bandaríkjamenn í kvikmyndunum sínum nema í sverða- og sandalamyndir eða í hlutverk brjálaða vísindamannsins. Ég veit ekki af hverju það er. Ég hélt ég yrði aldrei valinn í hlutverk vonda kalls- ins. En mér til mikillar ánægju gerð- ist það.“ Kvikmyndir | Matthew Marsden leikur eitt aðalhlutverkið í Anacondas: The Hunt for the Blood Orchid Risasnákar og eilíft líf Matthew Marsden leikur hinn metnaðarfulla dr. Jack Byron en við upp- tökur á Fiji rigndi bæði af himnum ofan og úr regnvélum á leikarahópinn, sem fór fáfarnar slóðir í frumskóginum. Til allrar hamingju er Matthew Marsden hræddur við kóngulær en ekki snáka. Inga Rún Sigurð- ardóttir ræddi við þennan unga breska leikara. ingarun@mbl.is Hverfisgötu ☎ 551 9000 www.regnboginn.is Nýr og betri NOTEBOOK VINCE VAUGHN BEN STILLER Sýnd kl. 5.40. VINCE VAUGHN BEN STILLER VINCE VAUGHN BEN STILLER DodgeBall Óvæntasti grínsmellur ársins Fór beint á toppinn í USA Þú missir þig af hlátri... punginn á þér!  Ó.Ö.H. DV Klárlega fyndnasta mynd ársins!  S.V. Mbl. Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. „Ég anda, ég sef, ég míg ... Tónlist“ Bubbi Morthens Til heljar og til baka með atómbombunni Bubba Morthens DENZEL WASHINGTON  KVIKMYNDIR.COM  H.L. MBL Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 1.50, 3.50, 8 og 10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8.. ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR... ENN BLÓÐÞYRSTARI! KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA. V.G. DVS.V. Mbl. óvenjulega venjuleg stelpa Sýnd kl. 3.20. Sýnd kl. 2. Ísl. tal. Kr. 450 www.laugarasbio.is Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Kr. 500 Hörku spennutryllir Hörku spennutryllir lli COLLATERAL TOM CRUSE JAMIE FOXX Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat Fór beint á toppinn í USA!  Mbl. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Íslenskt tal. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16 ára. Nýjasti stórsmellurinn frá framleiðendum Shrek. Toppmyndin í USA í dag. Sýnd með íslensku og ensku tali. j i r ll ri fr fr l i r . i í í . í l li. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Enskt tal. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára. Kvikmyndir.is  DV Kvikmyndir.is  DV

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.