Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. HIÐ svokallaða TOEFL-próf sem halda átti í gær, laugardag, féll niður og er ekki víst að hægt verði að taka prófið fyrr en 20. nóvember, sem gæti tafið umsóknir áttatíu manns um há- skólavist erlendis. TOEFL-prófið er stöðupróf í ensku ætlað fólki sem hyggur á nám í háskólum erlendis, einkum í Bandaríkjunum. Prófið er tekið um allan heim og sjá TOEFL-höfuðstöðvarnar í Bandaríkjunum um að senda prófgögn á próf- tökustaði. Háskóli Íslands (HÍ) stendur fyrir framkvæmd prófsins hér á landi. Hreinn Pálsson, prófstjóri HÍ, segir að í síð- ustu samskiptum sínum við höfuðstöðvar TOEFL hafi þeir lagt til að prófinu yrði ekki frestað, heldur fellt niður, og ef það verði raunin eigi þeir áttatíu nemendur sem skráðir voru í prófið á laugardag ekki annan kost en að taka próf næst þegar það verður haldið, 20. nóv- ember. Því hafi hann mótmælt, og bíði nú svars. Íhugaði að taka prófið í Kaupmannahöfn „Þetta er mjög slæmt fyrir þessa nemendur, ég hugsa að lunginn af fjöldanum stefni á nám í Bandaríkjunum og fólk þarf að sækja um með góðum fyrirvara. Og það er ekkert elsku mamma hvað það varðar að skila inn gögnum […] eftir að frestur til þess er liðinn,“ segir Hreinn. Í verstu tilvikum gæti því nám nem- anda tafist um heilt ár. „Það hringdi til mín ung kona í gær sem var alvarlega að íhuga að reyna að koma sér til Kaupmannahafnar,“ segir Hreinn. Prófið er haldið á sama tíma víða um heim, og þeir sem skráðir eru í prófið einhvers staðar í heiminum eiga möguleika á að taka það annars staðar en þeir eru skráðir ef prófgögn eru nægilega mörg. Hreinn vissi ekki hvort konan hefði gert alvöru úr því að fara til Dan- merkur til að taka prófið, en sagði þetta lýsandi fyrir þau vandræði sem fólk væri í. Spurður hvers vegna gögnin hafi ekki borist segir Hreinn það óljóst. Annaðhvort hafi gögnin ekki verið send eða þau hafi ekki ratað rétta leið, þrátt fyrir að notuð sé hraðþjónusta til flutninganna. Hann segir stofnunina ekki senda gögnin rafrænt, enda sé m.a. um hljóðsnældur að ræða. Stöðuprófsgögn í ensku skiluðu sér ekki í tæka tíð til landsins Gæti tafið nám um heilt ár KERFIÐ sem á að koma börnum til hjálpar er ekki nógu skilvirkt og lagareglur ekki nógu afdráttarlausar, að mati lögreglu- manna, sem segja að ef hægt væri að taka unga afbrotamenn strax úr umferð væru miklu meiri líkur á að þeir gætu snúið við blaðinu. Lögreglumenn spyrja hvort það sé ekki á ábyrgð þjóðfélagsins að koma til bjargar börnum sem búa við vondar aðstæður og leiðast út á braut glæpa og fíkniefnaneyslu. „Halda menn virkilega að það sé skynsamlegra að bíða þar til þessi börn eru orðin nógu gömul til að vera dæmd til refsingar á Hrauninu?“ spyr einn þeirra í grein í Tímariti Morgunblaðsins í dag. „Þótt vistin þar hafi sannarlega batnað á síðustu árum er hún samt ekki í þágu einstaklings- ins, hún er bara svar við kalli samfélagsins um hefnd vegna afbrota hans. Þá er barnið orðið nógu gamalt til að við getum talað um forhertan glæpamann. Og hver finnur svo- sem til með forhertum glæpamanni?“ Leikskólar tilkynna sjaldan Lögum samkvæmt er öllum skylt að til- kynna til barnaverndaryfirvalda ef börn búa við slæmar aðstæður. Raunin er sú að kerfið tekur oft seint og illa við sér. Dagmæður tilkynna mál nánast aldrei til barnaverndaryfirvalda og leikskólarnir sjaldan. Grunnskólar standa sig betur en oft er ekkert gert þar til barnið er komið á ung- lingsár. Ástandið er oft orðið mjög alvarlegt þegar loks er ætlast til að lögregla og barna- vernd grípi í taumana. Hægt er að snúa börn- um frá braut afbrota  Frá vöggu til glæpa/Tímarit Segja kerfið ekki nógu skilvirkt RÚSSNESKI herskipaflotinn er ekki lengur á Þistilfjarðargrunni og í eft- irlitsflugi Landhelgisgæslunnar í gær- morgun sást hvergi til skipanna. Sam- kvæmt upplýsingum frá Landhelgis- gæslunni er ekki vitað hvert flotinn hélt en líklegt er að hann hafi siglt í norðaustur, í átt til Rússlands. Fyrst sást til flotans fyrir norðan land 29. september og hefur hann því haldið til á þessum slóðum í hátt í þrjár vikur. Flotaæfingunni á að ljúka 25. október nk. Rússneski flotinn farinn STARFSHÓPUR á vegum Fram- tíðarhóps Samfylkingarinnar, sem vinnur að stefnumörkun fyrir lands- fund á næsta ári, hefur sett fram nýja skilgreiningu á öryggishugtak- inu í umfjöllun um varnir landsins og leggur áherslu á efnahagslegt og félagslegt öryggi þegnanna. Tillögur hópsins voru lagðar fram sem umræðuplagg á flokksstjórnar- fundi Samfylkingarinnar í gær. Þar er m.a. lögð áhersla á að semja þurfi um stöðu Íslands í varnar- og ör- yggiskerfi NATO og Evrópu án þess að komi til uppsagnar á varn- arsamningnum. Hópurinn leggur til að Íslendingar taki við rekstri Keflavíkurflugvallar og að dregið verði úr herbúnaði í Keflavíkurstöð- inni þar sem ekki séu rök fyrir því að hafa meiri viðbúnað hér á landi en nauðsyn beri til. Bendir hópur- inn á að orrustuþoturnar hafi fyrst og fremst pólitískt gildi en ekki hernaðarlegt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og formaður Framtíðarhópsins, gerði grein fyrir störfum Framtíð- arhópsins á flokksstjórnarfundin- um. Lagðar voru fram sex skilagrein- ar frá jafnmörgum starfshópum til umræðu en þær eru liður í stærra heildarverkefni, sem er stefnulýs- ing Samfylkingarinnar sem leggja á fyrir landsfund á næsta ári. Starfshópurinn sem fjallar um öryggismál telur að Íslendingum standi mest ógn af völdum meng- unar- eða umhverfisslysa í Norður- höfum, lagðar eru fram hugmyndir um að sett verði á laggirnar sjálf- stæð innlend rannsóknarstofnun um öryggis- og varnarmál. Ekki gert upp á milli rekstrar- forma í almannaþjónustu Fram kom í kynningu Ingibjarg- ar Sólrúnar, að starfshópur sem fjallað hefur um ábyrgð stjórnvalda og rekstrarform í almannaþjónustu gerir ekki upp á milli mismunandi rekstrarforma heldur vill að við- fangsefnið verði ávallt metið út frá hagsmunum almennings. Sett eru fram nokkur skilyrði sem þurfi að vera fyrir hendi til að hægt sé að fela einkaaðilum þjónustu við al- menning og meðferð opinbers fjár. Réttlætingin fyrir því að fela einka- aðilum almannaþjónustu sé að nýta kosti samkeppninnar og því verði raunverulegur markaður að vera fyrir hendi þar sem verðmyndun á sér stað. Þess verði gætt að kostn- aður hins opinbera og neytenda aukist ekki ef verkefni eru flutt til einkaaðila og hið opinbera glati ekki sérþekkingu. Þar sem stjórnsýslu- og upplýsingalög eigi ekki við um einkaaðila verði að setja strangar kröfur í samninga og útboðsgögn. Meðal hugmynda um ríkisfjár- mál, sem unnið er að innan Fram- tíðarhópsins, eru tillögur um kerf- isbreytingar í skattamálum, m.a. um að lífeyrisgreiðslur undir 150 þús. kr. á einstakling og 300 þús. kr. fyrir hjón verði skattlagðar sem fjármagnstekjur, málefni aldraðra verði færð til sveitarfélaga og sér- stök deild hjá Ríkisendurskoðun leggi mat á ráðstöfun skattfjár. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynnti hugmyndir Framtíðarhóps Samfylkingar Íslendingar taki við rekstri flugvallarins í Keflavík Ekki komi til uppsagnar varnarsamn- ings en dregið verði úr viðbúnaði TÓNLISTARHÁTÍÐIN Iceland Airwaves hefst í Reykjavík næstkomandi miðviku- dag og stendur fram á sunnudag. Alls munu 137 hljómsveitir og stakir lista- menn, innlendir sem erlendir, leika á há- tíðinni sem haldin er í miðbæ Reykjavíkur. Airwaves-hátíðin, sem er nú haldin í sjötta sinn, hefur vakið athygli víða um heim og um 1.200 manns koma hingað til lands gagngert til að sækja hátíðina auk listamannanna og 200 blaðamanna frá ýmsum löndum. Tónlistarhátíð í miðbænum  Íslensk tónlistarveisla UNGIR hljóðfæraleikarar í Suzuki-tónlistar- skólanum í Reykjavík léku fyrir gesti á 120 ára afmælishátíð Listasafns Íslands. Mikil dagskrá var í safninu í gær og m.a. boðið upp á leið- sögn um yfirlitssýningu á verkum Guðmundu Andrésdóttur sem nú stendur yfir í safninu. Morgunblaðið/Kristinn Ungir hljóðfæraleikarar á afmælishátíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.