Morgunblaðið - 07.11.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.11.2004, Qupperneq 1
Stund milli stríða: Hjördís Jónsdóttir, beitningakona í Siggabúð í Bolungarvík, gefur sér tíma til að hringja heim og athuga um hagi fjölskyldunnar. Morgunblaðið/RAX ÍBÚUM á Vestfjörðum og Norður- landi vestra fækkaði um ríflega 3.200 á rúmum áratug, eða frá 1990 til 2003, sem jafngildir því að allir Ísfirðingar og Skagstrendingar til samans hafi flutt burtu af svæðinu. Í greinaflokki um Vestfirði og Norðurland vestra, sem hefur göngu sína í Morgunblaðinu í dag, kemur fram að á umræddu tímabili fækkaði Vestfirðingum um 20%, eða úr tæp- lega 9.800 manns árið 1990 í ríflega 7.800 manns árið 2003, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á sama tíma fækkaði fólki á Norðurlandi vestra um 12,4%, íbúar þar voru um 7.800 í desember 2003. Siglufjörður er hér meðtalinn þó að hann tilheyri nú Norðausturkjördæmi. Helmingi minni hlutdeild Vestfirðinga í kvótanum Þessi gömlu kjördæmi eiga það sammerkt að þar eru lægstar at- vinnutekjur á landsvísu. Þannig voru meðalatvinnutekjur fólks á hvoru svæði fyrir sig um 2,2 milljónir króna árið 2003 á meðan þær voru að með- altali 2,6 milljónir á landinu öllu og 2,8 milljónir á höfuðborgarsvæðinu. Á ár- unum 1998–2003 jukust atvinnu- tekjur Vestfirðinga um 34,2% á með- an aukningin var 43,5% á Norðurlandi vestra, 45% á landinu öllu og 47% á höfuðborgarsvæðinu. Segja má að aflaheimildir á Vest- fjörðum hafi dregist saman í takt við fólksfækkunina. Árið 1991 var hlutur Vestfirðinga í úthlutuðum aflaheim- ildum á Íslandsmiðum 15,5% en tvö síðustu fiskveiðiár hefur hluturinn verið 7,78%. Þróunin á Norðurlandi vestra hefur verið allt önnur. Þar hef- ur tekist að halda 4–5% hlut af heild- arkvóta frá árinu 1991. Kallað hefur verið eftir aðgerðum í byggðamálum á þessum svæðum, nú þegar stóriðjuframkvæmdir á Aust- urlandi og suðvesturhorni landsins eru komnar í gang og bjartara er yfir öðrum landshlutum. Aðalsteinn Ósk- arsson, framkvæmdastjóri Atvinnu- þróunarfélags Vestfjarða, segir í blaðinu í dag að eftir niðursveiflu síð- ustu ára séu tækifæri að skapast til að snúa þróuninni á Vestfjörðum við. Nefnir hann þar kalkþörungaverk- smiðju á Bíldudal, uppbyggingu rann- sóknar- og þróunarstarfs og aukna sókn Vestfirðinga í háskólanám. Baldur Valgeirsson hjá Atvinnu- þróunarfélagi Norðurlands vestra segir helstu sóknarfærin á því svæði liggja í ferðaþjónustu og smáiðnaði. Nauðsynlegt sé að sameina öll sveit- arfélögin í eitt. Fólki á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra fækkaði um 3.200 árin 1990–2003 Fækkun á við flutning allra frá Ísafirði og Skagaströnd  Tækifæri að/10–12 STOFNAÐ 1913 304. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Líf kvenna í arabískum samfélögum er langt í frá einsleitt | 18 Tímaritið og Atvinna í dag Tímarit Morgunblaðsins | Tískubyltingin á sjöunda áratugnum  Rokkari eins og Rúni Júl.  Pilates  Flugan Atvinna | Mannauðs- rannsóknir  Þjóðhagsleg áhrif stóriðju  Umsóknir um atvinnu 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 ÞAÐ eru ekki bara fyrirferðarmiklar ferðatöskur sem valda því að farþegaflugvélar þurfa að brenna meira eldsneyti en áður, sem aftur veldur því að flugmiðaverð er hærra en ella þyrfti að vera. Ný rann- sókn sýnir að flugfélög ættu að hafa áhyggjur af sívaxandi þyngd far- þeganna. Um er að ræða rannsókn sem Farsóttar- og forvarnastofnunin bandaríska (CDC) lét gera en hún sýnir að á síðasta áratug síðustu ald- ar jókst meðalþyngd fólks í Bandaríkjunum um 4,5 kg. Þessi aukna þyngd hafði síðan í för með sér, skv. útreikningum CDC, að eldsneyt- isþörf farþegaflugvéla jókst um 1.500 lítra. Og þessi aukna eldsneyt- isþörf kostaði flugfélögin 275 milljónir dollara, eða tæplega nítján milljarða íslenskra króna, að því er fram kemur í niðurstöðum CDC. Aukning eldsneytisnotkunar sem þessu nemur hafði einnig um- hverfisleg áhrif því áætlað er að 3,8 milljónum tonna meira af koltví- sýringi hafi verið sleppt út í andrúmsloftið. Atlanta. AP. Þyngdin veldur aukinni eldsneytisþörf YASSER Arafat Palestínuleiðtogi var um hríð með meðvitund aðfaranótt laugardags, opnaði augun og ræddi við lækna sína, að sögn fréttavefjar ísraelska blaðsins Yediot Ahronot í gær. Var þetta haft eftir háttsett- um Palestínumanni sem sagðist hafa verið við sjúkrabeð Arafats nálægt París. Misvísandi fréttir hafa borist af heilsu Ara- fats og var m.a. fullyrt að hann væri látinn og síðan var haft eftir frönskum embættismönn- um að hann væri heiladauður en haldið á lífi í öndunarvél. Palestínumenn báru þessar fréttir til baka en sögðu hann þó vera í dái. Arafat að braggast? París. AFP. BANDARÍSKAR herflugvélar gerðu í gærmorgun harðar árásir á stöðvar uppreisnarmanna í borginni Fallujah í Írak. Var meðal annars grandað vopnasmiðjum og birgðageymslum. Talið var að á hverri stundu yrði gerð atlaga að borginni en safnað hefur verið alls um 10.000 manna her- liði Bandaríkja- manna og Íraka við borgina og svæði í grennd- inni. Munu írask- ar sveitir verða í fararbroddi inn- rásar. Öllum helstu vegum að Fallujah hefur verið lokað og borgin í reynd í herkví. Stjórn Iyads Allawis í Bagdad krefst þess að borgarbúar framselji uppreisnarmennina og jórdanska hryðjuverkaleiðtogann Abu Musab al-Zarqawi sem mun hafast við í Fall- ujah með mönnum sínum. Hann hefur staðið fyrir fjölmörgum sprengjutil- ræðum og mannránum að undan- förnu. Íbúar Fallujah voru um 300.000 en talið er að meirihluti þeirra sé nú flúinn og hafast margir við í tjöldum utan við hana eða í Bagdad. Bréf Kofi Annans Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sendi um mán- aðamótin Íraksstjórn, Bandaríkja- mönnum og Bretum bréf þar sem hann varaði m.a. við árás á Fallujah. Sagði Annan að aðgerðirnar myndu geta dregið úr líkum á að þingkosn- ingar færu fram í janúar í Írak. Allawi sagði bréfið vera „óljóst“. Að minnsta losti 33 létu lífið og 42 særðust í þremur bílsprengjuárásum og átökum íraskra öryggissveita við uppreisnarmenn í borginni Samarra í gærmorgun. Loft- árásir á Fallujah Fallujah og grennd, Bagdad. AP, AFP. Iyad Allawi Hjartalæknir og ung athafnakona
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.