Morgunblaðið - 07.11.2004, Síða 28

Morgunblaðið - 07.11.2004, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Eggert, hvernig ertu?„Svipuð,“ dæsir EggertÞorleifsson.– Svipuð?„Svona svarar Bragi Kristjóns alltaf þegar hann er spurð- ur hvernig hann sé. Og þá er spurt: Hafa lyfin engin áhrif?“ – Og hafa lyfin engin áhrif Eggert? „Nei.“ – En þú ert betri síðdegis en á morgnana, er það ekki? „Neinei. Ég er fínn á morgnana.“ – Nú? Ég hélt þú værir frekar nátthrafn en morgunhani? „Já, ég er það. En ég á samt ágætt með að vakna og taka til starfa á morgnana.“ – Hver eru þau helstu morgun- verk? „Afar hefðbundin. Maður setur eitthvað í sig og eitthvað á sig og les einhver blöð.“ – En hvað ertu þá að gera á nótt- unni? „Lesa.“ – Hvað ertu að lesa þessar næturn- ar? „Ég var að taka uppúr pakka Króníkurnar hans Bobs Dylan. Ég er búinn að opna bókina uppá gátt eins og mér var kennt í barnaskóla. Því hef ég aldrei gleymt.“ – Að opna bækur? „Já, til þess að þær skemmist ekki, slitni ekki úr límingunni. Það gerir maður með því að opna þær fyrst á tveimur stöðum sín hvorum megin við miðju.“ – En lastu svo þessar skólabækur? „Já, ég var óskaplega samvisku- samur fram eftir aldri. Á meðan ég var barn, sjáðu.“ – Og svo, á unglingsárunum? „Þá lenti ég í einhverju. Þá varð ég fyrir bítlinu.“ Um hugsanlegar afleiðingar viðtals Á þessa leið hefst samtal okkar Eggerts Þorleifssonar á kaffihúsi í miðbænum eitt síðdegið. Hann hafði sagt mér í símann að hann væri lítið fyrir viðtöl í fjölmiðlum; ég vissi það svosem fyrir. „Ég á ekkert erindi við neinn,“ segir hann. „Og þótt ég sé að leika í einhverju leikriti eykst ekki erindi mitt. Ef fólki finnst gaman að fara í leikhús kemur það í leikhús. Ég rek erindi mín þar, á leiksviðinu.“ – Og þarf engin hjálparmeðöl til þess, eins og blaðaviðtöl? „Það finnst mér ekki. En samt er ég hér staddur með þér í þeim eina tilgangi að plögga einhverjum leik- ritum.“ – Tilneyddur? „Tja, ég tek því svona eins og hverju öðru hundsbiti,“ svarar hann með elskulegu brosi. – Finnst þér erfitt að vera þú sjálf- ur opinberlega? „Já, mér finnst það frekar. Ég vil helst fá að vera í friði. Nema þegar ég á eitthvert erindi.“ – Og þú átt það ekki núna, finnst þér? „Nei,“ segir Eggert og hlær. „Nei- neinei.“ – Þar fór í verra. „Ja, svona er þetta bara. Fólk er misjafnt. Þeir eru sem betur fer til sem vilja að allur heimur heyri.“ – Já, þeir sem vilja láta umheiminn vita af hverri hreyfingu sinni? „Já. Það er ágætt. Ég er hrifinn af kaos-kenningunni um regluna í óreið- unni og kenningunni um fiðrilda- prumpið í Brasilíu sem hefur áhrif á líf mitt.“ – Bíddu nú við… „Ja, ég tek undir það að hver hreyfing hefur áhrif á umheiminn. Og þá er betra að vanda sig og vera ekk- ert að bulla. Helst halda kjafti ef maður á ekkert erindi.“ – Hvaða afleiðingar heldur þú að þetta samtal gæti haft? „Það er nú það.“ – Hvað er það versta sem gæti gerst? „Það gæti t.d. gerst að samtalið yrði þannig að Jói Jóns, sem á brýnt erindi út í bæ, dveldi við það þremur mínútum lengur en hann ætlaði, hlypi síðan út og yrði fyrir bíl.“ – Þung er okkar ábyrgð, Eggert. „Já. Svona er þetta allt gagnvirkt.“ – Ef þú mættir ráða, hvernig ætti þá þetta viðtal að vera? „Þá væri slökkt á segulbandinu og við kjöftuðum bara saman eins og gengur. En sjáum hvað gerist.“ – Núna ertu að leika mjög ólík aðal- hlutverk í tveimur sýningum Borgar- leikhússins, annars vegar mann sem nýtur mikillar veraldlegrar velgengni en missir allt vegna þess að hann verður ástfanginn af geit, í Geitinni eftir Edward Albee, og hins vegar gamla kellingu á elliheimili sem drep- ur tímann við að spila á umhverfi sitt á meðan hún bíður eftir því að hennar kveðjustund komi, í Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson, fyrir utan að leika kokkálaðan eiginmann í söng- leiknum Chicago. Þú ferð á kostum í þessu öllu – en hverja af þessum per- sónum áttirðu auðveldast með að setja þig inní, lifa þig inní eða tileinka þér? „Ætli það hafi ekki verið hlutverk- ið í Chicago.“ – Hinn kokkálaði eiginmaður? „Já. En ekki vegna þess að hann er kokkálaður.“ – Heldur vegna þess að hann er eiginmaður? „Nei, vegna þess að hann er mann- gerð sem ég hef haft miklar mætur á.“ – Hvers vegna? „Í þessu leikriti er hann eiginlega eini maðurinn með fúlle femm.“ – Eini maðurinn sem unnt er að hafa samúð með? „Já. Hann er eini maðurinn sem ekki er beðið um viðtöl við.“ Ég get ekki varist hlátri. „Hann er,“ bætir Eggert við, „maður sem lifir bara sínu litla, hæg- láta lífi. Það er kannski ekki svo langt á milli þessarar manngerðar og þess manns sem hefur haft mest áhrif á mig í bransanum, Chaplins. Þessi maður er meira heldur en kokkálaður lúser. Hann er fulltrúi hinna venju- legu og bjargarlausu; eins og Chaplin verður hann fyrir öllum öðrum í lebensraum-æðinu. Svona týpur höfða til mín meira en aðrar.“ – Þú leikur í Chicago undir stjórn systur þinnar, Þórhildar? „Jájá.“ – Hvernig er það? „Það er fínt.“ – Hvernig er hún við þig? „Hún er við mig eins og aðra, held ég. Hún er fantafínn leikstjóri.“ – Kröfuhörð? „Auðvitað. Annars gengur ekkert og allt verður að einhverju sulli.“ – Ekkert systkinabandalag á æf- ingum sem veldur mismunun gagn- vart öðrum leikurum? „Það held ég ekki. Ætli ég hafi ekki frekar þurft að gjalda skyldleikans. Í þessi fjögur skipti sem ég hef leikið hjá henni hefur það verið í frekar litlum hlutverkum. Það er ekki eins og hún hafi dregið mann uppí aðal- hlutverkin. Við erum, held ég, bæði meðvituð um hugsanleg hagsmuna- tengsl. Nóg er nú af slíku.“ – Er mikill klíkuskapur í leikhús- inu? „Hann er alls staðar. Er hann ekki á bakvið stöðuveitingar yfirleitt? Þegar ráðamenn segja: Þetta er mik- ill mannkostamaður. Eða: Ég þekki þessa manneskju vel og hún er af- bragðs starfskraftur.“ – Og á ekki að gjalda þess að ég þekki hana svona vel? „Akkúrat.“ Um ástfanginn mann og geit – Tökum manninn, þennan fræga „Ég er leikari. Ekki nið- ursuðudós,“ segir Eggert Þorleifsson. Í viðtali við Árna Þórarinsson út- skýrir hann muninn á þessu tvennu og einnig hvers vegna hann hefði helst viljað sleppa því að vera í sama viðtali. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Eggert Þorleifsson: „Ég reyni nú að rugla ekki saman sjálfum mér og persónunum sem ég leik. En stundum rennur þetta saman.“ Þráinn Bertelsson, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður, hefur manna oftast leikstýrt Eggerti Þorleifssyni fyrir hvíta tjaldið – í gamanmyndaþrennunni vin- sælu Nýju lífi, Dalalífi og Löggulífi og spennumyndinni Skammdegi, þar sem Egg- ert sýndi á sér aðra hlið sem nokkuð skuggalegur og hálfklikkaður karakter á af- skekktu sveitabýli. „Eggert er óskaplega góður og vandvirkur leikari,“ segir Þráinn, „og lifir sig inn í hlutverkin. Þegar hann lék fyrir mig þenn- an geðbilaða mann í Skammdegi hafði ég eiginlega áhyggjur af því að hann færi sjálfur yfirum. Eggert leynir á sér. Hann er nokkur æringi í framkomu sem kannski veldur því að fólk tekur ekki eftir því hve vinnu- brögð hans eru vönduð og það heldur að leikur hans í gamanhlutverkum sé bara eitthvað sem er honum mjög auðveldlega tiltækt. En hann er miklu útspekúleraðri en halda mætti. Hann er einhver frumlegasti og skemmtilegasti leikari sem ég hef nokkurn tíma unnið með. Eins og Bjarni Thorarensen amtmaður hefði sagt: Hann bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn. Eggert er skemmtilega sérvitur. Hann er kannski ekki allra og gerir sér ekkert far um að vera það. Fyrst og fremst er hann trúr sjálfum sér.“  Erindiggerts

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.