Morgunblaðið - 07.11.2004, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 35
liggur það hins vegar fyrir að George Bush verð-
ur forseti Bandaríkjanna fjögur ár enn. Leiðtog-
ar Evrópuríkjanna ættu ekki að bíða eftir að
hann sýni frumkvæði að því að leita sameigin-
legra lausna á hinum gríðarstóru viðfangsefnum,
sem fyrir liggja. Þeir eiga sjálfir að leita til Bush,
í því skyni að ná samstöðu um framtíðarstefnu.
Trúarhiti og
siðferðisgildi
Eins og nefnt var hér í
upphafi, er það ekki
eingöngu utanríkis-
stefna Bush, er nú
hefur fengið endurnýjaðan stuðning bandarískra
kjósenda, sem veldur mörgum Evrópumönnum
áhyggjum. Kannanir, sem gerðar voru meðal
kjósenda vestra þegar þeir komu af kjörstað,
benda eindregið til þess að Bush geti að verulegu
leyti þakkað sigur sinn því að stuðningsmönnum
hans tókst að höfða til bókstafstrúaðra mótmæl-
enda, sem leggja mikið upp úr „siðferðisgildum“
á borð við bann við fóstureyðingum og bann við
hjónaböndum samkynhneigðra og raunar líka
gildum, sem eiga kannski minna skylt við sið-
ferði, til að mynda frelsi manna til að eignast
byssu. Í öllum þeim ellefu ríkjum, þar sem kosið
var um bann við giftingum samkynhneigðra, var
það samþykkt og í öllum þeim ríkjum sigraði
Bush jafnframt. Menn hafa því leitt getum að því
að það hafi verið tækifærið til að greiða atkvæði
gegn rétti samkynhneigðra til að ganga í hjóna-
band, sem ýtti undir að hinir kirkjuræknu og trú-
heitu mættu á kjörstað.
Í kosningahefti tímaritsins New Yorker er
vitnað til ræðu Johns Zogby, sem hefur getið sér
orð fyrir að gera skoðanakannanir, um það
hvernig kjósendur í „rauðum“ ríkjum, þar sem
meirihlutinn kýs repúblikana, og „bláum“ ríkjum
demókrata skiptust: „Fimmtíu og fjórir af
hundraði kjósenda í rauðu ríkjunum kváðust fara
í guðshús að minnsta kosti einu sinni í viku – það
er mjög mikilvæg vísbending um íhaldssaman
kjósanda – þrjátíu og tveir af hundraði í bláu ríkj-
unum kváðust gera það. Sjötíu og fimm af hundr-
aði í rauðu ríkjunum kváðust vilja að forsetinn
tryði á guð, fimmtíu og einn af hundraði í þeim
bláu. Fimmtíu og sex af hundraði kjósenda í
rauðu ríkjunum kváðust eiga byssu, þrjátíu og
fimm af hundraði kjósenda í bláu ríkjunum sögðu
það. Í bláu ríkjunum er sjö prósentustigum lík-
legra að viðkomandi sé einhleypur, hafi aldrei
gifzt, og ég skal segja ykkur að við tölum um
kynjabil í stjórnmálum, en það er hverfandi mið-
að við bilið á milli giftra og einhleypra,“ sagði
Zogby.
Þegar kortið af Bandaríkjunum var skoðað,
eftir að kosningaúrslit lágu fyrir, fór ekki á milli
mála að það var að mestu leyti rautt – Bush sigr-
aði alls staðar nema á vesturströndinni, á norð-
anverðri austurströndinni og í nokkrum ríkjum
við vötnin miklu í norðurhluta landsins, en þetta
eru þau svæði þar sem hefð er fyrir frjálslyndi í
trúarskoðunum og fylgi við demókrata mikið.
Þessi mynd segir auðvitað mikla sögu, en ýmsum
Evrópumönnum hefur þó hætt til þess undan-
farna daga að túlka sigur Bush sem svo að
Bandaríkjamenn upp til hópa séu þeirrar skoð-
unar að staður konunnar sé á heimilinu, samkyn-
hneigðra í skápnum og byssunnar á náttborðinu.
Myndin er að sjálfsögðu ekki svo einföld. Banda-
ríkin eru ótrúlega margbrotið þjóðfélag. Þar má
finna dæmi um miklu meiri nesjamennsku og
þröngsýni en í Evrópu, en jafnframt miklu meira
frjálslyndi og víðsýni en Evrópumenn geta stát-
að af. Þannig eru til dæmis réttindi samkyn-
hneigðra betur tryggð í sumum ríkjum Banda-
ríkjanna en víðast hvar í Evrópu. Staðreyndin er
hins vegar sú að sjaldan hefur klofningurinn á
milli hinna hefðbundnu, íhaldssömu lífsgilda og
frjálslyndari viðhorfa verið dýpri en í þessum
forsetakosningum. Ein af stóru spurningunum,
sem velt hefur verið upp eftir kosningarnar, er
hvort Bush forseti hyggist verða sameiningar-
tákn með því að fara bil beggja í félags- og sið-
ferðismálum eða hvort hann hyggist fylgja fram
af hörku stefnu hinna heittrúuðu og íhaldssömu.
Margir velta því til dæmis fyrir sér hvernig Bush
hyggist haga skipunum í hæstarétt Bandaríkj-
anna, sem getur haft veruleg áhrif í þessum efn-
um.
Forneskjurök
í dómum
Nóg um Bandaríkin
að sinni. Hér á landi
er líka að finna tog-
streitu á milli íhalds-
samra og frjálslyndra lífsgilda, þótt hún sé ekki
eins hatrömm og í Bandaríkjunum og markist
miklu síður af trúarlegri afstöðu fólks. Allir eiga
að sjálfsögðu rétt á sínum skoðunum, en stund-
um rekur fólk í rogastanz þegar á opinberum
vettvangi, og jafnvel af hálfu fulltrúa ríkisvalds-
ins, eru settar fram skoðanir sem virðast ger-
samlega úr takti við þau viðhorf, sem almennt
eru ríkjandi. Dæmi um slíkt var rökstuðningur
dómara við Héraðsdóm Reykjaness, sem vakið
hefur miklar umræður og verið harðlega gagn-
rýndur. Dómarinn fann mann sekan um árás á
eiginkonu sína en frestaði ákvörðun um refsingu,
þar sem hann taldi að konan hefði átt nokkra sök
á því að á hana var ráðizt. Algengustu viðbrögðin
við þessu hafa verið: Forneskja. Úrelt og eld-
fornt sjónarmið, sem einhvern tímann var
kannski útbreitt – þegar heimilisofbeldi lá a.m.k.
í þagnargildi – en á engan rétt á sér í dag.
Svo djúpt er kannski ekki hægt að taka í árinni
um annan úrskurð héraðsdóms, sem féll fyrr á
árinu, en þó er fyllsta ástæða til að velta fyrir sér
hvaðan dómaranum komu röksemdir hans. Hér
er um að ræða úrskurð, sem felldur var í forsjár-
máli hjóna, sem höfðu skilið og áttu tvö börn, átta
og fimm ára. Dómari við Héraðsdóm Reykjavík-
ur komst að þeirri niðurstöðu að báðir foreldrar
væru prýðilega hæfir til að fara með forsjá
barnanna. M.a. kom fram að faðirinn ynni heima.
Rökstuðningur dómarans fyrir því að dæma
móðurinni forsjána var þessi: „Börnin, sem hér
um ræðir, eru ung að aldri. Á þeim aldri þurfa
börn meir á móður sinni að halda en föður.“
Föðurnum, sem hafði fram að því tekið virkan
þátt í uppeldi barnanna til jafns við móðurina,
var því dæmdur fjögurra daga umgengnisréttur
við börnin í mánuði hverjum; aðra hverja helgi.
„Við þessa ákvörðun er miðað við að sem minnst
röskun verði á högum barnanna á virkum dögum
vikunnar,“ segir í úrskurðinum – sem síðar var
staðfestur í Hæstarétti.
Þessi úrskurður hefði vafalaust þótt ósköp
eðlilegur fyrir einhverjum árum eða áratugum.
Hin almennu viðhorf í samfélaginu hafa hins veg-
ar breytzt. M.a. hefur Alþingi sett lög um fæð-
ingar- og foreldraorlof, þar sem gengið er út frá
því að mæður og feður séu jafnhæfir uppalendur,
og að börn þurfi jafnt á báðum foreldrum sínum
að halda. Og hér eru líka jafnréttislög, sem kveða
á um jafna stöðu og rétt karla og kvenna. Ekkert
kom fram í áðurnefndu máli, sem benti til þess að
annað foreldrið væri lakara en hitt. Hvernig er
þá hægt að slá því fram eins og ósköp eðlilegum
hlut að fimm og átta ára börn þurfi meira á móð-
ur sinni að halda en föðurnum? Og hvernig getur
það verið minni röskun á högum barna að svipta
þau samvistum við föður sinn 26 daga í mánuði en
að leyfa þeim að gista hjá honum einhverja virka
daga?
Gamlir fordómar um það hvað kynin geti eða
geti ekki eiga ekkert erindi inn í úrskurði ís-
lenzkra dómstóla. Það á að vera liðin tíð.
Morgunblaðið/RAX
Súlnatindar og sést í Skeiðarárjökul.
„Ýmsum Evrópu-
mönnum hefur þó
hætt til þess und-
anfarna daga að
túlka sigur Bush
sem svo að Banda-
ríkjamenn upp til
hópa séu þeirrar
skoðunar að staður
konunnar sé á heim-
ilinu, samkyn-
hneigðra í skápnum
og byssunnar á nátt-
borðinu. Myndin er
að sjálfsögðu ekki
svo einföld.“
Laugardagur 6. nóvember