Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Við eldgos undir jöklinumbráðnar mikill ís á skömm-um tíma og fylgja gosunumjökulhlaup sem sum hver hafa verið gríðarmikil. Jökulhlaupin ryðjast til sjávar með tilheyrandi sand- og jakaburði. Í aldanna rás hafa jökulhlaupin lagt byggðir í auðn, auk þess að mynda mikil sandflæmi umhverfis Kötlu og færa út strand- lengju landsins. Gjóska úr Kötlu hef- ur lagst yfir stóra hluta landsins og jafnvel borist til annarra landa. Þá hafa Kötlugosum fylgt mikill ljósa- gangur og skruggur. Eins og risastór skeið Kötlugjá er gamalt skaftfellskt heiti á eldstöðinni í Mýrdalsjökli og Katla líklega stytting á því nafni. Eldstöðvakerfið sem kennt er við Kötlu er um 80–90 km langt og líkast skeið í laginu. Megineldstöðin, eða skeiðarblaðið, er syðst og vestast í Mýrdalsjökli, um 30–35 km í þver- mál, hálendissvæði að mestu hulið þessum fjórða stærsta jökli landsins. Sprungurein 5–10 km breið, eins konar handfang á skeiðinni, teygir sig norðaustur frá Mýrdalsjökli og langleiðina að Vatnajökli. Kötluaskjan er falin undir jöklin- um og sést vel á fjarvíddarmyndum. Þar sem jökullinn er þykkastur er hann meira en 700 metra þykkur en meðalþykkt hans er um 230 metrar. Heildarrúmmál íssins er um 140 km3. Sjálf askjan er um 14 km löng og allt að 9 km breið, um 100 km2 að flat- armáli eða tvöfalt stærri en þéttbýli Reykjavíkur. Botn öskjunnar er í 650–1.000 metra hæð og er allt að 600–700 metrum lægri en rimarnir í kring sem ná upp í 1.300–1.380 m hæð. Mælingar hafa leitt í ljós að grunnt undir Kötluöskjunni er kvikuhólf. Það er talið vera 4–5 km í þvermál, um 1 km djúpt og á 2,5–3,5 km dýpi. Kvikurúmmálið gæti verið 5–15 km3 eftir því hve mikið af efninu í hólfinu er bráðið. Fjöldi gosa frá landnámi Katla er ein virkasta eldstöð lands- ins og eru Kötlugos á sögulegum tíma orðin um 20 talsins. Þar af hefur gosið 18 sinnum á síðustu þúsund ár- um. Þá er miðað við gos sem náðu upp úr jöklinum og skildu eftir sig gjóskulag í nágrenni Mýrdalsjökuls. Eldstöðin hefur gosið á 40 til 80 ára fresti á þessu tímabili og er stysta hvíld milli gosa 13 ár en sú lengsta, sem þekkt er með vissu, um 80 ár. Þó kann að vera að allt að 95 ár hafi liðið á milli gosa fyrr á öldum. Lengsta goshlé Kötlukerfisins á sögulegum tíma varð eftir gos á fyrrnefndri sprungurein, Eldgjárgosið á 10. öld, en ekki er vitað um neitt gjóskulag frá Kötlu næstu 200 árin þar á eftir. Kötlugos hafa staðið frá tveimur vik- um upp í meira en fimm mánuði. Frá því um árið 1500 hafa öll Kötlugos hafist á tímabilinu frá í maí og fram í nóvember. Gríðarmikil jökulhlaup Aðdragandi Kötlugosa hefur lýst sér í allsnörpum jarðhræringum sem fólk í Mýrdal hefur orðið vart. Oft hefur það fylgst að að fólk hefur séð gosmökkinn upp úr Kötlu og að hlaup hefur brotist fram á Mýrdals- sand undan Höfðabrekkujökli. Kötlugos eru öflug þeytigos og hefur gosmökkurinn náð meira en 14 km hæð á fyrsta degi. Jökulhlaupin hafa verið um klukkustund frá jaðri jök- ulsins stystu leið til sjávar. Hlaupin eru blanda af vatni, krapa, ísjökum og gosefnum. Talið er að hámarks- rennsli í jökulhlaupunum geti verið 100.000 m3/sek til 300.000 m3/sek. Hlaupin hafa verið talin hættulegasti fylgifiskur Kötlugosa. Skörð eru í barma Kötluöskjunnar og falla skriðjöklar um þau breiðustu eins og Kötlujökull og Sólheimajök- ull. Önnur skörð eru undir upptökum Entujökuls og Sandfellsjökuls. Þrjár helstu hlaupaleiðir jökulhlaupanna liggja um aðalskörðin. Hvar kvikan brýst upp ræður því hvert vatnið leit- ar. Vatn af 310 km2 svæði, innan og utan Kötluöskjunnar, fellur suðaust- ur til Kötlujökuls og Mýrdalssands, af 110 km2 svæði suður til Sólheima- jökuls og Skóga- eða Sólheimasands og af 170 km2 svæði fellur vatn norð- vestur til Markarfljóts. Í 18 gosum af 20 frá landnámi hafa jökulhlaupin farið niður Mýrdalssand en tvisvar um Sólheimasand. Fundist hafa um- merki um hlaup sem fór niður í Markarfljót fyrir um 1600 árum. Gjóska og eldglæringar Gjóskufall er venjulega mikið fyrsta sólarhring Kötlugosa og dreg- ur hægar úr því en í Heklugosum. Gjóskumagnið úr gosunum hefur verið mjög breytilegt milli gosa. Stærsta gjóskulag Kötlu frá söguleg- um tíma myndaðist í gosinu 1755 og er áætlað að þá hafi magn loftbor- innar nýfallinnar gjósku verið um 1,5 km3. Gjóskufallinu og gosmekkinum fylgja venjulega miklar skruggur og eldingar. Eldingunum getur slegið niður í að minnsta kosti 30 km fjar- lægð frá Kötlu. Þær geta orðið bæði fólki og fénaði að aldurtila. Fórust tvær manneskjur af völdum eldinga í gosinu 1755. Þrenns konar gos Niðurstöður rannsókna benda til þess að gos í eldstöðvakerfinu hafi verið þrenns konar. Algengust hafa verið dæmigerð Kötlugos þar sem basísk þeytigos verða á gossprungum undir jökli, lík- lega helst innan öskjunnar í Mýr- dalsjökli. Hlé milli slíkra gosa mæl- ast í áratugum. Næstalgengust á forsögulegum tíma eru súr þeytigos sem orðið hafa á gosopum undir jökli. Örugg vitn- eskja er um tólf slík gos, en þau gætu verið fleiri. Liðið hafa aldir milli gosa af þessu tagi. Sjaldgæfust en jafnframt stærst eru basísk flæðigos sem verða á gos- sprungum innan megineldstöðvar- innar og á sprungureininni. Árþús- und hafa liðið á milli slíkra gosa. Vitað er um tvö slík stórgos á sprungunni norðaustan Mýrdalsjök- uls á nútíma. Hólmsáreldar urðu fyrir um 6.800 geislakolsárum og Eldgjárgosið á 10. öld. Í Eldgjár- gosinu gaus á sprungunni allt frá Kötlu og norðaustur um Eldgjá að Stakafelli. Þetta er um 75 km vega- lengd. Í þessu gosi runnu hraun fram í sjó í Álftaveri, niður í Landbrot og Meðalland. Rúmmál hrauna úr þessu gosi hefur verið metið allt frá 14 km3 og upp í 18 km3. Sömuleiðis er stærsta gjóskulag, sem myndast hefur í Kötlugosi á nútíma og varð- veist hefur í jarðvegi, úr þessu gosi. Þetta er líkast til fjórða stærsta gjóskulag sem fallið hefur hér á landi á sögulegum tíma. Mikil áhrif á umhverfið Gos í eldstöðvakerfi Kötlu hafa valdið einhverjum mestu umhverfis- breytingum sem orðið hafa á sögu- legum tíma hér á landi. Þannig breytti Eldgjárgosið landslagi, vatnafari og möguleikum á landnýt- ingu á stórum svæðum á Suðurlandi. Gjóskan lagðist yfir gróðurlendi og hraun fóru einnig yfir gróin lönd og breyttu farvegum vatnsfalla. Eftir Eldgjárgosið hafa öll helstu hlaup Kötlu farið um skarð Kötlujökuls og komið niður á Mýrdalssand. Áður fóru hlaup einnig suður um skarð Sólheimajökuls niður á Skóga- og Sólheimasand. Einnig um skarð Entujökuls niður í farveg Markar- fljóts allt til sjávar. Sandflæmin um- hverfis Mýrdalsjökul, t.d. Skóga- sandur, Sólheimasandur og Mýrdalssandur, bera afleiðingum Kötlugosa glöggt vitni. Heimildir Ari Trausti Guðmundsson. Íslenskar eld- stöðvar. Reykjavík 2001. Guðrún Larsen. Holocene eruptions within the Katla volcanic system, south Iceland: Characteristics and environmental impact. Jökull 49. ár. 2000. Helgi Björnsson, Finnur Pálsson og Magn- ús T. Guðmundsson. Surface and bedrock topography of the Mýrdalsjökull ice cap, Ice- land: The Katla caldera, eruption sites and routes of jökulhlaups. Jökull 49. ár. 2000. Sigurður Þórarinsson. Katla og annáll Kötlugosa. Árbók Ferðafélags Íslands 1975.         )    * %   +,--  +.--  +/01   +,+/ 2   3            45   (   Eldstöðin Katla Katla nýtur þess vafasama heiðurs að vera eitt hættulegasta eldfjall landsins. Ástæður þess eru meðal annars jökulhlaupin sem gjarnan fylgja Kötlugosum og nálægð hennar við byggð.            6   +,+/      6   )+,--       ' 6     2                ! " #     "    $  %&          ! "  #$$$ &'        ' gudni@mbl.is ’Eldingunum geturslegið niður í að minnsta kosti 30 km fjarlægð frá Kötlu. Þær geta orðið bæði fólki og fénaði að aldurtila.‘ ’Gos í eldstöðvakerfiKötlu hafa valdið ein- hverjum mestu um- hverfisbreytingum sem orðið hafa á sögulegum tíma hér á landi.‘ Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.