Morgunblaðið - 07.11.2004, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 07.11.2004, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 57 DAGBÓK grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli NÁMSAÐSTOÐ íslenska - stærðfræði - enska - danska franska - eðlisfræði - efnafræði - tölfræði þýska - spænska - lestur - stafsetning o.fl. greining á lestrarerfiðleikum Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur sunnudagskvöld kl. 20, Caprí– tríó leikur fyrir dansi. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 þriðjudaga og föstudaga létt ganga um Elliðaárdalinn. Hæðargarður 31 | Þriðjudag 9. nóv- ember verður kynnisferð til LR í Borg- arleikhúsi á vegum Bókmenntaklúbbs Háaleitishverfis. Leikhússtjóri tekur á móti hópnum, fræðsla og síðdeg- iskaffi. Rúta frá Hæðargarði kl. 13.40, Sléttuvegi kl. 13.45 og Furugerði kl. 13.50. Jólavörur frá B. Magnússon fimmtudag 11. nóv. Kvenfélag Bústaðasóknar | Fundur verður mánudaginn 8. nóvember kl. 20 í safnaðarheimilinu, tísku- og skartgripasýning. Skátamiðstöðin | Næsta samvera er mánudaginn 8. nóvember kl. 12. Léttur hádegisverður. Umfjöllun: Þrym- heimur – ævintýri á Hellisheiði. Vesturgata 7 | Fræðslu og fjöltefli verður haldið þriðjudaginn 9. nóv- ember kl. 13 Hendrik Daníelsen dansk- ur stórmeistari mætir frá Hróknum. Veislukaffi. Allir velkomnir óháð aldri. Vitatorg, félagsmiðstöð | Jólamark- aður verður á Vitatorgi fimmtudaginn 11. nóvember kl. 13. Þar verður margt til jólagjafa, jólaglögg og jólatónlist, kaffiveitingar í matsalnum. Morgunblaðið/Jim Smart Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Fundur í Æskulýðs- félaginu kl. 20 sunnudag. Grafarvogskirkja | Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587–9070. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Vörður Leví Traustason. Á samkom- unni verður barnablessun. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Haf- liði Kristinsson. Á samkomunni verður skírn. Gospelkór Fíldelfíu. Aldursskipt barnastarf á meðan samkomu stend- ur. Allir velkomnir. Kynning Breiðholtskirkja | ClaMal kvenfatn- aður verður sýndur í Safnaðarheimili Breiðholtskirkju (jarðhæð) þriðjudag- inn 9. nóv. kl. 20. Gengið inn að sunn- anverðu. Kvf. Breiðholts. MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju flytur sálumessur eftir Frakkana Gabriel Fauré og Maurice Duruflé á tónleikum á allra heilagra messu, kl. 20 í kvöld í Hall- grímskirkju, en tónleikarnir eru liður í dagskrá Listvinafélags Hallgrímskirkju. Þessi víðfrægu requiem verða flutt við kertaljós og undirleik hins glæsilega Klaisorgels kirkjunnar. Allra heilagra messa (1. nóvember) er haldin hátíðleg í íslenskum kirkjum á fyrsta sunnudegi í nóvember og er lát- inna minnst á þessum degi. Löng hefð er fyrir því víða um lönd að flytja sálu- messur á allra heilagra messu og eru tónleikarnir í Hallgrímskirkju viðleitni til að auka áhuga á þeim góða sið hér á landi. Mótettukór Hallgrímskirkju flytur sálumessu Faurés í fyrsta sinn á tón- leikunum á sunnudaginn, en kórinn flutti requiem Duruflés fyrir áratug, m.a. á opnunartónleikum sumartónlistar- hátíðarinnar Klangbogen í Vínarborg. Í kjölfarið var verkið hljóðritað og gefið út af þýska útgáfufyrirtækinu Thorofon. Einsöngvarar með Mótettukórnum á tónleikunum verða þrír: hinn ellefu ára gamli drengjasópran Ísak Ríkharðsson, Sesselja Kristjánsdóttir messósópran, sem syngur nú í fyrsta sinn með Mót- ettukórnum, og Magnús Baldvinsson bassi, sem kemur sérstaklega frá Þýskalandi til að syngja með kórnum sem hann hóf söngferil sinn með. Inga Rós Ingólfsdóttir leikur á selló og sænski orgelvirtúósinn Mattias Wager leikur á Klaisorgelið. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Himneskar sálumessur Morgunblaðið/Kristinn ÓL í Istanbúl. Norður ♠ÁG54 ♥D32 A/NS ♦K75 ♣643 Vestur Austur ♠9876 ♠KD10 ♥G84 ♥5 ♦D962 ♦G103 ♣ÁK ♣D109875 Suður ♠32 ♥ÁK10976 ♦Á84 ♣G2 Það var augljóst strax í fyrstu lotu í viðureign Kína og Ítalíu að ekkert yrði slegið af í sögnum. Fyrsta spilið féll í harðri slemmu, sem stóð, og síðan kom spilið að ofan. Ekki er að sjá að NS eigi efnivið í geimsögn, en keppendur voru á öðru máli. Byrjum í opna salnum: Vestur Norður Austur Suður Dai Bocchi Xin Duboin – – Pass 1 hjarta Pass 1 spaði 2 lauf 2 hjörtu 3 lauf 4 hjörtu Allir pass Vestur tók fyrstu tvo slagina á kóng og ás í laufi, en skipti síðan yfir í tígul. Duboin tók slaginn heima og lagði nið- ur trompásinn. Spilaði svo spaða og dúkkaði til austurs. Xin spilaði laufi, en Duboin stakk frá með kóng og svínaði svo fyrir hjartagosann. Hann tók síð- asta trompið með drottningunni, síðan spaðaás og trompaði spaða. Þegar hjónin í spaða komu niður þriðju var fundið niðurkast fyrir tígulhundinn heima. Tíu slagir og 620 í NS. Förum þá í lokaða salinn: Vestur Norður Austur Suður Versace Xin Lauria Shaolin – – Pass 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 2 grönd ! Pass 3 grönd Allir pass Þetta er frumleg nálgun, að byrja á því að finna níu spila samlegu í hjarta og enda svo í þremur gröndum. En geimið er mun sterkara en fjögur hjörtu, því sagnhafi á þó níu örugga slagi þegar hann kemst að. Og Shaolin komst strax að, því útspilið var tígull: 600 í NS, en 1 IMPi til Ítala. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is ÓLÖF K. Sigurðardóttir verður með sýn- ingarstjóraspjall í Listasafni Reykjavík- ur – Ásmundarsafni kl. 15 í dag í tengslum við sýninguna Ásmundur Sveinsson – Maður og efni, sem nú stendur þar yfir. Á sýningunni getur að líta mörg af helstu verkum Ásmundar, þar sem leitast er við að skoða hvernig ólík efni móta afstöðu listamannsins til viðfangsefnisins. Sýningarstjóraspjall í Ásmundarsafni Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.