Morgunblaðið - 07.11.2004, Page 62

Morgunblaðið - 07.11.2004, Page 62
spilaði hún líka á saxófón og fleiri hljóðfæri áttu eftir að bætast við. Flúið þvert yfir Bandaríkin Þegar Nellie McKay var tíu ára gömul var formaður samtaka leigj- enda í Harlem, lögfræðingur, myrtur í hverfinu og líkamshlutum hans dreift víða. Svo mikinn óhug sló að móður McKay, sem var einmitt nýbúin að bera vitni í máli sem lög- fræðingurinn rak fyrir rétti, að þær fluttust í burtu og vildu fara sem lengst. Öllum eigum þeirra var hrúg- að í tvær Volkswagen-bjöllur, önnur dró hina, en þær voru svo lúnar að bílarnir gáfust upp áður en þær voru komnar út úr borginni. Þær voru þó ekki af baki dottnar og fóru á „putt- anum“, fengu vegfarendur til að draga sig smám saman þvert yfir Bandaríkin að þær settust að í Wash- ington-fylki á vesturströndinni. Sveitasælan var ekki eins mikil sæla og þær mæðgur ætluðu og eftir skamma dvöl þar vestra héldu þær aftur til austurs, nú til Pennsylvaníu. Í þessari ferð var dráttarvél fengin til að draga bjöllurnar austur. Selló, saxófónn, slagverk og píanó Næstu árin bjó McKay í Pennsylv- aníu, gekk þar í skóla og var mjög ið- in við tónlistina, spilaði á selló í einni hljómsveit, saxófón í annarri og píanó í þeirri þriðju, en hún spilaði líka á slagverk hvar sem því var við komið. Píanóið var þó aðalhljóðfærið og höfuðáhersla lögð á djass. Þrátt fyrir þetta segir McKay að hún hafi ekki haft neinn sérstakan áhuga á tónlist, en þar sem henni gekk al- mennt illa í skóla voru mestar líkur að hún kæmist í framhaldsnám í tón- listarskóla. Haustið 2000 byrjaði McKay í tón- listarskóla í New York, en entist þar ekki nema tvö ár, því hún var farin að troða upp svo víða sem söngkona og píanóleikari að enginn tími var aflögu fyrir skólann. Hún spilaði átta sinn- um í viku í ýmsum smábúllum í New York og eftir spilamennskuna hvert kvöld sat hún og hlustaði á lifandi djass hvar sem hann var að finna og tók stundum lagið með hinum og þessum. Haustið 2002 tók McKay þátt í listahátíð í Alabama og vann þar til tvennra verðlauna fyrir lag sem húm samdi og flutti. Það var henni hvatn- ing að frekari lagasmíðum og eftir komuna til New York aftur byrjaði hún að semja tónlist sem mest hún mátti, samdi eitt til tvö lög á viku þá um veturinn. Í febrúar 2003 kom svo draumatækifærið, áhrifamikill blaða- Nellie McKay fæddist íLundúnum en ólst upphjá móður sinni í Harlem-hverfi í New York. Hún minnist þess frá Harlem- árunum er hún lék sér að krakk- hylkjum sem hún fann í næsta al- menningsgarði, en segir að þó lífið í Harlem hafi ekki alltaf verið auðvelt sé það sterkt í minningunni hvað samheldni var rík í hverfinu; allir hjálpuðust að eftir bestu getu. Þann- ig segir hún að fíkill hafi gefið henni dal þegar hann heyrði hana æfa á píanóið, en peningurinn átti að vera hvatning til að halda áfram á tónlist- arbrautinni. McKay var þó ekki bara að læra á píanó á þessum tíma heldur maður sá hana spila og eftir stóra grein í Time Out byrjuðu plötufyr- irtækin að hringja í hana. Eftir nokkurt stríð milli fyrirtækja ákvað McKay að semja við Columbia / Sony og haustið 2003 var hún komin í hljóðver að taka upp fyrstu breið- skífuna, enda átti hún nóg til af lög- um. Aðstoðarmaður hennar við upp- tökurnar var ekki af verri endanum, Geoff Emerick, sem er frægastur fyrir að hafa setið við takkana þegar Bítlarnir tóku upp Revolver, Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band, Hvíta albúmið og Abbey Road. McKay er líka óspör á þakkir til Emericks, segir að samstarfið hafi gengið ævintýralega vel. Hún er líka ánægð með samstarfið við Columbia, en deildi þó við fyrirtækið um nafn á plötuna; Columbia-mönnum leist ekki ýkja vel á þau nöfn sem hún lagði til, Black America eða Penis Envy. Að lokum sættust þau svo á Get Away from Me. Áhrif úr öllum áttum Fjölbreytni er aðal Nellie McKay, á Get Away from Me eru átján lög sem bera vissulega sterk höfund- areinkenni, en eru ólíkrar gerðar þó; einskonar hiphop, hanastélsdjass, píanópopp, rokkaður djass og svo má telja, en McKay hefur lýst því að hún óttist það helst að hún eigi eftir að semja sama lagið tvisvar. Áhrif úr ótal áttum má greina í tónlistinni: kabarettónlist, Kurt Weill, hiphop, Cole Porter, Bítlana, Peggy Lee og Billie Holiday í lagasmíðum og flutn- ingi, en hvað textana varðar nefna menn helst Randy Newman, enda eru þeir oft gamansamir og léttir og gegnsýrðir góðlátlegu háði. Ekki er bara að Nellie McKay er fyrirtaks söngkona, snjall píanóleik- ari og lunkinn lagasmiður heldur er hún með puttana í fleiru, hannaði sjálf umslag plötunnar og sér um gerð kynningarefnis. Hún segir og að ekki sé nema sangjarnt að haga mál- um svo því allir þeir sem eigi eftir að kaupa plötuna eða komast yfir hana á annan hátt muni hvort eð er gera ráð fyrir því að allt sé hennar verk og þá eins gott að hafa það svo. „Þótt ég sé söngkona er ég engin strengja- brúða,“ er viðkvæðið. Engin strengjabrúða Bandaríska söngkonan Nellie McKay hefur vakið mikla athygli fyrir óhemju fjölbreytta frumraun sína, Get Away from Me. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson 62 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS VINCE VAUGHN BEN STILLER DodgeBall  Ó.Ö.H. DV  S.V. Mbl. THE HUNT FOR THE BLOOD ORCHID Loksins mætast frægustu skrímsli kvikmyndasögunna r í mögnuðu uppgjöri! Þorirðu að velja á milli? Þorirðu að velja á milli? Toppmyndin á Íslandi í dag Sýnd kl. 2. Ísl. tal. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. kl. 3.40, 6,8.30 og 10.40. B.i. 12 ára. J U L I A N N E M O O R E HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? SÁLFRÆÐITRYLLIR AF BESTU GERÐ SEM FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! J U L I A N N E M O O R E HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? SÁLFRÆÐITRYLLIR AF BESTU GERÐ SEM FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 6 og 10.20. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal.Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl.4, 8 og 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14 ára. Toppmyndin á Íslandi í dag! Loksins mætast frægustu skrímsli kvikmyndasögunnar í mögnuðu uppgjöri! i í li i í j i FRUMSÝNINGFRUMSÝNING Austurströnd 8 • 511 1200 www.ljosmyndastudio.is Austurströnd 8 • 511 1200 www.ljosmyndastudio.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.