Morgunblaðið - 16.11.2004, Page 1

Morgunblaðið - 16.11.2004, Page 1
Margar kökur og smáarSmákökur úr smiðju Hússtjórn- arskólans Daglegt líf Semur fyrir stórstjörnur Arnþór Birgisson á stefnumót við norræna menningu Menning STOFNAÐ 1913 313. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Allt um heimsbikarmótið  Samn- ingar þjálfara kvennalandsliðanna lausir  Gylfi Einarsson til Leeds Íþróttir í dag COLIN Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hefur sagt af sér. Háttsettur bandarískur embættismaður sagði seint í gærkvöldi að Condoleezza Rice þjóðaröryggisráð- gjafi hefði verið beðin um að taka við embættinu. Hermt var að Steve Hadley að- stoðarþjóðarör- yggisráðgjafi tæki við embætti Rice. Spencer Abra- ham orkumálaráð- herra, Ann Vene- man landbúnaðarráðherra og Rod Paige menntamálaráðherra hafa einnig sagt af sér. Powell kvaðst í gær ætla að gegna emb- ættinu þar til öldungadeild þingsins stað- festi eftirmann hans. Afsögn hans kom ekki á óvart og hefur lengi verið talið að hann myndi aðeins sitja eitt kjörtímabil. „Að loknum kosningum tel ég tímabært að láta af embætti utanríkis- ráðherra og snúa mér að einkalífinu,“ sagði í afsagnarbréfi sem Powell skrifaði á föstu- dag. „Ég er ánægður með að hafa verið í liði sem hóf stríð gegn hryðjuverkum í heim- inum, frelsaði Afgana og írösku þjóðina.“ Powell hefur verið talinn rödd hófsemi í stjórn George W. Bush. Leiðtogar Evrópu- ríkja lofuðu Powell í gær og kváðust vona að samstarfið við eftirmann hans yrði jafngott. Rice sögð eiga að taka við af Powell Utanríkisráðherrann og þrír aðrir ráðherrar í stjórn Bush segja af sér Colin Powell og Condoleezza Rice. Washington. AFP, AP.  Fulltrúi/16 ÍSLANDSBANKI tilkynnti í gær að bankinn ætli að gera til- boð í allt hlutafé í norska bankan- um BNbank. Tilboðsupp- hæðin er 320 krónur á hlut- inn, samanlagt 3,1 milljarður norskra króna sem samsvarar 33,3 milljörðum íslenskra króna. Íslandsbanki á fyrir 30% hluta- fjár í BNbank og er þegar búinn að tryggja sér 16% til viðbótar. Verði kaupin að veruleika mun Íslandsbanki tvöfalda inn- og út- lánaveltu sína auk þess sem eign- ir bankans munu aukast um 415 milljarða króna. Þar með verða eignir bankans orðnar ríflega 1.000 milljarðar, gangi kaup Ís- landsbanka á Kreditbanken í gegn, að sögn Bjarna Ármanns- sonar, forstjóra Íslandsbanka. Bjarni segir enn fremur að kaupin séu mjög mikilvæg fyrir Íslandsbanka því áhættudreifing bankans muni aukast verulega og hann verði norsk-íslenskur banki. Þegar fréttist af tilboði Ís- landsbanka tóku hlutabréf í BNbank kipp í norsku kauphöll- inni og lokaverð hlutarins í gær var 333 norskar krónur en opn- unarverð var 270 krónur. Á vef- síðu norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv er haft eftir norskum fjármálasérfræðingum að þetta bendi til þess að tilboð Íslandsbanka hafi verið of lágt. Tore Gløersen, sérfræðingur hjá Terra Fonds, telur í kjölfarið lík- legt að KB banki auk Danske Bank muni keppa við Íslands- banka um BNbank en í samtali við Morgunblaðið sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, að þetta ætti ekki við rök að styðjast. KB banki hefði eng- ar áætlanir um að kaupa BNbank. Íslandsbanki tvö- faldar veltu sína Lokaverð í BN-bankanum yfir tilboði Íslandsbanka  Íslandsbanki vill norskan/14 Bjarni Ármannsson NOKKRAR norskar lýta- læknastofur bjóða nú upp á gjafabréf sem hægt er að kaupa handa fólki sem vill fá fegrunaraðgerð í jólagjöf, að sögn Aftenposten. „Þetta er ekki jólagjöf sem menn gefa hverjum sem er, en ef það eina sem mamman óskar sér í jólagjöf er stinnari magi eða stærri brjóst þá væri það tilvalið ef pabbinn og börnin gæfu henni gjafabréf saman,“ hafði fréttavefur Aftenposten eftir talsmanni einnar af lýtalæknastofunum. Þær auglýsa ekki gjafabréfin en hafa fengið fyrirspurnir um þau. Aðrar lýtalæknastofur telja ekki við hæfi að setja lýtalækningar á jólagjafa- markaðinn. Lýtalæknar bjóða upp á gjafabréf ALLIR kennarar við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, fimmtán að tölu, auk aðstoðarskólastjórans, sögðu upp störfum í gær. Ástæðan sem þeir gefa er staðan í kjaramálum grunnskólakennara. Allir kennarar skólans mættu til vinnu í gær. Þá sögðu sjö kennarar við grunnskól- ann á Stöðvarfirði upp störfum. Sautján kennarar í Mosfellsbæ höfðu sagt upp störfum í gær. Víðar voru uppsagnir í grunnskólum. Óvissa ríkir um hvort kennarar mæti til vinnu í dag. Hugsanlegt er að foreldrar muni þurfa að hjálpa til í skólunum í dag svo ekki þurfi að senda börnin heim. Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fáskrúðs- fjarðar, segir að undanfarin ár hafi verið unnið markvisst að því að fjölga réttindakennurum við skól- ann og því sé staða mála mikil von- brigði. „Ég er ekki viss um að við náum öllum kennurunum til baka,“ sagði Þórhildur í gærkvöld. „Það er allt annað landslag hér en í Reykjavík, þar sem fólk getur farið í aðra vinnu. Hér þýðir þetta að einhverjir munu líklega flytja í burtu.“ Ekki kennt í Laugalækjarskóla Fræðslunefnd Austurbyggðar fundaði um málið í gærkvöld og samþykkti bókun þess efnis að nefndin harmi þá stöðu sem komin er upp í grunnskólunum og vonast hún til að allir hlutaðeigandi aðilar finni lausn á þeim vanda sem upp er kominn svo bjarga megi skólastarfi á skólaárinu og til framtíðar. Jósef Friðriksson, formaður fræðslu- nefndar, segir að stöðurnar verði ekki auglýstar strax, enda vonist allir til þess að lausn finnist á deil- unni. Fræðsluyfirvöld í Reykjavík funduðu í gær með skólastjórum og er ætlan þeirra að halda úti fullu skólastarfi í dag. Víða ríkir óvissa um hvort kennarar mæti til vinnu. Hafa foreldrafélög í nokkrum skól- um verið beðin að koma að málum, fari svo að kennarar mæti ekki. Seint í gærkvöldi kom í ljós að ekki yrði kennt í Laugalækjarskóla í dag. Auður Stefánsdóttir, skóla- stjóri skólans, sagðist hafa fengið fréttir af því að röskun yrði á skóla- starfi víðar í borginni í dag. BÖRN, sem send voru heim í gær þegar ljóst var að flestir kennarar mættu ekki til starfa, brugðu mörg á það ráð að leika sér í nýföllnum snjónum til að drepa tímann. Nemendur Hlíðaskóla og krakkar á Seltjarnarnesi drógu t.d. mörg hver fram sleðana og snjóbrettin og fóru í nærliggjandi brekkur að renna sér. Þá tóku þessi svölu ungmenni upp á því að spila fótbolta í snjónum og skemmtu sér konunglega. Morgunblaðið/Jim Smart Enginn skóli en nóg af snjó Foreldrar beðnir um að hjálpa til í skólunum Allir kennarar Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar hafa sagt upp  Kennaradeilan/6/Miðopna SÆNSK samkeppnisyfirvöld hafa krafist þess að olíufélög í landinu verði sektuð um 405 milljónir sænskra króna, sem samsvar- ar tæpum 3,93 millj- örðum króna, vegna verðsamráðs. Þetta kemur fram í Svenska Dagbladet. Árið 1999 var gerð húsleit hjá a.m.k. fimm sænsk- um olíufélögum og fundust ýmis gögn sem sönnuðu að for- ystumenn félag- anna höfðu hist á laun nokkrum sinn- um það ár og fundað um verðlagningu bensíns. Ákveðið var að lækka verð til mik- ilvægra viðskiptavina og jafna það út með hækkun til almennra viðskiptavina. Dæmt verður í málinu í febrúar á næsta ári. Verðsamráð í Svíþjóð                        !" #"! $%&' (  &'  ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.