Morgunblaðið - 16.11.2004, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 31
UMRÆÐAN
Á DEGI íslenskrar tungu
verð ég að vekja athygli þína á
hnignun móðurmáls og feðra-
tungu.
Háskóli Íslands lætur sér fátt
um finnast. Happdrætti hans
auglýsir í sjónvarpi þjóðarinnar
og notar engilsaxneskan söng.
Sími Hollvinasamtaka Háskóla
Íslands er lokaður vegna van-
skila.
Kvenfélagasamband Íslands
lætur svara á ensku á símsvara
sínum. Sama er að segja um
símsvara prófessors í fé-
lagsfræði. Síminn, stofnun sem
hlutafélag í meirihlutaeigu ís-
lenska ríkisins, arftaki Lands-
síma Íslands, auglýsir heilsíðu-
auglýsingu í dagblöðum og
hvetur Íslendinga til „kollekt-
símtala“ við byssubófa, sem
munda skotvopn sín.
Íslandspóstur auglýsir í sjón-
varpi og ver mestum hluta aug-
lýsingar sinnar í enskan söng.
Sneiðir hjá vel þekktum íslensk-
um söng um Gunnar póst.
Barnakennarar í verkfalli
ræða um „að vinna með börn“.
Á degi íslenskrar tungu spyr
ég þig, sem eitt sinn hvattir til
dáða, ertu ánægð með breytingu
þá sem orðin er?
Nú heita Flugleiðir Iceland-
air. Hótel Saga heitir Radisson
SAS.
Á 80 ára afmæli Lúðrasveitar
Reykjavíkur lék sveitin ekkert
lag eftir forgöngumenn ís-
lenskra tónskálda og forgöngu-
manna um sönglúðrasveitir.
Ætlar þú að hóa í lætin og
hvetja þjóð þína til dáða? Eða
ætlarðu að sjóða niður pestar-
kjöt útdauðra þjóðtungna? Fyr-
ir japönsku yenin og hafa síma
Hollvinasamtakanna lokaðan
áfram?
Þú skilar kannski kveðju til
Friðriks krónprins og prinsessu
hans og segir þeim að þau séu
ekki skötuhjú að dómi Íslend-
inga þótt Ríkissjónvarpið hafi
lýst þeim þannig.
Fjallkona er með Baug undir
augum. Hvenær ætlarðu að
vitna í ljóð Snorra Hjartarson-
ar: Land, þjóð og tunga?
Kær kveðja.
Pétur Pétursson
Kæra Vigdís
Höfundur er þulur.
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur
eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi
innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. nóvember 2004,
virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. nóvember 2004 og önnur gjaldfallin álögð
gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. nóvember 2004 á staðgreiðslu, trygg-
ingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda utan staðgreiðslu,
áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi
þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila,
skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt
skráningargjöldum, búnaðargjaldi, iðgjaldi í lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af inn-
lendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum,
skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöld-
um, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fiskisjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðs-
gjöldum, sem eru:
Tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignar-
skattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmála-
gjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og
skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddur barnabótaauki og
ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjald-
anna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað
gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda.
Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og
stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að
gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn
fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án
frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningar-
númer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem
lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum.
Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá
dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. nóvember 2004.
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Gjaldheimta Vestfjarða
Gjaldheimta Austurlands
Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum
Alltaf á mi›vikudögum!
MAGNA‹
MILLJÓNADÆMI
Ef Ofurtala vikunnar er ein af útdráttartölunum sex
bætist Ofurtölupotturinn við fyrsta vinninginn.
Þannig getur fyrsti vinningur núna stækkað um 260 milljónir!
Meiri spenna – fleiri milljónir
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
14
0
9
7
Vertu me› fyrir kl.17.
22560
1101. vinningur
370milljónir
Bónus-vinningur
20
milljónirsá stærstifrá upphafi