Morgunblaðið - 16.11.2004, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Klemens Krist-mannsson fædd-
ist á Eskifirði 3. maí
1917. Hann lést á
heimili sínu í Reykja-
vík 6. nóvember síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Þuríður
Ingibjörg Klemens-
dóttir, f. 5. mars
1888, d. 5. júlí 1968
og Kristmann Run-
ólfsson, f. 21. febr-
úar 1886, d. 12.
ágúst 1954. Klemens
var elstur átta systk-
ina, systkini hans
eru Guðrún, f. 1919, Runólfur
Haukur, f. 1920, d. 1969, Sigur-
laug Fjóla, f. 1921, Guðlaug
Ragnheiður, f. 1922, d. 1923,
Guðlaugur Ragnar, f. 1924, d.
1980, Sigurður, f. 1926 og Fann-
ey Dóra, f. 1932. Klemens fluttist
ungur með foreldrum sínum í
Narfakot í Innri-Njarðvík og bjó
þar í nokkur ár. En um 1922
fluttust þau að Hlöðversnesi á
Vatnsleysuströnd þegar Krist-
mann fékk kennarastarf við
Brunnastaðaskóla en þau voru
bæði ættuð úr hreppnum. Krist-
mann var sonur Runólfs bónda á
Ásláksstöðum og Þuríður dóttir
Klemensar Egilssonar frá Minni-
Vogum.
Klemens kvæntist 12. desem-
ber 1964 Guðlaugu Sigríði
Sveinsdóttur, f. í Vestmannaeyj-
um 8. apríl 1921, d. 3. mars 1977.
Hún átti þá níu börn. Saman
eignuðust þau fjögur börn, þau
eru: 1) Kristmann Sævar, f. 31.
janúar 1960, hann á dóttur, Guð-
laugu Birnu, f. 26. júlí 1983. 2)
Þuríður Ingibjörg, f. 17. janúar
1962, sambýlismaður Sigurbjörn
Ólason, börn þeirra eru: a) Aron
Trausti, f. 23. júlí
1983, b) Bylgja
Dögg, f. 20. nóvem-
ber 1986, dóttir
hennar er Embla Sif
Hilmarsdóttir, f. 30.
ágúst 2004, c) Tinna
Lind, f. 31. október
1988, d) Klemens
Óli, f. 21. maí 1992
og e) Bjarmi Freyr f
5. apríl 1995. 3) Jón-
ína Sigurbjörg, f.
17. júní 1963, sam-
býlismaður Guð-
mundur Björgvin
Hauksson, dætur
þeirra eru Magnea Ósk, f. 8. jan-
úar 1987, Elín Ösp, f. 9. júní 1988,
Heiða Björk, f. 15. júlí 1991, Elva
Rún, f. 27. desember 1994 og
Írena Vigdís, f. 26. desember
2002. 4) Sveinn Haukur, f. 30.
október 1965.
Klemens og Guðlaug hófu bú-
skap í Mýrarhúsum í Vogum á
Vatnsleysuströnd 1958 en fluttust
að Langholtsvegi 140 1962. Klem-
ens var tvo vetur í héraðsskól-
anum að Laugarvatni 1935-1937.
Hann vann ýmis störf, var eitt-
hvað til sjós og í vegavinnu víða
um land og tók meðal annars þátt
í að leggja gamla Krísuvíkurveg-
inn. Um tíma vann hann sem
leigubílstjóri. Hann vann lengst
af hjá Aðalverktökum á Keflavík-
urvelli, var þá meðal annars að
sprengja fyrir Reykjanesbraut-
inni. Þegar hann missti konu sína
eftir langvarandi veikindi 1977
hætti hann á Vellinum og fór að
vinna á dekkjaverkstæði nálægt
heimili sínu. Vann hann þar uns
hann lét að störfum um sjötugt.
Útför Klemensar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Hann Klemi stjúpi er dáinn,
hann sem var alltaf svo hress. Ég
hef verið um 4 ára þegar mamma
og stjúpi byrjuðu að búa í Mýr-
arhúsum í Vogum, ég var þá yngst
af níu börnum mömmu. Það hefðu
ekki margir fetað í fótspor hans
Klema að taka að sér konu með níu
börn. Hann stundaði sjóinn á með-
an þau bjuggu í Vogunum. Árið
1962 flutti fjölskyldan í Reykjavík.
Það voru mikil viðbrigði að flytjast
úr fámenninu í fjölmennið.
Þegar ég lít yfir farinn veg þá er
margs að minnast. Ég man vel eftir
sunnudagsbíltúrunum á Trabban-
um, bíl sem Klemi keypti nýjan og
var mjög stoltur af. Þá rifumst við
yngstu systkinin um hver ætti að
vera í skottinu.
Eftir að mamma dó 1977 lagði
hann mikla rækt við stjúpbörnin
sín. Klemi hafði mjög gaman af að
ferðast og ef fjölskyldu minni datt í
hug að skreppa í Borgarnes eða á
Snæfellsnes var stjúpi alltaf til í að
koma með. Hann fór einn alla leið á
Þórshöfn á Langanesi og þurfti þá
að bakka upp alla Hellisheiði-eystri
vegna þess að bíllinn var með
framdrifi og vegurinn laus í sér og
svarta þoka en hann lét það ekki
stoppa sig.
Klemi hafði gaman af gönguferð-
um, stundum sást bíllinn hans úti í
kanti við Reykjanesbrautina, þá
vissum við að Klemi var á gangi í
heiðinni. Klemi var mjög stríðinn,
til marks um það var hann yfirleitt
á öndverðum meiði við þann sem
hann var að tala við, sérstaklega ef
umræðuefnið var pólitík, þá talaði
hann í
stríðnistón og hló mikið. Hann
var nægjusamur og fannst nóg um
lífsgæðakapphlaupið. Helst hefði
hann viljað búa enn í torfbæ.
Það er skrítið að hugsa til þess
að geta ekki komið við hjá honum
að fá sér kaffisopa þegar við erum í
bæjarferð. Öllum þótti vænt um
Klema, hann var bara þannig. En
nú er hann kominn til mömmu og
er örugglega ánægður með það.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Ég og fjölskylda mín vottum
börnum hans og öllum aðstandend-
um okkar dýpstu samúð.
Júlía H. Gunnarsdóttir.
Í dag kveðjum við stjúpa okkar
Klemens Kristmannsson frá Hlöð-
versnesi á Vatnsleysuströnd.
Stjúpi kom inn í líf okkar systkina
1958 þegar móðir okkar og hann
tóku saman, og fóru að búa á Hlöð-
versnesi, síðar í Mýrarhúsum í
Vogum og tekur Klemi okkur öll-
um systkinunum níu að tölu, eins
og sínum eigin börnum. Saman
eignast þau Kristmann, Þuríði,
Jónínu og Hauk.
Margar góðar minningar skjót-
ast upp í kollinn, þegar hugsað er
til baka. Eins og sunnudagsrúntur
upp að Rauðavatni, eða upp á
Vatnsenda, suður á Stapa eða bara
í heimsókn til ættingja. Alltaf var
jeppinn fullur af gargandi grisling-
um.
En árið 1977 dó móðir okkar og
var það mikill missir. Varð þá
Klemi ennþá meiri heimilisvinur
hjá okkur stjúpbörnum sínum.
Aldrei missti hann af neinu afmæli
eða öðrum viðburðum í fjölskyld-
unni. Enginn mun gleyma þessum
besta stjúpa í heimi.
Kveðja,
Sveindís P. og Margrét P.
og fjölskyldur.
Við kveðjum þig í hinsta sinn,
elsku afi Klemi.
Undarlegt að þú skyldir hafa
farið svona skyndilega, þú sem
varst alltaf svo hress. Það verður
skrítið að koma á Langholtsveginn
og þú tekur ekki á móti okkur með
kossum og knúsum. Helstu minn-
ingar okkar um þig eru þegar þú
leyfðir okkur að fara inn í her-
bergið þitt í stóru saumavélina sem
við notuðum sem bílinn okkar, og
þegar þú varst alltaf að segja okk-
ur að það væri draugur á háaloft-
inu svo við mundum ekki fara
þangað upp, því annars mundi
hann taka okkur. Þegar þú komst í
heimsókn í Vogana vorum við fljót
að kveðja vini okkar, hoppa upp í
bílinn þinn og fara á rúntinn með
þér og í heimsóknir. Þú fórst oftast
með okkur á ströndina og sýndir
okkur alla bæina því þú vissir hvað
allir hétu og hverjir bjuggu þar í
gamla daga. Þú fórst líka með okk-
ur í bæinn sem þú áttir heima þeg-
ar þú varst ungur, en það voru
samt bara rústir en við höfðum
mjög gaman af því þú sagðir okkur
svo skemmtilegar sögur. Þú leyfðir
okkur líka stundum að keyra bílinn
þinn því þú sagðir aldrei nei við
okkur, svo keyrðum við á strönd-
inni meðan þú sast sem rólegasti í
farþegasætinu og raulaðir með
Elvis Prestley í botni.
Þorláksmessan verður líka aldrei
sú sama, við hittumst alltaf öll
heima hjá þér og elduðum skötu.
Við þorðum aldrei að smakka en þú
sussaðir og sveiaðir og sagðir að
þetta væri hinn besti matur enda
var skata í matinn hjá þér næstu
daga á eftir.
Þú varst líka alltaf svo léttur á
því og tókst öllu svo rólega, eins og
þegar þú fékkst hjartaáfall fyrir
nokkrum mánuðum og mömmur
okkar (Þuríður og Jónína) og
yngstu barnabörnin þín komu í
heimsókn til þín á spítalann, sagðir
þú sallarólegur að þú værir nú
bara að fara að deyja, en þú varst
nú fljótur að jafna þig og farinn
aftur á stjá.
En nú verðum við að fara að
kveðja þig með söknuð í hjarta. En
við eigum góðar minningar um þig
sem við gleymum aldrei.
Takk fyrir allt elsku afi.
Þín
barnabörn.
KLEMENS
KRISTMANNSSON Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR,
Rauðalæk 38,
Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 3. nóvember.
Útför hennar fór fram frá Fossvogskapellu
mánudaginn 15. nóvember í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Jón Ármannsson, Guðlaug Baldursdóttir,
Sigmar Ármannsson, Laufey Kristinsdóttir,
Guðmundur Ármannsson, Hrefna Tulinius,
Jóhanna Hrönn Ármannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJURÚtför ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR GÍSLADÓTTUR
fyrrv. ráðherrafrúar
frá Borgarnesi,
verður gerð frá Borgarneskirkju miðviku-
daginn 17. nóvember kl. 15.00.
Gísli V. Halldórsson, Guðrún Birna Haraldsdóttir,
Sigurður I. Halldórsson, Steinunn Helga Björnsdóttir,
Sigurbjörg G. Halldórsdóttir, Kristján Örn Ingibergsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
KARL BERGÞÓR VALDIMARSSON
húsasmiður,
Hófgerði 26,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðviku-
daginn 17. nóvember kl. 13.00.
Ólöf Þorbergsdóttir,
Þorbergur Karlsson, Jónína A. Sanders,
Valdimar Örn Karlsson, Guðrún Valdís Guðmundsdóttir,
Hafsteinn Karlsson, Ebba Pálsdóttir,
Sigríður Ingibjörg Karlsdóttir, Ólafur Helgason,
Gunnar Karlsson, Ólöf Nordal,
Arnþrúður Karlsdóttir, Ólafur Kolbeinsson,
Eva Björk Karlsdóttir, Alfreð Örn Lillendahl,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
PÉTUR PÉTURSSON
fyrrv. vagnstjóri hjá SVR,
Hraunbæ 6,
lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi föstu-
daginn 12. nóvember.
Sigríður Skarphéðinsdóttir,
Steingrímur Guðni Pétursson, Sigríður Jónsdóttir Lepore,
Hulda Pétursdóttir, Guðmundur Egilsson,
Skarphéðinn Pétursson, Anna Baldvina Jóhannesdóttir,
Guðrún Pétursdóttir, Bjarni Guðmundsson,
Pétur Hans Pétursson, Laufey Jónsdóttir,
Kristín Pétursdóttir, Þorsteinn Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar og fósturfaðir og hjartkær
sonur minn,
MARON GUÐMUNDSSON,
Brekkustíg 31c,
Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugar-
daginn 13. nóvember.
Fyrir hönd vandamanna,
Guðrún Maronsdóttir,
Guðbjörn Maronsson,
Eyjólfur Stefán,
Guðbjörg Magnea Franklínsdóttir.
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
www.englasteinar.is
Englasteinar
Legsteinar