Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 327. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is www.postur.is 3.12. er síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til landa utan Evrópu! Tískan í jólaskrauti Rautt, vínrautt, gyllt og kremað eru tískulitir í ár Daglegt líf Heiðar til Crystal Palace?  Bergsveinn fullur tilhlökkunar  Keflvíkingar til Kóreu „ÉG VAR á gangi í rigningunni og átti mér einskis ills von þegar ég rann stjórnlaust og datt,“ sagði Agatha Sigurðardóttir, einn fjöl- margra borgarbúa sem fengu að kenna illilega á geysilegri hálku sem myndaðist í morgunsárið í gær á höfuðborgarsvæðinu. Hún var að ganga yfir götu í Breiðholti þegar ólukkan dundi yfir og skömmu síðar var hún komin niður á slysadeild með meiðsli á fæti. Hún fór á slysa- deild Landspítalans á ellefta tím- anum í gær og var löng bið eftir að komast að hjá bæklunarlækni eftir skoðun bráðalækna. Sagðist hún hafa fengið ágæta þjónustu enda væri „þetta almennilegheitafólk. Það er bara brjálað að gera hérna. Fólk reykspólar um gangana.“ Þegar Morgunblaðið talaði við Agöthu kl. 16.30 var hún enn að bíða ásamt mörgum öðrum en hún sagði ekki bera á mikið á því að fólk væri þreytt og pirrað á biðinni. Og þeir voru ófáir sem varð hált á svellinu í gær því hátt í 60 manns duttu það illa að þeir þurftu að fara á slysadeildina. Þá eru þeir ótaldir sem hlutu byltu án þess að meiða sig. Ekki var þó um að ræða alvarleg slys, einkum smábrot og hnykki. Þessi slæmi dagur var ólíkur öðr- um hálkudögum að því leyti að það voru ekki eldri borgarar sem lentu aðallega illa í því, en hálkan lék hina yngri illa. Morgunblaðið/Sverrir Agatha Sigurðardóttir fékk aðhlynningu hjá Kristínu Sigurðardóttur lækni á slysadeild á Landspítalans í gær. „Rann stjórnlaust og datt“ Um 60 hálkuslys á höfuðborgarsvæð- inu í gærmorgun Kútsjma ljær máls á nýjum kosningum Kíev. AP. LEONÍD Kútsjma, fráfarandi for- seti Úkraínu, sagði í gær að hugs- anlega væri aðeins hægt að binda enda á deilur í landinu um fram- kvæmd forseta- kosninga sem fram fóru 21. nóv- ember sl. með því að endurtaka kosningarnar. „Ef við viljum raunverulega tryggja friðinn, ef við raunverulega viljum byggja upp lýðræði í landinu […] þá ættum við að halda nýjar kosningar,“ sagði Kútsjma. Lét hann svo um mælt að Úkraína þyrfti á forseta að halda sem enginn vafi léki á að hefði náð kjöri með lögmætum hætti. Fyrr í gær kom Hæstiréttur Úkraínu saman til að ræða kröfur stjórnarandstöðunnar um að kosn- ingarnar yrðu ógiltar á grundvelli þess að brögð hefðu verið í tafli.  Dularfull/15 Leoníd Kútsjma Tillögur um fjölgun í öryggisráðinu Íhlutun SÞ verði gerð auðveldari ÞAÐ er niðurstaða sérfræðinga- nefndar á vegum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna að gera þurfi breytingar á SÞ þannig að auðveld- ara verði fyrir samtökin að hlutast til um mál í aðildarríkjunum ef ástæða þykir til. Með þessu yrði dregið úr líkum á því að eitt aðildarríkjanna efndi til hernaðaraðgerða án beinnar samþykktar SÞ líkt og þegar Banda- ríkin ákváðu innrás í Írak í fyrra. Sérfræðinganefndin skilar af sér skýrslu á morgun, miðvikudag, og hefur hennar verið beðið með mikilli eftirvæntingu, enda talið að þar verði lagðar til róttækustu breytingar á starfsháttum SÞ frá 1945. Fréttavefur BBC segir að nefndin leggi m.a. til breytingar á skipan öryggisráðs SÞ, telur hún rétt að að- ildarríkjum þess verði fjölgað úr 15 í 24. Leggur hún til tvær leiðir að því marki, önnur felur m.a. í sér að fasta- fulltrúum verði fjölgað en að þeir fái ekki neitunarvald eins og þau fimm fastaríki, sem fyrir eru. Seinni leiðin felur í sér að tiltekin ríki skiptist á um að hafa fastasæti í ráðinu, auk þeirra fimm sem þar eru nú þegar. Framtíð SÞ í veði Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, skipaði sérfræðinganefndina fyr- ir ári en hann taldi mikilvægt í kjölfar þeirra hörðu deilna sem urðu á al- þjóðavettvangi um innrásina í Írak að ráðist yrði í umbætur á starfsemi samtakanna. Telur Annan að SÞ verði að geta beitt sér, veður séu við- sjál í heimi hér, hætta stafi af hryðju- verkahópum og útbreiðslu gereyð- ingarvopna, og því verði samtökin að vera færari um að grípa skjótt til að- gerða, í stað þess að lamast vegna innbyrðis skoðanaágreinings. Fram- tíð SÞ sé í raun í veði. Með tillögum sérfræðinganefndar- innar verði horfið frá þeirri stefnu að SÞ geti að jafnaði ekki skipt sér af innanríkismálum aðildarríkis. Sextán manns sátu í nefndinni, þ.á m. Gro Harlem Brundtland, Egyptinn Amr Moussa, Rússinn Jev- gení Prímakov, Japaninn Sadako Ogata og Bandaríkjamaðurinn Brent Scowcroft. Fyrrverandi forsætisráð- herra Taílands, Anand Panyarachun, var formaður nefndarinnar. Kofi Annan Anand Panyarachun LANDEIGENDUR Reykjahlíðar í Mý- vatnssveit keppa nú ásamt Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um réttindi til rann- sókna og nýtingar á jarðgufu í Gjástykki, norðan Kröfluvirkj- unar. Viðræður OR og landeigenda um stofnun undirbún- ingsfélags vegna mögulegrar gufuafls- virkjunar eru langt komnar en á sama tíma liggur fyrir um- sókn Landsvirkjunar hjá iðnaðarráðuneytinu um leyfi til rannsókna og forgangs á nýtingu jarðhita á Gjástykkissvæðinu. Er þetta enn eitt dæmið um þá samkeppni sem upp er komin meðal stóru orkufyrirtækjanna um virkj- unarkosti, í kjölfar gildistöku nýrra raforkulaga sem heimila samkeppni í framleiðslu og sölu á raforku. Skammt frá í S-Þingeyjarsýslu keppa Landsvirkjun og Orkuveitan, ásamt fleiri aðilum, um virkjunarrétt við Hrafnabjörg í Skjálf- andafljóti og fleiri en eitt orkufyrirtæki hafa lýst áhuga á virkjun jökulsánna í Skagafirði. Landeigendur Reykjahlíðar, sem stofnuðu fyrir nokkrum árum eigið hagsmunafélag, hafa átt í deilum við Landsvirkjun vegna töku á jarðefni og vatni vegna Kröfluvirkjunar. Ný- lega féll dómur í Hæstarétti þar sem vísað var heim í hérað umfjöll- un um skaðabótakröfu landeigenda á hendur Landsvirkjun. Eru land- eigendur sömuleiðis ósáttir við um- sókn Landsvirkjunar um rann- sókna- og nýtingarleyfi á Gjá- stykkissvæðinu. Telja þeir umsókn- ina tefla áformum sínum og OR í tvísýnu. Sendu þeir iðnaðarráðu- neytinu bréf í síðustu viku þar sem því er mótmælt að umsókn Lands- virkjunar verði tekin til efnislegrar meðferðar. Jónas A. Aðalsteinsson, lögmaður landeigenda, segir að iðn- aðarráðherra hafi verið kynnt áform landeigenda fyrir tveimur ár- um. Erindi Landsvirkjunar nú hafi átt að kynna strax fyrir landeig- endum. Telja þeir að Landsvirkjun ætli að ná tökum á svæðinu áður en boðað frumvarp iðnaðarráðherra verður að lögum, þar sem tekið er meira tillit til eignarréttar landeig- enda. Landeigendur í Mývatnssveit og OR í deilum við Landsvirkjun um Gjástykki Keppa um virkjunarrétt  Landsvirkjun/6 Íþróttir í dagEkkert kabarettband JJ Burnel bassaleikari Stranglers tekinn tali Menning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.