Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hjörleifur Gunn-arsson fæddist á
Eyrarbakka 19. sept.
1921. Hann lést á St.
Jósefsspítala í Hafn-
arfirði 17. nóvember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Björg Björgólfsdótt-
ir, f. 12. maí 1899, d.
9. mars 1964, og
Gunnar Ingibergur
Hjörleifsson, f. 7.
ágúst 1892. Gunnar
var sjómaður og
fórst með togaranum
Sviða hinn 2. des.
1941. Systkini Hjörleifs eru Elín
Björg, f. 1. okt. 1920, d. 19. okt.
1941, Magnús, f. 16. ágúst 1923,
Björgólfur, f. 13. okt. 1924, Guð-
björg, f. 18. júní 1927, d. 13. júlí
2004, Þorbjörn, f. 6. des. 1928, d.
25. apríl 1936, Geir, f. 12. apríl
1930, og Hjörtur, f. 4. apríl 1932.
Hinn 30. janúar 1965 kvæntist
Hjörleifur Ingibjörgu Ástvalds-
dóttur, f. 5. maí 1927. Foreldrar
hennar voru hjónin Sigríður Benja-
mínsdóttir, f. 6. nóv. 1896, d. 25.
apríl 1986, og Ástvaldur Þorkels-
son, f. 11. febr. 1902, d. 20. apríl
1966. Börn Hjörleifs og Ingibjarg-
Guðjónsdóttir, f. 1. okt. 1967. Synir
þeirra hjóna eru Guðjón Ingi, f. 28.
febr. 1991, og Bjarki Rúnar, f. 2.
júlí 1997.
Árið 1927 fluttist Hjörleifur með
fjölskyldu sinni frá Eyrarbakka til
Hafnarfjarðar og þar átti hann
heima alla tíð síðan. Hjörleifur
varð gagnfræðingur frá Flensborg
árið 1938 og útskrifaðist frá Versl-
unarskóla Íslands árið 1941. Hann
var skrifstofumaður hjá Slipp-
félaginu í Reykjavík 1941–44 og
hjá Skömmtunarskrifstofu ríkisins
1946–50. Hann var skrifstofumað-
ur hjá Sjúkrasamlagi Hafnarfjarð-
ar 1950–54 og framkvæmdastjóri
þess 1954–78. Hann var í stjórn fé-
lagsins Berklavarnar í Hafnarfirði
frá stofnun þess 1953 og formaður
þess 1955–74. Einnig sat hann í að-
alstjórn SÍBS í 17 ár og var sæmd-
ur gullmerki fyrir störf sín í þágu
samtaka berklasjúklinga. Hjörleif-
ur sat í stjórn Stangveiðifélags
Hafnarfjarðar í 23 ár og var út-
nefndur heiðursfélagi þess. Hann
var formaður Rauða kross deildar
Hafnarfjarðar og fulltrúi deildar-
innar í stjórn Barnaheimilissjóðs
Hafnarfjarðar. Hann starfaði í um
40 ár fyrir Rauða krossinn. Hann
var í fyrstu stjórn Alþýðubanda-
lagsins í Hafnarfirði og var kosinn
fulltrúi þess í bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar 1966–70.
Útför Hjörleifs verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
ar eru: 1) Björg, f. 21.
des. 1964, eiginmaður
hennar er Sumarliði
Már Kjartansson, f. 13.
mars 1961. Börn
þeirra hjóna eru Ingi-
björg Rún, f. 13. maí
1991, og Hjörleifur, f.
1. apríl 1997. 2) Gunn-
ar, f. 4. júní 1966, d. 9.
júní 1966.
Frá fyrra hjóna-
bandi átti Ingibjörg
tvo syni og gekk Hjör-
leifur þeim í föður-
stað. Þeir eru 1) Guð-
mundur Rúnar Guð-
mundsson, f. 12. nóv. 1950,
eiginkona hans er Sigríður R. Sig-
urðardóttir, f. 19. mars 1951. Börn
þeirra hjóna eru: a) Ingibjörg, f. 18.
júlí 1973, unnusti hennar er Klaus
Nielsen. b) Sigurður Rúnar, f. 6.
mars 1983, unnusta hans er Eygló
Guðjónsdóttir. Áður átti Sigríður
soninn Valgarð Sæmundsson, f. 14.
jan. 1971, eiginkona hans er Eva
Ósk Guðmundsdóttir, f. 24. nóv.
1976. Dætur þeirra eru Margrét
Rebekka, f. 25. des. 1999, og Lilja
Rut, f. 10. febr. 2002. 2) Sigurður
Guðmundsson, f. 22. mars 1962,
eiginkona hans er Margrét Ósk
Hjörleifur föðurbróðir minn var
einn af hugljúfari mönnum sem ég hef
kynnst. Hann var hógvær og hæglát-
ur í allri umgengni við fólk, en fram-
takssamur og fylginn sér í öllum verk-
um.
Hann fæddist 1921 á Eyrarbakka,
elsta barn hjónanna Gunnars I. Hjör-
leifssonar og Bjargar Björgúlfsdótt-
ur. Fjölskyldan flutti síðar til Hafn-
arfjarðar og Hjörleifur lauk
gagnfræðanámi frá Flensborg og síð-
ar prófi frá Verslunarskólanum.
Æskustöðvarnar á Bakkanum voru
honum alltaf hugleiknar og þar átti
hann tíðum góðar stundir. En það var
heima í Hafnarfirði sem Hjörleifur
lagði fyrst og fremst hönd á plóginn í
félagsstarfi og þjónustu fyrir íbúana
og bæjarfélagið.
Félagslegar umbætur voru Hjör-
leifi hugleiknar bæði í leik og starfi.
Stýrði Sjúkrasamlagi Hafnarfjarðar
af röggsemi hátt á þriðja áratug og
var samhliða í forystu samtaka
berklasjúkra. Hafði kynnst þeim
þunga sjúkdómi í sinni fjölskyldu og
af eigin raun. Einnig virkur félagi og
formaður Rauða krossdeildar Hafn-
arfjarðar um árabil.
Var kjörinn í bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar fyrir Alþýðubandalagið 1966–
1970 og sat m.a. í hafnarstjórn og
bygginganefnd. Hjörleifur naut
virðingar í sínum störfum og kom
ýmsum mikilvægum málum til leiðar
án þess að hafa hátt um þá hluti.
Hann naut sín þó óvíða jafn vel og
við vatns- eða árbakkann. Sannur
náttúrumaður og kunni betur en
margir aðrir að lesa í landið. Hann var
einn af stofnendum Stangaveiðifélags
Hafnarfjarðar, lengi þar í forystu-
sveit og heiðursfélagi. Hann hafði sér-
staka ánægju af útivist og gönguferð-
um. Það var á slíkum gönguferðum
sem ég lærði að þekkja og kynnast
Hjörleifi frænda mínum best auk þess
að þiggja góð ráð og ábendingar. Þótt
mátturinn væri á stundum lítill þá
sótti hann bæði líkamlegan og and-
legan styrk í góða hreyfingu og sam-
veru með sínu nánasta frændfólki og
vinum.
Ingu, börnunum og fjölskyldum
þeirra færi ég samúðarkveðjur um
leið og þakkað er fyrir allar ánægju-
legar stundir með góðum og eftir-
minnilegum frænda.
Lúðvík Geirsson.
Þeir týna óðum tölunni sem tóku
þátt í stofnun og starfsemi Sambands
ísl. berklasjúklinga. Þeir sem stóðu að
stofnun sambandsins mynduðu mjög
sérstæða heild, dugnaðarfólk upp til
hópa, hlaðið sjálfsbjargarhvöt og
ávallt reiðubúið til starfa að framtíð-
arverkefnum sambandsins og málefn-
um þess. Málefnin voru breytileg í
takt við félagsmálaástandið meðal
landsmanna, efnahag þeirra og síðast
en ekki síst tiltæk ráð til að yfirvinna
berklaveikina í landinu. Þarna var um
að ræða samstæða hópa fólks víðs-
vegar um landið sem í voru fyrst og
fremst berklasjúklingarnir sjálfir og
aðstandendur þeirra. Sumir sjúkling-
anna lifðu ósköpin af, aðrir dóu. Eftir
því sem árin liðu náðu æ fleiri því
marki að einkennin hurfu og þar með
nýgengi berklaveikinnar.
Svo komu berklalyfin og oftar en
ekki drápu þau berklasýklana. Segja
má að þar með hafi björninn verið
unninn. Fleiri og fleiri sluppu „heilir á
húfi“ aðrir báru alla ævi sína um-
merki sjúkdómsins og lækningaað-
gerða. Ein var sú aðgerð sem oft
reyndist vel en það var brottnám svo
og svo margra rifja og var nefnd
manna á milli því óhuggulega nafni
„höggning“. Þeirri aðgerð fylgdu allt-
af kvillar vegna aflögunar brjóstkass-
ans með óhjákvæmilegri og varan-
legri skerðingu á starfsemi lungna.
Hjörleifur sem nú er kvaddur
veiktist ungur af berklum, var
„höggvinn“, yfirvann sýkingu og bráð
berklaveikieinkenni. Fór þá í nám í
Verslunarskólanum og síðan út á al-
mennan vinnumarkað. Fékkst við
ýmis skrifstofustörf til að byrja með
en var svo ráðinn starfsmaður
Sjúkrasamlagsins í heimabyggð,
Hafnarfirði, þar sem hann vann í tæp
30 ár, þar af framkvæmdastjóri 24 ár.
Samhliða vinnu tók Hjörleifur þátt í
félagsmálum. Í tvo áratugi var hann
einn af forsvarsmönnum Stangaveiði-
félags Hafnarfjarðar. Hann var árum
saman formaður SÍBS deildarinnar í
Hafnarfirði (Berklavörn). Þá átti
hann sæti í aðalstjórn SÍBS í 16 ár á
árunum 1958–1974. Var hann m.a.
lengi gjaldkeri sambandsins. Það er
því ljóst að þegar Hjörleifur „slapp“
út af berklahæli hellti hann sér af full-
um krafti út í mannlífið, nám, vinnu
og félagsmál, og dró hvergi af sér.
Í sögu SÍBS vekur það verðskuld-
aða athygli hve almenningur var
reiðubúinn til að styrkja sambandið
með framlögum eða á annan hátt. Á
þetta ekki hvað síst við um Reykja-
lund sem hóf starfsemi sína l. febr.
l945 en þá voru um fimm ár frá því að
landsþing SÍBS „ákvað að koma upp
vinnuheimili“. Dæmi þar um verður
tilfært hér að neðan enda er það mjög
nátengt Hjörleifi og fjölskyldu hans í
föðurhúsum:
Faðir Hjörleifs var Gunnar Hjör-
leifsson, sjómaður skráður á togarann
Sviða haustið 1941. Sama haust fóru
fram „samskot skipshafnarinnar til
Vinnuhælis berklasjúklinga“. Til er
listi yfir þátttakendur samskotanna
HJÖRLEIFUR
GUNNARSSON
✝ Vigdís SigurlaugBaldvinsdóttir
fæddist í Ólafsfirði
26. júní 1938. Hún
lést á Borgarspítal-
anum í Reykjavík
fimmtudaginn 18.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Baldvin
Guðni Jóhannesson,
f. 29.10. 1895, d.
10.12. 1971, og Sig-
fríður Björnsdóttir, f.
18.2. 1897, d. 3.10.
1978. Systkini Vig-
dísar eru: Fjóla, f.
2.6. 1927, Héðinn Ósmann, f. 22.7.
1928, Margrét Pollý, f. 6.9. 1931,
Rannveig Júlíana, f. 22.8. 1933,
Ingvi Kristinn, f. 7.10. 1934 og
Svandís, f. 28.3. 1937, d. 1.7. 1937.
Auk framangreindra systkina átti
Vigdís þrjá hálfbræður, syni Sig-
fríðar af fyrra hjónabandi, en
fyrri maður hennar var Björn
Friðbjörnsson, f. 21.2. 1896, d.
22.10. 1924. Bræðurnir voru
Gunnar, Baldvin og Björn og eru
allir látnir.
Hinn 12. janúar 1958 giftist Vig-
dís Skildi Guðmundssyni, f. 18.3.
1936, d. 29.5. 1981. Börn Vigdísar
og Skjaldar eru: Þórunn Jóna, f.
19.9. 1958, gift Kjartani Kjartans-
syni, þau eiga eina dóttur, Héðinn
Ósmann, f. 20.10. 1963, maki Hjör-
dís Kristjánsdóttir,
Skjöldur Már, f. 26.2.
1965, kvæntur Ásu
Dóru Halldórsdótt-
ur, þau eiga þrjá
syni, Ingvi Kristinn,
f. 24.4. 1971, kvænt-
ur Hjördísi Kristins-
dóttur, þau eiga þrjú
börn, og Sædís
Harpa, f. 11.4. 1972,
hún á einn son.
Vigdís og Skjöldur
bjuggu allan sinn bú-
skap á Akureyri, en
sama árið og hann
dó, 1981, flutti hún
með börnum sínum til Njarðvíkur
og bjó þar til ársins 1990, en það
ár hóf hún sambúð með Andra S.
Jónssyni, f. 4.10. 1934, d. 14.4.
1997, og fluttist með honum til
Suðureyrar, þar sem þau stund-
uðu sjómennsku og smábátaút-
gerð til ársins 1996, en þá fluttu
þau með útgerðina til Keflavíkur.
Þar entist Andra ekki aldur nema
í tæpt ár, en hann andaðist sextíu
og þriggja ára að aldri á Landspít-
alanum í Reykjavík.
Vigdís bjó með Sædísi Hörpu og
ungum syni hennar í Reykjavík
síðustu árin.
Útför Vigdísar fer fram frá
Laugarneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15. Jarðsett verð-
ur á Akureyri.
Í dag er kvödd hinstu kveðju
mágkona mín Vigdís Sigurlaug
Baldvinsdóttir og langar mig að
minnast hennar með nokkrum orð-
um. Hún ólst upp hjá foreldrum sín-
um í Ólafsfirði og átti heimili hjá
þeim til tvítugsaldurs. Hún stundaði
almenna vinnu eftir því sem tæki-
færi gáfust í Ólafsfirði á uppvaxt-
arárunum, en var einn vetur við
nám í Kvennaskólanum á Lauga-
landi í Eyjafirði.
Árið 1958 fluttist hún til Akureyr-
ar þegar hún giftist eiginmanni sín-
um, Skildi Guðmundssyni. Þau
stofnuðu þar sitt heimili, eignuðust
fimm mannvænleg börn og bjuggu
þar í 23 ár, en þá féll hann skyndi-
lega frá, og nokkru síðar flutti Vig-
dís með börnin til Njarðvíkur, þar
sem hún vann fyrir fjölskyldunni,
m.a. á Keflavíkurflugvelli, Vífils-
stöðum og víðar.
Árið 1990 hóf Vigdís sambúð með
Andra S. Jónssyni og fluttist með
honum til Suðureyrar þar sem þau
stunduðu sjómennsku og smábáta-
útgerð. Vigdís vann með Andra við
beitningu í landi og fór með honum
á sjóinn og vann störfin með honum
þar að hætti sjómanna.
Árið 1996 fluttu þau Vigdís og
Andri til Keflavíkur og héldu út-
gerðinni áfram þar, en það entist
ekki lengi, því Andri féll frá tæpu
ári síðar. Vigdís rak útgerðina um
nokkurt skeið eftir fráfall Andra en
seldi svo bátinn og flutti til Hafn-
arfjarðar og fór að vinna hjá sæl-
gætisgerðinni Mónu þar sem hún
vann til dauðadags.
Hún keypti íbúð í Reykjavík með
dóttur sinni, Sædísi Hörpu, og
bjuggu þær þar saman síðustu árin
sem Vigdís lifði.
Þegar litið er yfir æviferil Vigdís-
ar er ljóst að líf hennar var ekki allt
dans á rósum, en þó átti hún sína
góðu daga og þótt margt á móti
blési var Dísa ætíð hress og kvart-
aði aldrei. Hún var mjög vel skapi
farin og geislaði frá sér gleði og ör-
yggi, bæði á vinnustað og í fjöl-
skyldulífi. Hún hafði ákveðnar skoð-
anir á samfélaginu og var ekki
feimin við að segja þær, sérstaklega
þegar henni þótti hallað á þá sem
minna máttu sín og áttu við erf-
iðleika að stríða, þá var hún ekki
myrk í máli.
Kæra mágkona, við hjónin þökk-
um þér samfylgdina og margar
mjög ánægjulegar samverustundir
fyrr og síðar. Það kom okkur á
óvart að þú færir svona fljótt og því
er söknuður okkar meiri. Við vott-
um börnum þínum, barnabörnum
og öðrum ástvinum okkar dýpstu
samúð og biðjum góðan Guð að
blessa þig og varðveita í þínu fram-
haldslífi.
Ólafur Ólafsson.
Hér er líf og glaðir dagar.
Hér er aldrei sólarlag.
Elsku Dísa frænka.
Það er komið að leiðarlokum og
eftir stöndum við, sem elskuðum
þig, með sorg í hjarta. Sorg. vegna
þess að fallin er frá kær frænka og
góður vinur.
Minningar mínar tengdar þér,
eru margar og góðar. Líf þitt var
ekki áfallalaust og það var á slíku
tímabili, sem við tengdumst órjúf-
andi vinaböndum. Það er frábært að
hafa átt þig að sem frænku og vin.
Ómetanlegt, því þú varst börnunum
mínum svo góð. Í dag er mér of-
arlega í huga, hve gaman var að fá
þig í heimsókn til Sønderborgar,
hve gott það var að hitta þig, þegar
ég var síðast á Íslandi.
Allar góðu minningarnar sem þú
gafst okkur með nærveru þinni og
væntumþykju, hafa aukið verðmæti
sitt við fráfall þitt. Takk fyrir þann
fjársjóð. Minningarbrot renna mér
ljóslifandi fyrir sjónum. Ég get ekki
varist því að brosa, þegar mér verð-
ur hugsað til þess, þegar þú og
mamma komuð til okkar í fyrra-
haust. Þið voruð nú góðar með ykk-
ur systurnar. Búnar að fá nákvæm-
ar leiðbeiningar hvernig fara ætti,
frá utanlands- í innanlandsflugið á
Kastrup. Enda var það ekki vanda-
málið. Nei, það var bara alveg rosa-
lega erfitt að keyra töskukerruna,
þangað til þú fattaðir að kerru-
skömmin var í bremsu! Það var ekki
fyndið fyrr en þið voruð lentar í
Sønderborg. Hugsaðu þér, þá var
mamma fyrir löngu búin að missa
allar áttir og trúði þér ekki, þegar
þú sagðir að nú væri flugvélin að
lenda á Als. Nei, hún hélt nú ekki!
En þú varst góð með þig og sagðir
henni, að þú héldir nú það, þú værir
svo „kennt“ á Als. Þar greipstu til
„sunnudaga dönskunnar“ þinnar,
sem var einstakt mál, sem enginn
nema þú og Sonja frænka skilduð.
Elsku Dísa, strengurinn sem þú
gafst okkur Billa og vitnað er í hér
að ofan, mun áfram eiga sitt pláss á
heimili okkar og undirstrika, að þú
hefur með væntumþykju þinni, gef-
ið okkur góðar minningar sem
munu fylgja okkur um ókomna tíð.
Góður guð styrki börnin þín og
barnabörn í þeirra sorg.
Takk fyrir samveruna kæra
frænka.
Þín
Guðrún Svandís.
Föstudagurinn 19. nóvember var
okkur starfsmönnum Mónu minn-
isstæður. Vetur konungur minnti á
sig með slíkri frosthörku að sjald-
gæft er. Þegar við mættum í vinn-
una fengum við svo fréttir sem beit
á okkur meira en nokkurt kulda-
kast. Dísa var dáin.
Okkur langar að minnast Dísu í
fáeinum orðum og þakka henni liðn-
ar stundir.
Dísa, Vigdís Sigurlaug Baldvins-
dóttir eins og hún hét fullu nafni,
var að mörgu leyti litríkur karakter.
Þeir sem kynntust Dísu fengu það
jafnan fljótlega á tilfinninguna að
þar fór manneskja sem hafði marga
fjöruna sopið. Sögur af sjómennsku
ásamt öðru sem á daga hennar hafði
drifið gaf glögga mynd af þeirri
konu sem hún var. Hún naut þeirra
gæða sem hún átti, börnin og
barnabörnin voru henni mikil gleði
og sagði hún okkur jafnan frá þeim
uppljómuð. Börnin eignaðist hún
með eiginmanni sínum Skildi Guð-
mundssyni sem lést 1981. Dísa bjó
seinna með Andra S. Jónssyni sem
lést 1996.
Dísa tók sínar ákvarðanir útfrá
sínum skoðunum og kom til dyr-
anna einsog hún var klædd. Það er
heiðarleiki! Hún var þó oftast glöð
og það var stutt í húmorinn.
Okkur er minnisstæð seinasta
árshátíð á Hótel Örk. Þar var hún í
sínu fínasta formi, uppáklædd með
hatt og net fyrir andliti. Þetta
fannst henni gaman og allir muna
eftir henni þetta kvöld.
Hún starfaði hjá Mónu í 5 ár með
miklum sóma. Á seinasta ári lenti
hún í bílslysi á leið til vinnu, en hún
mætti samt. Þetta lýsir henni á
dæmigerðan hátt. Það var í raun
aðdáunarvert hvað hún var dugmik-
il á sínu síðasta starfsári. Eitt af
verkefnum Dísu seinustu mánuðina
var undirbúningur fyrir að verða
löglegt gamalmenni. Hún sótti nám-
skeið hjá sínu verkalýðsfélagi til að
búa sig undir að láta af stöfum
vegna aldurs. Því miður kom aldrei
að því að svo yrði. Við biðjum Guð
að vera með Dísu sem á svo sann-
arlega skilið að fá sína löglegu hvíld.
Minning hennar lifir með okkur.
Börnum og barnabörnum ásamt
öðrum aðstandendum vottum við
okkar dýpstu samúð. Megi guð vera
með ykkur.
Starfsfólk Mónu.
VIGDÍS SIGURLAUG
BALDVINSDÓTTIR