Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VALGERÐUR Sverrisdóttir iðn-
aðarráðherra átti í gærmorgun
fund með starfsfólki Kísiliðjunnar
ásamt Sveini Þorgrímssyni, skrif-
stofustjóra í iðnaðarráðuneytinu.
Hún flutti ítarlegt yfirlit um
hvernig mál verksmiðjunnar hafa
þróast og hvernig leit að fjár-
festum fyrir kísilduftverksmiðju
hefur gengið, en eins og fram kom
í Morgunblaðinu í gær eru litlar
líkur taldar á að fjármögnun tak-
ist.
Valgerður sagðist ekki vilja
gefa upp alla von. Á meðan óvissa
væri um aðkomu kjölfestufjárfesta
væri framtíð kísilduftverksmiðj-
unnar hins vegar í mikilli hættu.
Fram hjá því væri ekki litið að eig-
endur undirbúningsfélagsins, Al-
lied EFA, væru búnir að fjárfesta
fyrir hundruð milljóna króna í
verkefninu og útreikningar
Landsbankans sýndu 25–28% arð-
semi eiginfjár verksmiðjunnar. „Í
ljósi þessa, og án frekari skýringa,
verður að telja ólíklegt að Allied
EFA hætti við fjárfestingu í verk-
efninu á síðustu stundu og geri
verðmæti þau sem þar felast, þar
með talið í einkaleyfi og fleiru, að
engu,“ sagði
Valgerður við
starfsmenn Kís-
iliðjunnar.
Iðnaðar-
ráðherra sagði
við Morgun-
blaðið að það
hefði verið mik-
ilvægt að koma
skilaboðum á
framfæri til
starfsmanna, þannig að þeir átt-
uðu sig á bakgrunni málsins. Upp-
lýsti hún að um tíma hefði útlitið
verið bjart, nýir aðilar hefðu verið
tilbúnir með hlutafé, m.a. Skútu-
staðahreppur og innlendir fjár-
festar.
Valgerður sagði að það hlytu
aðrar ástæður að liggja að baki því
að fjármagn fengist ekki, aðrar en
þær að 5 milljónir evra, um 400
milljónir króna, hefði vantað upp á
til að verkefnið gengi upp. Minnti
Valgerður á að ekki væri búið að
taka endanlega ákvörðun um kís-
ilduftverksmiðjuna. Enn hlyti að
vera smá von en það væri ekki
hennar hlutverk að afskrifa
dæmið.
Iðnaðarráðherra fundaði með
starfsfólki Kísiliðjunnar
Vill ekki gefa upp alla
von um verksmiðju
Mývatnssveit. Morgunblaðið.
Valgerður
Sverrisdóttir
SIGBJÖRN Gunnarsson, s
stjóri í Skútustaðahreppi,
ómögulegt að gera sér gre
því á þessu stigi hversu mi
tekjutap sveitarfélagsins v
kjölfar þess að starfsemi K
unnar verður hætt. „Ég he
að reyna að meta þetta og
ekki ólíklegt að sveitarféla
verði af 25–30% tekna sinn
sagði Sigbjörn.
Íbúar í Skútustaðahrepp
um 440 talsins, þannig að e
hverjum tíu missir nú atvin
„Það er auðvitað gríðarleg
hlutfall,“ sagði hann. Hann
sveitarfélagið stöndugt, þa
skuldlítið og hefði ávallt g
boðið íbúum sínum góða þj
meiri og betri en sveitarfé
sambærilegri stærð. Nefnd
leikskóla, grunnskóla, tónl
skóla, skíðasvæði, golfvöll
laug og ýmislegt fleira sem
væri. „Ástæðan er einföld,
hann. „Hér hefur verið got
vinnuástand, fólk hefur ve
góðar tekjur og því stendu
arfélagið vel miðað við það
gerist og gengur hjá samb
legum sveitarfélögum.“
Sigbjörn sagði að vissule
hefði legið alllengi fyrir að
iliðjunni yrði lokað um þes
aðamót, það átti ekki að ko
óvart, en nú væri stundin k
„Þó að menn hafi vitað að
Sveitarfé
tapað 25–
Síðasti vinnudagur flestrastarfsmanna Kísiliðjunn-ar í Mývatnssveit er í dag,en rekstri hennar verður
hætt nú um mánaðamót eftir tæp-
lega 40 ára starfsemi, en félagið
var stofnað 13. ágúst 1966. Slökkt
var á ofni verksmiðjunnar í gær-
morgun, bílar renndu í hlað, sóttu
síðustu brettin af kísilgúr og
brenndu í burt. „Þetta var nú hálf-
einkennilegt, skrýtið að fylgjast
með þessu eftir öll þessi ár,“ sagði
Þorbergur Ásvaldsson sem hóf
störf við verksmiðjuna árið 1970.
„Ég held að fólk hafi ekki gert sér
grein fyrir hvað þetta er í raun
mikið áfall, núna þegar að þessu
kemur. Það hefur auðvitað legið
fyrir að verksmiðjunni yrði lokað
núna 1. desember og allir búnir að
fá uppsagnarbréfið, en nú er þetta
búið,“ sagði Agnes Einarsdóttir,
aðaltrúnaðarmaður í Kísiliðjunni.
30 manns standa
uppi atvinnulausir
Starfsmenn Kísiliðjunnar eru 46
talsins. „Ég veit að 16 eru búnir að
fá aðra vinnu, þar af 3 hér í Mý-
vatnssveit en aðrir annars staðar
og 30 standa uppi atvinnulausir,“
sagði Agnes. Hún býr í Baldurs-
heimi, flutti í sveitina árið 1977 og
hefur starfað hjá verksmiðjunni í
16 ár við pökkun. Hún er ein þeirra
sem fengið hafa aðra atvinnu, við
ferðaþjónustu hjá Sel hótel Mý-
vatni.
„Það var ótrúlegt að mæta í
vinnuna og fylgjast með því þegar
slökkt var á ofninum. Ætli menn
fari svo ekki bara heim og haldi að
þeir séu í fríi, en vakni svo upp við
að svo er ekki,“ sagði Agnes. Hún
sagði þetta erfitt fyrir marga,
starfsaldur flestra væri langur,
margir hefðu starfað hjá verk-
smiðjunni í þrjá áratugi eða lengur.
„Þetta er góður vinnustaður fyrir
þá sem geta unnið vaktavinnu,“
sagði hún. Hún sagði að nokkrir
hefðu flutt í burt, ýmist til Akur-
eyrar eða suður á bóginn og þá
væru dæmi um menn sem sæktu
vinnu til Húsavíkur. „Það er ekki
ólíklegt að fleiri muni fara, það
virðist allt vera í óvissu með kísil-
duftverksmiðjuna sem átti að
koma hér í stað Kísiliðjunnar,“
sagði Agnes. „Ég get ekki séð að
fólk verði hér lengi á atvinnuleys-
isbótum, það hlýtur að leita sér að
annarri vinnu, þannig að þá fækkar
fólki í sveitarfélaginu og það hefur
alltaf sín áhrif,“
Hún sagði erfitt að setja sig í
spor þess fólks sem nú kveður
vinnustað sinn, flest eftir áratuga
störf. „Ég veit ekki hvernig fólki
líður, en veit að þetta er erfitt.“
Sótt um hér og þar
en engin svör fengið enn
Þorbergur Ásvaldsson flutti í
Mývatnssveit úr Reykjadal til að
vinna í Kísiliðjunni, kom 1. maí
1970. „É
nú verið í
hér, nú
við að
verksmið
verið
stjóri,“
hann.
sagðist
eiga eig
staðnum,
leigt hú
af Kísiliðjunni, en hún á á
tug húseigna í Reykjahlíð. „O
er sagt að við megum vera
félagið þarf að nota húsin,
hafa ekki verið boðin þau til k
ég held að sé einhver óvissa
andi það hvað verður um
Hvað við tæki nú þegar verk
unni verður lokað, sagði Þorb
að hann myndi taka það
fram yfir jól. „Ég er ekki bú
fá vinnu, hef sótt um hér og þ
ekki fengið nein svör,“ sagð
bergur, en hann hefur einkum
um störf utan sveitar, „maður
ir austur á land, þar er líf e
um húsnæði,“ sagði hann og
ráð fyrir að reyna að fá vinn
byggðist á einhverju úthaldi,
ig að hann gæti enn haldið he
Mývatnssveit. „Ég vil eiga
hér.“ Hann sagði tímann í K
Starfsemi Kísiliðjunnar í Mývatnssveit verður hætt
Fólk gerir sér fy
grein fyrir áfa
Morgunblaðið/
Iðnaðarráðherra fundar með starfsfólki Kísiliðjunnar í gær.
Agnes
Einarsdóttir
Sigfríður
Steingrímsdóttir
Þorbergur
Ásvaldsson
MISMUNUN EFTIR SJÚKDÓMI?
Samtök áhugafólks um áfengis- ogvímuefnavandann, SÁÁ, munudraga úr þjónustu á sjúkrahúsinu
Vogi eftir áramót nema til komi aukin
fjárframlög. Áfram verður staðið við
þann þjónustusamning, sem er í gildi
milli heilbrigðisráðuneytisins og SÁÁ,
en dregið verður úr ýmissi þjónustu,
sem stendur utan þess samnings. Þar á
meðal er ráðgjafavakt, bráðaþjónusta
sem veitt hefur verið við göngudeild og
innlögnum verður fækkað. Dregið verð-
ur úr viðhaldsmeðferð fyrir ópíumfíkla
og nýir sjúklingar munu ekki fá þá
meðferð.
Í samtali við Morgunblaðið í síðustu
viku sagði Þórarinn Tyrfingsson, yfir-
læknir á Vogi, að þessi viðbótarþjón-
usta hefði komið til m.a. vegna þess að
Landspítalinn hefði dregið úr sinni
bráðaþjónustu. Jafnframt hefðu komið
fram ný vandamál, þ.e. morfínfíknin, og
ný lyf við henni, sem væru dýr. Í máli
Þórarins kom fram að margoft hefði
verið farið fram á breytingar á þjón-
ustusamningnum til samræmis við
þessa breyttu þjónustu, en það hefði
ekki skilað árangri.
Það virðist hæpinn sparnaður að
skera niður t.d. bráðaþjónustu á Land-
spítala ef það leiðir bara til þess að
vandamálin færast yfir á Vog, sem er
einkarekin stofnun. Með sama hætti er
ljóst að ef ekki fást fjármunir til að
standa undir nauðsynlegri þjónustu á
Vogi, munu mikið veikir vímuefnaneyt-
endur í vaxandi mæli leita til Landspít-
alans og annarra sjúkrastofnana, sem
ríkið rekur, með tilheyrandi kostnaði.
Hér virðast menn því aðeins ýta kostn-
aðinum til og frá í heilbrigðiskerfinu.
Ástæða er til að beina sjónum að við-
haldsmeðferðinni fyrir ópíumfíkla, sem
starfrækt hefur verið á Vogi – utan
þjónustusamnings. Eins og Þórarinn
Tyrfingsson bendir á, hafa komið ný lyf
sem geta haldið fíkninni í skefjum. Í
Morgunblaðinu í gær birtist viðtal við
fíkil, sem notið hefur þessarar með-
ferðar, og fyrir vikið náð sér upp úr
gegndarlausri fíkniefnaneyzlu og orðið
á ný nýtur þjóðfélagsþegn, sem stundar
vinnu og greiðir sína skatta.
Engu að síður leggur ríkisvaldið ekk-
ert til lyfjameðferðarinnar, sem hann
þarf á að halda til að lifa eðlilegu lífi.
Talsmenn SÁÁ hafa bent á að þetta
þýði að fólki sé mismunað eftir sjúk-
dómum. „Það sem við erum að gera með
viðhaldsmeðferð er að halda sjúkdómn-
um í skefjum með lyfjum, nákvæmlega
eins og gert er fyrir fólk með sykursýki
eða háan blóðþrýsting og aðra sjúk-
dóma. Samt vill Tryggingastofnun ekki
niðurgreiða þessi lyf af því að stofnunin
ber ekki sömu virðingu fyrir þessum
sjúkdómum og öðrum,“ segir Sverrir
Jónsson, læknir á Vogi, í blaðinu í gær.
Hvaða rök eru fyrir því að taka ekki
þátt í kostnaði við lyfjameðferð langt
leiddra ópíumfíkla? Það má færa rök
fyrir því að einhvers staðar verði að
láta staðar numið og hætta að láta ríkið
borga fyrir allar nýjungar í læknavís-
indum; að það verði að velja og hafna.
En það gengur ekki að mismuna fólki
eftir því hvaða sjúkdóm það á við að
stríða. Það er ekki hægt að nota þau
rök að fíkniefnaneytendur hafi kallað
veikindi sín yfir sig með neyzlunni. Svo
mörg önnur veikindi eru afleiðing
gjörða okkar; hraðaksturs, reykinga,
rangs mataræðis – en samt tekur sam-
félagið þátt í kostnaðinum við meðferð
og lækningu.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra
hefur nú lýst því yfir að ríkið muni
tímabundið leggja fé til þessarar með-
ferðar; um sjö milljónir á þessu ári, sem
er um þriðjungur af því sem meðferðin
á Vogi kostar nú, og svipaða upphæð á
næsta ári. Málefni SÁÁ eru til skoðunar
í heilbrigðisráðuneytinu, að sögn ráð-
herra. Óskandi er að viðunandi lausn
finnist á fjármögnun þeirrar heilbrigð-
isþjónustu, sem samtökin reka. Þau
hafa bjargað ótal mannslífum og vinna
gífurlega mikilvægt starf, sem á skilið
allan þann stuðning, sem það getur
fengið.
SAMVINNA Í GEÐHEILBRIGÐISMÁLUM
Því hefur verið spáð að árið 2020 verðiþunglyndi næstalgengasti og næst-
dýrasti sjúkdómur í heimi á eftir hjarta-
sjúkdómum. Héðinn Unnsteinsson, ráð-
gjafi hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni
(WHO), hefur unnið að því að efla sam-
starf milli ríkis og borgaralegra samtaka
geðsjúkra og segir að það geti skipt
sköpum fyrir þróunina í geðheilbrigðis-
málum.
Héðinn var hvatamaður að verkefninu
Geðrækt, sem hafist var handa við árið
2000 og hlaut fyrr á þessu ári viðurkenn-
ingu frá WHO og Alþjóðageðheilbrigðis-
samtökunum. Fyrir um ári var hann ráð-
inn ráðgjafi á geðheilbrigðissviði
Evrópuskrifstofu WHO og hefur meðal
annars unnið að því að skipuleggja heil-
brigðisráðherraráðstefnu 52 landa í
Evrópu og Mið-Asíu um geðheilbrigðis-
mál, sem haldin verður í Helsinki í jan-
úar, og tekið þátt í að skrifa yfirlýsingu,
sem gert er ráð fyrir að ráðherrarnir
sendi frá sér.
Héðinn lýsir því í viðtali við Morgun-
blaðið í gær að hann hafi aðra nálgun en
aðrir, sem vinni með sér hjá WHO, enda
sé hann fyrrverandi sjúklingur, en
starfsfélagarnir flestir geðlæknar. Með-
al annars hafi hann komið því til leiðar
að borgaraleg samtök hafi haft meiri að-
gang að stefnumótun stofnunarinnar en
ella hefði orðið.
Ástandið í geðheilbrigðismálum er
misslæmt í þeim löndum, sem taka þátt í
ráðstefnunni, og verður sjónum einkum
beint að 25 ríkjum Austur-Evrópu og
Mið-Asíu þar sem ástandið er verst.
Það verður æ algengara að samtök
sjúklinga og aðstandenda þeirra láti að
sér kveða og hafi áhrif á meðferð sjúk-
dóma af ýmsum toga í heilbrigðiskerf-
inu. Skýtur því skökku við að ekki skuli
meira gert af því í geðheilbrigðiskerfinu.
Héðinn segir að það sé grundvallaratriði
að fólkið sjálft móti stefnuna eigi hún að
virka: „Málefnið er eitt, bætt heilbrigði
og bætt þjónusta við geðsjúka, en oft
skemmum við fyrir okkur með því að
deila um hvernig á að fara að þessu,“
segir Héðinn og bætir við: „Oft finnst
grasrótarsamtökunum að heilbrigðis-
ráðuneytin séu nánast einráð um hvert
eigi að stefna í geðheilbrigðismálum,
þau vilja meiri áhrif, fá að vera meira
með. Það gengur ekki að allt sé ákveðið
og skipulagt í ráðuneytunum og svo
komi skipanirnar bara að ofan. Að mínu
mati er lykilatriðið samvinna á jafnaðar-
grundvelli milli þessara tveggja aðila og
mitt hlutverk núna hjá WHO er einmitt
að efla hana.“
Héðinn hefur unnið mikið starf með
Geðræktarverkefninu og það er ánægju-
legt að sjá hann vinna hugmyndum sín-
um um samskipti stofnana og samtaka
notenda þeirra og aðstandenda brautar-
gengi á vettvangi WHO og áherslu á geð-
heilsu, en ekki geðsjúkdóma. Ekki er
hægt að leggja of mikla áherslu á mikil-
vægi þess að uppræta fordóma gegn
geðröskunum og geðsjúkum og ber að
ýta undir alla viðleitni til að lækna slíka
sjúkdóma og draga úr tíðni þeirra.