Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÓTRÚLEGA ER HEITT HÉRNA ÞAÐ ER EKKI HITINN SEM ER SVONA SLÆMUR HELDUR RAKINN HANN ÁTTI ÞETTA SKILIÐ SKÓLINN FER AÐ BYRJA HVAR Á ÉG AÐ FÁ 300 KALL TIL ÞESS AÐ KAUPA BORÐ ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ KAUPA ÞÉR BORÐ. HVAR FÉKKSTU ÞÁ HUGMYND? Í ALVÖRU? BÍDDU BARA ÞANGAÐ TIL ÉG FINN ÞANN SEM SELDI MÉR BORÐIÐ MITT Í FYRRA HÆ MUMMI! ÉG VAR AÐ VELTA SVOLITLU FYRIR MÉR ER ÞESSI OBELDISHNEIGÐA OG ANDFÉLAGSLEGA HEGÐUN ÞÍN ORSÖKUÐ AF OFVIRKUM HORMÓNAKIRTLUM? HA? ER HANN EKKI MAGNAÐUR? GEFIÐ HONUM GOTT KLAPP ÖLLSÖMUL! © DARGAUD Bubbi og Billi ÞAÐ VAR FALLEGT AF ÞÉR AÐ SÝNA OKKUR HERSKIPIÐ ÞITT GUNNAR ÞESSI ÞARNA SÉR UM AÐ STÝRA FLUGVÉLUNUM Á DEKKINU. FLUGMAÐURINN FER EFTIR ÞEIM SKIPUNUM SEM HANN GEFUR MEÐ FÁNUNUM EIGUM VIÐ EKKI AÐ SKOÐA INNRI BYGGINGUNA NÚNA? HVAÐ ERT ÞÚ AÐ GERA HÉR?! KOMDU ÞÉR BURT! BURT SEGI ÉG! ÉG FER ÞÁ BARA ÉG SEGI ÞAÐ SATT HERFORINGI. ÞAÐ VAR HUNDUR SEM... HUNDUR? HVAÐ? Í SKIPAFANGELSIÐ? EINMITT FRÚ. OG HUNDURINN LÍKA Dagbók Í dag er þriðjudagur 30. nóvember, 335. dagur ársins 2004 Víkverji fór ekki var-hluta af flensunni sem hefur gengið und- anfarnar vikur og lagðist í bælið lungann úr síð- ustu viku með háan hita. Lá hann í móki í tvo daga og upplifði einhver öm- urlegustu veikindi allra tíma, ekki aðeins vegna höfuð- og beinverkja, hálsbólgu og allsherjar eymsla og vanlíðunar, heldur einnig vegna stór- kostlegrar fram- kvæmdagleði nýrra ná- granna, sem undanfarna þrjá mánuði hafa verið að „endur- innrétta“ íbúðina. Vinnufíkillinn Vík- verji, sem lukkulega hefur unnið fram yfir sex hvern einasta dag síð- ustu þrjá mánuði, hefur bless- unarlega sloppið við að þola hams- lausa framtakssemi nágrannans nema um helgar þegar hann vildi sofa út. En nú fékk Víkverji að upplifa dá- semdir hinna ýmsu þungavinnutækja og steypubrotsvéla í návígi. Loft- borssinfónía hreiðurgerðarhins káta nágranna dundu alla morgna flens- unnar og allt fram til sjö eða átta á kvöldin. Í stað þess að hvílast og móka eðlilega í veikindunum trufl- aðist veikindafrí Víkverja þannig af endalausu og taktstríðu brambolti steinbrotsvélanna. Auðvitað endaði málið á því að Víkverji flúði með veikindi sín í vinn- una og mætti degi of snemma á vinnustaðinn, ennþá hálfveikur og hóstandi upp úr sér lungunum í eftirköstum flensunnar. Víkverji getur vart lýst þeim blómstrandi kærleik sem býr í brjósti hans gagnvart nýja ná- grannanum fyrir að auðga flensureynsluna og eyða þeim litla heim- ilisfriði sem gefst milli hringinga bóka- og lífeyrissparnaðarsölufólks. Víkverji spyr sig: Er þetta mönnum bjóðandi mánuðum saman? Til hvers var maðurinn að kaupa þessa íbúð ef hann var svona óánægður með hana? Er fólki stætt á að eyðileggja svona heimilisfriðinn fyrir öðrum, svo mán- uðum skipti? Víkverji er þó ekki fullkomlega ósáttur við lífið. Á laugardag naut hann gestrisni Systrakaffis á Kirkju- bæjarklaustri og gisti svo í alveg hreint prýðilegu gistiheimili, Geir- landi þar í grennd. Heimafólk var hið alúðlegasta og þjónustan til fyrir- myndar og kann Víkverji því góðar þakkir. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       Íslenska óperan | „Aldan stigin – ljóð úr heimi ræðara, far – og fiskimanna,“ er yfirskrift annarra hádegistónleika Íslensku óperunnar á þessu starfsári, en þeir hefjast kl.12.15 í dag. Þar mun Ágúst Ólafsson baritón flytja ljóð við lög eftir Schubert sem öll tengjast hafinu og þeim sem það sækja með ein- hverjum hætti, en um undirleik á píanó sér Izumi Kawakatsu. Það lá við að hafgolan streymdi frá sviðinu þegar ljósmyndari Morgun- blaðsins leit inn á æfingu hjá þeim Ágústi og Izumi í gærkvöldi. Morgunblaðið/Kristinn Söngvar sjávarins MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Einn gerir mun á dögum, en annar metur alla daga jafna. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum. (Róm. 14, 5.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.