Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Refum hefur fjölgaðmikið hér á landi áundanförnum ald- arfjórðungi. Ársveiðin hef- ur aukist með stækkun stofnsins og komst upp í um 5 þúsund dýr 2003. Refir voru alfriðaðir á Hornströndum og öðrum friðlýstum svæðum frá 1. júlí 1994. Þeim hefur fjölg- að talsvert á Hornströnd- um og er töluvert streymi refa út úr friðlandinu. Frjósemi dýranna hefur ekki minnkað þrátt fyrir mikla fjölgun í stofninum og þykir það benda til þess að enn sé svigrúm til auk- innar fjölgunar. Í refanefndinni sátu Sigríður Auður Arnardóttir frá umhverfis- ráðuneyti, Áki Ármann Jónsson frá Umhverfisstofnun, Hrafnkell Karlsson frá Bændasamtökunum, Ívar Erlendsson frá Skotveiði- félagi Íslands, Jónas Helgason frá Æðarræktarfélagi Íslands, Krist- inn Haukur Skarphéðinsson frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Snorri H. Jóhannesson frá Félagi atvinnuveiðimanna í ref og mink og Soffía Lárusdóttir frá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga. Ríki og sveitarfélög borga Hið opinbera hefur stutt við refaveiðar, líkt og minkaveiðar, í því markmiði að koma í veg fyrir tjón af þeirra völdum. Samhliða fjölgun refa hefur kostnaður við refaveiðar aukist. Heildarkostnað- ur ríkis og sveitarfélaga vegna refaveiða 1989 var rúmlega 42 milljónir á núgildandi verðlagi. Ríkissjóður greiddi um 20 milljón- ir af því. Endurgreiðsluhlutfall rík- issjóðs lækkaði úr 50% í 30% 2003. Það ár var heildarkostnaður af veiðunum 55 milljónir en hlutur ríkissjóðs af því ekki nema 6,9 milljónir. Sveitarfélögin þurfa að greiða vsk. af greiðslunum sem lækkar raunkostnað ríkissjóðs verulega. Samkvæmt viðmiðunar- taxta fyrir árið 2004 eru mest greiddar 7 þúsund kr. í verðlaun fyrir fullorðna refi og 1.600 kr. fyr- ir yrðlinga. Endurgreiðslur ríkis- ins til sveitafélaga skulu nema mest 50% af ofangreindum verð- launum. Mörg sveitarfélög hafa einnig greitt sérstaklega fyrir grenjavinnslu, svo sem tímakaup grenjaskyttu og aðstoðarmanns, akstur auk verðlauna fyrir unnin dýr. Önnur hafa greitt fasta þókn- un sem miðast við umfang grenja- vinnslunnar. Stofnstærðarlíkan smíðað Meirihluti nefndarinnar leggur til að fyrirkomulag refaveiða verði svipað næstu fimm árin og það hef- ur verið til þessa. Gert verði stofn- stærðarlíkan til að fá nákvæmari upplýsingar um stærð refastofns- ins, vanhöld, viðkomu og áhrif um- hverfisþátta og mismunandi veiði- álags. Staðan verði síðan metin að fimm árum liðnum. Grenjavinnsla verði áfram stunduð með svipuðu sniði og hing- að til. Vetrarveiðar verði stundað- ar áfram en skipulag bætt þannig að þeir sem stunda veiðar við æti tilkynni viðkomandi sveitarstjórn fyrirhugaðar veiðar. Umhverfisstofnun (UST) útbúi miðlægan gagnagrunn og skrái í hann upplýsingar frá veiðimönn- um um greni og tjón af völdum refa í landbúnaði. Deilt um friðlönd Óbreytt fyrirkomulag verði hvað varðar refi í friðlandinu á Hornströndum, en að veiðar verði efldar við jaðar friðlandsins og að fylgst verði með viðgangi refa í friðlandinu. UST skoði í samvinnu við Náttúrufræðistofnun og við- komandi sveitarfélög hvort hægt verði að aflétta friðun refa í ákveðnum friðlöndum, eins og Búðarhrauni, Herdísarvík og Geit- landi. Snorri H. Jóhannesson gerði fyrirvara við þetta atriði og taldi enga rannsóknarhagsmuni krefj- ast þess að ekki væri veitt í frið- löndum og þjóðgörðum. Þótt slík friðun breyti litlu um heildarvið- gang stofnsins væri hún óæskileg fyrir sveitarfélög sem bæru ærinn kostnað af veiðum á nærliggjandi svæðum. Jónas Helgason skilaði séráliti og vill m.a. leyfa veiðar á ref í frið- löndum og telur stórfellt umhverf- isslys í uppsiglingu í Hornstranda- friðlandinu. Með friðunarstefnunni sé verið að reka uppeldisstöðvar fyrir refi sem síðan flæði yfir á að- liggjandi svæði. Hann vill herða refaveiðar og að umsjón þeirra verði færð frá veiðistjórnunarsviði UST til sérstaks verkefnisstjóra og -nefndar sem minkanefnd lagði til. Þá leggur meirihluti nefndar- innar til að unnið verði námsefni fyrir veiðimenn um aðferðir við grenjavinnslu, vetrarveiði, skot- húsveiði og líffræði refsins. Nefndin leggur til að endur- greiðsluhlutfall ríkissjóðs verði 50% af verðlaunum fyrir veidda refi, samkvæmt viðmiðunartaxta næstu 5 árin. Hinn helmingurinn hefur verið greiddur af sveitar- félögunum. Verðlaun vegna refa- veiða verði undanþegin virðisauka- skatti eða hann endurgreiddur. Nefndin áætlaði að miðlægur gagnagrunnur kostaði 1,5 milljón- ir, gerð stofnlíkans 4,8 milljónir og gerð námsefnis 0,5 milljónir. Fréttaskýring | Refum hefur fjölgað mikið Halda þarf ref í skefjum Refaveiðar verði svipaðar næstu fimm ár meðan unnið er að nýju skipulagi Refir hafa víða sést í byggð undanfarið. Nefnd um áhrif refa í ís- lenskri náttúru og veiðar  Umhverfisráðherra skipaði nefnd hinn 15. desember 2003 til að fjalla um áhrif refa í íslenskri náttúru, gera tillögur um að- gerðir til að draga úr tjóni af völdum refa og að fjalla um við- gang refa á vernduðum svæðum og áhrif á lífríkið þar. Nefndin skilaði ítarlegu áliti og tillögum 23. júní sl. Ná tillögurnar til næstu fimm ára og er áætlaður kostnaður vegna þeirra 30 millj- ónir króna á næstu fimm árum. gudni@mbl.is STJÓRN Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) telur að það eigi fremur að vera markmið stjórnvalda að efla almenna verslun í landinu, sem skilar samfélaginu eðlilegum og almennum tekjum, en að reka toll- frjálsa komuverslun í flugstöðvum í beinni samkeppni við innlenda versl- un. Því eigi að afleggja tollfrjálsa komuverslun í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar og á öðrum flugvöllum. Stjórn SVÞ segir að eðlilegt væri að einungis þeir sem búsettir séu í útlöndum geti keypt skattfrjálsan varning við komu til landsins líkt og þeir geta nú gert í verslunum um allt land. Núverandi fyrirkomulag, sem heimili öllum sem koma til landsins að kaupa vörur í komu- verslun Fríhafnarinnar án virðis- aukaskatts og annarra gjalda, skekki samkeppnisstöðu annarra verslana í landinu. Þá ítrekar stjórn SVÞ þá skoðun sína að ríkið dragi sig út úr versl- unarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar og komi honum í hendur einkaaðila. Óeðlilegt sé að ríkið taki sér einkaleyfi á verslun með snyrti- vörur, rafmagnstæki og aðra sér- vöru í flugstöðinni og haldi uppi samkeppni við einkarekna verslun leigutaka í flugstöðinni og almenna verslun í landinu. Það er með öllu óviðunandi að Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar sé báðum megin borðs, þ.e.a.s. bæði leigusali og keppinaut- ur leigutaka. Vilja leggja af tollfrjálsa versl- un á flugvöllum ÞAR sem Sigmund Jóhannsson teiknari er í fríi er engin mynd frá honum birt í dag. Hann verður hins vegar væntanlega á sínum stað í blaðinu á morgun. Sigmund í fríi FUGLARNIR spóka sig á Tjörninni og þrífa í hlákunni, sem unnið hefur hratt á ísnum síðustu daga. Sam- kvæmt veðurspá næstu daga er ólíklegt að ísinn muni aukast á ný, þótt eitthvað kólni í veðri. Álftir, endur og annað fiðurfé við Tjörnina slá ekki vængjum móti brauðmolum og öðru góðgæti af vegfarendum. Morgunblaðið/Ómar Fuglarnir spóka sig FJÖLMENNINGARRÁÐ og prest- ur innflytjenda, Toshiki Toma, skora á stjórnvöld að skerða ekki fjárfram- lög til Mannréttindaskrifstofu Ís- lands (MRSÍ) frá fyrra ári. Minnt er á að starfsemi MRSÍ varði oft mannréttindi útlendinga og fólks af erlendum uppruna auk þess sem hún leggi mikilsvert framlag til almennra mannréttindamála innan- lands og ekki síst á alþjóðlegum vett- vangi. Njóti MRSÍ ekki áfram fjár- veitinga frá stjórnvöldum verði óbreytt starf hennar ekki tryggt. Framlag til MRSÍ verði ekki skert ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.