Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÍSLANDSBANKI hf. hefur hækk-
að tilboð sitt í öll hlutabréf norska
bankans BNbank (Bolig og Nær-
ingsbanken ASA) í 340 norskar
krónur á hlut greitt í peningum, en
fyrra tilboð Íslandsbanka hljóðaði
upp á 320 norskar krónur á hvern
hlut. Miðað við nýja tilboðið þarf Ís-
landsbanki að reiða af hendi tæp-
lega 35,5 milljarða íslenskra króna
fyrir bankann. Yfirverðið sem Ís-
landsbanki er tilbúinn að greiða er
því um 26% umfram gengi í síðustu
viðskiptum áður en fyrra tilboðið
var lagt fram 15. nóvember sl.
„Við höfum átt í viðræðum við
stærstu hluthafa og ráðgjafa stjórn-
ar og stjórnenda, og það var nið-
urstaða okkar að til að ná nægj-
anlegu magni bréfa þyrftum við að
hækka verðið sem þessu nam, sem
er ríflega 6% hækkun frá fyrra
verði. Við erum núna komin með
60% eignarhlut með okkar eigin
bréfum og samþykktum annarra
hluthafa, og erum á góðri leið í okk-
ar ætlunarverki. Við teljum að þetta
sé það sem þurfi til og trúum að það
muni ganga vel eftir,“ segir Bjarni
Ármannsson forstjóri Íslandsbanka.
Vilyrði og núverandi eign
Í fréttatilkynningu frá bankanum
segir að ef lögð eru saman hlutabréf
sem þegar eru í eigu Íslandsbanka
og vilyrði sem gefin hafa verið fyr-
irfram um sölu bréfa í samræmi við
tilboðið, hafi Íslandsbanki nú þegar
tryggt sér um 46% hlutabréfa í
BNbank. Til viðbótar hafi nú hlut-
hafar sem hafa yfir að ráða 14%
hlut í BNbank lýst því yfir að þeir
muni samþykkja tilboð Íslands-
banka.
Innifalin í því eru 20% sem Ís-
landsbanki hafði áður gert samning
um að kaupa af Sparebanken Øst
(sem háð er samþykki norskra yf-
irvalda), 9,8% hlutur sem Íslands-
banki hafði keypt á markaði og
fyrirfram vilyrði sem Íslandsbanki
hafði áður fengið fyrir um 16%
hlutafjár í BNbank.
Áætlað tilboðstímabil er frá og
með 1. desember til og með 17. des-
ember nk.
Íslandsbanki
hækkar tilboð
í BN banka
60% í höfn Tilboðstímabil vegna kaupa BN banka hefst 1. desember nk.
Telja 340 norskar krónur þurfa til að
ná nægjanlegu magni hlutabréfa
VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands
hf., VÍS, hefur keypt Vörð vátrygg-
ingafélag hf. af félagi í meirihluta-
eigu Baugs. Kaupverðið verður ekki
gefið upp. VÍS tók við rekstri Varðar
í gær og verður það sjálfstætt dótt-
urfélag og hluti af VÍS-samstæð-
unni.
Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS,
segir Vörð vera vænlegan fjárfest-
ingarkost fyrir félagið. „VÍS hefur
haft veika markaðshlutdeild í sjávar-
útvegi en Vörður stendur þar á
gömlum merg og hefur þar góða
markaðsstöðu miðað við stærð fé-
lagsins. Því teljum við að félögin geti
átt mjög góða samleið. Í öðru lagi
viljum við gera Vörð að öðruvísi vá-
tryggingafélagi með annars konar
vöruframboð heldur en tíðkast hjá
tryggingafélögunum.“ Hann leggur
áherslu á að Vörður verði áfram rek-
ið sem sjálfstætt vátryggingafélag
með höfuðstöðvar á Akureyri.
Enn ein ástæða fyrir kaupunum er
áhersla VÍS á að stækka, að sögn
Finns. Markaðshlutdeild VÍS af vá-
tryggingamarkaði sé um 34–35% og
markaðshlutdeild Varðar sé 1,5%.
Hvað varðar frekari stækkun segir
hann: „Við erum alltaf að líta í kring-
um okkur, bæði hér heima og í lönd-
unum í kringum okkur.“ Hann bend-
ir á að erlend vátryggingafélög geti
starfað hér á landi og að íslensku fé-
lögin geti jafnframt starfað á Evr-
ópska efnahagssvæðinu. Hins vegar
segir hann ekkert í hendi í þeim efn-
um hvað VÍS varðar.
Hreinn Loftsson, stjórnarformað-
ur Baugs Group, segir að mikið upp-
byggingarstarf og endurskipulagn-
ing hafi átt sér stað hjá Verði á því
rúma ári sem Baugur hefur átt hlut
að félaginu. VÍS hafi sóst eftir að
kaupa félagið í síðustu viku og
ákveðið hafi verið að ganga að tilboði
þeirra enda hafi VÍS uppi áætlanir
um að halda uppbyggingunni áfram,
auk þess sem verðið hafi þótt ásætt-
anlegt. „Við getum ekki verið alls
staðar,“ segir Hreinn en andvirði
sölunnar segir hann að verði nýtt í
önnur verkefni.
Baugur keypti helmingshlut í fé-
laginu í gegnum Hring hf. haustið
2003 fyrir um 300 milljónir króna.
En í byrjun þessa mánaðar nýttu
meðeigendur Hrings í Verði sér
sölurétt á hlutabréfum sínum. Baug-
ur átti því orðið allt hlutafé í félag-
inu.
Framkvæmdastjórinn hættur
Vörður hefur vaxið verulega und-
anfarin misseri og einkum á árinu
2004, að því er segir í tilkynningu frá
VÍS. Það hafi verið rekið með tapi á
árinu 2003 og líklegt sé að tap verði á
rekstrinum í ár.
VÍS hefur óskað eftir tilskildu
leyfi frá Fjármálaeftirlitinu vegna
kaupanna á Verði. Sömuleiðis verður
málið lagt fyrir Samkeppnisstofnun.
Kristján B. Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Varðar, hefur látið af
störfum og Ásgeir Baldurs, forstöðu-
maður viðskiptaþróunar hjá VÍS,
hefur tímabundið verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Varðar.
VÍS kaupir Vörð
Áhrif lánaveislu bankanna er yfir-
skrift morgunverðarfundar Félags
viðskiptafræðinga MBA frá Háskóla
Íslands, Félag MBA – HÍ, næstkom-
andi fimmtudag, 2. desember. Á
fundinum verður varpað ljósi á til-
komu nýrra lánamöguleika á fjár-
málamarkaði og áhrif þeirra á hag-
vöxt, gengi, verðbólgu og skuldir
heimilanna. Erindi flytja Gylfi Magn-
ússon, dósent við HÍ og Edda Rós
Karlsdóttir, hjá Landsbankanum.
Fundurinn verður haldinn á Grand
hóteli í Hvammi, og hefst hann kl.
8:15 og eru fundarlok áætluð kl. 9:30.
Aðgangur með morgunverði er kr.
1500. Skráning er á mbahi@isl.is.
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Á NÆSTUNNI
*+ ,'-
.
,'-
. %
/ %$!( $0*'
1.,
2# 3
4.3
3 2#
!#
!+ !/# (
5($ -
5-!$ " !
"/ %$!( 30
6
/" 2#
/#(#!
1 "-
1# 3 & .7 30
1 $809& $
: 3'
4
(
;$ &
<) !
2/
#%$# ( #
#"
$8 0
= (
=8((( "
>#
9'"& "" 3!(
!"
*3
/!#?8 $
;"2# =$
>%8((( $# (2# ;
0!
.!8($%
$8 0!
@AB
@AB
@ AB
@
AB
@AB
@ AB
@ AB
@
AB
@
AB
@AB
@AB
@ AB
@ AB
@ AB
@ AB
@AB
@AB
1!# -
(
=#3' ;#' (C
4 - #
0
0
0
0
0
0 0
0
0 0 0 0 0
0
0 0
0
0
0
> -;D700
*=10E* ( # /
#
-
Lækkun í Kauphöllinni
● VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær
námu tæpum 12 milljörðum króna.
Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyr-
ir 3,8 milljarða. Úrvalsvísitala Kaup-
hallarinnar lækkaði um 1,6% og var
lokagildi hennar 3.472 stig.
Mest viðskipti voru með hlutabréf í
Burðarási, fyrir tæplega 700 milljónir,
og lækkaði gengi þeirra um 1,2%. Af
félögum í úrvalsvísitölunni varð mest
hækkun á bréfum í Samherja, 2,4%,
en hlutabréf í Actavis lækkuðu hins
vegar mest, eða um 6,5%.
ESSO hækkar en
Atlantsolía ekki
● OLÍUFÉLAIÐ (ESSO) tilkynnti í gær
hækkun á eldsneytisverði til sam-
ræmis við hækkun Skeljungs og Olís
í síðustu viku. Bensínlítrinn hjá ESSO
hækkaði um eina krónu og lítri af dísil-
olíu um 1,50 kr., sem er sama hækk-
un og hjá hinum félögunum tveimur.
Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri
Atlantsolíu, segir að hjá félaginu hafi
ekki verið tekin ákvörðun um hækkun
eldsneytisverðs en fylgst verði grannt
með þróun mála.
Á heimasíðu Olíufélagsins segir að
bensínverð á heimsmarkaði hafi
hækkað á milli viku 47 og 48. Meðal-
verð á tonni hafi hækkað úr 419,75
Bandaríkjadölum í 437,35 dali. Þrátt
fyrir styrkingu krónunnar gagnvart
dalnum úr 66,74 krónum hver dalur í
65,52 krónur vegi hækkun heims-
markaðsverðs á bensíni meira.
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
Aukin greiðslu-
kortavelta
● INNLEND greiðslukortavelta heim-
ilanna var 8,2% meiri síðastliðna tólf
mánuði en á sama tímabili árið áður.
Þetta er meðal þess sem fram kemur
í Hagtíðindum Hagstofu Íslands.
Kreditkortavelta heimilanna var
3,1% meiri á fyrstu tíu mánuðum
þessa árs en á sama tímabili í fyrra.
Aukningin er 3,6% ef bornir eru sam-
an síðustu tólf mánuðir við sama
tímabil þar á undan. Debetkortavelta
var 13,1% meiri á fyrstu tíu mánuðum
þessa árs en árið áður, en tólf mán-
aða aukning er 12,5%.
Í Hagtíðindum kemur fram að virð-
isaukaskattsvelta jókst um 12,8% á
fyrstu átta mánuðum þessa árs borið
saman við sama tímabil í fyrra. Veltan
jókst um 10,7% frá fyrra tólf mánaða
tímabili.
Breytingar á veltu voru misjafnar
eftir atvinnugreinum. Ef litið er til tíma-
bilsins janúar til ágúst varð mest
aukning í samgöngum milli ára, eða
17,3%. Ef litið er til tólf mánaða tíma-
bils varð hins vegar mest aukning í
byggingarstarfsemi, eða 18,2%.
ÞAÐ er viðbúið að stjórn SPRON
muni taka breytingum eigi síðar en
á næsta aðalfundi að sögn Péturs
Blöndal alþingismanns og stjórn-
arformanns Sparisjóðs Reykjavík-
ur og nágrennis, SPRON. Pétur er
fyrrverandi varaformaður stjórnar
félagsins, en tók við sem stjórn-
arformaður eftir að Óskar Magn-
ússon hætti í stjórninni sl. föstudag
að eigin ósk. Aðalfundur SPRON
verður haldinn í febrúar eða mars
nk. að sögn Péturs.
Um 50% stofnfjár SPRON hefur
skipt um eigendur undanfarnar sjö
vikur eins og fram kom í Morg-
unblaðinu um helgina, og má leiða
líkur að því að nýir eigendur vilji fá
menn inn í stjórn félagsins.
Spurður að því hvort búið væri
að ákveða fund
með stofnfjár-
festum segir
Pétur að svo sé
ekki. „Það er
ekki búið að taka
ákvörðun um
það. Það er eitt-
hvað sem menn
munu væntan-
lega ræða í
stjórninni á næstu dögum,“ segir
Pétur.
Í dag er stjórnin þannig skipuð
að Pétur Blöndal er formaður og
með honum í stjórn eru Hildur
Pedersen, Hildur Njarðvík, Vil-
hjálmur Vilhjálmsson og Þorvarð-
ur Elíasson. Varaformaður hefur
ekki enn verið kjörinn.
Viðbúið að stjórn
SPRON breytist
Pétur H. Blöndal
< F
GH
A
A
/= ?
I*J
!
A
A
K*K 5J
"
#
A
A
4/J
<!
"!
"
A
A
LK?J I'M:'!
!
#
!
A
A