Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Atvinnuauglýsingar
Starfsmaður
í grænmetisvinnslu
Hollt og Gott ehf. óskar eftir að ráða starfs-
mann til starfa í vinnslu fyrirtækisins
í Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur Reynis-
son, verkstjóri, í síma 575 6054 .
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Félagsstarf
Fulltrúaráð sjálfstæðis-
félaganna í Garðabæ
Aðalfundur
verður haldinn í félagsheimili Sjálfstæðisfélags
Garðabæjar á Garðatorgi 7, Garðabæ, þriðju-
daginn 7. desember kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Staðan í síðari hálfleik —
loforð og efndir.
Frummælandi: Ásdís Halla
Bragadóttir, bæjarstjóri.
3. Önnur mál.
Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna í Garðabæ.
Listmunauppboð
Listmunir
Leitum að verkum fyrir við-
skiptavini okkar eftir neðan-
greinda listamenn:
Ásgrím Jónsson (olíumynd
úr Borgarfirði), Þorvald Skúla-
son, Nínu Tryggvadóttur,
Þórarin B. Þorláksson, Louisu
Matthíasdóttur, Alfreð Flóka, Jón Stefánsson,
Gunnlaug Blöndal, Kristínu Jónsdóttur,
Jóhann Briem og Kristján Davíðsson. Höfum
verið beðin um að útvega Guðbrandsbiblíu.
Gallerí Fold,
Rauðarárstíg 14, sími 551 0400.
Nauðungarsala
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnar-
stræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Fossbrún 6a, stofnhænsnahús 1, 01-0101, Dalvíkurbyggð (215-6635),
þingl. eig. Marval ehf., gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð og Lánasjóð-
ur landbúnaðarins, föstudaginn 3. desember 2004 kl. 10:00.
Fossbrún 6b, stofnhænsnahús II, 03-0101, Dalvík (225-8513), þingl.
eig. Marval ehf., gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð, Lánasjóður land-
búnaðarins og Vátryggingafélag Íslands hf., föstudaginn 3. desember
2004 kl. 10:00.
Gránugata 7, hesthús, 02-0101, Akureyri (215-2201), þingl. eig. And-
rea Margrét Þorvaldsdóttir, gerðarbeiðandi Húsasmiðjan hf., föstu-
daginn 3. desember 2004 kl. 10:00.
Hafnarbraut 11, sláturhús, 01-0101, Dalvíkurbyggð (226-1795), þingl.
eig. Marval ehf., gerðarbeiðandi Dalvíkurbyggð, föstudaginn
3. desember 2004 kl. 10:00.
Hafnarbraut 15, iðnaðarhús, 04-0101, Dalvíkurbyggð (215-4891),
þingl. eig. Marval ehf., gerðarbeiðandi Dalvíkurbyggð, föstudaginn
3. desember 2004 kl. 10:00.
Hafnarbraut 7, iðnaður 07-0101, Dalvíkurbyggð (215-4882), þingl.
eig. Marval ehf., gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð og Lánasjóður
landbúnaðarins, föstudaginn 3. desember 2004 kl. 10:00.
Hjarðarslóð 3b, 1% eignarhl., Dalvíkurbyggð (215-4923), þingl. eig.
Jónína Halldórsdóttir, gerðarbeiðendur Ingvar Helgason ehf. og
Snæfellsbær, föstudaginn 3. desember 2004 kl. 10:00.
Hvammshlíð 3, íb. 01-0201, Akureyri (214-7959), þingl. eig. Auður
Árnadóttir, gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins, föstudaginn
3. desember 2004 kl. 10:00.
Ytra-Holt, lóð, kjúklingahús 01-0101, Dalvíkurbyggð (225-3053),
þingl. eig. Marval ehf., gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð og Lánasjóð-
ur landbúnaðarins, föstudaginn 3. desember 2004 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
29. nóvember 2004.
Harpa Ævarrsdóttir, ftr.
Félagslíf
Hamar 6004113019 I
Innsetning Stm.
EDDA 6004113019 I
á Grenivík.
Verður að hafa
bíl til umráða
Upplýsingar gefur
Ólöf Engilberts-
dóttir í síma
569 1376.
Blaðber vantar
í Árbæ
Ekki yngri en
18 ára
Upplýsingar
í síma 569 1376
NEMI í iðnaðarverkfræði við verkfræðideild
Háskóla Íslands, Þorsteinn Rafn Johnsen,
hlaut nýverið styrk upp á 1,5 milljónir króna
frá Samskipum til að vinna að meistaraprófs-
verkefni um bætt fyrirkomulag akstursstýr-
ingar sendibíla á höfuðborgarsvæðinu. Styrk-
urinn er hluti af þriggja ára samstarfssamningi
Samskipa og verkfræðideildar HÍ sem gengið
var frá sl. haust.
Í tilkynningu frá Samskipum segir: „Mark-
mið samningsins er að styrkja tengsl og gagn-
kvæm samskipti verkfræðideildarinnar og
Samskipa og efla rannsóknir á sviði flutninga-
fræða. Taka Samskip m.a. að sér að greiða
námsstyrk eins verkfræðinema meðan hann
leysir meistaraprófsverkefni. Á móti tryggir
verkfræðideildin að verkefnið stuðli að
framþróun á sínu sviði og að því verði lokið fyr-
ir miðjan maí á næsta ári. Bæði Samskipum,
Háskóla Íslands og meistaraprófsnemanum
verður heimilt að nýta og þróa áfram þær
lausnir sem verkefnið kann að leiða til.“
Samskip styrkja meistaraprófsnema í verkfræði
Rannsóknir á sviði
flutningsfræða efldar
HRINGURINN í Reykjavík hefur styrkt
Barnaspítala Hringsins og barna- og ung-
lingageðdeildina (BUGL) með peningagjöf
að upphæð 2 milljónir króna, sem skiptast
munu jafnt á milli aðila.
Styrkurinn er ætlaður til kaupa á tölvum
og hugbúnaði fyrir sjúklinga á Barnaspítala
Hringsins og fyrir skjólstæðinga barna- og
unglingageðdeildarinnar.
Velunnarar Hringsins hafa gert félaginu
kleift að veita þessa styrki. Stuðningur
þeirra og trygglyndi er félaginu ómetanleg
hvatning til að halda áfram á þeirri farsælu
braut sem vörðuð hefur verið, því verkefni
að hlúa að velferð barna á Íslandi.
Aðalfjáröflunartími Hringsins stendur nú
yfir. Jólakortasala félagsins er hafin og
prýðir jólakortið mynd eftir Marilyn Her-
dísi Mellk myndlistarkonu. Árlegt jólakaffi
og happdrætti Hringsins verður haldið
sunnudaginn 5. desember á Hótel Íslandi
kl. 13.30. Þar bjóða Hringskonur upp á
kaffihlaðborð, skemmtiatriði ásamt happ-
drætti.
Ágóði af allri fjáröflun Hringsins rennur
óskiptur í Barnaspítalasjóð Hringsins.
Ásgeir Haraldsson, sviðsstjóri lækninga á
barnaspítalanum, og Ólafur Guðmundsson,
yfirlæknir á barna- og unglingageðdeildinni.
Hringurinn
gefur tvær
milljónir króna
AÐALFUNDUR Ungra frjálslyndra var
haldinn 20. nóvember. Umfjöllunarefni
fundarins voru mennta- og innflytjendamál
og var meðal annars ályktað gegn hækkun
leikskólagjalda í Reykjavík, hækkun skóla-
skyldu í 18 ár og um þá
hjálp sem er nauðsyn-
legt að veita innflytj-
endum sem flytja til
landsins.
Ný stjórn var einnig
kjörin, en Kristín María
Birgisdóttir, 24 ára
stjórnmálafræðinemi,
var endurkjörin for-
maður samtakanna.
Ragnhildur H. Ragn-
arsdóttir, 24 ára tölv-
unarfræðingur, var kjörin varaformaður
samtakanna en aðrir stjórnarmeðlimir eru
eftirfarandi: Kolbeinn Már Guðjónsson (rit-
ari), Agnar Freyr Helgason (gjaldkeri),
Andri Sigurðsson, Brynjar Sindri Sigurð-
arson, Guðrún Helga Jónsdóttir, Kristbjörn
Helgi Björnsson, Margrét Tómasdóttir og
Ragnar P. Pétursson.
Í samræmi við stefnu samtakanna um op-
ið bókhald stjórnmálahreyfinga mun árs-
reikningur Ungra frjálslyndra verða birtur
á heimasíðu þeirra, uf.xf.is, segir í frétta-
tilkynningu.
Andvíg hækkun
leikskólagjalda
Kristín María
Birgisdóttir
MARGT var um manninn á basar Waldorf-
skólans í Lækjarbotnum sem haldinn var sl.
laugardag. Þar var m.a. selt handverk, unnið
af nemendum, foreldrum og kennurum skól-
ans.
Fjölsóttur basar
Morgunblaðið/Golli
STJÓRN Skólafélags Menntaskólans í
Reykjavík hefur óskað eftir að koma eftir-
farandi tilkynningu á framfæri:
„Stjórn Skólafélagsins biðst hér með
formlega afsökunar á að hafa birt hið um-
talaða Árshátíðarlag á vef sínum. Skóla-
félagið viðurkennir fúslega að texti lagsins
sé niðurlægjandi fyrir kvenfólk og var það
slæm dómgreind og hugsunarleysi sem
varð til þess að lagið var birt á vef félags-
ins. Það var aldrei ætlun Skólafélagsins að
niðurlægja neinn né að sverta ímynd MR
sem því miður hefur gerst. Stjórn Skóla-
félagsins biður alla þá sem lagið særði eða
móðgaði á nokkurn annan hátt afsökunar
og heitir því að við munum í framtíðinni
sjá til þess að nokkuð þessu líkt gerist
aldrei aftur.
Með von um fyrirgefningu.
Jón Bjarni Kristjánsson, inspector
scholae, Einar Búi Magnússon, Gunnar
Hólmsteinn Guðmundsson, Ásgeir Birki-
sson og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.“
Afsökunarbeiðni frá
stjórn Skólafélags
Menntaskólans í
Reykjavík
AÐALFUNDUR Landssambands stanga-
veiðifélaga var haldinn nýlega á Akranesi
þar sem ný stjórn félagsins var kosin.
Í stjórn eru Brynjar Már Magnússon for-
maður, varaformaður er Ingólfur Þorbergs-
son SVFA, Eggert Sk. Jóhannesson SVFR,
gjaldkeri, Hans Ólason SVH, ritari og Sig-
urður Sigurjónsson SVFS, meðstjórnandi.
Varamenn eru Hilmar Hansson SVFR, Bjarni
Brynjólfsson Ármönnum og Valdór Bóasson
SVF Keflavíkur.
Á fundinum var eftirfarandi ályktun sam-
þykkt: „Stjórn Landssambands stangaveiði-
félaga lýsir yfir ánægju sinni með þá
verðþróun sem kemur fram í nýútkominni
söluskrá Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyrir
árið 2005.
Landssambandið vill með ályktun þessari
hvetja aðra veiðileyfasala til að fylgja for-
dæmi Stangaveiðifélags Reykjavíkur í þess-
um efnum.“
Ánægja með
verðþróun hjá SVFR