Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Langar þig í nýtt
heimili?
Skipholti 29A
105 Reykjavík
fax 530 6505
heimili@heimili.is
opið mánudaga
til föstudaga 9-17 sími 530 6500
Heimili er öflug og fersk fasteignasala í eigu
þriggja fasteignasala sem allir starfa hjá
fyrirtækinu og hafa áralanga reynslu af
fasteignaviðskiptum
Við leggjum sérstaka áherslu á vönduð og
traust vinnubrögð og úrvals þjónustu.
Metnaður okkar er að allir viðskiptavinir
finni heimili við sitt hæfi og verði sáttir og
ánægðir með samskiptin við okkur.
Einar Guðmundsson, Finnbogi Hilmarsson, Bogi Pétursson, löggiltir fasteignasalar
NOKKRAR umræður hafa átt sér
stað undanfarið varðandi áhrif áfeng-
isauglýsinga og hafa aðallega snúist
um hvort þessar auglýsingar hafi
skaðleg áhrif í þá veru að auka heild-
arneyslu áfengis og/eða stuðli að auk-
inni misnotkun áfengis.
Ég ætla að skoða þetta
sérstaklega með tilliti
til áhrifa á börn og ung-
linga.
Þeir sem segja áhrif-
in skaðleg telja að
áfengisauglýsingar
hvetji til neyslu áfengis,
að þær leiði til meiri
neyslu eða að neysla
hefjist fyrr en ella
vegna auglýsinganna.
Þess vegna vilja þessir
sömu aðilar að lögum
vegna áfengisauglýs-
inga hér á landi verði
framfylgt og benda á að
í dag séu ýmsar leiðir
farnar til að komast hjá
því að fara eftir lögum.
Þeir sem telja þessar
auglýsingar ekki skað-
legar telja að þær
hvorki auki neyslu né
stuðli að því að neysla
hefjist fyrr. Það sé tak-
mark auglýsenda með
auglýsingunum að ná
hærri markaðshlutdeild
og þá á kostnað keppinauta. Sumsé,
fólk kaupi sér eftir sem áður jafn mik-
ið áfengi, hvort sem auglýst er eður
ei.
Ljóst er að þrátt fyrir að nefnt hafi
verið í umræðunni að rannsóknir
sanni að auglýsingar á áfengi hafi
ekki neikvæð áhrif á neyslu ung-
menna, þá má ljóst vera að slíkar full-
yrðingar standast ekki. Bandarísku
læknasamtökin American Medical
Association hafa m.a. kynnt rann-
sóknir þar sem niðurstöðurnar eru
þær að auglýsingar geti haft neikvæð
áhrif á börn og unglinga og að þessir
hópar séu líklegri til að neyta áfengis
vegna áfengisauglýsinga.
Annað mikilvægt atriði sem þarf að
hafa í huga er að tilgangur auglýsinga
er ekki alltaf að selja strax. Mark-
miðið getur t.a.m. verið að vekja
áhuga og breyta viðhorfi þeirra sem
auglýsingum er beint að. Þess vegna
mætti alveg líta þannig á að áfeng-
isauglýsingum sem beint er til ung-
menna sé ætlað að hafa áhrif á viðhorf
þeirra til drykkju. Kannski leiðir það
hins vegar ekki samstundis til meiri
neyslu. Victor Strasburger, prófessor
við University of New Mexico, fjallar
m.a. annars um í grein frá 2002 að
margar rannsóknir hafi skoðað sér-
staklega áhrif auglýsinga á börn og
unglinga. Hann fullyrðir að næstum
allar þær rannsóknir hafi sýnt fram á
að auglýsingar hafi haft mikil áhrif í
þá veruna að auka vitund um auglýsta
vöru, að leiða til tilfinningalegra við-
bragða við auglýstri vöru, að auka
þekkingu á ákveðnum vörum eða
vörumerkjum og að leiða til löngunar
til að eiga eða nota auglýstar vöru.
Ennfremur, Austin og Knaus birtu
árið 2000, í Journal of Health Comm-
unication, þær niðurstöður að áfeng-
isauglýsingar og annað kynningarefni
hefðu áhrif á börn og unglinga í þá
veruna að hafa forspárgildi um áfeng-
isneyslu á unglingsárum. Úrtakið
samanstóð af grunnskólanemum í
þriðja, sjötta og níunda bekk í Wash-
ington-ríki í Bandaríkjunum. Önnur
rannsókn, birt 1998, var framkvæmd
yfir 18 mánaða tímabil og náði til
1.500 níundubekkinga í San Jose í
Kaliforníu í Bandaríkjunum. Nið-
urstöður voru þær að
áhorf á sjónvarp og tón-
listarmyndbönd hafði
veruleg áhrif á hvenær
drykkja ungmennanna
hófst. Það er ekki óvar-
legt að álykta að áfeng-
isauglýsingar sem og
fyrirmyndir í tónlistar-
myndböndum hafi þar
haft áhrif. Það er t.d.
ólíklegt að veðurfregnir
í sjónvarpi hafi haft
þessi áhrif.
Henry Saffer, pró-
fessor í hagfræði við
Kean University í
Bandaríkjunum, hefur
gert viðamiklar rann-
sóknir á áhrifum áfeng-
is- og tóbaksauglýsinga.
Meðal niðurstaðna er
að bann við áfengis-
auglýsingum getur
dregið úr drykkju ung-
menna og að auglýs-
ingar sem hafa það
markmið að draga úr
drykkju ungmenna
hafa áhrif í þá veru að
minnka heildarneyslu þessa hóps.
Reyndar eru niðurstöður Saffers þær
að í þeim löndum þar sem er bann við
áfengisauglýsingum er áfengisneysla
16% minni en í löndum þar sem
áfengisauglýsingar eru leyfðar.
Það er athyglisvert að velta síðan
fyrir sér fullyrðingum um að áfeng-
isauglýsingar hafi ekki áhrif á heild-
areftirspurn eftir áfengi. Þar má
spyrja sig með hvaða hætti framleið-
endur og seljendur áfengis skilgreini
sinn markað. Það er m.a. þekkt að
framleiðandi ákveðins gosdrykkjar
telur sig ekki eingöngu í samkeppni
við aðra gosdrykki heldur í sam-
keppni við nánast allt sem við drekk-
um og þ.m.t. vatn. Því mætti alveg
ætla að framleiðendur áfengis gætu
skilgreint sig með svipuðum hætti og
teldu sig í samkeppni við tiltekna
óáfenga drykki. Ef það er raunin er
ljóst að áfengisauglýsingum er ætlað
að auka eftirspurn eftir áfengi, og þá
á kostnað annarra óáfengra drykkja.
Sala á áfengi hefur jú aukist mikið
síðasta áratuginn og það hlýtur að
segja okkur eitthvað.
Það er auðvitað ekki hægt að
kenna auglýsingum eða kynningum á
áfengi alfarið um aukna drykkju. Þar
spila ótalmargir þættir inn í og marg-
ir þeirra hafa miklu meiri áhrif en
áfengisauglýsingar. Hins vegar er
ekki hægt að neita því að áfengis-
auglýsingar geta haft neikvæð áhrif í
samfélaginu og þ.m.t. á ungmenni
okkar. Það að til séu rannsóknir sem
benda á að áfengisauglýsingar hafi
ekki neikvæð áhrif leyfir okkur ekki
að hafa að engu þær rannsóknir sem
benda til hins gagnstæða, rannsóknir
sem eru unnar af virtum fræðimönn-
um og fagfólki.
Þarf að vernda ung-
menni okkar fyrir
áfengisauglýsingum?
Sigurður Ragnarsson skrifar
um áfengisauglýsingar
Sigurður Ragnarsson
’Það er auðvit-að ekki hægt að
kenna auglýs-
ingum eða
kynningum á
áfengi alfarið
um aukna
drykkju.‘
Höfundur er lektor í viðskiptadeild
Viðskiptaháskólans Bifröst.
NÝLEGUR eldsvoði hjá Hringrás
við Sundahöfn í Reykjavík hefur vak-
ið talsverða umræðu um öryggi fólks í
borginni og hvernig það
sé best tryggt. Með
skipulagi þéttbýlis er
landi ráðstafað til mis-
munandi nota og jafn-
framt ákveðið hvaða
starfsemi megi eiga sér
stað á viðkomandi lóð-
um og í byggingum.
Það eru því skipulags-
yfirvöld Reykjavíkur
sem hafa ákveðið
hvernig nota megi allt
land borgarinnar og
þær byggingar sem þar
hafa risið. Þetta er gert
með hagsmuni almennings að leið-
arljósi.
Frá fornu fari hefur Reykjavíkur-
höfn hins vegar verið nokkurs konar
fríríki í Reykjavík og annast sitt
skipulag sjálf, oft án mikils samráðs
við annað skipulag borgarinnar. Auð-
vitað er þetta tímaskekkja og sér-
staklega eftir að Reykjavíkurhöfn,
Akraneshöfn, Grundartangahöfn og
Borgarneshöfn sameinuðust fyrr á
þessu ári. Ástæðan er einfaldlega sú
að stundum fara sértækir hagsmunir
hafnarinnar og almennir hagsmunir
Reykvíkinga ekki saman. Með sam-
einingu hafnanna hafa líka opnast
möguleikar á að flytja burt óæskilega
starfsemi af hafnarsvæði Reykjavík-
ur og nýta þetta svæði í staðinn, t.d. í
vesturhöfninni í
Reykjavík, fyrir mið-
bæjarstarfsemi.
Almenningur er samt
aftur og aftur minntur á
það hvað lítil skipulags-
vísindi virðast ráða
ferðinni við margar
grundvallarákvarðanir í
skipulagsmálum. Hér
nægir til viðbótar að
benda á olíugeyma í Ör-
firisey, verksmiðju
Ísaga við Rauðarárstíg,
sprengiefnageymslur
borgarinnar á Hólms-
heiði og flugeldaverksmiðju sem ný-
lega sprakk í loft upp í miðju íbúðar-
hverfi í Kolding í Danmörku með
skelfilegum afleiðingum. Hér er í öll-
um tilvikum um ákvarðanir um land-
notkun að ræða og því engan veginn
sanngjarnt að skamma slökkviliðs-
stjóra eða forstöðumann Umhverfis-
stofnunar sem engu ráða um stað-
arval eða landnotkun. Þetta vissi Loki
Laufeyjarson þegar hann mælti „á
skal að ósi stemma“ og skaut stein-
inum að skessunni, en einhvern veg-
inn virðist aðferðafræði Loka hafa
gleymst í áranna rás.
Nú hefur það löngum verið sagt að
af stærstu skipulagsmistökunum
komi hvorki hvellur eða bál heldur
séu þau fólgin í glötuðum tækifærum
og mun dýrari framkvæmdum en
ella. Hagfræðingur ASÍ, Rannveig
Sigurðardóttir, hefur tekið undir
þetta og bent á þá lífskjaraskerðingu
sem slæmt skipulag getur haft fyrir
launafólk og margir hafa að undan-
förnu tekið í svipaðan streng.
Margt bendir til þess að íslenskur
almenningur sé að byrja að gera sér
grein fyrir því hvað gott skipulag
skiptir miklu máli. Full ástæða virðist
því vera til þess að ráðamenn þjóð-
arinnar, bæði í sveitarstjórnum og á
Alþingi, gefi þessum málum gaum og
fari að gera einhverjar lágmarks-
kröfur til menntunar og starfsreynslu
þeirra sem geta tekið faglega ábyrgð
á skipulagi, þannig að við getum öll
a.m.k. sofið betur á nóttunni.
Eldur í Reykjavík
Gestur Ólafsson fjallar
um eldinn í Hringrás
’Margt bendir til þessað íslenskur almenn-
ingur sé að byrja að
gera sér grein fyrir því
hvað gott skipulag
skiptir miklu máli.‘
Gestur Ólafsson
Höfundur er arkitekt og
skipulagsfræðingur.
UMRÆÐAN um skattamál er
áberandi um þessar mundir. Það er
ekki skrítið enda hefur ríkisstjórnin
lagt fram frumvarp um breytingar
á skattalögum. Í frumvarpinu er að
finna stærstu breyt-
ingar á skattkerfinu
frá því að stað-
greiðslan var tekin
upp árið 1988. Skatta-
lækkunaráformin eru
vel útfærð og mun
breytingin koma öllum
til góða. Þó hefur
stjórnarandstaðan að
sjálfsögðu staðið upp
og gagnrýnt tillög-
urnar mjög. Það kem-
ur ekki á óvart í sjálfu
sér en það sem er
óvænt er boðskapur
gagnrýninnar. Sá boð-
skapur er að lækkun
matarskatts skili fólk-
inu í landinu mun
meiru heldur en til-
lögur ríkisstjórn-
arinnar sem felast í
hækkun barnabóta,
lækkun tekjuskatts,
hækkun skattleysis-
marka, afnám eignar-
skatts og sérstaks
tekjuskatts, auk lækk-
unar endurgreiðslu-
hlutfalls námslána.
Matarútgjöld sparast lítið
Hvaða áhrif hefur síðan lækkun
matarskatts á ráðstöfunartekjur
umfram allar þær aðgerðir sem rík-
isstjórnin ætlar í? Ef við tökum
upplýsingar um meðaltals matarút-
gjöld fjölskyldnanna í landinu sem
gefnar eru upp á vef Hagstofu Ís-
lands kemur margt fróðlegt í ljós.
Þó verður að hafa þann fyrirvara að
ekki er hægt að nálgast á vefnum
upplýsingar um matarreikninga
ólíkra tekjuhópa. Við vitum þó fyrir
víst að matarútgjöld fólks aukast
nokkuð eftir því sem tekjur þess
hækka. Ef við tökum
klassískt dæmi um
hjón með börn þá eyða
þau 687.143 krónum í
mat og drykkjarvörur
án alls virðisauka á ári.
14% virðisauki af þess-
ari upphæð gerir
773.084 krónur alls.
Sparnaður af því að
lækka vsk. um 7% er
46.401 króna á ári eða
3.867 krónur á mánuði.
Þessi lækkun matar-
skatts gefur því álíka
upphæð og lækkun
endurgreiðslubyrðar á
námslánum.
Tekjuauki ein-
hleypra mikill
Einn er sá hópur sem
sjaldan er fjallað um í
umræðunni um skatta-
mál. Það er hópur ein-
hleypra, þeirra sem
búa einir. Ef við skoð-
um áhrif af lækkun
matarskatts á þennan
hóp þá er upphæðin
orðin nokkuð rýr. Einhleypur ein-
staklingur eyðir skv. upplýsingum
frá Hagstofu 217.168 krónum án
vsk. á ári. Þegar vsk. hefur verið
bætt við er upphæðin 247.572 og
gefur því 7% lækkun vsk. á ári ein-
staklingnum 15.203 krónur í vas-
ann. Á mánuði er þessi upphæð
1.267 krónur. Þessi sami ein-
staklingur, sem hefur árslaun upp á
3,5 milljónir, fær út úr tillögum rík-
isstjórnarinnar tekjuauka upp á
6,7% á ári eða 166.000 krónur árið
2007 sem gerir 13.833 krónur á
mánuði. Ef viðkomandi er að greiða
af námslánum þá fær hann til við-
bótar 35.000 krónur á ári í ráðstöf-
unarfé vegna lækkunar endur-
greiðslu námslána. Þó að við
hækkum dæmið um matarinn-
kaupin hjá þessum einstakling tölu-
vert þá kemst það ekki nálægt til-
lögum ríkisstjórnarinnar í tekju-
auka á ári.
Mikill árangur
Tekjuauki skattaaðgerða ríkis-
stjórnarinnar er margfalt meiri en
að lækka eingöngu virðisaukaskatt
á matvælum. Við skulum ekki
gleyma því að tillögur ríkisstjórn-
arinnar miða að því að koma ávinn-
ingnum beint til fólksins, án milli-
liða. Ef farið verður út í að lækka
virðisaukaskatt á matvælum mun
sú lækkun fara í gegnum sjóði smá-
vöruverslunar í landinu áður en hún
skilar sér til neytenda. Í stjórnar-
sáttmála segir að virðisaukaskatts-
kerfið verði tekið til endurskoðunar.
Sú vinna stendur nú yfir og það er
algjör tilbúningur hjá stjórnarand-
stöðu að segja að Framsóknarflokk-
urinn standi í vegi í þeirri vinnu.
Við höfum forgangsraðað okkar til-
lögum og sýna dæmin hér að ofan
að ríkisstjórnin hefur farið þá leið
sem skilar mestu til fólksins. Vinn-
an heldur áfram og nú er rétt að
skoða hugmyndir varðandi virðis-
aukaskattskerfið. Framsóknar-
flokkurinn hefur forgangsraðað rétt
og árangur styrkrar efnahags-
stjórnunar ríkisstjórnarinnar er
tekjuskattslækkun um 4%, hækkun
persónuafsláttar, hækkun skatt-
leysismarka, hækkun barnabóta,
minni greiðslubyrði námslána og
veruleg lækkun vaxta í landinu.
Þetta er mikill árangur sem
stjórnarflokkarnir eru stoltir af.
Rétt forgangsröðun
í skattamálum
Dagný Jónsdóttir
fjallar um skattamál
’Tekjuaukiskattaaðgerða
ríkisstjórnar-
innar er marg-
falt meiri en að
lækka eingöngu
virðisaukaskatt
á matvælum.‘
Dagný Jónsdóttir
Höfundur er varaformaður efnahags-
og viðskiptanefndar Alþingis.