Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
Shall we Dance?
SETH GREEN MATTHEW LILLARD DAX SHEPARD
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 12 ára.
Frá leikstjóra Mr Deeds kemur
gamanmynd sem fær þig til að
missa það algjörlega.
Fór beint á toppinn í USA
Kops frábær sænsk grínmynd sýnd kl. 6. Ísl. texti.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12 ára. ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 12 ára.
Engar tæknibrellur og raunverulegir hákarlar gera
OPEN WATER að mögnuðustu spennumynd síðari ára!
Engar tæknibrellur og raunverulegir hákarlar gera
OPEN WATER að mögnuðustu spennumynd síðari ára!
"Snilldarþriller!
Skuggalega hrollvekjandi!"
- Variety
"Nístir inn að beini!"
- Elle
"Upplifun! Meiriháttar!"
- Leonard Maltin
ill ill !
l ll j i!
- ri ty
í i i i i!
- ll
lif ! i i !
- r lti
"Snilldarþriller!
Skuggalega hrollvekjandi!"
- Variety
"Nístir inn að beini!"
- Elle
"Upplifun! Meiriháttar!"
- Leonard Maltin
i
ll
lti
BLANCHARD RYAN DANIEL TRAVIS BLANCHARD RYAN DANIEL TRAVIS
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10.
Vivement Dimanche
(Loksins sunndagur)
sýnd kl. 6.
Le Poulpe
(Kolkrabbinn)
kl. 8.
Miðaverð 700 krónur. Keyptu þér passa sem gildir á allar 8
myndirnar á 2200 krónur. Allar myndir m. enskum texta.
IGORE hefur þrátt fyrir ungan aldur
náð að mynda sér vissa sérstöðu í ís-
lensku hipp-
hoppi. Þessi fjög-
urra manna sveit,
skipuð tveimur
stelpum og tveim-
ur strákum um og
rétt innan við tví-
tugsaldurinn, hef-
ur aflað sér töluverðra vinsælda með-
al yngra fólks og þeirra sem hlusta
ekki endilega á hipp-hopp allajafnan
heldur popptónlist almennt. Nokkrar
ástæður eru fyrir því. Hipp-hoppið
sem Igore hefur fram að færa er mun
léttara, poppaðra og sumpartinn að-
gengilegra en gerist hér í íslensku
hipp-hoppi. Margt gerir svo texta
Kristínar Ýrar frábrugðna öðrum ís-
lenskum rapptextum. Í fyrsta lagi eru
þeir ortnir af konu – sem eru ennþá
sorglega fáar í íslensku hipp-hoppi –
og fyrir vikið eru áherslur allt aðrar,
sjónarhornið annað eins og gefur að
skilja. Það eitt gerir þá áhugaverða,
eins og t.d. til að velta vöngum yfir
því að á meðan strákarnir hafi hingað
til rappað flestir um almenn stærilæti
– hver er búinn að buffa hvern og
hver verður buffaður næst, hver er
fífl og hver er flón, hver þeirra er
reffilegastur og hvernig þeir ætla sér
að rappa alla í ræsið sem bjóða þeim
birginn – þá yrkir Kristín Ýr um sam-
skipti kynjanna, ástina, daðrið og
djammið, þessi sígilda viðfangsefni
dægurlagatextanna, á sinn hátt með
hæfilegum skammti af hipp-hopp-
vísunum. Þetta ferst henni reyndar
misvel úr hendi. Stundum er ansi erf-
itt að átta sig á hvað hún er að fara
eins og t.d. þar sem íslensku-
meðferðin verður hvað bjöguðust í
örvæntingarfullri viðleitni til að finna
rétta endarímið. En það má hún samt
eiga að hún yrkir oftast á íslensku og
kemst víða ansi skemmtilega að orði,
eins og í skondnum skotum sínum á
hégómagjarna stráka og stelpur í
„Kókómalt“. Þá sýnir hún á sér nær-
gætnari og persónulegri hlið í
„Komdu nær“ sem hún gerir ágæt-
lega.
Þau rappa jöfnum höndum, Friðrik
og Kristín, og ef eitthvað þá kemur
Kristín betur út, trúlega fyrir þær
sakir að sem rappari þá er hún með
meiri sérstöðu, hefur mjög töff rödd
sem gefur Igore karakter. Þá syngur
Rakel vel þegar til hennar kasta kem-
ur, sérstaklega í „Komdu nær“ og
„How Long Will I Wait“.
Hvað tónlistina varðar þá er gam-
an að heyra þau notast við „alvöru“
hljóðfæri í hipp-hoppið, en krafturinn
hefði að ósekju mátt vera meiri, bass-
inn feitari, takturinn þéttari. Friðrik
sýnir það að hann kann ýmislegt fyrir
sér þegar að lagaútsetningum kemur
en það er samt spurning hvort út-
koman hefði ekki verið meira spenn-
andi ef hann hefði treyst öðrum fyrir
því að landa lögunum, t.d. Sölva Blön-
dal eða Sadjei, sem gerði svo skrambi
góða hluti á Illgresi skyttnanna.
Lagasmíðar eru upp og ofan, sumt
fremur takmarkaðar æfingar eins og
t.d. upphafs og lokalagið, en Friðrik
er þó greinilega ansi naskur á að
finna grípandi laglínur eins og hann
sýndi strax í fyrsta smellnum,
„Hverju hef ég að tapa“, sem er í
nýrri og betri útgáfu á plötunni (þar
sem betur fer er búið að fjarlægja
hina skelfilega vitlausu setningu:
„Hvað“ hef ég að tapa). Það sýnir
hann einnig í rokkaranum Quarashi-
skotna „Rhythm & Blues“ og gletti-
lega góðri ballöðu „How Long Will I
Wait“, sem minnir á gott Air-lag.
Þótt margt megi finna hér að þá
geta þau yfir höfuð vel við unað
krakkarnir í Igore. Strax á fyrstu
plötu hafa þau skapað sér sérstöðu,
hafa fram að færa eitthvað annað en
það sem aðrir eru að gera í íslensku
hipp-hoppi hér á landi, sem er vel því
fjölbreytni er af hinum góða. Auðvit-
að er líka þörf fyrir poppað hipp-
hopp, létt og grípandi íslenskt hipp-
popp, sem flest lögin á 9 líf og eru.
Íslenskt hipp-popp
Igore hefur skapað sér vissa sérstöðu innan íslensks hipp-hopps með fyrstu
plötu sinni, segir gagnrýnandi m.a.
Skarphéðinn Guðmundsson
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Í Igore eru Kristín Ýr Bjarnadóttir rapp,
Friðrik Fannar Thorlacius rapp, forritun,
Rakel Magnúsdóttir söngur, Daníel Örn
Jóhannesson scratch. Með þeim leika
Arnar Ingi Viðarsson trommur og slag-
verk, Birgir Örn Árnason bassi, Jónas Elí
Bjarnason rafgítar & hljómborð, Ingi Ein-
ar Jóhannesson rafgítar, Jón Jósep Snæ-
björnsson söngur, Dóra Steinunn Ár-
mannsdóttir söngur, Halla Dröfn
Jónsdóttir söngur, Pétur Örn Gunnarsson
söngur. Flest lög eftir Friðrik Fannar og
flestir textar eftir Kristínu Ýri. Friðrik
Fannar stjórnaði upptökum. Útgefandi
Skífan.
Igore – 9 líf
HLJÓMSVEITINNI Ske hefur ver-
ið boðið að koma fram á tónlistar-
hátíðinni SXSW, sem fram fer í
Austin í Texas í mars á næsta ári.
South by Southwest hefur undan-
farin ár haft á sér orð fyrir að vera
ein skemmtilegasta og metnaðar-
fyllsta tónlistar- og kvikmyndahá-
tíð sem haldin er. Síðustu tvö ár
hefur Singapore Sling tekið þátt í
hátíðinni við ágætar viðtökur.
Átta laga útgáfa af Life, Death,
Happiness & Stuff, frumraun sveit-
arinnar, var gefin út hjá útibúi
Smekkleysu í Bretlandi í sept-
ember. „Lagið Stuff hefur meðal
annars náð eyrum hins vinsæla út-
varpsmanns Steve Lamaq á Radio 1
en einnig komist í snúning hjá Virg-
in og 6 Music útvarpsstöðvunum.
Diskurinn verður gefinn út víðar
snemma á næsta ári en þegar er
kominn áhugi frá dreifingarfyrir-
tækjum í Bandaríkjunum, Kanada,
Ítalíu, Belgíu og Hollandi,“ segir í
tilkynningu frá Smekkleysu.
Ske sendi frá sér sína aðra plötu
hérlendis nýverið sem kallast Feel-
ings Are Great. Stefnt er að setja
hana í alþjóðlega dreifingu hjá
Smekkleysa/Bad Taste SM í Bret-
landi í apríl á næsta ári, en smá-
skífa af disknum verður gefin út í
febrúar.
Ske boðið að taka þátt
www.sxsw.com
www.ske.is
Tónlist | Tónlistarhátíðin SXSW í Texas
Morgunblaðið/Þorkell
Hljómsveitin Ske er skipuð Guðmundi Steingrímssyni, Hrannari Ingimarssyni, Eiríki Þórleifssyni, Frank Hall,
Kjartani Guðnasyni, Ragnheiði Gröndal og Jóni Oddi Guðmundssyni.
JULIA Roberts og eiginmaður
hennar, kvikmyndatökumaðurinn
Danny Moder, eignuðust tvíbura
síðasta sunnudag, dreng og stúlku.
Hafa börnin fengið nöfnin Hazel
Patricia og Phinnaeus Walter. Þau
fæddust rúmum mánuði fyrir tím-
ann en að sögn talsmanns Roberts
líður móður og börnum vel.
Reuters
Julia Roberts kom fram í þætti
Opruh Winfrey í síðasta mánuði og
sýndi þá á sér óléttubumbuna.
Julia Roberts
eignast tvíbura