Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 23 MENNING MADONNUMYND þessi, Stroganoff Madonna, eftir ítalska endurreisnar- meistarann Duccio di Buoninsegna, gæti verið dýrustu kaup í sögu Metropolitan-safnsins í New York. The New York Times greindi frá því að safnið hefði greitt 45 milljónir dollara, tæpa 3 milljarða, fyrir verk- ið, sem lagt er gulli en er þó aðeins 20x28 sentimetrar að stærð. Reuters Dýrustu kaup Metropolitan? UNGUR íslenskur fiðluleikari, Ari Þór Vilhjálmsson, þreytti frumraun sína í Salnum í Kópavogi á laug- ardaginn var. Á efnisskránni kenndi margra grasa og var fyrsta verk tón- leikanna sónata nr. 3 í E-dúr eftir Jó- hann Sebastian Bach. Nánast strax á upphafstónunum var auðheyrt að Ari Þór er framúrskarandi fiðluleikari; hver hending var vandlega ígrunduð og tæknileg atriði voru aðdáun- arverð. Hröð hlaup voru hnífjöfn og skýr og inntónunin nákvæm. Túlk- unin var auk þess bæði fjörleg og þrungin andakt; alveg eins og hún átti að vera. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari spilaði með Ara Þór; hún gerði það af öryggi og ríkri tilfinn- ingu fyrir innihaldi tónsmíðarinnar og var styrkleikajafnvægið á milli píanósins og fiðlunnar prýðilegt. Svipaða sögu er að segja um annað á efnisskránni, sem var Rondeau Brilliant op. 70 eftir Schubert, hug- leiðing úr Minningu um ástsælan stað eftir Tchaikovsky og fyrri sónata Prokofievs. Einkennilegt verk Schu- berts, sem er eins og samansafn af hápunktum úr mörgum tónsmíðum og er óttalegur leirburður, var bein- línis aðlaðandi í kraftmikilli túlkun Ara Þórs og Önnu Guðnýjar. Tchaik- ovsky var sömuleiðis unaðslega róm- antískur og skáldlegur og Prokofiev var magnaður. Fyrri sónata Prokof- ievs er mun sjaldnar flutt en sú í D-dúr og þykir í það heila nokkuð langdregin; listafólkinu tókst þó með úthugsaðri, heilsteyptri túlkun sinni að gera hana svo áhugaverða að mað- ur naut hvers tóns. Þetta voru frábærir tónleikar og er óhætt að bjóða Ara Þór velkominn í fremstu röð íslenskra hljóðfæraleik- ara. Velkominn í fremstu röð! TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Verk eftir Bach, Schubert, Tchaikovsky og Prokofiev. Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla; Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó. Laugardagur 27. nóvember. Fiðla og píanó Ari Þór Vilhjálmsson: Framúrskarandi fiðluleikari. Jónas Sen Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn                                       !!" #      "         $      %   &   '           !  " !#   $% %   & ' ( !# )  $%%   ***+

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.