Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 43
MENNING
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Jóga kl. 10, línudans
kl. 11, postulínsmálun kl. 13, baðþjón-
usta þriðju-, fimmtu- og föstudaga.
Veslunarferð á mogun miðvikudag í
Hagkaup Skeifunni kl. 10 kaffiveitingar
í boði Hagkaupa,
skráning í afgreiðslu.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa-
vinna kl. 9–16.30, söngstund kl. 10.30,
smíði og útskurður kl. 13–16.30, fé-
lagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, al-
menn handavinna, böðun, vefnaður
og leikfimi, kl. 13.30 línudans fyrir
byrjendur, boccia.
Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–
16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–11
samverustund, kl. 11.15–12.15 matur, kl.
14 félagsvist, kl. 14.30–15.30 kaffi.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Brids
í Gjábakka í kvöld kl. 19.
Félag eldri borgara í Reykjavík |
Stafganga kl. 11, skák kl. 13. Miðviku-
dagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Ás-
garði, Glæsibæ, kl. 10.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Mál-
un kl. 9.30, karlaleikfimi og búta-
saumur kl. 13, vatnsleikfimi í Mýrinni
kl. 9.10, opið hús í safnaðarheimilinu á
vegum kirkjunnar kl. 13 og kóræfing
FEBG á sama stað kl. 17.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, kl. 10.30 létt
ganga, frá hádegi spilasalur opinn,
m.a. skák. Allar upplýsingar á staðn-
um, s. 575 7720 og www.gerduberg-
.is.
Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun,
glerskurður. hárgreiðsla, kl. 10 boccia,
kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádegismatur, kl.
12.15 (Bónus), kl. 13 myndlist, kl. 15
kaffi.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
kl. 9–13, boccia kl. 9.30–10.30, helgi-
stund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs
Jóhannssonar, söngstund á eftir. Böð-
un virka daga fyrir hádegi. Fótaað-
gerðir – hársnyrting.
Korpúlfar, Grafarvogi | Áður auglýstri
dansæfingu 1. desember er aflýst.
Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði, kl. 9–16.30
opin vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 14
leikfimi.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu | Spilað UNO í
kvöld kl. 19.30.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handa-
vinna, kl. 9.15–16 postulínsmálun, kl.
10.15–11.45 enska, kl. 11.45–12.45 há-
degisverður, kl 13–16 bútasaumur, kl.
13–16 frjáls spil, kl 13–14.30 leshringur,
kl 14.30–15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.45, hárgreiðsla kl. 9, handmennt kl.
9 til 16, morgunstund og fótsnyrting
kl. 9.30, leikfimi kl. 10, félagsvist kl.
14. Skráning stendur yfir á jólafagn-
aðinn 2. desember kl. 18, allir vel-
komnir, sími 561 0300.
Þórðarsveigur 3 | Bænastund og
samvera kl. 10, Bónus kl. 12, bókabíll-
inn kl. 16.45.
Staður og stund
http://www.mbl.is/sos
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9.
– Fermingarfræðsla kl. 15. Hópur 1.
Áskirkja | Opið hús kl. 10–14. Hin vin-
sæla jólakortagerð í dag. Kaffi og
spjall. Kl. 12 bænastund. Síðan boðið
upp á léttan hádegisverð. Kl. 17.30
kyrrðarstund. Allir velkomnir.
Bústaðakirkja | TTT er félagsskapur
fyrir alla tíu til tólf ára krakka sem
langar til að eiga skemmtilegan vetur
saman. TTT-fundirnir eru á þriðjudög-
um kl. 17 í safnaðarheimilinu. Það
kostar ekkert að vera í TTT. Sjáumst
hress. Nánari upplýsingar eru á
heimasíðu Bústaðakirkju: www.kirkja-
.is.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11,
samvera eftir hádegi. Gestir sr. Magn-
ús og Guðrún Dóra Guðmannsdóttir.
KFUM & KFUK, 10–12 ára kl. 17–18.15.
Opið frá 16.30. Alfanámskeið kl 19.
Fræðsla: Katrín Söebech. www.digra-
neskirkja.is.
Fríkirkjan Kefas | Bænastund kl.
20.30. Allir velkomnir.
Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 13.30–16. Helgistund,
handavinna, spil og spjall. Kaffiveit-
ingar og alltaf eitthvað gott með
kaffinu. Kirkjukrakkar fyrir 7–9 ára í
Rimaskóla kl. 17.30–18.30. Æskulýðs-
félag Grafarvogskirkju kl. 19.30, fyrir
8. bekk. Kl. 20.30 fyrir unglinga í 9. og
10. bekk.
Hallgrímskirkja | Starf með öldruðum
alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–15.
Súpa, leikfimi, kaffi og spjall.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjón-
usta alla þriðjudaga kl. 10.30. Beðið
fyrir sjúkum.
Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur
presta er í Hjallakirkju á þriðjudögum
kl. 9.15–11 í umsjá sr. Sigurjóns Árna
Eyjólfssonar, héraðsprests.
Hjallakirkja | Bæna- og kyrrðarstund
er í Hjallakirkju þriðjudaga kl. 18.
KFUM og KFUK | Ad-fundur KFUK kl.
20. Biblíulestur „Klæðist alvæpni
Guðs“, Efesus 6:11, sr. Frank M. Hall-
dórsson. Allar konur velkomnar.
Kópavogskirkja | Bæna- og kyrrðar-
stund í kirkjunni kl. 12.10.
Laugarneskirkja | Kl. 19.45 trú-
fræðsla. Unnið er með bókina Lífið er
áskorun e. Nicky Gumbel. Gengið inn
um litlar dyr á austurgafli kirkjunnar.
Kl. 20.30 kvöldsöngur í kirkjunni.
Gengið inn um aðaldyr. Þorvaldur Hall-
dórsson leiðir söng. Kl. 21 fyr-
irbænaþjónusta og kaffispjall.
Neskirkja | Barnakór Neskirkju kl. 15.
Fyrir 7 og 8 ár. Stjórnandi Steingrímur
Þórhallsson. Litli kórinn, kór eldri
borgara kl. 16. Stjórnandi Inga J. Back-
man. Nedó, unglingaklúbbur. 8. bekk
kl. 17. 9. bekk og eldri kl. 19.30. Tónað
inn í aðventu kl. 20.30. Tríóið SMS
flytur ítalska og þýska barrokktónlist.
Njarðvíkurprestakall | Spilakvöld
aldraðra og öryrkja í Ytri-Njarðvík-
urkirkju á fimmtudagskvöldum kl. 20.
Umsjón hafa Lionsklúbbur Njarðvíkur,
starfsfólk kirkjunnar og sóknar-
prestur.
MEÐ útkomu þessara tveggja binda
er lokið útgáfu einhvers vinsælasta
bókaflokks, sem út hefur verið gefinn
hér á landi. Það mun hafa verið um
miðja síðustu öld
að Valdimar Jó-
hannsson í Iðunni
hóf útgáfu á „Öld-
inni okkar“, og
síðan fylgdi „Öld-
in sem leið“ í kjöl-
farið. Þessar
bækur hlutu þeg-
ar í stað miklar
vinsældir og
áfram var haldið
að gefa út „Aldir“,
eina í senn og var útgáfan komin aft-
ur á sextándu öld, er þeir Jón Helga-
son ritstjóri og Gils Guðmundsson
lögðu frá sér pennann. Bindin sem
þeir tóku saman munu nú sum hver
ill- eða ófáanleg og væri að minni
hyggju heillaráð að endurútgefa þau
öll, ljósprentuð. Ritröðin er orðin
klassísk og mun marga fýsa að eign-
ast hana alla.
Um hríð leit út fyrir að útgáfu
„Aldanna“ væri lokið og að aldrei
kæmu út bindi um fyrstu fimm aldir
Íslandssögunnar. Góðu heilli brugðu
forráðamenn Iðunnar hins vegar á
það ráð fyrir nokkrum árum að ráða
Óskar Guðmundsson til að taka sam-
an bækur um þær aldir, sem enn
vantaði í safnið. Hann hófst handa
við „Öldina fimmtándu“ og nú er
verkinu lokið. Mun Landnámsöldin
teljast lokabindi ritraðarinnar.
Um þessi tvö bindi þarf ekki að
hafa mörg orð. Þau eru bæði í dæmi-
gerðum aldastíl, upprifjun á minn-
isverðum tíðindum tímabilsins 874–
1100. Frásögnin er sett fram í formi
frétta og bæði eru þessi bindi einkar
skemmtilega myndskreytt. Óskar er
sem fyrr naskur á að finna for-
vitnilegt efni og hefur víða leitað
fanga, eins og vandaðar heim-
ildaskrár hans bera með sér. Öll frá-
sögn hans er framúrskarandi lífleg
og skemmtileg aflestrar og ekki að
efa að hún muni vekja áhuga þeirra
er kynna sér bækurnar og efni
þeirra. Óskar ritar að venju eftirmála
með hvoru bindi, þar sem hann dreg-
ur fram einkenni tímabilsins, sem um
er fjallað, og leggur mat á það. Er að
þeim þáttum góður fengur.
Hlutverk bóka af þessu tagi er um-
fram allt að veita upplýsingar um
sögulegar staðreyndir á áhugaverð-
an og aðgengilegan hátt. Í formála
Landnámsaldar lýsir Óskar tilgang-
inum með samantekt og útgáfu „Ald-
anna“ þannig:
„Öll saga er í einhverjum skilningi
umlukt þoku gleymsku og takmark-
aðrar þekkingar. Því fjær okkur,
þeim mun þéttari þoka. Og eftir því
sem sagan er lengra frá okkur í tíma
og rúmi, þeim mun fleiri eru álitaefn-
in …“ Takmarkanir bóka af þessum
toga eru auðsæjar en kostir þeirra
eru líka allnokkrir. Hversu oft hefur
maður ekki heyrt fólk á miðjum aldri
segja frá því hvernig áhugi á sögunni
lifnaði við að kíkja í Öldina hjá afa og
ömmu eða pabba og mömmu?
Undir þessi orð er óhætt að taka
og ekki að efa að nú munu „Aldirnar“
njóta meiri vinsælda en nokkru sinni
fyrr.
BÆKUR
Sagnfræði
Höfundur: Óskar Guðmundsson.
Útgefandi: Iðunn. Reykjavík 2004.
Landnámsöldin 874–1000, Öldin ellefta.
Jón Þ. Þór
Óskar
Guðmundsson
Aldalok
HALLBERG Hallmundsson hefur
verið mikilvirkur ljóðaþýðandi. Enn
hefur hann sent frá sér tvær bækur,
Sponsið á tunglinu eftir Charles
Simic og Hugrenningar eftir Torgeir
Schjerven. Fyrrnefnda bókin er
mun meiri að efni og innihaldi og
verður hún ein gerð að umræðuefni
hér. Hallberg kynnir höfundinn með
afar greinargóðum inngangi. En
Simic var Júgóslavi, nánar til tekið
Serbi, fæddur í Belgrad 1938, sonur
verkfræðings, en móðirin var tón-
listarkennari. Eftir stríð fluttist fjöl-
skyldan til Bandaríkjanna, fyrst til
New York en síðan til Chicago. Þar
settist Simic í gagnfræðaskóla þar
sem Hemingway hafði numið. Var
daglega minnt á það sem geta má
nærri. Strax á unglingsárum tók
Simic að glugga í skáldskap. Fyrir
valinu urðu frönsku súrrealistarnir.
Leynir sér hvergi að þau kynni hafi
haft varanleg áhrif á ljóðlist hans
sjálfs. Hann tók nær samstundis að
setja saman ljóð en lifði annars á
stopulli vinnu við hitt og þetta eins
og ungra skálda er háttur, sló utan
um ljóð sín og sendi einhverju tíma-
riti í von um birtingu, fékk herleg-
heitin jafnharðan endursend, sló
strax utan um þau aftur og sendi
öðru tímariti sem hafði sama háttinn
á, endursendi sneplana með hraði.
Þannig liðu árin. Þar til hann hlaut
loks nokkra umbun þrjósku sinnar
og þráhyggju. Að sjá ljóð sín á
prenti var þó alltént upphafið!
Dag einn var hann svo kvaddur í
herinn og sendur til Evrópu sem
gerði vitanlega strik í reikninginn.
Þar fleygði hann því sem hann var
þá búinn að yrkja og byrjaði því
næst upp á nýtt. Og þar kom að
gagnrýnendur í Bandaríkjunum
tóku að veita honum athygli með
þeim jákvæða árangri að hann fór að
hlaða á sig verðlaunum. Þar með var
takmarkinu náð. Ef það var þá tak-
markið?
Hallberg fer
nokkuð ofan í
skrif bandarískra
gagnrýnenda um
ljóð Simics, eink-
um þau sem birt-
ust eftir að hann
var orðinn fræg-
ur og verðlaunað-
ur. Flest voru
þau lofsamleg,
ekki samt öll.
Þótt Bandaríkja-
menn væru ekki bundnir af þvílíkri
ljóðlistarhefð sem hagyrðingaþjóðin
hér á Fróni er ljóst að þeir skiptust í
fylkingar eftir svipuðum línum.
Sumir meðtóku með velþóknun súr-
realisma Simics, aðrir sögðu líkt og
hér heyrðist: Þetta er svo sem ekki
merkilegur skáldskapur – ef það er
þá skáldskapur – heldur er þetta
borið fram af rangsnúnum tíð-
aranda. Og tíðarandinn, hvort sem
hann var réttur eða rangur, gerði
gæfumuninn. Simic hafði öldina með
sér.
»Að vísu ritar Simic að hefð súr-
realismans, sem hafnar úrvinnslu og
lífrænu formi, en leggur skáldinu þá
byrði á herðar að vera sífellt
skemmtilegt frá einni ímynd eða
setningu til annarrar,« sagði einn.
»Skáld á borð við Simic segja okkur
kannski ekki mikið um manneskjuna
eða þá veröld sem hún býr í, eða um
mál og verkkunnáttu, en þau segja
okkur talsvert um stundlegan
smekk,« sagði annar.
Hvor tveggja þessi ummæli gefa
til kynna hvar Simic stóð, sem og
önnur skáld á borð við hann á sama
tíma. Í fyrri athugasemdinni segir
að búi ljóð ekki yfir lífrænni skír-
skotun verði skáldið að vera »sífellt
skemmtilegt.« Vafi leikur á að þau
orð geti almennt átt við ljóð Simics.
Hins vegar lýsa ljóð hans ósvikinni
tómhyggju og kaldhæðni sem auð-
veldlega skilst. Stundum er textinn
kryddaður með bláköldum hálfkær-
ingi sem hver meðalgreindur lesandi
getur samstundis áttað sig á, sam-
anber ljóðin: Heimsmynd Karons,
Skóli skuggalegra hugsana, Sagan
og Arfur.
Súrrealisminn, sem kom upp í
Suður-Evrópu við lok fyrra stríðs,
sprottinn upp af stríðsþreytu, rang-
hverfu hugsjónanna og nýjustu
kenningum í sálfræði, einkum Jungs
og Freuds, var nokkuð lengi að ber-
ast yfir Atlantsála en var líka tekið
fagnandi meðal ungra og óþreyju-
fullra þegar hann loks rak að landi í
norðri og vestri. Róttækar nýjungar
finna sér einatt formælendur í hópi
ungra og framsækinna sem segja
um leið skilið við hvaðeina sem kall-
ast hefð og venja, dæma það úrelt og
einskis nýtt. Í gleði sinni líta þeir svo
til að loks sé skáldskapurinn kominn
á endastöð. Hið nýja verði um aldur
og ævi nýtt og frekari breytinga sé
ekki þörf meðan heimur stendur. En
tíminn líður. Hinir ungu eldast og
hreiðra um sig í ráðum og stofn-
unum sem útdeila nafnbótum og
heiðri. Þar með hafa nýjungarnar
náð því takmarki að vera viður-
kenndar og verðlaunaðar. Loks
verða hinir ungu gamlir og hið nýja
verður gamalt. Einnig Simic sem
orðinn er prófessor!
Það er lofsvert að Hallberg skuli
hafa tekið sér fyrir hendur að snúa
þessum ljóðum Simics á íslensku og
koma þeim hér út þó seint sé. Inn-
gangsgrein hans er áhugaverð og
reyndar bráðnauðsynleg ljóðanna
vegna. Allir, sem langar að kynna
sér ljóð skáldsins, skyldu renna yfir
hana fyrst. Súrrealisminn er ekki
með öllu dauður og grafinn hvað sem
öðru líður. En hann hefur bæði fjar-
lægst og endurnýjast, lagað sig að
breyttum heimi. Hann heldur því
enn ítökum sínum í bókmennta-
samfélaginu – að heita má! Enn sem
fyrr er því bæði rétt og skylt að
skoða hvaðan hann kom og hvert
hann fer.
BÆKUR
Ljóðaþýðingar
Valin ljóð eftir Charles Simic. Þýð. Hall-
berg Hallmundsson. 86 bls. Útg. Brú.
Reykjavík, 2004
Sponsið á tunglinu
Erlendur Jónsson
Hallberg
Hallmundsson
Bakhlið veruleikans
ANDVARI, rit Hins íslenska þjóðvina-
félags, er kominn út. Þetta er 129. ár-
gangur ritsins, hinn 46. í nýjum flokki.
Að þessu sinni er
aðalgreinin ævi-
ágrip Auðar Auð-
uns, alþingis-
manns og
ráðherra, eftir
Björgu Ein-
arsdóttur. Auður
varð fyrst ís-
lenskra kvenna til
að ljúka embættisprófi í lögfræði. Eftir
það var hún lögfræðingur Mæðra-
styrksnefndar, sat í bæjar- og borg-
arstjórn Reykjavíkur í aldarfjórðung,
lengi sem forseti borgarstjórnar og um
skeið borgarstjóri, fyrst kvenna. Auður
sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn
1959-1974 og var dómsmálaráðherra
1970-1971, fyrst íslenskra kvenna á
ráðherrastóli. Hún var því brautryðjandi
meðal kvenna með ýmsum hættu. Alls
staðar naut hún trausts og virðingar.
Meðal annars efnis er Kristur og
framtíðarlandið, um trúarleg minni í
ljóðum Jóhannesar úr Kötlum, eftir
Hjalta Hugason, Jón Sigurðsson á 21.
öld eftir Gunnar Karlsson og Stephan
G. og módernisminn eftir Guðrúnu
Björk Guðsteinsdóttur, en tvær síðast-
töldu greinarnar eru samdar í tilefni af
útkomu nýrra ævisagna þessara þjóð-
skörunga. Einnig er grein um það
hvernig farfuglahreyfingin barst til Ís-
lands eftir Marion Lerne.
Þá skrifar Gunnar Stefánsson rit-
stjóri inngang um pólítíska atburði á
liðnu sumri, þegar forseti Íslands synj-
aði lögum frá Alþingi undirskriftar og
eftirmál þeirrar neitunar.
Söguleg umræða
í Andvara
Andvari er 160 bls, prentaður í
odda, en aðsetur ritsins og
dreifing er hjá Sögufélagi, Fischer-
sundi 3.
KVIKMYND Ágústs Guðmundssonar,
Land og synir, frá árinu 1980 verður
sýnd í kvöld kl. 20 í Bæjarbíói í Hafnar-
firði, en það er Kvikmyndasafn Íslands
sem stendur fyrir sýningunni.
Myndin gerist í kreppunni og fjallar
um þá togstreitu að yfirgefa sveitina og
búskapinn og setjast að í þéttbýli. Að-
alpersóna sögunnar er Einar, ungur mað-
ur sem býr með föður sínum á litlu býli.
Nágrannarnir eiga gjafvaxta dóttur og er
náið samband milli hennar og Einars.
Einar reynir að sannfæra föður sinn um
að best sé að selja landið og flytjast á
brott. Eitt frægasta atriði myndarinnar,
og um leið ein af helstu senum íslenskr-
ar kvikmyndagerðar er atriðið þar sem
Einar lógar hestinum sínum og skilur
þannig endanlega við lífið sem hann
þekkti.
Land og synir er fyrsta myndin sem
Kvikmyndasjóður Íslands styrkti og með
henni urðu ákveðin þáttaskil, komið var
vor í íslenskri kvikmyndagerð, segir í til-
kynningu Kvikmyndasafns.
Land og synir í Bæjarbíói
Sýningar Kvikmyndasafns Íslands
eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6,
Hafnarfirði alla þriðjudaga kl.
20:00 og laugardaga kl. 16:00.
Miðasala opnar hálftíma fyrir sýn-
ingu og miðaverð er kr. 500.
DAGBÓK