Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra ítrekaði á Alþingi í gær að engin breyting væri á stefnu ís- lenskra stjórnvalda varðandi Írak. Lét hann þau orð falla í umræðum um málefni Íraks í upphafi þingfund- ar. Tilefni umræðnanna voru um- mæli Hjálmars Árnasonar, þing- flokksformanns Framsóknarflokks- ins, í sjónvarpsþættinum Silfur Egils um helgina. Í þættinum kvaðst Hjálmar vera opinn fyrir því að end- urskoðað verði allt ferlið sem tengist stuðningi Íslands við Íraksstríðið. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna og sagði ummæli Hjálm- ars eftirtektarverð. „Vekur það al- veg sérstaka athygli að hér talar for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins og forystumaður í hópi þingmanna þess flokks á Alþingi. Hann lætur þess að vísu getið í prentmiðli í morgun, Morgun- blaðinu, að hann tali fyrir sjálfan sig en ekki fyrir hönd þingflokksins. Engu að síður hljóta það að teljast tíðindi þegar stjórnarliðar eru að tína tölunni í þeim staðfasta stuðn- ingi við innrásina í Írak forðum daga.“ Halldór Ásgrímsson kom næstur í pontu og ítrekaði, eins og áður sagði, að engin breyting væri á stefnu ís- lenskra stjórnvalda varðandi Írak. „Við fögnum því að Saddam Hussein er farinn frá. Við styðjum lýðræð- isuppbygginguna í Írak og við styðj- um að vinna á grundvelli samþykkt- ar Sameinuðu þjóðanna nr. 1546 um endurreisn í Írak. En ég held að það sé kominn tími til að Samfylkingin geri grein fyrir hvaða stefnu hún hefur í sambandi við þessi mál.“ Að þeim orðum mæltum var kallað utan úr þingsal að stefna Samfylk- ingarinnar væri skýr í þessum mál- um. Þá sagði ráðherra: „Er hún skýr já? Þá spyr ég: Styður Samfylkingin lýðræðisuppbyggingu í Írak? Styður Samfylkingin endurreisn í Írak? Er Samfylkingin sammála sósíaldemó- krötum í Danmörku?“ Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem næstur var á mælendaskrá, gagnrýndi Halldór m.a. fyrir að svara því ekki hvort hann væri sammála Hjálmari Árna- syni. „Hann [forsætisráðherra] kem- ur upp í stólinn og segir okkur ekki einu sinni hvort háttvirtur þingmað- ur Hjálmar Árnason er skilinn við flokkinn eða hvort hann er enn þá í heitum ástartengslum við hann.“ „Gamall afturhalds- kommatittsflokkur“ Áfram var rætt um fyrrgreind ummæli Hjálmars og sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, að Hjálmar hefði með þeim mælt djarflega. Hann gæti jafnframt sýnt þá afstöðu í verki með því að styðja þingsályktunartillögu stjórnarandstöðuflokkanna um að Ísland verði tekið af lista hinna sjálf- viljugu þjóða. Össur beindi síðan orðum sínum að forsætisráðherra og sagði það rétt að Samfylkingin væri á móti innrásinni í Írak. „Munurinn á forsætisráðherra Íslands á annan bóginn og forsætisráðherra Dana á hinn bóginn er sá að forsætisráð- herra Dana hleypur ekki á flótta undan umræðunni eins og hæstvirt- ur forsætisráðherra, Halldór Ás- grímsson.“ Davíð Oddsson utanríkisráðherra kom næstur í pontu og sagði að hvergi í heiminum ætti sér stað um- ræða af þessu tagi nema hér. „Að taka landið af listanum yfir staðfast- ar þjóðir sem landið var á áður en til stríðsins kom – það fer engin svona vitleysisumræða fram nema hér. Og háttvirtur þingmaður Hjálmar Árnason var í þætti þar sem var yf- irgengilega vitleysisleg umræða. Hann sýndi mikið þrek að vera í þættinum jafnlengi og hann var og talaði manna skynsamlegast í þætt- inum. Ég tel að allt of mikið sé úr orðum hans gert þó að hann segi í þætti af þessu tagi að hann geti skoðað alla hluti og alla þætti. Hvað er að því að þingmaður lýsi slíku yf- ir? Ég tek bara dæmi af sjálfum mér. Ég fór á Landspítalann og það var skorið úr mér krabbamein og ég þurfti að samþykkja það fyrir fram áður en það var gert. Það var ekki nákvæmlega vitað hvað út úr því mundi koma. Hvað myndu menn segja uppi á Landspítala ef ég kæmi þangað til að taka til baka samþykki mitt fyrir uppskurði? Það yrði bara litið á mig sem hvert annað fífl vegna þessarar umræðu. Vitanlega dettur engum þetta í hug nema Samfylk- ingunni að fara þessa leið. Og þegar menn tala um að þarna hafi einhverj- ir menn skrökvað. Það er algerlega ljóst að leyniþjónusta Breta og Bandaríkjamanna voru ekki með nægilega markvissar og skynsam- legar skýringar og upplýsingar. En búið er að rannsaka það í báðum ríkjunum með lýðræðislegum hætti og viðurkennt bæði af stjórn og stjórnarandstöðu að hvorug ríkis- stjórnin laug nokkru til og við byggðum auðvitað á því. Við vildum að krabbameinið Saddam Hussein yrði skorið í burtu og síðan hæfist endurhæfing. Það eru allir með end- urhæfingunni í Írak nema Samfylk- ingin á Íslandi. Norðmenn sem ekki voru með standa núna með því sem er að gerast í Írak. En Samfylkingin er eins og gamall afturhaldskomma- tittsflokkur og ætlar sér aldrei að verða stór og getur þess vegna ekki stutt verðugt verkefni eins og þetta.“ Höfuðpaurarnir sjái að sér Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, blandaði sér einnig í um- ræðuna og sagði: „Það er spurning hvort sómi Alþingis er fólginn í því að ræða þetta alvarlega mál á þeim nótum sem hér er gert og með myndlíkingum af því tagi sem not- aðar eru.“ Hann sagði þetta mál tví- þætt. Annars vegar snerist það um það hvernig það hefði gerst að Ísland hefði birst á lista hinna vígfúsu þjóða og hins vegar snerist það um það sem væri að gerast í Írak. „Auðvitað væri það fagnaðarefni ef stjórnar- sinnar væru að byrja að sjá að sér í þessu máli, eins og kannski mátti ætla af háttvirtum þingmanni Hjálmari Árnasyni í nefndum sjón- varpsþætti – hafi hann verið með fullri meðvitund sem við hljótum að gera ráð fyrir. Það kemur samt fyrir lítið á meðan höfuðpaurarnir tveir sem einir hafa borið ábyrgð á þessu allan tímann, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson, sjá ekki að sér.“ Þegar hér var komið sögu kom Guðmundur Árni Stefánsson aftur í pontu og sagði m.a.: „Ef það að opna hér umræðu um Írak og tilurð Íraks- innrásarinnar hinn 20. mars þýðir að ég verði hér uppnefndur afturhalds- kommatittur, kratinn úr Hafnarfirði, verður svo að vera. Það breytir ekki hinu að ég mun halda áfram að halda á lofti þessari umræðu hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Ef menn kjósa að fara í gamla kalda- stríðshaminn um komma, krata og íhald og allt það hér verður það líka svo að vera.“ Fjallaði þingmaðurinn síðan aftur um Íraksmálið og sagði: „Það veit hver einasti maður og það er búið að staðfesta hér mörgum sinnum að Samfylkingin styður vitaskuld Sam- einuðu þjóðirnar í uppbyggingu í Írak. Það gefur augaleið, landið er í rjúkandi rúst eftir þau átök sem þar hafa farið fram og vitaskuld er það skylda okkar allra að freista þess að byggja þar upp með viti bornum hætti.“ Hælkrókur Hjálmars Hjálmar Árnason var næstur í pontu og spurði m.a. hvert hlutverk stjórnmálamanna væri. „Er það ekki hlutverk okkar allra sem höfum gef- ið okkur í stjórnmál að vilja skoða mál og fara yfir þau? Erum við ekki stöðugt að gera það, í hverju einasta máli? Ég tel, og hef sagt það, ekkert óeðlilegt fyrir okkur að skoða að- draganda þessa máls. Ákveðnar for- sendur komu fram sem síðar reynast ekki réttar. Á þeim tíma sem þær komu fram trúðu menn því að slíkar forsendur væru réttar.“ Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að sífellt fleiri rök bentu til þess að ákvörð- unin um stuðning Íslendinga við Íraksstríðið hefði verið tekin af for- mönnum stjórnarflokkanna. Hann benti á að Hjálmar hefði sagt að eng- ar samþykktir hefðu verið gerðar um aðildina að Íraksstríðinu. „Er hann þar með annar þingmaður flokksins sem staðfestir það. Krist- inn H. Gunnarsson hefur staðfest það áður, og fékk frekar bágt fyrir.“ Halldór Ásgrímsson sagði undir lok umræðunnar að Samfylkingin tönnlaðist stöðugt á því að það ætti að„taka okkur af einhverjum lista,“ eins og hann orðaði það. Síðan sagði hann: „Hvað þýðir það að taka sig af þeim lista? Það þýðir að láta af stuðningi við uppbygginguna í Írak[…]. Vita ekki þingmenn Sam- fylkingarinnar að innrásin er löngu búin? Ef við tækjum þá ákvörðun núna værum við að taka til baka stuðning okkar við uppbygginguna í Írak.“ Halldór beindi einnig orðum sín- um að Guðmundi Árna: „Háttvirtur þingmaður Guðmundur Árni Stef- ánsson sagði að flokkurinn styddi ályktun 1546 frá Sameinuðu þjóðun- um sem gerir ráð fyrir viðveru liðs- ins í Írak, liði Bandaríkjanna, Breta og Dana. Á þá að skilja það svo að Samfylkingin styðji lýðræðisupp- bygginguna í Írak og veru hersins í Írak? Það lá fyrir þegar ríkisstjórnin tók afstöðu til þessa máls á sínum tíma að við lofuðum því að styðja að uppbyggingu í Írak.“ Davíð Oddsson tók síðastur til máls í þessum umræðum. Beindi hann þar einnig orðum sínum að Guðmundi Árna: „Það eru merkileg tíðindi sem maður gat lesið út úr orð- um háttvirts þingmanns Guðmundar Árna Stefánssonar, að Alþýðuflokk- urinn gamli sé aftur kominn með töluverð ítök í Samfylkingunni og styðji núna veru hersins í Írak. Það hefur maður ekki getað skilið á um- ræðunum að undanförnu.“ Sagði Davíð merkilegt að þetta hefði náðst fram í þessari umræðu. „Og ég þakka háttvirtum þingmanni Hjálm- ari Árnasyni þennan laglega hæl- krók til að fá þessa niðurstöðu fram.“ Snörp orðaskipti á þingi um ummæli Hjálmars Árnasonar Til snarpra orðaskipta kom milli stjórnar og stjórnarandstæðinga á Alþingi í gær, er rædd voru ummæli Hjálmars Árnasonar, þingflokks- formanns Fram- sóknarflokksins, um málefni Íraks, í fjöl- miðlum um helgina. Morgunblaðið/Kristinn Ummæli Hjálmars Árnasonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, urðu tilefni snarprar umræðu um málefni Íraks á Alþingi í gær. Hér er hann ásamt Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri grænna. BANKAR og sparisjóðir veittu fast- eignaveðtryggð lán til 4.930 ein- staklinga á tímabilinu frá 23. ágúst sl. til loka október. Var heildar- fjárhæð lánanna 55,3 milljarðar kr. Kemur þetta fram í skriflegu svari Valgerðar Sverrisdóttur við- skiptaráðherra við fyrirspurn Jó- hönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Í svarinu segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um skiptingu þessara lána annars vegar til fasteignakaupa og hins vegar til endurfjármögnunar. Í svarinu segir einnig að yfirdrátt- arlán heimila í bönkum og sparisjóð- um landsins hafi numið 56 millj- örðum kr. hinn 31. desember 2003 en nær 61 milljarði kr. hinn 30. sept- ember sl. Sýni aðhald á næstu árum Í fyrirspurninni spyr þingmað- urinn hvort ráðherra telji að mikil út- lán banka og sparisjóða ógni stöð- ugleika í efnahagslífinu og hvort bregðast þurfi við til að sporna við þenslu. Um það segir í svari ráð- herra: „Ný lán banka og sparisjóða til fasteignakaupa eru mikil framför á íslenskum lánamarkaði. Ekki ligg- ur fyrir á þessu stigi hvort almennt sé um ný lán eða endurfjármögnun er að ræða en búast má við að lánin örvi bæði eftirspurn eftir húsnæði og einkaneyslu í einhverjum mæli. Það er því ekki hægt að segja til um það nú hvort þessi útlán ógni stöðugleika og hvort ástæða sé til að bregðast við. Hins vegar hefur útlánavöxtur innlánsstofnana almennt verið um- talsverður allt frá árslokum 2002 og var t.d. 12 mánaða aukning útlána á fyrri hluta þessa árs yfir 30%. Þessi þróun útlánaaukningar, sem og þensla á fasteignamarkaði, staða kjaraviðræðna og stóriðjufram- kvæmdir, gerir það að verkum að mikilvægt er að ríkisstjórn og Seðla- banki sýni aðhald í ríkisfjármálum og peningamálastefnu á næstu árum.“ 4.930 einstak- lingar fengu 55,3 milljarða að láni FJÁRHAGSVANDA sjúkrahússins Vogs má rekja til þess að stofnunin hefur veitt sjúklingum þjónustu um- fram það sem gert er ráð fyrir í þjónustusamningi ríkisins og sjúkra- hússins, að sögn Jóns Kristjáns- sonar heilbrigðisráðherra. „Vafalaust er þessi aukna þjón- usta sem þeir hafa veitt til komin vegna þarfar en við þurfum að fara yfir það hvernig við mætum þessari þörf,“ segir ráðherra, sem vill ræða málin við forsvarsmenn Vogs. „Ég tel auðvitað að ef um ein- hverjar breytingar á samningnum er að ræða þá þurfi menn að setjast yfir það. Og við þurfum líka að meta það okkar megin hvaða þjónustu við viljum kaupa af þeim og hvaða þjón- usta er fáanleg annars staðar fyrir þessa hópa.“ Beðið eftir úttekt á meðferðarúrræðum Í þjónustusamningi beggja aðila er skilgreind þjónusta sem ríki kaupir af Vogi. Að sögn ráðherra hafa báðir aðilar staðið við samning- inn og eina breytingin sem gerð hef- ur verið á honum sé að ráðuneytið viðurkenni nú lyfjakostnað vegna ópíumfíklameðferðar sem fer vax- andi. „Síðan hafa þeir veitt meiri þjón- ustu heldur en samningurinn gerir ráð fyrir. Hallarekstur hefur farið vaxandi hjá þeim út af því,“ segir ráðherra og segir að aukinn halla- rekstur megi einnig rekja til þess að möguleikar til eigin fjármögnunar hafi farið minnkandi. Að sögn ráð- herra er nú beðið álits nefndar sem falið var að gera heildstæða úttekt á meðferðarúrræðum og hvernig með- ferðarmálum sé best fyrir komið. Niðurstöðu sé að vænta innan tíðar. Hefur veitt þjónustu um- fram samning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.