Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
K
æra Grýla.
Ég skrifa þér
þetta bréf af því að
ég veit að þú ert
mamma jólasvein-
anna. Um daginn skrifaði ég
nefnilega bréf til Giljagaurs þar
sem ég óskaði eftir jafnrétti í
jólagjöf. Ástæðan fyrir því að ég
valdi Giljagaur er sú að síðast
þegar ég bar upp ósk við hann
um að eignast snúsnúband rætt-
ist hún. Mér hefur ekki borist
svar frá Giljagaur en hins vegar
svaraði mér maður í gær, mánu-
dag. Hann hélt því fram að jóla-
sveinar væru ekki til. Ekki veit
ég hvaðan hann hefur þá vitn-
eskju en kannski veit hann meira
en við hin um jólasveina, álfa,
geimverur og jafnvel guð. Það
skrýtnasta er
að hann vildi
samt fá að
þykjast vera
Giljagaur.
Þessi maður
virðist hafa
áhyggjur af geðheilsu minni. Það
er kannski skiljanlegt miðað við
allt sem ég benti á í bréfinu til
Giljagaurs. Þar sagði ég meðal
annars frá því að oftar en einu
sinni hef ég lent í því að hitta eða
sjá menn sem ég veit að hafa
nauðgað. Ástæðan fyrir því að ég
veit það er sú að ég þekki fórn-
arlömbin. Ég hef horft á þau
gráta. Í framhaldinu lýsti ég lík-
amlegum afleiðingum þessarar
óstjórnlegu reiði sem grípur mig
við að sjá þessa menn. Einhverra
hluta vegna hélt „Giljagaur“ að
mér liði svona illa af ótta við að
mennirnir myndu nauðga mér en
það kemur hvergi fram í mínu
bréfi. Hann heldur því líka fram
að ég lifi í stöðugum ótta við að
verða nauðgað. Ég þykist nú
reyndar ekki kannast við að ótti
stjórni mínu lífi á einn eða annan
hátt en ég skal alveg viðurkenna
að ég verð stundum fjári reið.
Ég var nefnilega ekkert að
grínast í bréfinu mínu til Gilja-
gaurs þegar ég sagði að u.þ.b.
önnur hver kona í kringum mig
hefði verið misnotuð kynferð-
islega. (Nú get ég einungis fullyrt
um þær konur sem ég hef svo
gott samband við að við ræðum
þessi mál.) Ég vonaðist að sjálf-
sögðu til að þetta væri und-
antekning þangað til um daginn
að kunningi minn tjáði mér að
hlutfallið væri það sama í kring-
um hann. Það er ansi hátt hlutfall
og ætti að svara spurningu
„Giljagaurs“ um líkurnar á því að
mér eða annarri konu verði eða
hafi verið nauðgað.
„Giljagaur“ segist líka þreyttur
á flestu sem byrjar á kvenna og
endar t.d. á -guð, -hlaup og
-framboð og kallar málflutning
kvenna kvennaáróður. Ég held,
Grýla, að hann geri sér ekki
grein fyrir að forskeytið „karla“
er aldrei notað fyrir framan allt
sem tilheyrir körlum. Ég sit
nefnilega undir stöðugum áróðri
en einhvers staðar í ferlinu
gleymdist að skeyta „karla“ fyrir
framan hann. Ég segi það sama
við þig og ég sagði í bréfinu mínu
til hins sanna Giljagaurs að ég er
orðin leið á að vera frávik frá
norminu.
Kæra Grýla. Um daginn var
maður fundinn sekur um að hafa
beitt konuna sína ofbeldi. Reynd-
ar er það skuggalega algengt hér
á Íslandi sem og annars staðar að
eiginmenn beiti konurnar sínar
ofbeldi en það fer sjaldnast fyrir
dóm. Í þessu tilviki ákvað dóm-
arinn að hafa dóminn skilorðs-
bundinn með vísun í það að kon-
an hefði skapraunað manninum.
Ég held að það sé þetta mál sem
„Giljagaur“ skrifar um og
hneykslast á því að fólk hafi mót-
mælt dóminum. Ég verð samt að
vera sammála „Giljagaur“ í því
að það er erfitt að mynda sér
marktæka skoðun ef maður
þekkir ekki málavöxtu. En ég
held það sé ekkert erfitt að
mynda sér skoðun á dómi. Það
var nefnilega dómurinn sem
gerði fólk reitt enda hefði enginn
vitað af ofbeldinu ef ekki væri
fyrir dóminn.
Í bréfinu vísar „Giljagaur“ í
ritgerð um ástæður nauðgana.
Hann segir að höfundur hafi
stundað nám við heimspekideild
Háskóla Íslands og segir í fram-
haldinu að BA-ritgerðir séu
sjaldan merkileg plögg. Ég þyk-
ist nokkuð viss um að hann sé að
vísa til meistararitgerðar Guð-
rúnar Guðmundsdóttur um af
hverju karlar nauðga. Ritgerðin
er reyndar úr félagsvísindadeild,
nánar tiltekið mannfræði. Ég
kemst ekki hjá því að velta fyrir
mér hversu marktæk skoðun
„Giljagaurs“ er á „BA-ritgerð-
um“ til meistaraprófs ef hann
þekkir ekki málavöxtu betur en
þetta.
„Giljagaur“ talar um að ég eigi
að hugsa jákvætt. Ég held ég sé
reyndar yfirleitt frekar jákvæð
en ég get ómögulega séð að það
sé eitthvað jákvætt við kynjamis-
rétti og nauðganir.
En veistu, Grýla, að það sem
ég held að raunverulega valdi
þessum óróa hjá „Giljagaur“ er
að ég bendi á að langflestir of-
beldismenn eru karlar og þessi
tilhneiging mín til að tala um of-
beldi karla gegn konum sem já,
ofbeldi karla gegn konum. Einu
sinni þegar ég var yngri, um
svipað leyti og ég eignaðist
snúsnúbandið, þá lærði ég að þótt
allir þorskar séu fiskar er ekki
þar með sagt að allir fiskar séu
þorskar. Ég held að þetta eigi
mjög vel við í þessari umræðu.
Eflaust á ég heima í þeim hópi
sem „Giljagaur“ kallar svekktar
konur. Og kæra Grýla, ég verð að
játa að ég er svekkt. Ég er
svekkt yfir öllu því misrétti sem
ég og kynsystur mínar stöndum
frammi fyrir daglega. Og ég er
svekkt yfir því að þegar ég bendi
á það rís einhver karl upp og
reynir að gera mig ómerka orða
minna með yfirlýsingum um geð-
heilsu mína. Ég er svekkt yfir að
þessi sami karl geri lítið úr mál-
flutningi allra kvenna og að hann
líki reiði minni yfir því hversu al-
gengar nauðganir eru við meint-
an ótta Bandaríkjamanna við allt
sem er óþekkt.
Kæra Grýla, ég býst ekkert
endilega við svari frá þér en þú
getur kannski hnippt í hinn
sanna Giljagaur og bent honum á
þessa umræðu sem á sér stað hér
í mannheimum.
Þín einlæg, Halla.
Jafnrétti
um jólin II
Ég held ég sé reyndar yfirleitt frekar
jákvæð en ég get ómögulega séð að
það sé eitthvað jákvætt við kynjamis-
rétti og nauðganir.
VIÐHORF
Eftir Höllu
Gunnarsdóttur
hallag@mbl.is
NÚ ER mikið rætt um skatta-
mál bæði innan veggja Alþingis
og utan. Umræðan snýst aðallega
um áform ríkisstjórnarinnar um
lækkun á tekjuskatti einstaklinga
um fjögur prósentustig á næstu
þremur árum.
Tekjuskattur er
harðneskjulegur
skattur. Ríki og sveit-
arfélög smeygja
krumlunni beint í
launaumslögin. Að-
gerðin jafngildir því
að í launaumslagið
komi miði frá því op-
inbera eitthvað í
þessum dúr: „Kæri
launþegi. Við höfum
tekið það sem við
þurfum, þú mátt eiga
afganginn.“
Tekjuskatturinn hefur í flestum
löndum verið misnotaður umfram
aðra skatta. Þótt horfið hafi verið
frá mestu öfgum í þessu efni á
síðustu árum eru almenn skatt-
hlutföll ennþá mjög há, mun
hærri en skattgreiðendum finnst
eðlilegt og sanngjarnt. Skýrustu
máli um það tala gífurleg skatt-
svik og sífelld viðleitni þrýstihópa
til fá skattalögum breytt sér í
hag.
Hér á landi er almennur tekju-
skattur til ríkis og sveitarfélaga
rúmlega 38% á yfirstandandi ári
en þar við bætast 4% af tekjum
umfram visst mark. Eins og
kunnugt er geta jaðarskattar þó
orðið mun hærri en þessar pró-
sentur sýna vegna þeirra tekju-
tenginga sem felast í núgildandi
skatta- og bótakerfi.
Hvatning til að afla sér hærri
launa með betri menntun og
meira vinnuframlagi hlýtur að
bíða hnekki vegna þessarar óhóf-
legu skattheimtu. Ungt fólk, sem
ekki fæðist með silfurskeið í
munninum, á mjög erfitt upp-
dráttar við þessar aðstæður. Leið
þess til bjargálna er löng og
ströng og margir festast end-
anlega í fátæktargildrum skatta-
kerfisins.
En er það þó ekki jákvætt við
þetta harðneskjulega tekjuskatts-
kerfi að allir sitja þar við sama
borð? Gilda ekki að sjálfsögðu
sömu skattareglur og sama
skattaframkvæmd um allar tekjur
þannig að í reynd stöndum við
sameiginlega undir rekstri hins
opinbera og kostnaði við velferð-
arkerfið? Nei, því miður er það
ekki þannig. Lítum á það.
Hér voru sett illa undirbúin lög
í árslok 2001 sem skapa þeim,
sem semja við
sjálfa sig um laun í
eigin atvinnu-
rekstri, rúma
möguleika til að
flytja hluta af
tekjum sínum úr
38% eða 42%
skatti í 26% skatt.
Þetta atriði er
drifkrafturinn í
hinni stórfelldu
einkahluta-
félagavæðingu.
Auk óþolandi mis-
réttis er afleiðing
þessa meðal annars tekjutap
sveitarfélaganna sem nemur að
minnsta kosti einum milljarði á
hverju ári.
Fjármagnstekjuskattur á ein-
staklinga er 10% en eins og áð-
ur segir er almennur skattur á
laun rúmlega 38%. Vissulega
þarf að skoða ýmis tæknileg at-
riði þegar fjármagnstekjuskatt-
ur er borinn saman við skatt á
laun en ekki verður þó séð að
fram hafi komið skýringar sem
réttlæta þennan gífurlega mis-
mun á skatthlutföllunum.
Ríki og sveitarfélög verða af
tugum milljarða á ári vegna
skattsvika. Í landinu virðist
ríkja töluverð samúð með þeim
hetjum sem krefjast fullrar og
vaxandi þjónustu frá hinu op-
inbera en láta aðra borga
skattana fyrir sig.
Ég tel að sjálfgefið fyrsta skref
í skattamálum við þessar að-
stæður sé myndarleg lækkun á
tekjuskatti launafólks. Vænt-
anlega mun reynast full ástæða
til að taka frekari skref til
lækkunar að loknum eftirfar-
andi athugunum og aðgerðum:
Endurskoðun hinna fljótfærn-
islegu skattalagabreytinga á
árinu 2001 og úttekt á skatta-
legum áhrifum einkahluta-
félagavæðingar undanfarinna
ára. Í því sambandi þarf meðal
annars að gera skýra grein fyr-
ir skattalögum og skattafram-
kvæmd á þessu sviði í nálægum
löndum, sbr. til dæmis um-
fangsmikil ákvæði í írskum lög-
um um skattameðferð þeirra
sem taka laun hjá eigin hluta-
félagi (ákvæði um „close comp-
anies“ og „service companies“).
Úttekt á fjármagnstekjuskatt-
inum. Endurskoða þarf viss at-
riði er varða skilgreiningu á
skattstofninum og endurmeta
skatthlutfallið að því loknu.
Mismunur á skatthlutföllum
fjármagnstekna og launa þarf
að byggjast á skýru mati á
mismun skattstofnanna. Í því
sambandi verði þó ekki hlustað
á þá staðhæfingu að fjármagns-
tekjur þurfi að skattleggja
vægar en launatekjur vegna
þess að unnt sé að fara með
fjármagnið í felur en launþegar
geti ekki falið sig!
Tekist verði af alvöru á við
skattsvikavandann. Líklega
yrði stærsta skrefið til úrbóta
að lækka hina almennu tekju-
skattsprósentu verulega.
Ríkisstjórnin á hrós skilið fyrir
áform sín um lækkun tekjuskatts-
ins. Í hópi stjórnarþingmanna eru
margir sem tala skýru máli um þá
höfuðnauðsyn að skapa launafólki
skattaleg skilyrði til að vinna sig
frá þröngum efnahag til bjargálna.
Að mér læðist að vísu sá grunur
að innan stjórnarflokkanna gæti
töluverðra timburmanna eftir hina
illa unnu lagasetningu á árinu
2001 og að skattatillögurnar nú
séu að nokkru viðbrögð við þeim
timburmönnum.
Ég átta mig hins vegar ekki á
afstöðu stjórnarandstöðunnar og
launþegasamtaka sem hafa látið til
sín heyra um fyrirhugaða lækkun
tekjuskattsins. Við þær aðstæður
sem að framan er lýst hefði ég bú-
ist við stuðningi þessara aðila við
aðgerð sem réttir skattalegan hlut
launþega að nokkru í samanburði
við aðra skattgreiðendur.
Lækkun tekjuskatts
Sveinn Jónsson fjallar
um tekjuskatt ’Tekjuskatturinn hefurí flestum löndum verið
misnotaður umfram
aðra skatta.‘
Sveinn Jónsson
Höfundur er löggiltur endurskoðandi.
MANSAL er orðið eitt af
stærstu og erfiðustu vandamálun-
um sem heimurinn stendur frammi
fyrir í dag. Á hverjum degi ganga
börn kaupum og sölum eins og
hverjar aðrar neyslu-
vörur. Talið er að ár-
lega séu 1,2 milljónir
barna seldar á milli
landa og notaðar sem
ódýrt vinnuafl eða í
kynlífsþrælkun. Í slík-
um aðstæðum má
segja að barnæskunni
sé rænt; börn eru
varnarlaus gegn of-
beldi og hljóta lík-
amlegan sem og sál-
rænan skaða af.
Kynlífsþrælkun er al-
gengasta ástæða þess
að börn eru seld milli
landa og í flestum tilfellum eru
fórnarlömbin stúlkur. Auk þess er
talið að í dag séu 2 milljónir barna
misnotaðar í klámiðnaðinum eða
þvingaðar til vændis.
Mansal er algengt í löndum þar
sem fátækt og atvinnuleysi er mik-
ið og menntunarstig er lágt. Þeir
sem stunda mansal nýta sér ör-
birgð annarra landa og á mjög
skipulagðan hátt lokka þeir til sín
stúlkur sem eru í vanda staddar.
Það sem við
verðum helst
vör við á
Vestur-
löndum eru
stúlkur sem
seldar eru
frá Austur-
Evrópu,
löndum fyrrum Sov-
étríkjanna og jafnvel
frá enn fjarlægari
stöðum. Þær eru seld-
ar í vændi, sem ódýrt
vinnuafl eða þvingaðar
í hjónaband. Við
sjáum þó aðeins brot
af því alþjóðlega man-
sali sem viðgengst í
heiminum í dag. Í Afr-
íku og Asíu eru börn
seld á milli landa í
stórum stíl hvort held-
ur sem er í vinnu- eða
kynlífsþrælkun.
Mansal er mjög falið og því er
ekki auðvelt að uppræta það. Flest
lönd hafa engin sérstök lög sem ná
yfir mansal og erfitt er að fá
fórnarlömb þess til að segja frá
reynslu sinni af hræðslu við að
vera lögsótt og rekin úr landi sem
ólöglegir innflytjendur.
Í kjölfar mansals er líklegt að
neysla eiturlyfja aukist sem og
tíðni HIV/alnæmis. UNICEF hefur
brugðist við þessu og stendur nú
að fjölda verkefna sem miða að því
að snúa þróuninni við. UNICEF
fræðir ungt fólk um HIV/alnæmi,
hættur mansals og eiturlyfja-
neyslu. UNICEF þjálfar landa-
mæraverði til að koma auga á
mansal og takast á við það, og
styður heimili fyrir ungar stúlkur
sem lent hafa í klóm kynlífsþrælk-
unar.
UNICEF Ísland fagnar hinu 16
daga átaki og mun hinn 30. nóv-
ember vekja athygli á fyrrgreindu
vandamáli með því að frumsýna
myndband með poppsöngvaranum
Robbie Williams á PoppTíví og á
FM 95,7. Fylgist með.
UNICEF berst gegn mansali
Hólmfríður Anna Baldursdóttir
fjallar um mansal ’UNICEF þjálfarlandamæraverði til
að koma auga á man-
sal og takast á við
það, og styður heim-
ili fyrir ungar stúlk-
ur sem lent hafa í
klóm kynlífsþrælk-
unar.‘
Hólmfríður Anna
Baldursdóttir
Höfundur er skrifstofustjóri Mið-
stöðvar Sameinuðu þjóðanna.