Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 27
Ó
tryggt vopnahlé sem
staðið hafði í meira en
ár á Fílabeinsströnd-
inni í vestanverðri Afr-
íku var rofið fyrir
nokkru og afleiðingin varð upp-
lausn sem ekki sér fyrir endann á.
Meira en helmingur evrópskra
borgara í landinu, um 8.000 manns,
hafa þegar flúið landið, síðustu daga
hefur samt virst sem öldurnar hafi
fremur lægt í bili. En á sunnudag
sögðust stjórnvöld í landinu ætla að
kæra Frakka fyrir Alþjóðadóm-
stólnum í Haag vegna þess að
franskir friðargæsluliðar hefðu
skotið á óbreytta borgara og ger-
eytt flugher landsins. Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna hefur sam-
þykkt vopnasölubann á landið, jafnt
ríkisstjórnina sem uppreisnarmenn
en ekki er víst að það hafi mikil
áhrif; talið er að vopnum verði
smyglað frá grannríkjunum.
Talið er að yfir 60 manns hafi fall-
ið og yfir þúsund særst í átökunum
fyrir skemmstu. Stjórnvöld í París
sendu í fyrra nokkur þúsund manna
friðargæslulið til landsins og það
starfar nú í umboði Sameinuðu
þjóðanna. Alls eru um 12.000 manns
í erlenda gæsluliðinu, þar af um
5.000 Frakkar. Fílabeinsströndin
var nýlenda Frakka fram til 1960.
Friðsælt fram á síðustu ár
Fílabeinsströndin var áratugum
saman tiltölulega friðsælt land þótt
íbúarnir skiptist í mörg þjóðarbrot
auk þess sem mikið er þar af inn-
flytjendum og flóttafólki. Síga tók á
ógæfuhliðina á tíunda áratugnum
og Henri Konan Bedie forseta var
steypt árið 1999. Bedie flýði nú land
en áður hafði honum tekist að sá
fræjum átakanna milli þjóðarbrota
sem nú hafa klofið landið, að sögn
AP-fréttastofunnar. Hinn kristni
Bedie æsti til ófriðar gegn múslím-
um í norðri en þaðan var helsti
keppinautur hans um völd og áhrif,
Alassane Quattara. Lagði Bedie
grunn að þjóðernisstefnu þar sem
stöðugt var klifað á því að lands-
menn yrðu að vera „sannir Fíla-
beinsstrandarmenn“ sem aðeins
hefðu hagsmuni eigin þjóðar í fyr-
irrúmi. Foreldrar Quattara voru
innflytjendur og var það óspart not-
að gegn honum.
Robert Guei, sem steypti Bedie,
hélt áfram á sömu braut og árið
2000 var Quattara bannað að bjóða
sig fram til forseta á þeirri forsendu
að vegna upprunans væri ekki
öruggt að hann væri með ríkisborg-
ararétt í landinu.
Svo fór að Guei var hrakinn frá
völdum í þjóðaruppreisn en Laur-
ent Gbagbo, kaþólskur sunnanmað-
ur, lýsti sig sigurvegara forseta-
kosninganna í október sama ár.
Uppreisnin 2002
Ekki voru allir samþykkir því að
Gbagbo hefði unnið í lýðræðislegum
og frjálsum kosningum og töldu að
rangt hefði verið gefið í því spili.
Tugir stuðningsmanna Quattara
voru felldir í átökum sem urðu í
kjölfar þess að hann hvatti til þess
að efnt yrði til nýrra kosninga.
Gbagbo, sem er með doktorspróf
í sagnfræði, hefur verið sakaður um
að reka sömu þjóðernisstefnu og
fyrirennarar hans. Hópur her-
manna gerði uppreisn í september
2002 og breiddist hún smám saman
út þegar óánægðir múslímar í
norðri gengu til liðs við uppreisn-
armenn sem í fyrstu virtust ekki
vita fyllilega hvað þeir vildu. Mörg
þúsund manns féllu í þessum átök-
um. Nú gæta erlendir friðargæslu-
liðar, sem hafa tekið sér stöðu á
hlutlausri landræmu á mörkum
svæðanna tveggja sem fylkingarn-
ar tvær ráða, að ekki sjóði upp úr.
Gbagbo var ekki sáttur við að
ráða í reynd aðeins yfir suðurhlut-
anum þótt þar séu að vísu mikil-
vægustu stjórnarstofnanir og mið-
stöð öflugustu sjónvarps- og
útvarpsstöðvanna sem eru í ríkis-
eigu. Uppreisnarmennirnir í norðri
ráða yfir stöðvum ríkisútvarpsins á
svæðum sínum og nota þær til að
reka áróður gegn Gbagbo.
Forsetinn lét stjórnarherinn ráð-
ast á ný til atlögu gegn herjum
norðanmanna og síðan hefur landið
verið eins og suðupottur. Flugher-
inn gerði árás á franska herbæki-
stöð við borgina Bouake og féllu níu
franskir hermenn. Þetta sættu
Frakkar sig ekki við og gaf Jacques
Chirac, forseti Frakklands, skipun
um gagnárás. Réðust friðargæslu-
liðarnir frönsku gegn flughernum
og grönduðu honum í einu vetfangi,
báðum orrustuþotunum, sem voru
rússnesk-smíðaðar Sukhoi-þotur og
þremur herþyrlum.
Gbagbo fullyrti í fyrstu að
frönsku hermennirnir hefðu fallið
vegna mistaka sem alltaf gætu orð-
ið í stríði, síðar sakaði hann upp-
reisnarmenn um að hafa drepið
mennina. En hann reiddist mjög
vegna afdrifa flughersins. Sagði
forsetinn að Frakkar hefðu „auð-
mýkt“ þjóð sína og Chirac vildi
grafa undan stöðugleika í landinu til
að Frakkar gætu náð landinu aftur
undir sig.
Múgurinn ræðst til atlögu
Múgur manna í höfuðborginni
Yamoussoukro og hafnarborginni
miklu, Abidjan, réðst til atlögu,
leitaði hús úr húsi að frönskum rík-
isborgurum til að hefna sín og
rændi og ruplaði. Ekki mun þó hafa
orðið mannfall í liði útlendinganna
enda nutu þeir verndar friðar-
gæsluliða sem í reynd tóku völdin í
Abidjan með aðstoð franska flotans.
Forseti þings Fílabeinsstrandar-
innar sakaði Frakka um að hafa
myrt tugi óbreyttra borgara og
spáði „nýju Víetnamstríði“ þar sem
Frakkar kæmust að því fullkeyptu.
Manndrápunum var vísað algerlega
á bug af hálfu Frakka, síðar við-
urkenndi samt franskur hershöfð-
ingi að ef til vill hefðu einhverjir
borgarar fallið í átökum hermanna
við óeirðaseggi.
Gagnkvæm tortryggni ríkir nú
milli Gbagbos forseta og starfs-
bróður hans í París, Chiracs.
Gbagbo hefur sakað Frakka um að
gæta ekki hlutleysis í innanlands-
átökunum og styðja leynt og ljóst
andstæðinga stjórnvalda. Franska
stjórnin kom á vopnahlénu árið
2003 og sendi þá herlið á vettvang
til að skilja að stríðandi fylkingar.
Uppreisnarmenn gagnrýndu
Frakka þá hart fyrir að hafa með
afskiptum sínum hindrað þá í að
sækja lengra suður á bóginn og
taka Abidjan en þaðan er skipað út
megninu af útflutningsvörum
landsins.
En skjótt skipast veður í lofti.
Gbagbo hafði með semingi sætt sig
við vopnahlésskilmálana sem und-
irritaðir voru í janúar 2003. Var þar
m.a. kveðið á um að deiluaðilar
skiptu með sér völdum í landinu og
margir af mönnum forsetans töldu
að skilmálarnir væru allt of hag-
stæðir uppreisnarliðinu. Síðan hef-
ur andúð Gbagbos og manna hans á
Frökkum farið stigvaxandi.
Frakkar í gildru?
Franska vinstriblaðið Liberation
sagði nýlega að Frakkar gætu hafn-
að í gildru á Fílabeinsströndinni og
taldi þá vegna fortíðar sinnar í land-
inu ekki henta í „hlutverk milli-
göngumanns til langs tíma“. Önnur
frönsk blöð sögðu að Chirac yrði
senn að útskýra hver markmið
Frakka væru á Fílabeinsströndinni.
Þótt þeir eigi þar fjárhagslegra
hagsmuna að gæta er ekki víst að
franskir kjósendur telji verjandi að
fórna lífi hermanna til að standa
vörð um þá. Og varðandi friðar-
gæsluna má minna á orð Afríkurit-
stjóra dagblaðsins Le Monde,
Stephen Smith, í viðtali við breska
útvarpið, BBC, nýlega. „Frakkar
hafa stuðning SÞ til að vera bak-
hjarl gæsluliðs samtakanna,“ sagði
hann. „Alþjóðasamfélagið verður að
ákveða hvort Frakkar séu hindrun
á vegi lausnar á deilunum eða geti
stuðlað að henni.“
Ef franska liðið verður notað í
skjóli umboðs SÞ til að velta
Gbagbo og koma í forsetastólinn
manni sem er vinveittur Frökkum
er ljóst að þeir gætu glatað öllu al-
þjóðlegu trausti sem gæslumenn
friðar. Vandi Chiracs og manna
hans er því mikill. En alþjóðasam-
félagið óttast mjög að blóðbað sé í
aðsigi. Tímaritið The Economist
minnti nýlega á að um hálf milljón
manna hefði fallið í innanlandsátök-
um í tveim V-Afríkuríkjum, Sierra
Leone og Líberíu, síðustu 15 árin.
Frakkar hefðu sýnt mikið hugrekki
er þeir ákváðu að grípa inn í at-
burðarásina á Fílabeinsströndinni
og koma á vopnahléi en nauðsyn-
legt væri að ríki heims aðstoðuðu þá
við að stilla til friðar.
Fréttaskýring | Hörð
átök voru nýlega á Fíla-
beinsströndinni og tug-
ir manna féllu eftir að
vopnahlé var rofið.
Frakkar eru með frið-
argæslulið í landinu en
fortíð þeirra sem ný-
lenduveldis dregur úr
trúverðugleikanum.
Reuters
Franskir friðargæsluliðar ræða við ungt fólk í Abidjan, stærstu borg
Fílabeinsstrandarinnar, en stúlkan sýnir hermönnunum engan áhuga.
Frakkar í vanda á
Fílbeinsströndinni
Jacques Chirac Laurent Gbagbo
’Gbagbo hefur sakaðFrakka um að gæta ekki
hlutleysis í innanlands-
átökunum og styðja
leynt og ljóst andstæð-
inga stjórnvalda.‘
kjon@mbl.is
FÍLABEINSSTRÖNDIN er rúm-
lega þrisvar sinnum stærri en Ís-
land og íbúatalan er um 17 millj-
ónir, milljónir flóttamanna frá
Líberíu og fleiri stríðshrjáðum
grannlöndum búa í landinu.
Stærsta borgin
er Abidjan með
um þrjár millj-
ónir íbúa, hún
er einnig helsta
hafnarborgin en
helsta útflutn-
ingsvaran er
kakóbaunir.
Höfuðborgin er
Yamoussoukro.
Um helm-
ingur íbúanna er kristinn, hinir
flestir múslímar og búa þeir að
mestu í norðurhéruðunum.
Páll Gíslason, forstjóri Guten-
bergs, rak um tveggja ára skeið,
1994–1996, útgerð á Fílabeins-
ströndinni fyrir Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna.
„Ég var síðast í Abidjan 1996.
Það var mjög fínt að búa þarna og
staðurinn indæll. Maður gat geng-
ið einn um öll hverfi, hvort sem
var að nóttu eða degi, mikið ör-
yggi. Þetta var höfuðborg Vestur-
Afríku. Abidjan var miðstöð fjár-
mála á svæðinu, þarna voru háhýsi
og snyrtilegar götur. Margir
Frakkar bjuggu þarna, góð hótel
voru í borginni.
En það var farið að halla aðeins
undan fæti þegar ég var þarna
með annan fótinn. Ég held að gull-
öldin hafi verið á milli 1970 og
1980.
Hvað sem því líður ríkti þarna
stöðugleiki og meðan friður og
velsæld ríkti var gott að vera
þarna. Þarna var menningarlíf,
góðir matsölustaðir eins og best
gerist í Evrópu.“
Fyrsti forseti landsins, Felix
Houphouet-Boigny, sem lést 1993,
var talinn elliær síðustu árin og
var mjög einráður. Lét hann m.a.
reisa stærstu kirkju heims í heima-
borg sinni, Yamassoukro. Kirkjan
er eftirmynd Péturskirkjunnar í
Róm en miklu stærri.
Páll segist hafa komið í kirkjuna
frægu og sagði hana vera mikið
listaverk. „Hún er svo stór að Pét-
urskirkjan kæmist fyrir innan í
henni. Þetta var algerlega ógleym-
anleg sjón. Krossinn yfir altarinu
var að mig minnir 250 kíló og úr
skíragulli. Sæti eru fyrir um 2000
manns og 18 þúsund að auki geta
staðið í henni. Loks geta um 180
þúsund komið sér fyrir á torginu
við kirkjuna,“ sagði Páll Gíslason.
„Abidjan
var indæll
staður“
Páll Gíslason
veitar-
segir
ein fyrir
ikið
verður í
Kísiliðj-
ef verið
finnst
agið
na,“
pi eru
einn af
nnu sína.
ga hátt
n sagði
að væri
etað
jónustu,
élög af
di m.a.
listar-
, sund-
m í boði
,“ sagði
tt at-
erið með
ur sveit-
ð sem
bæri-
ega
ð Kís-
ssi mán-
oma á
komin.
stefndi í
þetta er það
engu að síður
óþægilegt þeg-
ar þetta skellur
á.“
Hann telur að
andstaða við
reksturinn, sem
fylgt hafi verk-
smiðjunni frá
upphafi hafi
flýtt fyrir því að
henni var lokað. „Ef menn finna
fyrir andstöðu og geta flutt starf-
semina annað, þá gera þeir það,“
sagði Sigbjörn.
Óvíst hvað verður
Hann sagði að allt þar til nú síð-
ustu daga hefði ekki annað legið
fyrir en að reist yrði kísilduftverk-
smiðja í hreppnum í stað Kísiliðj-
unnar, en blikur virtust á lofti í
þeim efnum. „Við höfum verið
bjartsýn á að duftverksmiðjan
verði reist, menn hafa lifað á þeirri
von. Það er hægt að þreyja þorr-
ann tímabundið ef menn sjá tæki-
færi handan hornsins,“ sagði Sig-
björn. Hann sagði menn ekki alveg
búna að slá duftverksmiðjuna af,
en stefnt var að því að starfsemi
hennar hæfist á árinu 2006. „Ef
þær áætlanir ganga eftir gætu
menn kannski þraukað tímabund-
ið. En það er ómögulegt að segja
hvað verður, “ sagði Sigbjörn.
élagið gæti
–30% tekna
Sigbjörn
Gunnarsson
Ég hef
í ýmsu
síðast
keyra
ðjuna,
vakt-
sagði
Hann
ekki
gn á
, hefði
úsnæði
annan
Okkur
þar til
okkur
kaups,
a varð-
þau.“
ksmiðj-
bergur
rólega
úinn að
þar en
ði Þor-
m sótt
r horf-
en lítið
g gerði
nu sem
þann-
eimili í
heima
Kísiliðj-
unni hafa verið góðan, „ég hef
kunnað vel við mig hérna og starfs-
félagarnir eru góðir“. Þorbergur
sagði að menn hefðu haldið í vonina
um að eitthvað kæmi í staðinn fyrir
Kísiliðjuna svo sem um var rætt,
„en sú von er að dofna, það heyrist
lítið og það sem heyrist núna boðar
ekki gott, við erum eiginlega í al-
gjörri óvissu,“ sagði hann.
Ekki tilbúin að gefa
upp alla von strax
Sigfríður Steingrímsdóttir starf-
ar í eldhúsi Kísiliðjunnar, hefur
sjálf unnið þar í um 6 ár, en haft
lífsviðurværi sitt af henni frá upp-
hafi. Hún er fædd og uppalin í Mý-
vatnssveit. „Þetta var tilkynnt í
vor, en menn hafa verið að bíða og
vona að eitthvað annað leysti Kís-
iliðjuna af hólmi. Mér finnst eig-
inlega ótrúlegt hversu fáir eru þó
farnir í burt,“ sagði Sigfríður. Hún
nefndi sem skýringu þar á að fólki
liði vel í Mývatnssveit og vilji
gjarnan búa þar áfram. „Það bærð-
ust nú með manni blendnar tilfinn-
ingar við að horfa á eftir síðasta
bílnum aka út úr skemmunni, ég
held bara að fólk hafi ekki trúað
þessu fyrr en nú að læst verður á
eftir okkur,“ sagði hún og bætti við
að lokunin væri gríðarlegt áfall fyr-
ir sveitarfélagið sem missti heil-
miklar tekjur í kjölfarið. „Það er
þungt í fólki, en við reynum að
þrauka og horfa bjartsýn til fram-
tíðar, við verðum að takast á við
það sem framundan er,“ sagði Sig-
fríður og vildi ekki alveg útiloka að
kísilduftverksmiðja risi í sveitarfé-
laginu. „Ég vona svo sannarlega að
einhver atvinnuskapandi starfsemi
komi í stað verksmiðjunnar. Það er
held ég enginn tilbúinn að gefa upp
alla von strax, við megum ekki
velta okkur upp úr volæði strax,“
sagði Sigfríður, en hún mun í dag
skrá sig atvinnulausa þegar starfs-
fólk Svæðisvinnumiðlunar mætir á
svæðið og aðstoðar fólk við það
verk.
t í dag eftir tæp 40 ár
yrst nú
allinu
/BFH
maggath@mbl.is