Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 17 MINNSTAÐUR AKUREYRI Alþjóðadagur alnæmis | Fyrsti desember er alþjóðadagur al- næmis. Þann dag er víða um heim minnst þeirra sem látist hafa af völdum alnæmis, þeirra sem eiga við þann sjúkdóm að stríða og aðstandenda þeirra. S78N, Norðurlandsdeild Samtak- anna 78, hefur undanfarin ár far- ið minningargöngu í tilefni al- næmisdagsins. Að þessu sinni stendur Norður- landsdeild FAS, Samtaka for- eldra og aðstandenda samkyn- hneigðra, að göngunni ásamt S78N. Lagt verður af stað frá Ráðhústorgi á Akureyri miðviku- daginn 1. desember klukkan 16.00 og gengið sem leið liggur suður göngugötuna, upp kirkju- tröppurnar og að Akureyrar- kirkju. Þar verður stutt, hljóð minningarstund. Aðstandendur göngunnar hvetja alla sem vilja sýna samhug sinn með málefnum alnæmisdags- ins að koma og taka þátt í þess- ari göngu.    Aðalfundur GA | Mikill við- snúningur, til hins betra, varð í rekstri Golfklúbbs Akureyrar á milli ára. Hagnaður af rekstri klúbbsins síðasta rekstrarár nam rúmum 5 milljónum króna á móti 9 milljóna króna tapi árið áður. Rekstrarár GA er frá 31. október til 1. nóvember. Halldór Rafnsson var kjörinn formaður GA á aðalfundi í vik- unni. Rúmlega 500 manns eru skráðir í GA og hefur orðið nokk- ur fjölgun milli ára og ekki hvað síst á meðal yngri kylfinga. Miklar framkvæmdir hafa stað- ið yfir á golfvellinum að Jaðri og enn frekari framkvæmdir fyr- irhugaðar á næstu árum. Í sumar var lokið við enduruppbyggingu á 10. braut og endurbætur hófust í haust á flötunum á 5. og 16. braut. Fjöldi félaga sótti aðal- fund GA og einnig Júlíus Rafns- son forseti Golfsambands Íslands og var hann sæmdur silfurmerki GA.    Tjáningarfrelsið | Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður flytur fyr- irlestur á lögfræðitorgi í dag, þriðjudaginn 30. nóvember kl. Hann fjallar um mörk tjáning- arfrelsis og friðhelgi einkalífs með áherslu á umfjöllun um opinberar persónur. Skoðaðir eru dómar Mannréttindadómstóls Evrópu og fjallað um áhrif þeirra á íslenskan rétt. Skoðuð er umfjöllun um opin- berar persónur og athugað hvort athafnir þeirra sjálfra gætu hugs- anlega réttlætt umfjöllun um einkalíf þeirra. Einnig er litið til stöðu opin- berra persóna í því skyni að at- huga hvort sú staða veiti þeim sjálfum rýmra tjáningarfrelsi um aðra. Nokkrir nýlegir erlendir dómar verða skoðaðir og fjallað um hugsanleg áhrif þeirra á ís- lenskan rétt. Ýmsir spá því að gjörbylting muni verða í kjölfarið og jafnvel að gula pressan eins og við þekkjum hana í dag muni líða undir lok. Íslandsklukku hringt | Hátíðar- dagskrá verður á Sólborg á full- veldisdaginn, 1. desember, frá kl. 16 til 18 í tilefni dagsins. Meðal atriða eru hátíðarræða, sem Birgir Guðmundsson, aðjúnkt við félagsvísinda- og lagadeild mun flytja og árviss hringing Ís- landsklukkunnar, en að þessu sinni mun Bernharð Haraldsson, fyrrverandi skólameistari VMA, hringja henni fjórum sinnum fyrir árið 2004. Hátíðarræða Birgis verður flutt í stofu L201 og hefst kl. 16:00 og verður Íslandsklukk- unni hringt í kjölfar hennar eða um kl. 17:00. Dagskráin hefur yfir sér hátíðlegan blæ, en er krydduð með skemmtilegum tónlistar- atriðum og ljúfum veitingum í anda jólanna. Allir eru velkomnir.    MEIRIHLUTI umhverfisráðs Akureyrarbæjar hefur samþykkt að í texta með tillögu að breytingu á aðalskipu- lagi við Baldurshaga verði tekið fram að gert sé ráð fyrir allt að 12 hæða húsi á lóðinni með allt að 36 íbúðum og leggur meirihluti ráðsins jafnframt til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst þannig. Hugmyndir um byggingu háhýsis á lóð Baldurshaga hafa verið mjög umdeildar á Akureyri og fyrr í haust skrifuðu tæplega 1.700 manns nafn sitt á undirskrift- arlista þar sem skorað var á bæjaryfirvöld að falla frá hugmyndum um byggingu 12 hæða fjölbýlishúss á lóð- inni. Þá var á fundi umhverfisráðs tekið fyrir að nýju erindi sem frestað var á fundi ráðsins 27. október sl. og lagður fram nýr tillöguuppdráttur Loga Einarssonar arkitekts að deiliskipulagi við Baldurshaga. Tillagan gerir ráð fyrir allt að 12 hæða húsi ásamt kjallara með hámark 36 íbúð- um og einnar hæðar álmu vestast. Um helmingur bíla- stæða verði neðanjarðar. Jón Ingi Cæsarsson lagði fram tillögu að bókun á fund- inum þess efnis að umhverfisráð legði til við bæjarstjórn að fallið yrði frá hugmyndum um byggingu á Baldurs- hagalóðinni því þau áform gengju gegn hagsmunum og skoðunum meirihluta Akureyringa. Meirihluti umhverfisráðs hafnaði tillögunni en lagði til við bæjarstjórn að umhverfisdeild yrði falið að auglýsa deiliskipulagstillöguna. Jón Ingi óskaði bókað að hann harmaði að meirihluti umhverfisráðs skyldi ganga erinda þröngra sérhagsmuna og hefði að engu raddir umbjóð- enda sinna, kjósenda á Akureyri. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi við Baldurshaga Gert verði ráð fyrir 12 hæða húsi GEIRAVÍSUR er heiti á ljóðabók eftir Akureyringinn Magnús Geir Guðmundsson og gefur hann bók- ina sjálfur út. Þetta er fyrsta bók Magnúsar Geirs en áður hafa ýms- ar vísur og kviðlingar eftir hann birst á opinberum vettvangi, t.d. í blöðum, tíma- og átthagaritum. Þá hafa einnig heyrst vísur eftir hann á öldum ljósvakans. Geiravísur geyma safn ýmissa smíða sem orðið hafa til á nokkuð löngum tíma. Bókinni er skipt í sex kafla, vísur almenns eðlis um dag- inn og veginn, vísur um menn og málefni, náttúru- og veðurkvið- linga, limrur, kveðskap þar sem um fleiri en eitt erindi er að ræða og síðast botnar sem höfundur hefur smíðað við ýmis tækifæri, eins og segir m.a. á bókarkápu. Bókin er til sölu í Bókabúð Jónasar á Akureyri. Geiravísur Magnúsar Geirs KB banki hefur gangsett bakvinnslu á Akureyri en um er að ræða þjónustu bankans við útgjaldadreifingu einstak- linga um allt land. Það var Kristján Þór Júlíusson bæj- arstjóri sem klippti á borða í húsnæði KB banka við Geisla- götu af þessu tilefni. Til að byrja með munu átta starfsmenn annast þennan þjónustuþátt bankans en fram kom í máli Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka, að ekki væri útilokað að sá hópur stækkaði ef vel tekst til. „Sá vöxtur getur einkum byggst á þremur atriðum. Í fyrsta lagi að til bankans komi nýir viðskiptavinir úr röðum einstaklinga. Í öðru lagi að núverandi viðskiptavinir muni í auknum mæli notfæra sér þjónustu bankans og hina ak- ureyrsku miðvinnslu við útgjaldadreifingu og í þriðja lagi er alls ekki útilokað að upplýsingatæknin geri okkur kleift að koma með önnur óskyld verkefni til miðlægrar vinnslu hingað og jafnvel víðar um landið,“ sagði Hreiðar Már. KB banki hefur verið öflugur þátttakandi í sókn fyr- irtækja á erlenda markaði en fram kom í máli Hreiðars Más að bankinn hafi ekki síður verið áhugasamur um verk- efni sín innanlands. „Við erum stærsti banki landsins en eigum samt talsvert í land með að ná mestu markaðs- hlutdeild í viðskiptum við einstaklinga. Þess vegna erum við í öflugri „útrás“ hér á íslensku vígstöðvunum og hluti af því er að gera „innrás“ út á landsbyggðina.“ Aukin starfsemi hjá KB banka Morgunblaðið/Kristján Bakvinnsla Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri klippti á borða í húsnæði KB banka og naut að- stoðar Hilmars Ágústssonar, útibússtjóra á Akureyri, og Hreiðars Más Sigurðssonar forstjóra. NÝTT þjónustuver Íslandspósts hefur verið opnað við Norður- tanga 3 á Akureyri, á bökkum Glerár. Í hinni nýju póstmiðstöð eru nú undir einu þaki þjónustu- ver Póstsins, póstflokkun, fyrir- tækjaafgreiðsla og tollafgreiðsla. Sú starfsemi sem áður var við Fjölnisgötu og hluti starfsem- innar við Skipagötu hafa nú verið flutt í nýja húsnæðið. Við Fjöln- isgötu var dreifingarstöð bréf- bera og landpósta, fyrirtækja- pósthús og póstmiðstöð, en sú starfsemi sem flutt var úr mið- bænum var tollafgreiðslan, þjón- ustuver og skiptiborð Íslands- pósts. Við Skipagötuna verður áfram póstafgreiðsla fyrir ein- staklinga. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra opnaði hin nýju húsa- kynni Póstsins, en starfsmenn á þessum nýja stað verða rúmlega 60 talsins. Þjónustuverið og skiptiborðið þjónar landinu öllu, en póststöðin Norðurlandi eystra. Húsið er rúmlega 1.100 fermetrar að stærð og hefur aðbúnaður og aðstaða batnað til mikilla muna frá því sem áður var, en þar sem mikil gróska hefur verið hjá Póst- inum á Akureyri að undanförnu var orðið þröngt um starfsemina. Morgunblaðið/Kristján Nýtt húsnæði Björn Jósef Arnviðarson, formaður stjórnar Íslandspósts, Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Ís- landspósts, Jón Ingi Cæsarsson dreifingarstjóri og Skúli Árnason stöðv- arstjóri í nýju húsnæði Póstsins á Akureyri. Pósturinn flytur og ljóshafið á trénu „frá vinum okkar í Randers“ geta brætt hjörtu þeirra sem argaþrasast út í umstang jólanna. „Því hvernig væri umhorfs hér í bæ á aðventunni þegar skamm- degið er hvað mest, ef þessi hundruð og þessar þúsundir jóla- ljósa sem loga vítt og breitt, væru slökkt? Það fer sannast sagna um mig hrollur við tilhugsunina og því gleðst ég eins og lítið barn á hverju ári þegar kveikt er á jóla- trénu hér á Ráðhústorgi.“ FJÖLMENNI var saman komið á Ráðhústorgi þegar kveikt var á jólatrénu frá vinabæ Akureyrar, Randers, í Danmörku við hátíð- lega athöfn. Jólasveinar mættu á torgið og kættist fólk í yngsta aldurshópnum við þá góðu heim- sókn. Þá flutti ræðismaður Dana, Helgi Jóhannesson ávarp, Lúðra- sveit lék og Kór eldri borgara söng nokkur lög. Þá ávarpaði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri gesti. Hann sagði jólaljósin í bænum Morgunblaðið/Kristján Fjöldi fólks á öllum aldri mætti á Ráðhústorgið þegar kveikt var á jóla- trénu frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Ljóshafið á Randerstrénu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.