Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SJÖTÍU prósent landsmanna styðja
stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajök-
uls samkvæmt skoðanakönnun sem
Gallup gerði fyrir Náttúruverndar-
samtök Íslands og Samtök um nátt-
úruvernd á Norðurlandi, SUNN,
dagana 4.–18. nóvember sl. Þá styðja
66,6% friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum
en 14,7% eru andvíg friðlýsingu
hennar og 11,5% landsmanna eru
andvíg stofnun þjóðgarðs norðan
Vatnajökuls, samkvæmt könnuninni.
Tæp 19% eru óákveðin í báðum til-
vikum.
Hvatning til ráðherra
Að sögn Árna Finnssonar, for-
manns Náttúruverndarsamtaka Ís-
lands, er niðurstaðan í takt við björt-
ustu vonir. „Við teljum að þetta ætti
að vera umhverfisráðherra veruleg
hvatning um að leggja fram tillögur
fyrir ríkisstjórnina og fá samþykktar
þannig að ríkisstjórnin geti lýst því
sem sinni stefnu að það verði stofn-
aður þjóðgarður sem feli í sér vernd-
un Jökulsár á Fjöllum,“ segir hann.
Sumarið 2002 framkvæmdi Gallup
skoðanakönnun fyrir samtökin sem
sýndi að 65% landsmanna styðja
stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajök-
uls og hefur stuðningurinn aukist lít-
illega. Hins vegar er nú í fyrsta sinn
spurt um afstöðu til friðlýsingar Jök-
ulsár á Fjöllum.
Að sögn Árna er Jökulsá á Fjöll-
um sennilega eina stóra vatnsfallið
sem eftir er á landinu sem hægt yrði
að „virkja í einu vetfangi fyrir eitt
stórt álver“. Sterkur stuðningur sé
við friðlýsingu árinnar samkvæmt
könnuninni. Þá hafi m.a. komið fram
í kosningastefnu Framsóknarflokks-
ins fyrir síðustu alþingiskosningar
að Jökulsá á Fjöllum yrði innan nýs
þjóðgarðs norðan Vatnajökuls. „Við
erum að vona að svo verði, því það er
einn grundvöllur að sátt um nýtingu
hálendisins.“ Að sögn Árna hyggjast
Náttúruverndarsamtökin senda um-
hverfisráðuneytinu og umhverfis-
málanefnd Alþingis erindi þar sem
þrýst verði á að niðurstaða fáist í
málið sem fyrst.
Könnun Gallup fyrir Náttúru-
verndarsamtök Íslands og SUNN
70% vilja þjóð-
garð norðan
Vatnajökuls
UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að
afgreiðsla svonefndrar gjafsóknar-
nefndar og þar með dóms- og kirkju-
málaráðuneytisins á beiðni konu um
gjafsókn í tilteknu máli, hafi ekki
byggst á lögmætum og málefnaleg-
um forsendum.
Mælist umboðsmaður til þess að
mál komunnar verði tekið til með-
ferðar að nýju, komi fram ósk þess
efnis frá henni, og að þá verði leyst
úr því í samræmi við þau sjónarmið
sem hann setur fram.
Konan kvartaði yfir synjun dóms-
málaráðuneytisins á umsókn hennar
um gjafsókn, vegna meðferðar á
beiðni fyrir Hæstarétti um leyfi til
endurupptöku útivistarmáls og
dómsmeðferðar þess í héraði, veitti
Hæstiréttur leyfið.
Dráttur á afgreiðslu
til skoðunar
Í áliti umboðsmanns er einnig
fjallað um athugasemdir sem honum
bárust um það hversu langan tíma
afgreiðsla málsins hefði tekið hjá
gjafsóknarnefnd. Samkvæmt 8.
grein reglugerðar um gjafsókn á
gjafsóknarnefnd að jafnaði innan
fjögurra vikna frá því nefndinni
berst umsókn sem studd er fullnægj-
andi rökum og gögnum, að láta
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í té
skriflega og rökstudda umsögn. Seg-
ir umboðsmaður að af gögnum máls-
ins verði ráðið að gjafsóknarbeiðni
konunnar barst dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu 7. apríl 2003 og
ráðuneytið sendi beiðnina til um-
sagnar hjá gjafsóknarnefnd með
bréfi daginn eftir. Umsögn nefndar-
innar barst ráðuneytinu 12. septem-
ber 2003 og ráðuneytið sendi lög-
manni konunnar svar við gjaf-
sóknarbeiðninni með bréfi, dags. 22.
september 2003.
Umboðsmaður segir, að dráttur á
afgreiðslu mála af hálfu gjafsóknar-
nefndar hafi áður verið til umfjöll-
unar hjá sér. Segir hann að þetta mál
hafi gefið sér tilefni til að athuga
málsmeðferðartíma af hálfu gjaf-
sóknarnefndar í þeim málum sem
honum hafa borist á síðustu árum.
Afgreiðsla
á gjafsókn
samræmdist
ekki lögum
DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra
kom á fund utanríkismálanefndar
Alþingis í gær og greindi frá vinnu í
tengslum við hugsanlegt framboð
Íslendinga til setu í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna. Að sögn Sól-
veigar Pétursdóttur, formanns
nefndarinnar, átti utanríkisráðherra
frumkvæði að fundinum og vildi
hann upplýsa nefndina um stöðu
mála varðandi áform um framboð Ís-
lands til setu í ráðinu 2009-2010.
„Þetta var mjög góður fundur og
upplýsandi. Það var farið yfir stöð-
una í framboðinu, rætt almennt um
framkvæmdina og hvað við Íslend-
ingar þurfum að gera til að reyna að
ná kjöri og hugsanlegan kostnað í
því sambandi. Á það var sérstaklega
bent að við höfum eindreginn stuðn-
ing Norðurlandanna,“ segir Sólveig
og að fram hefði komið að rætt hefði
verið við fjölda annarra ríkja „en
hins vegar er ljóst að þetta er krefj-
andi verkefni og því óvíst um nið-
urstöðuna“ sagði hún enn fremur.
Aðrar þjóðir væru í samkeppni um
setu í Öryggisráðinu.
Ræddu varnarmál
„Utanríkisráðuneytið hefur unnið
afskaplega vel að þessu máli og
utanríkismálanefnd mun fylgjast
með framvindu þessa máls,“ sagði
Sólveig ennfremur, en gat ekki upp-
lýst hvenær ákvörðun um hugsan-
legt framboð lægi endanlega fyrir.
„Það er búið að gera ákveðna
verkefnaáætlun sem verður fylgt, og
eins og ég sagði, þá tekur tíma að
koma okkar sjónarmiðum á fram-
færi við öll þessi ríki.“
Að sögn hennar fór Davíð Odds-
son enn fremur yfir stöðuna í varn-
armálum landsins og greindi frá
fundi sínum með Colin Powell, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, í
Washington nýverið.
Morgunblaðið/Golli
Formaður utanríkismálanefndar, Sólveig Pétursdóttir, vísar Davíð Oddssyni utanríkisráðherra til sætis á fundi
nefndarinnar í gær. Siv Friðleifsdóttir þingmaður og Albert Jónsson, hjá utanríkisþjónustuni, fylgjast með.
Ráðherra upplýsti utanríkismálanefnd um áform um
framboð til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna
„Krefjandi verkefni og
óvíst um niðurstöðuna“
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur
breytt reglugerð um styrki Trygg-
ingastofnunar ríkisins til sjúklinga
vegna hjálpartækja og felur breyt-
ingin m.a. í sér að styrkur til kaupa
á gervibrjóstum og sérstökum
brjóstahöldum vegna missis brjósta
sem bundinn hefur verið ákveðnum
vörutegundum verður það ekki
lengur. Styrkurinn nemur um 43
þúsund krónum á ári.
Þá hefur samsvarandi styrk til
kaupa á hárkollum vegna hármissis
af völdum sjúkdóma verið breytt á
þann hátt að fólk hefur framvegis
val um að nýta styrkinn einnig til
kaupa á sérstökum höfuðfötum og
enn fremur til kaupa á gervi-
augnabrúnum eða gerviaugnhár-
um, fremur en hárkollum ein-
göngu.
Val um gervihár
eða -augnabrúnir
BÍLVELTA varð í Hafnarfirði í
hálkunni í gærmorgun þegar jeppi
rann út af vegi í brattri brekku við
kirkjugarðinn í Garðaholti. Ekki
urðu teljandi slys á fólki þótt jepp-
inn hafnaði á þakinu, en hann var á
lítilli ferð.
Þá rann bifreið stjórnlaust um
100 metra í Bæjarlind í Kópvogi á
meðan eigandinn brá sér í sólar-
lampa. Stöðvaðist bíllinn á grýttri
umferðareyju.
Valt í hálkunni
ÓBYGGÐANEFND mun á fimmtu-
dag kveða upp úrskurði um þjóð-
lendumörk í níu málum í Vestur-
Skaftafellssýslu og Rangárvalla-
sýslu. Er þetta í þriðja sinn sem
nefndin kveður upp úrskurði um
mörk eignarlands og þjóðlendna,
en áður hafa fallið úrskurðir í upp-
sveitum Árnessýslu og A-Skafta-
fellssýslu, eða sveitarfélaginu
Hornafirði.
Að sögn Sifjar Guðjónsdóttur,
skrifstofustjóra óbyggðanefndar,
mun nefndin að lokinni uppkvaðn-
ingu næstu úrskurða hefja vinnu af
krafti við kynningu á kröfum rík-
isins á Norðausturlandi, nýjasta
svæðinu sem er til meðferðar. Hef-
ur ríkið skilað inn sinni kröfulýs-
ingu og hafinn er undirbúningur á
kynningu á henni.
Nýir úrskurðir
um þjóðlendur