Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 35
angurinn og stundum dálítið aukreitis fyrir sælgæti. Maður lærði að til að kaupa eitthvað þurfa peningar að vera í buddunni. Sem barn hafði maður á tilfinning- unni að hjá ömmu væri bara til rétt og rangt en ekkert þar á milli. Kominn til vits og ára áttaði maður sig á að amma var íhugul og næm á blæbrigði lífsins. Hún las mikið og hafði vítt áhugasvið. Eftir að hún og Bogga mín kynntust urðu heimsóknirnar á Snorrabraut oft lengri en til stóð því amma þurfti að ræða ítarlega eitthvað sem hún hafði lesið eftir hana. Barnabörn og barnabarnabörn ömmu og afa eru bráðum fjörutíu. Þrátt fyrir stóran hóp fylgdist amma vel með barnaskaranum og var gjarn- an með á takteinunum sérkenni og svipgerð barns sem kom til tals í sam- ræðum. Nokkrum dögum áður en hún kvaddi lá amma í rúminu þeirra afa á Snorrabraut og sagði að nú væri þetta allt að koma og bráðum færi hún á fætur. Hún var óbuguð og fékk að fara með sömu reisn og einkenndi líf hennar. Páll Vilhjálmsson. Hún Jóhanna amma mín var alveg einstök kona, ég held að flestir geti verið sammála um það. Mér fannst það líka gera mig mjög sérstaka að fá að heita sama nafni og hún. Mínar fyrstu minningar af ömmu eru frá Hrefnugötunni, þar sem hún og afi bjuggu í fjöldamörg ár. Þar var gaman að vera, allt iðaði af lífi. Húsið var alltaf fullt af krökkum til að leika við og mikið fjör. En minningarnar sem mér þykir vænst um eru ferð- irnar sem við amma fórum til London að heimsækja pabba. Hún var reiðubúin að fara með mig um Lond- on þvera og endilanga til þess að leita að ákveðinni dúkku, sérstökum bux- um eða skóm. Ég vissi alltaf nákvæm- lega hvað mig langaði í, það var bara ekki alltaf til í búðunum. Hún leyfði mér líka að ráða matseðlinum, ham- borgari og jarðarberjasjeik … helst í öll mál. Þetta voru skemmtilegar ferðir sem ég gleymi seint. Amma var stórbrotin manneskja og kletturinn í fjölskyldunni, sú sem allir treystu á. Allir hópuðust í kring- um hana og hún fylgdist ótrúlega vel með öllu. Alveg fram á síðustu stundu vissi hún upp á hár hvað allir voru að aðhafast, fylgdist vel með þjóðmálum og jafnvel nýjustu tækni. Það er óvenjulegt að fólk á hennar aldri geti rætt um Netið, tölvur og tækni og fylgist með því sem er að gerast í þeim heimi. Það finnst mér að minnsta kosti mjög merkilegt. Fjölskyldan var ömmu mikils virði og allir vissu að í henni ættu þeir sterkan bakhjarl. Amma hafði ákveðnar skoðanir og lá ekki á þeim, en einmitt þess vegna bárum við öll svo mikla virðingu fyrir henni. Elsku afi, við erum öll lánsöm að hafa átt hana að. Eftir lifir minning um sterka og góða konu. Jóhanna Símonardóttir. Elsku amma mín, þínar þrautir eru nú á enda, en við sem eftir lifum eig- um eftir sem áður erfitt með að skilja að þú sért farin. Hún amma mín var nefnilega sú sterkasta og þrautseigasta kona sem ég hef nokkurn tíma kynnst og vitað um og því lifði maður alltaf í voninni um að hún mundi hrista þessi veikindi af sér eins og áður. Svo var nú ekki og fórst þú úr þessum heimi í faðmi fjöl- skyldu þinnar sem þú elskaðir svo mikið, með þeirri reisn sem þú ein bjóst yfir. Því lít ég yfir öxl og ylja mér við allar góðu minningarnar sem ég á um þig og kúri í fallega heklaða teppinu sem þú gerðir. Amma Jóhanna var með eindæm- um glæsileg og tignarleg kona og með svo mikla reisn að maður fylltist alltaf stolti yfir því að kynna hana sem ömmu sína, hvort sem hún var í af- mælisboði eða í veikindum sínum, þá var alltaf sama reisnin yfir henni. Amma var handverkskona mikil og prýða hekluð teppi, púðar og fleira heimili mitt sem gefur mér mikinn styrk þegar ég hugsa um að þú sért nú farin. Alúðin og frágangurinn var sá sami og í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem það var í uppeldi barna sinna og barnabarna sem hún lifði svo mikið fyrir, eða inn á fallegu heimili þeirra afa. Ég var svo heppin að á tímabili fékk ég að búa hjá afa og ömmu og þar kynntist ég henni ömmu minni upp á nýtt. Það var gaman að spjalla við hana um heima og geima, því fáa hluti þekkti hún ekki og gat því miðl- að reynslu sinni. Skemmtilegust þóttu mér þó kvöldin sem við áttum saman fyrir framan sjónvarpið þegar afi var farinn að sofa og við sátum og spjölluðum um hvað þessi og hinn væri frábær og ekki. Ég man vel að James Dean var einn af þessum frá- bæru í þínum huga og fékk ég stjörn- ur í augun þegar þú lýstir þessum tíma sem þið upplifðuð í den. Svo eldumst við, en samtölin og ráðin sem þú hafðir héldu áfram á sömu nótum, og jafnvel undir lokin þegar ég heimsótti þig síðast sá ég glampann koma í augun þín þegar þú fórst að tala um hana Edith Piaf sem þú hélst svo mikið upp á. En elsku fal- lega amma mín, nú ertu farin og við spjöllum ekki meir og ég geymi því allar góðu minningarnar um þig í hjarta mínu. Ég veit að þú og Símon frændi eruð enn að halda utan um hvort annað á himnum og gleðin er örugglega mikil hjá ykkur, það veitir okkur hérna í jarðvistinni mikla huggun. En nú kveð ég þig elsku amma mín með bæninni sem við Tanja Kristín förum með á kvöldin, henni munu verða sagðar sögur af Jóhönnu lang- ömmu sinni. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Sofðu rótt Þín Selma Rut. Elsku amma. Þó að það sé ákaflega erfitt að kveðja þig þá hlýja okkur þær ynd- islegu minningar sem við eigum með þér. Þú hefur alltaf verið stór hluti af lífi okkar og tekið þátt í því að gera okkur að því sem við erum í dag. Fyrstu minningarnar sem koma upp í kollinn eru þegar þú og afi heimsóttuð okkur til Danmerkur um jól og voruð þið með fullar ferðatöskur af gjöfum okkur til ómældrar ánægju. Síðan eigum við einnig ótal minn- ingar frá höllinni ykkar á Hrefnugöt- unni þar sem við vorum vön að leika okkur í garðinum eða á Klambratúni. Hlaupið yfir á Klambratún, sagði afi alltaf við okkur. Síðan fluttuð þið á Reynilundinn og þá byrjaði sko fjörið, leikir úti í bílskúr, söngatriði í stof- unni og hollen skollen í jólaboðum en eins og þú manst þá endaði það einu sinni frekar illa! Okkar minning af þér er af sterkri og duglegri konu en um- fram allt af glæsilegri konu sem var góðhjörtuð og elskaði fjölskylduna sína. Við erum viss um að þegar þú og afi hittust fyrst þá grunaði ykkur ekki hvað þið mynduð á endanum eiga stóra og samheldna fjölskyldu. Mikið erum við fegin að þið fellduð hugi saman. Allur þessi hópur syrgir þig sárt, við erum svo hreykin af þér, amma, þú átt yndisleg börn sem eru öll með duglegasta fólki sem við þekkjum, al- veg eins og þú. Við vonum að í framtíðinni munum við líkjast þér að sem mestu leyti og vonandi gera þig stolta, við vonum líka af öllu hjarta, elsku amma okkar, að sama hvar þú ert að þér líði vel og þú sért hamingjusöm og það sé búið að taka vel á móti þér. P.s. Manstu samtalið sem við áttum einu sinni um foreldra þína, mikið væri nú gaman að heyra frá þér kannski seinna. Við elskum þig út af lífinu. Þorsteinn og Erla. Amma mín var hefðarkona í eðli sínu. Falleg og fáguð – alltaf og alls staðar. Elegant, teinrétt, stolt, ákveð- in kona sem sagði skoðanir sínar um- búðalaust. Bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hvöss og óvægin á köflum en líka trygglynd með afbrigðum og hélt vel utan um sitt og sína. Metnaðarfull, handlagin og vandvirk til allra verka. Amma mín var íhaldssöm, skemmti- leg og hafði gömul gildi í hávegum sem ekki féllu alltaf í frjóan jarðveg hjá þeim sem yngri eru. Gáfuð, gjaf- mild, gestrisin, skörp og örugg. Svip- mikil og heiðarleg. Sannkallaður klettur í huga okkar allra sem nær henni stóðu. Ættrækin, úrræðagóð með gott brjóstvit. Margar eru minn- ingarnar og margt er að þakka. Ég er þakklát fyrir að hafa átt ömmu mína að og það sem hún hefur kennt mér, sem eru heilindi og tryggð umfram annað. Það er gott veganesti. Heimili hennar og afa ber eðli hennar trúan vitnisburð – það var og er heimili hefðarfólks. Óaðfinnanlegt. Elsku besti afi minn – megi allar góð- ar vættir styrkja þig og hugga núna þegar amma er farin. Hanna Björg. Elsku amma, þú afrekaðir mikið um ævina, eignaðist sex börn sem þú varst afar stolt af og svo áttir þú stór- an hóp af barnabörnum og barna- barnabörnum. Þessi hópur skipti þig miklu máli og þú fylgdist náið með hverjum og einum, að öllum liði vel og allir spjöruðu sig. Að sama skapi varst þú líka stór og mikilvægur hluti af okkar lífi. Þú mundir alltaf eftir af- mælisdögum hvers og eins í fjölskyld- unni og maður gat sko verið alveg viss um að fá hringingu frá ömmu, þó að aðrir gleymdu afmælinu eins og geng- ur og gerist. Það finnst mér lýsa um- hyggjusemi þinni vel. Ég á svo marga fallega muni sem þú gafst mér og mér þykir svo vænt um. Teppið sem þú heklaðir og ég fékk að velja litina í, servíettuhring- irnir, sparistellið sem þú valdir fyrir mig og við gerðum okkur svo nokkrar ferðir í Kringluna og bættum smátt og smátt í það, teppið sem þú gafst Elísabetu, kistillinn hennar sem mun geyma gullin hennar í framtíðinni og margt fleira sem mun alltaf minna mig á þig. Þegar ég var lítil þá kenndir þú mér að hegða mér eins og dama, þeg- ar ég varð eldri þá hvattir þú mig til að mennta mig og það skipti þig miklu máli að við ömmubörnin þín sæktum okkur menntun og að sama skapi uppfylltum drauma okkar. Undir lok- in amma mín þá varstu dugleg og kjarkmikil, þú kvartaðir svo lítið að ég held að maður hafi varla áttað sig á því hversu veik þú varst. Ég er svo glöð að við fórum saman í leikhúsið að sjá Edit Piaf, ég var svo stolt að þú vildir fara með mér, þrátt fyrir að það væri erfitt fyrir þig. Við komum báðar glaðar af þessari sýningu og þessi minning verður mér alltaf kær. Elsku amma, tignarlegri og glæsi- legri kona finnst varla. Þú varst alltaf svo vel til höfð og barst þig svo virðu- lega að fólk tók eftir því. En þú varst líka húmoristi, ég man að oft slóstu mig alveg út af laginu með hárbeitt- um húmor þegar maður átti síst von á því frá þér. Á þessari stundu hellast yfir mig minningarnar og ég næ ekki að raða þeim öllum saman hér og nú, en ég ætla að taka mér góðan tíma til þess að rifja upp góðar stundir sem við átt- um og eru mér svo dýrmætar minn- ingar. Nú ert þú búin að kveðja okkur, en allar minningarnar um þig lifa áfram. Mér þykir gott að vita til þess að nú færð þú að hitta Símon aftur og ég veit að þið eruð saman á yndislegum stað þar við sameinumst öll að lokum. Elsku besta amma, ég kveð þig með söknuði og þakklæti fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gefið í gegnum ár- in. Við hugsum vel um afa fyrir þig. Þín Hulda Sif. Elsku amma. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért farin en þó huggar maður sig við að þú ert farin á betri stað. Það var svo gaman fyrir rúmri viku þegar við sátum hjá þér og vorum að skoða gamlar myndir og þú varst að sýna okkur myndir af þér og afa ungum og flottum. Það er alltaf hægt að hugsa upp skemmtilegar minningar með þér og afa, eins og þegar við vorum fjögurra eða fimm ára og þið voruð að passa okkur og buðuð okkur upp í bústað. Við munum að við grétum alla leiðina, en hættum nú á endanum þegar við fengum að sofa uppí hjá þér og afi greyið varð að sofa frammi. Ein af okkar fyrstu minningum er frá Reynilundi þegar við fórum með mömmu að tína rifsber. Okkur fannst þetta æðislegt, við fengum að hanga allan daginn úti í garði með mömmu og ömmu, í þessum líka æðislega og stóra garði, að hlaupa í kringum húsið var þvílíkt sport og hugsa ég að mað- ur gleymi því aldrei. En amma okkar var ótrúleg hefðarkona; sama hvort hún kom um morgun eða seint um kvöld þá var hún ávallt í sínu fínasta, flott kona mundi maður segja. Á unga aldri kenndi hún okkur að bera á borð rétt, þar sem við höfðum lagt á borð fyrir hana og uppröðunin var eitthvað vitlaus, en svona var amma. Í útliti hennar, framkomu og gestrisni átti allt að vera fullkomið eins og sönn frú og munum við systur reyna eftir fremsta megni að vera alltaf jafn glæsilegar í fari og framkomu og hún amma okkar. En með þessum orðum kveðjum við þig að sinni. Ása Lind og Lilja Rós. Elsku besta amma. Minningarnar streyma fram. Margar og góðar stundir á Hrefnu- götunni. Oft í pössun hjá ömmu og afa. Sannkallað fjölskylduheimili. All- ir velkomnir og heitur matur í hádeg- inu. Húsfreyjan óaðfinnanleg. Syn- irnir Símon, Þorsteinn, Páll og Gylfi stríða óspart litlu frænkum sínum en passa þær líka. Indíánatjald í garðinum og rifs- berjarunnar. Enda býr húsfreyjan, frú Jóhanna, til besta hlaup í heimi. Húsfreyjan er einnig liðtækur spilari. Kennir litla prinsinum ýmis spil, hann kennir henni Hæ gosi. Henni finnst prinsinn hafa heldur mikið keppnis- skap, hann hafi jafnvel rangt við. En aldrei fær hún nóg af litla prinsinum að leika „Kristján heiti ég Ólafsson“. Ótal góðar minningar eigum við um þig. Við fengum að njóta þín vel og lengi, elsku amma. Hvíldu í friði, frú Jóhanna. Þín barnabörn, Hildur, Ingibjörg, Níels Páll og fjölskyldur. Þá er komið að því amma mín að þú sért farin frá okkur. Við áttum margar góðar stundir, það sem ber helst að nefna er tíminn sem þið afi bjugguð í Garðabænum. Þeim tíma mun ég aldrei gleyma því það bætti upp allan tímann sem ég bjó úti í Noregi og Englandi og ég hitti ykkur þá mjög sjaldan. En þegar við fluttum í Garðabæinn hitti ég þig og afa á hverjum degi og fékk að kynnast ykkur almennilega, sem ég met ótrú- lega mikils. Betri ömmu var ekki hægt að hugsa sér enda sástu oft um mig, hvattir mig áfram í að spila á gítar, varst með frábæran húmor og það toppaði þig enginn í eldhúsinu. Það er synd að ég skuli ekki hafa fengið lengri tíma með þér svo þú hefðir get- að séð hvað hefði orðið úr mér. En eins og ég veit sjálfur þá er lífið ósanngjarnt, maður verður að sætta sig við það. Nú ertu komin á betri stað og ég veit að þú munt fylgjast með mér. Ég sakna þín og mun aldrei gleyma þér. Kveðja, yngsta barnabarnið Sveinn Orri Símonarson. Í dag er til moldar borin elskuleg föðursystir mín Jóhanna Símonar- dóttir. Jóa frænka, eins og hún var alltaf kölluð af okkur í fjölskyldunni, var mér afar kær og alla tíð reyndist hún mér góð og náin frænka, þó að ekki sé á neinn hallað var hún uppáhalds- frænka. Strax í bernsku heillaðist ég af frænku minni, fyrsta dúkkan sem ég eignaðist fékk nafnið Jóa frænka, því dúkkan var svo falleg og fín eins og hún. Það væri hægt að skrifa langa grein til að lýsa kostum frænku minn- ar, en orð eins og glæsileg, trygg, heiðarleg, samviskusöm, einlæg eig- inkona og móðir eru orð sem lýsa henni best. Jóa frænka var frændrækin og fylgdist vel með okkur systkinabörn- unum og afkomendum okkar. Veit ég að henni þótti vænt um hvað við höf- um verið dugleg að halda hópinn með ættarmótum stórum sem smáum. Eitt áhugamál áttum við öruggglega sameiginlegt og var það að taka myndir og skoða. Báðar vorum við alltaf með myndavélarnar á lofti við öll tækifæri. Og alltaf þegar ég leit inn til hennar skoðuðum við myndir og rifjuðum upp liðnar stundir. Jóa átti mikið safn af gömlum myndum sem hún sýndi mér frá forfeðrum okkar og öðru samferðafólki. Í einni minni síð- ustu heimsókn til hennar leysti hún mig út með nokkrum myndum sem eru mér mjög kærar. Þegar ég sit hér og skrifa kveðju- orð til frænku minnar renna svo margar minningar í gegnum hugann. T.d. þegar ég lá á sæng á Fæðing- arheimilinu fyrir 24 árum þá birtist Jóa á hverju kvöldi í „pabbatímunum“ því hún sagði að það væri ómögulegt að ég fengi engan til mín, „ég get al- veg komið í staðinn fyrir pabbann“. Þarna var henni rétt lýst, alltaf að hugsa um aðra. Á þessum tíma var hún að ganga í gegnum erfiða krabba- meinsmeðferð, sem hún leysti með miklu æðruleysi. Síðar greindist hún svo með sama sjúkdóm sem að lokum sigraði. Það er ekki hægt að skrifa um hana Jóu án þess að minnast á hennar elskulega eiginmann Pál Þorsteins- son. Palli og Jóa voru mjög samhent hjón og eignuðust þau sex börn sem þau voru afar stolt af og er afkom- endahópurinn stór og myndarlegur. Fyrir tveimur árum lést systir Jó- hönnu, Herdís, og fyrir tæpu hálfu ári lést bróðir hennar Grétar, faðir minn. Eftirlifandi systkini eru Sigríður, Jóna og Kristín. Það er eins og vissum kafla í lífi manns sé lokið þegar aldursforseta- rnir kveðja. Að lokum vil ég votta Palla, börn- unum og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Ég veit að minning- arnar munu ylja ykkur þegar fram líða stundir. Sigurbjörg Grétarsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 35 MINNINGAR Hvenær sem kallið kemur, kaupir sig enginn frí. Þar læt ég nótt, sem nemur, neitt skal ei kvíða því. (Hallgrímur Pétursson.) Sofðu rótt, elsku amma mín. Vilhjálmur S. Símonarson. HINSTA KVEÐJA Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.