Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 20
Jólin nálgast og má víða sjáþess merki. Fólk er þegarfarið að huga að jólaskreyt-ingum og í verslunum sem sérhæfa sig í jólaskrauti er orðið býsna jólalegt um að litast, svo sem í Garðheimum í Mjódd. „Það eru aðallega tvær línur sem eru mest áberandi hjá okkur í jólaskreytingunum í ár. Annars vegar er það lína sem við köllum Midas og er eins konar tilvísun í Aladín, skreytingar sem glitrar og stirnir á og gull- og koparlitir eru áberandi. Hins vegar er það Rudolf-línan, þar sem er farið meira út í grófari efni svo sem filt- efni“ sagði Jóhanna M. Hilm- arsdóttir, deildarstjóri hjá Garð- heimum, um helstu strauma og stefnur í jólaskreytingunum í ár. „Rauði liturinn er auðvitað alltaf áberandi í jólakúlunum og núna er það sérstaklega vínrauður litur, ásamt gylltum kúlum. Svo er það jólaskrautið úr filtefnunum, til dæmis skraut til að hengja á jólatré og þessi grófari lína í jólasveinum og jólastyttum, sem virðist ætla að verða vinsælt í ár. Það kemur mér dálítið á óvart hvað mikið selst nú af þessum grófari skreytingum, bæði vínrauðum og kremlituðum. Hins vegar er það oftast þannig að fólk verður glysgjarnara þegar nær dregur jólum og þá fer það meira út í litskrúðugra jóla- skraut, eins og hárautt og gull- litað,“ sagði Jóhanna ennfremur. Friðsælt Draumaland Draumalandið er sérstök deild í Garðheimum, sem er sérstaklega tileinkuð jólunum, og þar er áberandi friðsæl og róandi jólastemning. Þarna má sjá jólatré, jólasveina, jólahús og engla, allt með inn- byggðum fíberljósum sem skipta hægt um lit. Anton Magnússon er sérfræðingur Garðheima í jóla- seríunum og sagði hann að í Draumalandinu mætti sjá allar nýjungar á sviði jólaskreytinga, svo sem í fíberljósunum áð- urnefndu. „Fíberljósin hafa þróast verulega frá því þau komu fyrst á markað. Fíberþráðurinn er nú mun vandaðari og gefur meira og fallegra ljós. Fjölbreytileikinn er líka mun meiri, bæði í útliti hlut- anna og í gerð ljósleiðaraþráð- arins,“ sagði Anton. „Hér í Draumalandinu erum við fyrst og fremst með ljós til að skapa þægi- lega stemningu, svona til mótvægis við þessi skæru flenniljós sem oft hafa tröllriðið jólaljósaskreyt- ingum,“ sagði hann ennfremur og bætti því við að sum ljósanna væru ekki endilega bundin við jólin held- ur myndu þau sóma sér vel á heim- ilum fólks á hvaða árstíma sem er. En jólaljósin eru þó vitaskuld mest áberandi á þessum árstíma, aðventuljós og jólaseríur af ýmsum gerðum, allt frá eftirlíkingum af kertum upp á gamla móðinn og yfir í fíberseríur með breytilegum marglita ljósum. Ant- on sagði að mikil áhersla væri lögð á öryggi í frágangi á rafbúnaði jólaseríanna og benti í því sam- bandi meðal annars á útiseríur með millistórum stungnum perum af gerðinni Sirius Top Line, sem hefði ótæmandi möguleika í sam- setningu, sem hver og einn gæti sniðið að sínum þörfum. Enn- fremur Garden Light-útiseríur, með stórum skrúfuðum perum og steyptum viðurkenndum útitengli og vönduðum útikapli. Þá nefndi hann einnig Sirius High Line, sem hefur hliðtengdar perur sem gera það að verkum að fari ein pera slokknar bara á henni, en ekki allri seríunni með tilheyrandi veseni sem margir þekkja. Anton sagði High Line-ljósakerfið væri einnig fáanlegt sem ljósanet, grýlu- kertasería eða sem gardínusería, sem nú nyti sívaxandi vinsælda.  JÓL | Rautt, vínrautt, gyllt og kremlitað meðal vinsælla jólalita í ár Glysgirnin eykst er nær dregur jólum Fallegt lítið jólaþorp upplýst með fíberljósum. Jólakertin standa alltaf fyrir sínu. Jólatrésskraut úr filtefnum. Ljósaskraut sem gengur allt árið. Jólabörn og jólatré úr fíberljósum.Jólakúlur í rauðu og gylltu. svg@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Jólasveinn í loðfeldi með loðhúfu. Jólasveinn í vínrauðum búningi með kremlitað skegg. 20 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Frábærar, fjörugar og fjölbreyttar ævintýraferðir fyrir fyrirtæki jafnt sem vinahópa. Upplýsingar í síma 562-7700 www.travel-2.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.