Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 45
an O magnum myst-
erium eftir Byrd.
Sungið var af varfærni
og tókst nokkuð vel
upp í fyrra laginu, en
óneitanlega fyndist
manni að frekar hefði
átt að sleppa mótettu
elísabezka meistarans
en að neyða styðjandi
píanóundirleik upp á
ósvikið a cappella
verk.
Eftir Ritning-
arlestur sr. Arnar
Bárðar Jónssonar úr
Jesaja, er Messíasunn-
endur kannast dável
við úr seiðandi kórnum
„For unto us a child is born“, las
Matthías Johannessen ljóð sitt Hug-
leiðing um 23. sálm Davíðs. Þarnæst
frumfluttu 18 söngfélagar Hljóm-
eykis undir stjórn Hildigunnar Rún-
arsdóttur samnefnt kórverk Kjart-
ans Ólafssonar við ljóð Matthíasar;
bráðfallegt 10 mín. stykki í hóflega
útvíkkuðu hómófónísku tónalíteti er
fylgdi náið hrynjandi ljóðsins, enda
heyrðist – sjaldan þessu vant í sam-
tímasöngverki – nánast allur textinn
á fögru lýrísku svifi.
Eftir Ritningarlestur úr Lúk-
asarguðspjalli og stutta hugleiðingu
var loks sunginn fjöldasöngur við 59.
sálm, Gjör dyrnar breiðar, hliðið
hátt.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 45
MENNING
NÝ BÓK frá Baldri Óskarssyni sætir
alltaf nokkrum tíðindum, ekki þó
vegna tiltakanlegra stökkbreytinga,
framþróunin í ljóðlist hans hefur ver-
ið nokkuð jöfn og stöð-
ug, og svo er enn. Skáld-
ið, sem er búið að vera
svo lengi að, sækir enn í
sig veðrið. Ekki láir við
stein er titill sem taka
ber eftir. Hversu ber að
skilja? Ætli það skýrist
ekki á síðum bókar-
innar? Eftir marghátt-
aðar sviptingar í ólgusjó
liðinnar aldar, svo í ljóð-
inu sem í daglega lífinu
og – síðast en ekki síst –
menningunni almennt,
er nú logn á sæ?
Kannski er þetta oftúlk-
un. En oftúlkun er líka
túlkun eins og misskiln-
ingur er líka skilningur.
Að gamni og alvöru hvoru tveggja
slepptu er það náttúran með láði og
lá sem kalla má hinn jarðfasta bak-
grunn í ljóðum Baldurs. Stundum er
umhverfið í forgrunni eins og í ljóð-
unum Grandinn og miður júní, Sept-
ember – vika af, og Húsafell, allt hug-
tækar náttúrustemmingar. Síðast
nefnda ljóðið má vera tilbrigði við
myndir Ásgríms ef rétt er skilið. Og
svo er það auðvitað tíminn; hann má
að sjálfsögðu skoða sem einn af frum-
pörtum náttúrunnar. Næmt fyrir líð-
andinni horfir skáldið um öxl og spyr
hvað unnist hafi. Tíminn hefur liðið
hratt, andartökin hafa horfið í
strauminn. Tómleiki sækir að. Gömlu
skáldin, sem eitt sinn voru svo ung og
framsækin, lifa í þverrandi minningu:
Rimbaud (Absint), Pasternak (Verði
ljóð!), Ekelöf (Þó segir Ekelöf –),
Walt Whitman (Djast só), að
ógleymdum séra Hallgrími (Orð séra
Hallgríms í ljósi Delacroix). Ljóð,
sem ber yfirskriftina Þeir sektnæmu,
flokkast ef til vill undir sama hóp, fel-
ur í sér háalvarlega þversögn í spak-
mælastíl, og hefst með þessum orð-
um:
Það endist lengst
sem aldrei var
það ristir dýpst
sem ekkert er
Baldur bregður á leik með málið
þegar honum sýnist svo, leysir upp,
tengir saman, raðar saman sund-
urleitum hugtökum sem skapa óvænt
geðhrif. Oftar en ekki vísa ljóð hans
inn á við, tjá sýndarveruleika. Tor-
ræð og stundum fjarstæð hug-
myndatengsl og mis-
munandi rökleg
orðasambönd bjóða þá
upp á afstæðar úr-
lausnir sem leita verð-
ur í heimi sjálfs text-
ans, samanber ljóð
sem skáldið nefnir
Guðsgjöf:
Litli trompetinn
þessi beygla
sker sig gegnum glauminn
grásilkifáinn
sjálfur hjartatónninn.
Hvað gefst nú betra
góði Díónýsos?
Utan hvað þessi
hvítþokunótt
upplýkur bláum
skeljum þúsund vatna.
Best eru eigi að síður þau ljóðin
sem til hafa orðið kringum eina hug-
mynd og lesandinn getur, ef vill, skil-
ið sem dæmisögu án þess að missa
sjónar á þeim margræða veruleika
sem í textanum stendur. Eitt þeirra
heitir Bangsi minn –, um björninn
sem vaknar vormorgun einn eftir að
hafa legið vetrarlangt í híði sínu.
Ljóðið er of langt til að taka hér upp í
heilu lagi, en það endar á þessum
orðum:
Þú endurhefur líf þitt
orðinu samkvæmt
Bókin endar svo með ljóðaþýðing-
um eftir allmörg skáld frá ýmsum
löndum, þeirra á meðal Federico
García Lorca, Antonio Machado, Juan
Ramón Jiménez og Paul Éluard.
Gísli Már Gíslason hannaði kápu.
Hans er líka kápumyndin sem lýsir
prýðisvel innihaldi bókarinnar og
mætti sem best heita: Baksvipur
mannsins og hafið.
Náttúran með
láði og lá
BÆKUR
Ljóð
eftir Baldur Óskarsson. 128 bls. Útg.
Ormstunga. Reykjavík, 2004
Ekki láir við stein
Erlendur Jónsson
Baldur Óskarsson
EINS og hálfs árs gamli sönghóp-
urinn Rinascente tók s.l. laug-
ardag til meðferðar verk eftir tvö
ítölsk tónskáld, Giuglio Caccini
(1551–1618) og Giacomo Carissimi
(1605–74). Bæði voru þau áhrifa-
mikil um sína daga. Caccini var
meðal helztu frumkvöðla nýju
óperugreinarinnar, og Carissimi,
„faðir óratóríunnar“, kenndi mörg-
um fremstu höfundum miðbarokk-
tímans er síðar urðu.
Ólíkt tónleikum hópsins í fyrra
var nú góðu heilli skrifað um höf-
unda og verk í tónleikaskrá. Flest
var bráðvel sungið við oftast prýð-
isgóðan orgelundirleik Steingríms
Þórhallssonar. Lakara var að ekki
skyldu virkjaðir fleiri tónalitir til
tilbreytingar. Því þó að t.d. lúta,
strengir og blásturshljóðfæri
hefðu sjálfsagt hleypt fjárhagslega
dæminu upp úr öllu valdi, hefði
organistinn a.m.k. mátt breyta oft-
ar um regístur, og jafnvel skipta
annað slagið yfir á sembal.
Fyrst sungu Hrólfur Sæmunds-
son, Hallveig Rúnarsdóttir og Jó-
hanna Halldórsdóttir sína aríuna
hvert úr „Le nuove musiche“ safni
Caccinis frá 1601, er ruddi nýja
mónódíska söngstílnum braut á
kostnað eldri pólýfóníska ritháttar
16. aldar. Úr seinna safni Caccinis
frá 1614 söng Hrólfur dansandi
aríu er hefði kannski mátt eiga
sér jafn fótlipra samsvörun í org-
elleiknum. Lára Bryndís Eggerts-
dóttir söng stutta en háttlæga og
erfiða kantötu eftir Carissimi af
furðumiklu öryggi miðað við
skamman einsöngsferil. Söngv-
ararnir fimm fluttu síðan Le
Zingare, goðafræðilega hjarðsælu
sama höfundar, og loks 3. þátt úr
L’Euridice Caccinis um ástarharm
Orfeifs. Sungu allir einsöngs- og
kórhlutverk sín af vandvirkni, þó
að textatúlkunin hafi kannski
skinið skærast hjá Hrólfi og Hall-
veigu. Komst Hallveig einna næst
því (þó ekki alveg) að skila sér-
kennilegum skrautnótum tímans,
með geitartrilluna alræmdu
fremsta í flokki.
Tónleikarnir voru frá mínum
bæjardyrum séð forvitnilegri í
sögulegu en sígildu ljósi, og virtist
fámenn aðsókn styðja það, þrátt
fyrir eftirtektarverð tilþrif og
óaðfinnanlega inntónasjón
flytjenda. Oft hef ég velt fyrir mér
hvers vegna frumbarokkið höfðar
almennt lítið til mín. Eftir þessa
að mörgu leyti eftirtektarverðu
frammistöðu hallast ég helzt að
því, að skeiðið um 1600–1650 hafi
að músíklegu inntaki myndað n.k.
tómarúm, þar sem eldri pólý-
fónískri auðlegð var fargað áður
en formræn tónflutningstækni
seinni tíma og stefræn úrvinnsla
náðu að komast á rekspöl. Fyrir
vikið virðist tónlistin oft troða
stefnulítinn marvaða er elur
mörgu nútímaeyra ýmist óeirð eða
þreytu – a.m.k. hjá öðrum en
unnendum transvekjandi kyrr-
stöðu.
Svari hver fyrir sig hvort rétt
sé til getið.
TÓNLIST
Salurinn
Verk eftir Caccini og Carissimi. Sönghóp-
urinn Rinascente (Hallveig Rúnarsdóttir
& Lára Bryndís Eggertsdóttir sópran, Jó-
hanna Halldórsdóttir alt, Gísli Magnason
tenór og Hrólfur Sæmundsson barýton).
Steingrímur Þórhallsson orgel. Laug-
ardaginn 27. nóvember kl. 17.
Endurreisnartónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
AÐVENTUTÓNLEIKAR voru
haldnir á fyrsta degi kirkjársins í
Neskirkju á sunnudag sem liður í
Tónlistarhátíð kirkjunnar. Stein-
grímur Þórhallsson lék með til-
þrifum „Stutta“ (11’) en efnisdrjúga
fantasíu og passacaglíu Jóns Ás-
geirssonar, er samin var við komu
nýja Noack orgelsins 1999, á góðum
og raunar nauðsynlegum hraða, þótt
það kostaði einstaka fingrafinku. Há-
skólakór Hákons Leifssonar var í
ágætu formi og söng þrjú lög, Engla-
kór frá himnahöll, smell Báru Gríms-
dóttur Ég vil lofa sem gæti orðið
heimssmellur og Maríukvæði Atla
Heimis Sveinssonar við Laxness.
„Litli kórinn“, þ.e. kór eldri borgara í
sókninni undir stjórn Ingu J. Back-
man, söng þrjú jólalög af hjartnæmri
innlifun, þ. á m. vinsæla kórdillu Jór-
unnar Viðar, Jól, við píanóundirleik
Steingríms. Hann stjórnaði síðan
nýjum Kór Neskirkju frá slaghörp-
unni í Kom þú vor Immanúel, og síð-
TÓNLIST
Neskirkja
Aðventutónleikar. M.a. verk eftir Jón Ás-
geirsson, Báru Grímsdóttur, Atla Heimi
Sveinsson, Jórunni Viðar, Byrd og Kjartan
Ólafsson (frumfl.) Háskólakórinn, Litli
kórinn*, Kór Neskirkju og Hljómeyki**.
Stjórnendur: Steingrímur Þórhallsson
orgel/píanó, Inga J. Backman* og Hildi-
gunnur Rúnarsdóttir**. Sunnudaginn
28. nóvember kl. 17.
Orgeltónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Steingrímur
Þórhallsson
Hallveig
Rúnarsdóttir
EF EITTHVERT vit væri í koll-
unum á okkur Íslendingum eða
hjörtun störfuðu eðlilega, væri í
þessari borg stórt, glæsilegt leik-
hús, búið öflugasta tæknibúnaði sem
völ er á, þarsem hæfasta leik-
húsfólkið keppti um að fá að leika
fyrir og með börnum alla daga vik-
unnar. En svo lánsöm eru börnin
okkar ekki. Ein sýning á ári er þeim
skömmtuð af stóru atvinnuleikhús-
unum, annars sjá hugsjónamenn úr
röðum brúðuleikhúsmanna og sjálf-
stæðra leikhópa, yfirleitt við ákaf-
lega erfið skilyrði, um að þetta lífs-
nauðsynlega fæði sé borið á borð.
Möguleikhúsið, litla fáliðaða leik-
húsið við Hlemm, hefur nú á annan
áratug sýnt börnum þá umhyggju
að setja einungis upp sýningar fyrir
þau.
Á fyrsta sunnudegi í aðventu end-
urfrumsýndi Möguleikhúsið leik-
þáttinn Smiður jólasveinanna (frá
árinu 1992), saminn fyrir minnstu
börnin þar sem þau eru leidd á ein-
faldan en ekki ýkja nýstárlegan hátt
í allan sannleik um það af hverju
kristnir menn halda jól. Verkið segir
frá Völundi nokkrum sem í kofa,
langt upp í fjöllum, smíðar gjafirnar
fyrir jólasveinana og aðstoðar þá við
ýmislegt smávegis. Þegar smiður er
búinn að koma þeim körlum öllum af
stað til byggða fær hann óvænta
heimsókn.
Litli kofinn hans Völundar er af-
skaplega lítill og byggður fyrir hefð-
bundna, einfalda, stofusviðsetningu.
Rýmið myndað með tveimur bak-
veggjum – í litríkum norrænum
jólastíl, og þar er ein kista sem
margt má töfra úr og til margs má
nýta. Helga Rún Pálsdóttur hefur
hannað sérdeilis skemmtilega bún-
inga jafnt fyrir smið sem tröll og
dýr.
Bjarni Ingvarsson túlkar smiðinn
Völund sem hógværan gæðamann
og gerir það af alúð. Alda Arnar-
dóttir og hinn hávaxni Pétur Eggerz
skapa kostuleg og skemmtileg lítil
tröllasystkin – þau Þusu og Þrasa.
Jólakötturinn hennar Aino Freyju
Järvela er alvöru köttur, mjúkur og
liðugur, og enginn þarf að vera
hræddur við hann, fremur kynnu
börnin að vilja klappa honum.
Tónlist og söngvar eru hins vegar,
og því miður, ansi flöt og ekki auð-
velt að taka undir í lokasöngnum.
Það eitt og sér ætti þó ekki að fæla
fólk frá því að eiga góða stund með
yngstu börnunum, á aðventunni, hjá
smiðnum Völundi. Fjögurra ára
drengur sem sat í fangi ömmu sinn-
ar við hliðina á mér undi sér ákaf-
lega vel og óskaði leikhópnum ein-
læglega gleðilegra jóla í lokin. En á
leiðinni heim, undir argandi auglýs-
ingum úr útvarpinu og götumynd-
inni, þá flaug mér í hug hvort ekki
væri kominn tími á ævintýri þar
sem hetjur björguðu okkur og jól-
unum úr klónum á kaupmönnunum?
Af hverju höldum við jól?
LEIKLIST
Möguleikhús
Eftir Pétur Eggerz. Leikstjóri: Pétur Egg-
erz. Leikarar: Bjarni Ingvarsson, Pétur
Eggerz, Alda Arnardóttir og Aino Freyja
Järvela. Leikmynd og leikmunir: Bjarni
Ingvarsson og Pétur Eggerz. Búninga-
hönnun: Helga Rún Pálsdóttir. Tónlist:
Ingvi Þór Kormáksson. Útsetning tónlist-
ar: Vilhjálmur Guðjónsson. Möguleik-
húsið 28. nóvember kl. 14.
Smiður jólasveinanna
María Kristjánsdóttir
Morgunblaðið/Jim Smart
„Möguleikhúsið hefur nú á annan áratug sýnt börnum þá umhyggju að setja einungis upp sýningar fyrir þau.“