Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
The Stranglers er ein áhrifamesta sveitsem starfaði þegar breska pönkbylgj-an stóð yfir, u.þ.b. 1976–1980. Enguað síður var hún stofnuð nokkru fyrir
þann tíma og var alla tíð á skjön við hið „hefð-
bundna“ pönk ef svo má kalla (hljómborðsleik-
arinn, Dave Greenfield var með yfirvara-
skegg!). Tónlistin myrk og nokkuð Doors-leg og
auk hrárra og beinskeyttra rokkara sótti
Stranglers í brunn gamla framsækna rokksins
sem var á algjörum bannlista á þessum tíma.
Það var sterk og svöl ára í kringum Stranglers,
þeim var skítsama um pönkelítuna og gerðu ná-
kvæmlega það sem þeim sýndist. Alvöru „pönk“
semsagt.
Stranglers hafa nú starfað óslitið síðan 1974.
Árið 1990 hætti framvörður sveitarinnar, gít-
arleikarinn og söngvarinn Hugh Cornwell, og
hefur JJ Burnel, hinn franskættaði bassaleik-
ari, leitt sveitina síðan. Fyrir stuttu kom út ný
hljóðversplata, Norfolk Coast, og hefur henni
verið vel tekið af gagnrýnendum sem aðdáend-
um en auk þess að bera með sér listræna vigt
markar platan endurkomu Stranglers til risaút-
gáfufyrirtækis en það er E.M.I sem gefur hana
út.
Burnel kemur fyrir sem hæglætismaður en
hann er vel lesinn og spakur og er m.a. karate-
kennari. Í raun U-beygja frá því sem var, en á
upphafsárum voru Stranglers alræmdir og sér-
staklega fóru blaðamenn iðulega illa út úr sam-
skiptum sínum við sveitina.
Betra seint en aldrei
„Ég man vel eftir fyrri heimsókn okkar til Ís-
lands,“ segir Burnel og kannast við að talað sé
um tónleikana sem vissa tímamótatónleika hér
á landi. „Ég hef aldrei séð jafn mikið af fallegu
kvenfólki og aldrei jafn mikið af drukknum tán-
ingum. Ég sá tólf ára gamla krakka með viskí-
flösku.“
Blaðamaður tjáir Burnel að ekki hafi nú svo-
sem mikið breyst í drykkjusiðum hér, utan að
bjórinn njóti nú mikilla vinsælda.
„Alveg rétt. Hann er semsagt orðinn löglegur
loksins (hlær). Ótrúlegt.“
Burnel segir að Stranglers hafi vissulega ver-
ið hluti af pönkrokksbylgjunni í Bretlandi en
aðallega að því leyti að þeir spiluðu á sömu stöð-
um og hinar sveitirnar. Áhrifavaldar á Strangl-
ers komu hins vegar víðar en hjá flestum öðr-
um.
„Chrissie Hynde, Joe Strummer og Sex
Pistols komu á tónleika með okkur áður en þau
byrjuðu sinn feril. Strummer var þá í pöbba-
rokkbandinu 101ers. Þegar hann var búinn að
fá sér aðeins of mikið neðan í því var hann grát-
andi á öxl mér og sagðist vilja vera í hljómsveit
eins og Stranglers. Hann langaði til að vera í
svona „gengi“, sagði hann mér.“
Burnel segist hafa verið mjög ánægður með
nýju plötuna í blábyrjun en segist vera kominn
á aðra skoðun í dag og fer ekki frekar út í þá
sálma.
„Við höfum hins vegar aldrei fengið jafn góða
dóma og nú,“ segir hann og hlær í forundran.
„Ég þarf að vera orðinn gamall maður til að fá
loksins almennilega gagnrýni! Jæja, betra er
seint en aldrei.“
Sum blöð hafa lýst því yfir að Stranglers séu
nú loks búnir að finna rétta tóninn eftir brott-
hvarf Cornwell, sem olli miklu harmakveini hjá
Stranglers-aðdáendum. Burnell dæsir þegar
þetta er borið undir hann.
„Já já, maður getur auðvitað ekki ráðið því
hvernig fólk lítur á þetta. Eina sem ég veit er að
platan hefur fengið góðar viðtökur. En Strangl-
ers hafa alltaf reynt eitthvað nýtt og það er í
raun skylda listamannsins að leita á nýjar slóð-
ir. En tal um einhverja endurkomu … ég veit
ekki … við höfum aldrei farið neitt.“
„Nýju“ Stranglers
Fyrir fimm árum var Baz Warne ráðinn sem
gítarleikari í stað John Ellis sem kom inn í
sveitina í stað Cornwells. Paul Roberts gerðist á
sama tíma söngvari hljómsveitarinnar og hefur
verið það síðan. Burnel viðurkennir að það hafi
breytt miklu fyrir sveitina er Warne kom inn.
„Það þarf ekki mikið til að samstarf í hljóm-
sveit virki ekki – þetta er viðkvæmur veru-
leiki.Oftast er nóg að einn meðlimur sé ekki í
gír, það er nóg til þess að botninn detti úr
þessu.“
Blaðamaður spyr hreint út hvort Burnel sé
ekki þreyttur á sífelldu tali um Hugh Cornwell
þar sem heil fjórtán ár eru liðin frá því að hann
var hluti af sveitinni.
„(Hlær) maður venst þessu … Ég skil vel að
fólk minnist þessa gamla tíma. Minni fólks ber
að virða og það þarf ekki alltaf að fela í sér for-
tíðarþrá eða íhaldssemi. Breytingar eru einfald-
lega erfiðar. En þetta setur mig sem listamann í
áhugaverða stöðu því að ég þarf að sanna mig
algerlega upp á nýtt. Það er það sem „nýju“
Stranglers hafa þurft að gera.“
Burnel er búinn að vera með trymblinum Jet
Black og hljómborðsleikaranum Dave Green-
field í hljómsveit í þrjátíu ár. Það er von að mað-
ur spyrji hvað það sé nú sem keyri þá áfram.
„Ja … það er bara nákvæmlega það sama og
kom þessu af stað á sínum tíma. Ást á tónlist-
inni. Ég hef þörf fyrir að túlka það sem ég er að
upplifa í gegnum lög. Það jafnast ekkert á við
það að spila tónlist með þéttu bandi sem er á
sömu nótum og maður sjálfur. Það er besta til-
finning í heimi.“
Burnel segir að Stranglers spili ekki mikið á
tónleikum en þegar þeir hafi sig af stað þá sé
það ofsalega gaman.
„Menn verða passa sig á því að túra ekki yfir
sig. Þá verða þeir að einskonar kabarettbandi –
fastir í hlutlausum gír. Það skiptir miklu máli á
tónleikum að það séu samskipti á milli sveitar
og áhorfenda, að eitthvað sé að gerast.“
Samskipti Stranglers og blaðamanna hafa
hins vegar aldrei verið góð, eða svo segir sagan.
„Það fer miklum sögum af þessu,“ svarar
Burnel. „Breska tónlistarpressan er mjög sér-
stök og sannarlega höfum við látið blaðamenn
hafa það óþvegið. En ástæðurnar hafa alltaf
verið ærnar. Það má segja að við höfum svarað í
sömu mynt. Ef fólk er kurteist og talar við
mann af virðingu þá geri ég slíkt hið sama. En
ef einhver er með stæla þá fær hann tvöfaldan
skammt í andlitið. Ég ólst upp sem franskur
strákur í London. Að vera franskur unglingur í
London var helv… erfitt svo ég tali nú tæpi-
tungulaust (hlær vel og lengi). Þetta gerði mann
fjandsamlegan ef satt skal segja.“
Burnell hefur sýslað í ýmsu meðfram
Stranglers og nýverið lauk hann við tónlist fyrir
japanska teiknimynd, Gankutsuou, sem er eins-
konar uppfærð útgáfa af Greifanum frá Monte
Cristo.
„Já, vá, hvernig fréttirðu af þessu?“ segir
Burnell með barnslegum gleðitón.
„Ég átti tveggja mánaða frí í ár,“ útskýrir
hann. „Ég var beðinn um þetta og ákvað bara
að slá til (hlær feimnislega). Þessar japönsku
teiknimyndir eru algjör snilld. Ég hef aldrei
gert svona áður og það kom mér á óvart að
þetta reyndist mér létt verk og löðurmannlegt.
Þetta var miklu auðveldara en að semja fyrir
Stranglers a.m.k.!“
Tónlist | Breska pönkrokksveitin The Stranglers með tónleika á Íslandi 4. desember
Grátið á öxl Burnels
JJ Burnel hefur verið í Stranglers frá upphafi og leiðir nú sveitina. Burnel er franskur en var
alinn upp í Bretlandi og lýsir hann unglingsárum sínum þar í landi sem „helv… erfiðum“.
Tónleikar Stranglers verða í íþróttahúsinu
Smáranum, Kópavogi, laugardaginn 4. des-
ember. Fræbbblarnir sjá um upphitun.
Miðasalan er í Aðalstöðinni í Keflavík, Skút-
unesti á Akranesi, Fossnesti á Selfossi, Leiru-
vegi á Akureyri og á Nestisstöðvunum á Ár-
túnshöfða, Háholti í Mosfellsbæ, Gagnvegi,
Borgartúni, Geirsgötu, Stórahjalla í Kópavogi
og Lækjargötu.
Sama verð er á öllum miðum, 3.900 krónur,
en bæði er boðið upp á stæði og sæti.
www.stranglers.net
www.fraebbblarnir.com
arnart@mbl.is
The Stranglers héldu fjöl-
sótta tónleika í Laugardals-
höll árið 1978 og heilluðu þá
verðandi ræflarokkara upp
úr skónum. Arnar Eggert
Thoroddsen átti samtal við
JJ Burnel, bassaleikara
sveitarinnar, vegna væntan-
legrar heimsóknar sveitar-
innar hingað næstu helgi.
*
*
*
* *
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
* *
*
*
*
*
*
**
* * *Miðasala opnar kl. 15.30
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
J U L I A N N E M O O R E
HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR
UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT?
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 ára.
Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON
PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK
WOODY HARRELSON DON CHEADLE
Sýnd kl. 8 og 10.15.
Ein besta spennu- og grínmynd ársins
Frá leikstjóra RUSH HOUR
og RED DRAGON
PIERCE BROSNAN
SALMA HAYEK
WOODY HARRELSON
DON CHEADLE
Sýnd kl. 6. Ísl. tal.
Kolsvört
jólagrínmynd
með Billy Bob
Thornton
... þú missir þig af
hlári
l
j l í
ill
... i i i
l i
*
***
* * *
*
*
*
*
*
*
*
***
* **
*
*
*
*
Kr. 500
www.borgarbio.is
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 14 ára.Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 10.
Kvikmyndir.com
PoppTíví
Kolsvört jólagrínmynd
með Billy Bob Thornton
... þú missir þig af hlári
BILLY BOB THORTON BERNIE MAC LAUREN GRAHAM Billy Bob Thorton Bernie Mac Lauren Graham Billy Bob Thorton Bernie Mac Lauren Graham
Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára.
*
*
K
vikm
yn
dir.com
PoppTíví
Mbl
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15
TIM ALLEN
JAMIE LEE CURTIS
Jólaklúður Kranks
Jólamynd fjölskyldunnar
Sýnd kl. 4 og 6.
VINCE VAUGHN
Ó.Ö.H. DV
BEN STILLER
DodgeBall
S.V. Mbl.
Kapteinn skögultönntei s lt
*
Ó
m
ar
í
Q
u
ar
as
h
i
/ D
V
Ó
m
ar
í
Q
u
ar
as
h
i
/ D
V
á allar erlendar myndir
í dag, ef greitt er með
Námukorti Landsbankans
á allar erlendar myndir
í dag, ef greit er með
Námukorti Landsbankans
á allar erlendar
myndir í dag, ef greitt
er með Námukorti
Landsbankans
Mbl
Jólaklúður Kranks
Jólaklúður Kranks
Jólamynd fjölskyldunnar