Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 29 UMRÆÐAN VERÐ að lýsa yfir óánægju minni með umfjöllun Íþróttasíðunnar um keppni á Íslandsmótinu í handbolta. Í tvígang hefur það gerst að engin um- fjöllun hefur verið um leiki Þórsliðs- ins og sé um leikina skrifað er það í hinu mesta skötulíki. Um leik Þórs og FH voru ca 6 línur en um leik Þórs og UMFA ekkert. Ég hef líka heyrt af óánægju stuðningsmanna annarra liða, meðal annars vina minna úr KA og það er spurning hvaða skilaboð blað allra landsmanna er að senda leikmönnum liðanna og íþróttinni sjálfri Að það sé leikið á gervigrasi í Noregi þar sem Íslendingar spila eða sitja á bekknum og félagaskipti Guð- rúnar Viðarsdóttur yfir í ÍBV eru vissulega merkilegar upplýsingar, sérstaklega með Guðrúnu enda hún frá Dalvík og afbragðs knattspyrnu- kona, en að skipa þeim fréttum meira rými en leik í úrvalsdeild finnst mér ekki rétt. Þakka ber nákvæma um- fjöllun um Heimsbikarmótið í Svíþjóð en strákarnir sem þar spiluðu voru einu sinni í deildinni hér heima. Leik Þórs og KA voru líka gerð góð skil, takk fyrir það. HELGI INDRIÐASON, Hringtúni 1, 620 Dalvík. Bréf til Íþróttasíðunnar Frá Helga Indriðasyni HVER er staða alþýðunnar í þjóð- félaginu í dag og hverjar eru fram- tíðarhorfur hennar undir merkjum auðvaldsins? Þegar alþýðan kýs yfir sig auð- valdsöflin trekk í trekk er hún ekki að vinna í sína þágu. Heldur er hún að grafa undan öllu því sem áunnist hefur í baráttu hennar gegnum tíð- ina. Markaðshyggjan verður sífellt sterkara afl innan veggja íhaldsins — og mætti segja að hún sé orðin ráðandi afl í allri ákvarðanatöku rík- isstjórnarinnar. Það er ástæðan fyr- ir því að alþýða landsins verður að gæta að sér, vegna þess að þjóð- félagslegar stofnanir mega aldrei vinna gegn hagsmunum alþýðunnar í landinu. Í ríkjandi kerfi á Íslandi í dag er þetta hættan. Viljum við kalla yfir okkur hags- munaklíku auðvaldsins, sem felur í sér að lífsskilyrðum almennings hrakar til muna? Ef fram heldur sem horfir munum við enda uppi með amerískt kerfi þar sem fólk borgar milljónir í skólagjöld og ann- að eins í heilbrigðisþjónustu ef það er svo óheppið að veikjast eða slas- ast. Þegar slíkt kerfi verður komið í gagnið verður ríkjandi valdastétt fyrst ánægð, því þá hefur hún tryggt það að aðeins fáir útvaldir munu geta sótt sér menntun og látið að sér kveða í samfélaginu. Fjöldinn verður bundinn við brauðstritið þar sem all- ir hans peningar fara í hluti sem okkur þykja sjálfsagðir í dag – menntun barnanna okkar og heil- brigðisþjónustu! Gildra valdaklíkunnar felst í að gefa fögur fyrirheit um skattalækk- anir almenningi til handa. Það er þó skammvinn ánægja og þýðir, óum- flýjanlega, skerta þjónustu. Alþýðan stendur því frammi fyrir því að þurfa að punga út himinháum upp- hæðum um leið og eitthvað kemur upp á eða þegar börnin halda út á menntaveginn. Í þessu gildir því hið fornkveðna: „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.“ Sannleikurinn felst ekki í gylliboðum valdaklík- unnar, sem hefur það eina markmið að viðhalda eigin valdastöðu, því íhaldið er ekki allra. Sannleikurinn felst í samstöðu alþýðunnar í barátt- unni fyrir mannsæmandi lífskjörum. Samstöðu um sterkt velferðarríki, sem sinnir þörfum okkar allra og veitir þá þjónustu sem almenningur þarf á að halda. GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR, Raftahlíð 56, 550 Sauðárkróki. Í klóm auðvaldsins Frá Guðbjörgu Einarsdóttur BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HEILSUEFLING miðar að því að gera einstaklingnum og sam- félaginu kleift að auka hreysti og efla vitund og vilja til að viðhalda heilbrigði. En það er einu sinni svo að það sem við gerum í dag hefur oft ekki sýnileg áhrif fyrr en eftir lang- an tíma. Af þeim sökum er mjög mikilvægt að fullorðnir jafnt sem börn og unglingar viti hvaða áhrif þau sjálf geta haft á framtíðar- heilsufar sitt og sjái kostina við að velja heilbrigt líf. Heilsueflingarráð Akureyrar var sett á stofn í framhaldi af sam- þykktri Fjölskyldustefnu árið 2002. Eitt af leiðarljósum Fjölskyldustefn- unnar er að „stuðlað verði að því að heilsufar bæjarbúa, andlegt, fé- lagslegt og líkamlegt, sé sem best“. Til að samstaða um verkefnið næði fram að ganga var þörf á víð- tæku og þverfaglegu samstarfi þeirra aðila sem höfðu hagsmuni, áhuga á eða allt að því skyldur gagnvart málefninu. Viðhorf og þekking var höfð að leiðarljósi við val í ráðið en í því sitja fulltrúar at- vinnulífsins, skólastofnana, sjúkra- stofnana, bæjarkerfisins og íþrótta- félaganna. Heilsueflingarráð hóf störf 11. september 2003 og var þá ákveðið að nýta fjölbreyttar leiðir til að hafa já- kvæð áhrif á heilsu íbúa bæjarins, meðal annars með upplýsingum, virkri þátttöku almennings og með því að skapa keppnisanda fyrir þá sem þess njóta. Ráðið ákvað því að taka út nokkra þætti, svokölluð heilsuþema, og kynna hvert fyrir sig. Síðastliðið vor var fyrsta heilsuþem- að kynnt með yfirskriftinni „Vatn er svalt“ og voru fyrirtæki á Akureyri fengin til liðs við ráðið við að kynna hollustu og notkun vatns á sem fjöl- breyttastan hátt til heilsueflingar. Annað átak, sem hleypt var af stokkunum nýverið undir heitinu „Einn, tveir og nú!“, hefur það að markmiði að vekja bæjarbúa til með- vitundar um hreyfingu, heilsu sína almennt og samverustundir með fjölskyldunni. Í kjölfarið var útbúið svokallað Fjölskyldukort þar sem skráð er skilmerkilega inn hreyfing allrar fjölskyldunnar, þ.m.t. göngu- ferðir, þátttaka í íþróttum, leikir o.fl. Leið sem auðveldað getur hverjum og ein- um bæjarbúa að meta stöðuna, þ.e. samveru fjölskyldunnar, hversu oft viðkomandi hreyfir sig og fjölbreytni og hvetja til frekari dáða, t.d. með því að kynna sér nýjar leiðir til úti- vistar eða íþrótta. Engin hreyfing er svo ómerkileg að hún gagnist ekki. Fjölskyldukortinu var dreift til allra grunnskólabarna á Akureyri auk þess sem hægt er að nálgast það á fleiri stöðum og prenta út af heima- síðu verkefnisins. Allir sem taka þátt í átakinu eiga möguleika á að vinna til verðlauna og eru viðurkenningar veittar í hverjum mánuði. Átakið mun standa út núverandi skólaár og að lokinni þeirri reynslu verður tek- in ákvörðun um framhaldið. Heilsueflingarráð heldur uppi eig- in heimasíðu fyrir verkefnið – www.akureyri.is/12ognu – þar sem má finna ýmsar hugmyndir að skemmtilegri útivist, lýsingu á úti- leikjum, gönguleiðum, hvert hægt er að fara á skauta, í sund, opnunar- tíma o.s.frv. Hjálpum sem flestum að upplifa þá vellíðan sem felst í því að hafa góða samvisku gagnvart lífsháttum sínum og höfum í huga orðtakið ,,Hvað ungur nemur gamall temur“. Akureyringar – er góð heilsa ekki eitt það dýrmætasta sem við eigum? Bryndís Arnarsdóttir og María H. Tryggvadóttir skrifa um heilsueflingu ’Hjálpum sem flestumað upplifa þá vellíðan sem felst í því að hafa góða samvisku gagnvart lífsháttum sínum …‘ Bryndís Arnarsdóttir Bryndís er formaður Heilsueflingar- ráðs Akureyrar, María er starfsmað- ur Heilsueflingarráðs Akureyrar. María H. Tryggvadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.