Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 44
TÓMAS R. Einarsson hefur farið einsog karabískur hvirfilbylur um landið þetta árið, en ekki skilið eftir sig eyðileggingu heldur kúbanska gleði af bestu sort. Á fimmtudags- kvöldið hélt hann uppá það á Múl- anum á Borginni að Djassbiblía Tómasar R, nótnabók með áttatíu ópusum bassaleikarans var að koma út og þar var nú heldur betur líf í tuskunum. Ungliðasveit hans, Óskar Guðjónsson tenóristi, Kjartan Há- konarson trompetþeytari, Samúel J. Samúelsson básúnublásari og Davíð Þór Jónsson píanisti með meiru voru í feikistuði og Tómas og Matt- ías M.D. Hemstock héldu sveiflunni, bæði karabískri og djassklassískri, gangandi ásamt Þórdísi Classen bongóleikara. Lögin voru blanda af karabíuefnisskrá Tomma og gömlu góðu lögunum og allt má það finna í Djassbiblíu Tómasar R. Þegar Tommi samdi Ólag, sem er á plöt- unni Nýr tónn, voru ungliðarnir í hljómsveit hans rétt að byrja í grunnskóla og annað lag af sömu plötu sem hljómaði á Borginni var Húlabopp. Þó að strákarnir hefðu aldrei séð það áður hljómaði það sannfærandi í ungæðislegri bopp- sveiflu. Mikill fengur var að heyra hinn undurfagra vals Hóf, sem eng- inn þarna hafði leikið áður utan Tómas einu sinni í sjónvarpsmynd sinni um Guðberg Bergsson. Óskar var fremstur meðal jafningja í sóló- um sínum og Samúel verður æ betri básúnuleikari með jarðbundinn New Orleans-tóninn og ekki laust við að Kjartan sækti einnig á þau mið þeg- ar hann urraði einsog Red gamli Allen. Mikið var gaman að heyra Matta að nýju og þeir Tommi svínguðu glæsilega í Tréblúsnum og þótt ungliðarnir hefðu aldrei séð það lag fyrr stóðu þeir sig með prýði enda hafði Tómas sagt áðuren blús- inn var leikinn að flinkir krakkar næðu ekki að klúðra þessu alvar- lega. Þetta var skemmtilegt kvöld þarsem skiptust á þaulæfð verk og önnur leikin í fyrsta skipti – djass- inn í öllum sínum margbreytileika. Djassbiblía Tómasar R. Tilefni þessara tónleika var út- koma Djassbiblíu Tómasar R. Fyrstu djassnótnabókar íslensks djasstónskálds. Þetta er glæsileg bók sem inniheldur áttatíu laga Tómasar, þaraf ellefu í píanóútsetn- ingum Gunnars Gunnarssonar. Hljómar fylgja öllum laglínuskrifum og er tölvusetning nótnanna frábær- lega unnin af Aðalheiði Þorsteins- dóttur og útkoman sérlega læsileg. Ljósmyndir frá ferli Tómasar eru í bókinni til upplyftingar. Bókin er prentuð á fínan pappír og gormuð og mun óefað þola mikla notkun, en til þess er leikurinn gerður; að ís- lenskir tónlistarmenn leiki lögin sem mest því flest þeirra standast samanburð við það sem erlendar djassbiblíur hafa uppá að bjóða. Ég hef oft orðið spældur að heyra unga djassleikara lepja upp sömu amer- ísku ópusana tónleika eftir tónleika í stað þess að leika þær fjölmörgu djassperlur sem íslensk djassskáld hafa samið. Enn spældari yrði ég ef útgáfa þessarar bókar breytti því í engu. Flest þessara laga hafa ratað á geislaplötur en þarna eru líka óút- gefin lög einsog valsarnir Gil og Skrið (auk Hófs) og lag við ljóð Sveinbjarnar Baldvinssonar sem lék með Tómasi á gítar í Nýja kompan- íinu forðum: Vor. Dansaðu, fíflið þitt, dansaðu Tómas er eina íslenska djass- tónskáldið sem aðrir listamenn hafa leikið verk eftir á heilum tónleikum þegar undan er skilinn Gunnar Reynir Sveinsson, sem er heldur akademískari í tón- skáldskap sínum en Tómas. Skemmst er að minnast tónleika Stórsveitar Jagúars er Samúel Jón Sam- úelsson básúnuleik- ari og tónskáld setti saman á listahátíð í vor og lék verk Tóm- asar á tvennum tón- leikum við frábærar undirtektir áheyr- enda. Uppistaða þeirrar hljómsveitar var funksveitin Jag- úar, sem nú hefur sent frá sér þriðju geislaplötu sína Hello Somebody! þarsem fönkið þeirra er farið að nálgast alþýðusmekk. Í hóp þeirra Jagúarmanna bættust valinkunnir hljóðfæraleikar á listahátíð, þará meðal sænski trompetleikarinn Lasse Lindgren, sem með ævintýra- legum blæstri sínum setti sandoval- ískan svip á bandið. Ég segi ekki að sveiflan hafi verið eins heit og hjá Chucho Valdés, en lögin voru ekki síðri en þau sem jafnan eru á efnis- skrá Irakare-sveitar hans. Oft er það svo að fautatónleikar sem maður hefur verið á reynast daufir í eyrum er maður heyrir þá á plötu löngu seinna. Það á sem betur fer ekki við í þessu tilfelli. Hér er það besta frá tónleikunum tvennum blandað saman og snyrt eilítið. Út- koman er ein skemmtilegasta tón- leikaplata íslensk og þegar græj- urnar eru stilltar í botn sýður á keipum. Flest eru lögin af trylltara taginu nema ballaðan Ástin sem Lasse Lindgren blæs sérdeilis fag- urlega í flýgilhorn. Upptakan er sennilega frá seinni tónleikunum því Lasse blæs enn betur en mig minnti hann gera á föstudagskvöld. Hann er líka í miklu stuði í sólóum sínum í Dansaðu, fíflið þitt, dansaðu og Kúbanska, en Ívar Guðmundsson sannar enn einu sinni hversu efni- legur trompetleikari hann er í stuð- laginu alþekkta af Íslandför: Tauga- veiklaður og trylltur, tættur og ber að ofan. Kjartan Hákonarson blæs tvo trompetsólóa, í Dakarí og Spríngfíling, og er glettilega góður í síðboppstíl sínum. Sigurður Flosa- son á altó og Óskar Guðjónsson á barrýton leysa sín sólóverk vel af hendi einsog venjulega og slag- verkið er ágætlega þétt auk þess sem Gísli Galdur setur oft skemmti- legar svip á tónlistina með skífu- skanki sínu. Bogomil Font raular Þú ert með sjarma. Þessi plata er stórsigur fyrir hinn unga útsetjara Samúel Jón Sam- úelsson, en frá því hann hélt útskriftartónleika sína frá djass- deild Tónlistarskóla FÍH með stórsveitartónlist hefur verið ljóst að þar liggja hæfileikar hans fyrst og fremst, þótt hann sé fínn bás- únuleikari. Ég held það væri heilla- ráð að hann fengi listamannalaun í svosem eitt ár tilað skrifa fyrir stór- sveitina okkar; Stórsveit Reykjavík- ur. Biblía Tomma og guðspjall Samma DJASS Tónleikar, bók og geislaplata Tómas R. Einarsson á Múlanum fimmtudagskvöldið 25. nóv. Djassbiblía Tómasar R. Blánótt, Rvk. 2004. Samúel Jón Samúelsson og Stórsveit Jagúar: Dansaðu, fíflið þitt, dansaðu Smekkleysa SMJ7CD 2004. Vernharður Linnet Tómas R. Einarsson Samúel Jón Samúelsson 44 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Bach J. S. Bach ::: Hljómsveitarsvíta nr. 3 í D-dúr, BWV 1068 J. S. Bach ::: Kantata nr. 172, „Erschallet, ihr Lieder” G. P. Telemann ::: Vatnamúsík, „Hamburger Ebb und Fluht“ J. S. Bach ::: Magnificat í D-dúr, BWV 243 Hljómsveitarstjóri ::: Robert King Einsöngvarar ::: Gillian Keith, Diana Moore, Gunnar Guðbjörnsson, Stephen Richardson Kór ::: Hamrahlíðarkórarnir undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 2. DESEMBER KL. 19.30Gul áskriftarröð #3 Tónlistarkynning: Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur kynnir efnis- skrá kvöldsins í Sunnusal Hótel Sögu kl. 18:30. Samverustund Vinafélags SÍ hefst kl. 18.00. Verð 1000 kr. Súpa og brauð innifalið. Allir velkomnir. HÉRI HÉRASON Fyndið - fjörugt - ferskt - farsakennt Stóra svið Nýja svið og Litla svið BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Fi 2/12 kl 20, Fö 3/12 kl 20 Fö 10/12 kl 20, Su 12/12 kl 20, Mi 29/12 kl 20 Aðeins þessar sýningar Í NÆTURHÚMI - MARGRÉT EIR Aukaútgáfutónleikar Í kvöld kl 20 - kr. 1.900 AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir Ionesco Í samstarfi við LA Frumsýning fi 30/12 kl 20 - UPPSELT Su 2/1 kl 20, Fö 7/1 kl 20, Lau 8/1 kl HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar Eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20 - gul kort Su 9/1 kl 20 - aukasýning Lau 15/1 kl 20 - rauð kort Su 16/1 kl 20 - græn kort Fö 21/1 kl 20 - blá kort Lau 22/1 kl 20 GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafkort fyrir tvo kr. 5.400 Gjafakort á Línu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000 VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU - pantið í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 5/12 kl 14, Su 2/1 kl 14 Su 9/1 kl 14, Su 16/1 kl 14 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 4/12 kl 20, Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20 BROT AF ÞVÍ BESTA - BÓKAKYNNING Kringlusafns, Kringlunnar og Borgarleikhúss: Halldór Guðmundsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Kristín Eiríksdóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir, Sigmundur Ernir, Þórarinn Eldjárn Fi 2/12 kl 20, Aðgangur ókeypis, Ljúfir tónar og léttar veitingar PERLUJÓL - DAGSKRÁ Leikhópurinn Perlan Leiklist, tónlist, dans Su 5/12 kl 14 - kr 1.200 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fö 3/12 kl 20, Lau 4/12 kl 20 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími ÓLIVER! forsala í fullum gangi Óliver! Eftir Lionel Bart Þri 28/12 kl 20 UPPSELT Mið 29/12 kl 20 UPPSELT Fim 30/12 kl 16 UPPSELT Fim 30/12 kl 21 UPPSELT Sun 2/1 kl 14 örfá sæti Sun 2/1 kl 20 örfá sæti Fim 6/1 kl 20 örfá sæti Lau 8/1 kl.20 UPPSELT Sun 9/1 kl.20 nokkur sæti Fim 13/1 kl.20 nokkur sæti Sýnt í Reykjavík, Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir ☎ 552 3000 EKKI MISSA AF KÓNGINUM! AÐEINS TVÆR SÝNINGAR EFTIR: • Sunnudag 12/12 kl 20 NOKKUR SÆTI • Sunnudag 26/12 kl 20 LOKASÝNING eftir LEE HALL Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is TVEIR FYRIR EINN á netinu Kíktu á loftkastalinn.is og tryggðu þér tvo miða á verði eins. Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Litla stúlkan með eldspýturnar sun. 5. des. kl. 14- sun. 12. des kl. 14 – sun. 19. des kl. 14 Aldan stigin – ljóð úr heimi ræðara, far – og fiskimanna - Ljóð við lög eftir Schubert Hádegistónleikar í dag kl. 12:15 Ágúst Ólafsson baritón og Izumi Kawakatsu píanóleikari. Gjafakort í Óperuna - upplögð gjöf fyrir músikalska starfsmenn og viðskiptavini Miðaverð við allra hæfi: Frá kr. 1.000 upp í 6.500 – og allt þar á milli. Gjafakort seld í miðasölu. Miðasala á netinu: www.opera.is Lau . 04 .12 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 11 .12 20 .00 NOKKUR SÆTI F im. 30 .12 20 .00 LAUS SÆTI Miðasa lan e r op in f rá k l . 14 -18 Lokað á sunnudögum ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.