Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðjón Magnús-son fæddist á
Hlíð við Kollafjörð í
Strandasýslu 21. júlí
1911. Hann lést á
gjörgæsludeild LHS
við Hringbraut 14.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Magnús Jóns-
son, f. 29. október
1878, d. 27. des.1966,
fyrrum bóndi í Arn-
kötludal í Stein-
grímsfirði, síðar bú-
settur á Hólmavík og
kona hans Bjarnína
Guðrún Kristmannsdóttir, f. 9. júní
1878, d. 25. júní 1974. Systkini
Guðjóns voru: Kristmann, f. 2. okt.
1899, d. 29. des. 1996, var búsettur
í Vestmannaeyjum, Þorsteinn
2001. Þau hófu búskap á Hólmavík
og þar fæddist þeim fyrsta barnið,
Ingimar f. 23.des.1935 d. 25. feb.
1978. Eftir nokkurra ára búsetu á
Hólmavík fluttu þau um stundar-
sakir að Broddanesi og þar fædd-
ist annað barn þeirra, Gunnar
Heiðar, f. 31. jan. 1942. Árið 1943
hófu þau búskap í Miðhúsum í
Kollafirði og þar fæddist þriðja
barn þeirra, Álfheiður Guðbjörg f.
30. apr. 1946. Afkomendur Elínar
og Guðjóns eru 38, þar af eru þrír
látnir.
Guðjón og Elín brugðu búi árið
1954 og fluttu búferlum til Reykja-
víkur og bjuggu þar æ síðan. Í
Reykjavík starfaði Guðjón lengst
af við húsbyggingar hjá verktaka-
fyrirtækjum, t.d. Súð og Miðfelli
h/f, einnig vann hann sjálfstætt að
ýmsum lagfæringum og viðgerð-
um húsa. Á árinu 1997 fluttu Guð-
jón og Elín í Seljahlíð, dvalarheim-
ili aldraðra að Hjallaseli 55.
Útför Guðjóns verður gerð frá
Seljakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Guðlaugur f. 24. ágúst
1901, d. 8. nóv.1996,
Elín Júlíana f. 4. des.
1909, d. 26. júlí 1995,
voru bæði búsett á
Hólmavík og Kristján,
f. 17. maí 1907, dó í
frumbernsku. Einnig
ólu foreldrar Guðjóns
upp frá tveggja ára
aldri Huldu Lilju Sig-
ríði Þorgeirsdóttur, f.
15. des. 1925, sem bú-
sett hefur verið á
Blönduósi öll sín full-
orðinsár.
Guðjón ólst upp í
Arnkötludal og síðar á Hólmavík.
Hinn 5. október 1935 gekk Guð-
jón að eiga Elínu Guðbjörgu Jóns-
dóttur, f. í Broddanesi við Kolla-
fjörð 12. október 1910, d. 13. ágúst
Hugrenningar við dánarbeð ást-
kærs föður.
Það sem fyrst kemur í hugann;
sveitin, Miðhús, lítil stúlka, pabba-
stelpa, sem vill fara með pabba til
gegninga í fjárhús, heldur upp á
kindurnar, vont veður, snjór, bylur
og pabbinn treystir sér ekki með
þá litlu en kemur með vísukorn í
staðinn:
Þó að festi fönn á hól
frelsi um stund við týnum.
Vona ég haldi vor og sól
velli í huga þínum.
Vísu þessa lærði ég svo seinna
þegar ég hafði aldur til og hef oft
hugsað hana sem heilræðavísu mér
til handa því ég er mikið vorbarn
alla tíð.
Ferð á sleðanum sem dreginn
var af hestinum okkar honum
Snáða.
Það stirnir á hjarnið í birtu norð-
urljósanna í fallegu vetrarveðri.
Manngengu snjógöngin til fjóss-
ins frá íbúðarhúsinu og það á sum-
ardaginn fyrsta. Litli lækurinn.
Fossinn fyrir ofan bæinn þar sem
pabba fannst vatnið kaldast sem
það rann á milli steinanna í ánni.
Pabbi að hvíla sig eftir matinn á
bekknum við eldhúsborðið, ég að
greiða honum og binda í hárið
borða með slaufu. Það var endalaus
þolinmæði við þessa litlu, yngsta
barnið á heimilinu sem var aldrei
langt undan ef eitthvað var að ger-
ast, ábyggilega kotroskin og
stjórnsöm, enda eina stúlkan og
svo bræður tveir. Ég var og er
lukkunnar pamfíll.
Vorið, sumarið, ferð á engjarnar.
Heyskapurinn, hestarnir, kýrnar
að ógleymdum hundinum honum
Hvutta sem dáði og dýrkaði hús-
bónda sinn öllum öðrum fremur.
Stundum þurfti að halda Hvutta
heima og inni ef pabbi gat ekki
haft hann með sér þangað sem
ferðinni var heitið.
Þegar honum var svo sleppt
lausum hljóp hann á móti húsbónda
sínum langar leiðir löngu áður en
sást til hans og það urðu fagn-
aðarfundir. Þetta var fallegt og
hugljúft samband á milli manns og
hunds. Huganum er gjarnt að
dvelja við bernskuna og sveitina
þar sem við áttum öruggt og hlýtt
skjól saman litla fjölskyldan unga.
Ýmsar myndir á í sjóð
ef ég lít til baka.
Þó eldar fölni á ævislóð
æskudraumar vaka.
(Guðjón Magnússon.)
Fyrstu hjúskaparár foreldra
minna, Elínar og Guðjóns, var
heimili þeirra á Hólmavík, síðan á
Broddanesi, fæðingarstað móður
minnar.
Árið 1943 hófu þau síðan búskap
í Miðhúsum. Það var svo árið 1954
að þau brugðu búi og við fluttumst
suður til Reykjavíkur.
Mér er ekki grunlaust um að það
hafi verið þeim erfið ákvörðun,
einkum þó pabba, að fara frá bú-
skapnum og hluti af honum sjálfum
eflaust orðið eftir þar. Hann sakn-
aði þessa alls en erfiðast var að
skilja við Hvutta.
En aðstæður og tímarnir voru að
breytast, hugur unga og upprenn-
andi fólksins leitaði í burtu. Svo
var bara drifið í þessu og suður
fórum við.
Pabbi hóf þá ýmiskonar störf við
byggingariðnaðinn enda handlag-
inn og fjölhæfur. Vanur slíkum
störfum frá fyrri tíð í starfi sínu
sem bóndi. Bóndinn þurfti að vera
sjálfum sér nógur við þau störf er
lutu að nýbyggingum og viðgerðum
jafnt stórum sem smáum. Þannig
að bóndinn varð eftirsóttur við
þessi störf þar sem hann vann
hratt og mikið og dró hvergi af sér.
Óhjákvæmilega varð breyting á
heimilislífi eftir flutninginn þar
sem pabbi vann allan liðlangan
daginn og var í burtu frá heimilinu
ólíkt því sem við vorum vön í sveit-
inni. Þó svo að vinnan þar væri
daglangt var hann hann aldrei
langt undan og kom oft inn á milli
starfa.
Samt hélst alla tíð þessi sam-
heldni fjölskyldunnar og hlýja. Það
átti einnig við gagnvart öðrum,
óskyldum jafnt sem skyldum. Þar
var aldrei nokkrum manni hall-
mælt og komið fram við alla, jafnt
stóra sem smáa, með virðingu.
Síðar þegar svo við systkinin
stofnuðum okkar heimili var pabbi
alltaf tilbúinn til að aðstoða við
smáviðgerðir hér og þar ef þurfti
að flísaleggja eða múra vegg. Hann
var alltaf til staðar fyrir okkur.
Pabbi var góður og hjartahlýr
maður, hafði ekki alltof mörg orð
um hlutina en framkvæmdi bara.
Hann lét sér annt um börn,
tengdabörn, barnabörn og alla af-
komendur sína.
Pabbi var félagi í Kvæðamanna-
félaginu Iðunni í fjöldamörg ár.
Hann hafði gaman af kveðskap og
var drjúgur við þá iðju.
Blærinn strýkur blítt um kinn
bros í sinni laðar,
alltaf heilla huga minn
haustsins björtu dagar.
(Guðjón Magnússon.)
Foreldrar mínir áttu nokkuð
lengi heima við Bólstaðarhlíð. Þeg-
ar þar var komið var pabbi hættur
að vinna. Seinustu árin þar höfðu
þau heimilishjálp, það var ung
kona sem kom til þeirra og ann-
aðist þau. Hún sagði eitt sinn við
mig að hefði hún mátt velja sér
sjálf afa og ömmu hefði hún valið
þau.
Er hægt að fá betri ummæli?
Seinustu árin dvöldu þau í Selja-
hlíð. Þar var annast um þau af
nærgætni og alúð og er það þakkað
hér og nú.
Bókin hefur verið skrifuð, allar
síður hennar hafa verið vandlega
fylltar út með frábæru efni og lesn-
ingu þeirrar bókar er nú einnig
lokið.
Bókinni lokað með þakklæti fyrir
að fá hana að láni til lestrar. Ég
veit það fyrir víst að allir þeir er
lesið hafa þá bók eru mér sammála
um það að hún sé einstök. Þessi
bók er lífsbók föður míns Guðjóns
Magnússonar.
Nú er að glugga í bókina, fletta
blaðsíðum og skoða betur. Það geri
hver á sinn hátt.
Ég kveð minn ástkæra föður
með söknuði, þökk og virðingu.
Blessuð sé minning hans.
Álfheiður Guðbjörg
Guðjónsdóttir.
GUÐJÓN
MAGNÚSSON
Erfidrykkjur
Heimalöguð kaffihlaðborð
Grand Hótel Reykjavík
Sími 514 8000
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Ástkær fósturmóðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG J. HELGADÓTTIR
frá Patreksfirði,
lést að morgni laugardagsins 27. nóvember á hjúkrunarheimilinu Holts-
búð, Garðabæ.
Útförin auglýst síðar.
Sigurður Steingrímsson,
Gísli Steingrímsson,
Ólöf Steingrímsdóttir,
Jón Steingrímsson,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn,
JÓN S. ERLENDSSON
verkstjóri,
Dalalandi 12,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn
26. nóvember.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 2. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, vinsamlegast látið líknarstofnanir njóta.
Sigríður Jónasdóttir.
Elskulegi sambýlismaður minn,
STEFÁN REYNIR ÁSGEIRSSON,
lést af slysförum laugardaginn 27. nóvember.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hildur Símonardóttir.
Innilegar þakkir til ykkar allra fyrir auðsýnda
samúð, blóm og nærveru við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
HALLDÓRS EBENEZERSSONAR,
Sundstræti 31,
Ísafirði.
Fríða Hólm Valdimarsdóttir,
Elvar Ástráðsson, Guðrún Bóasdóttir,
Jón Ebbi Halldórsson,
Valdimar Rúnar Halldórsson, Katrín Skúladóttir,
Marsibil H. Halldórsdóttir, Kristinn Lyngmo,
Elías Kári Halldórsson, Valgerður Torfadóttir
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
INGIBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR,
Víðihlíð,
Grindavík,
lést sunnudaginn 28. nóvember.
Þórður Magnússon, Sjöfn Ísaksdóttir,
Ragnar Magnússon, Rannveig Randversdóttir,
Ingimar Magnússon.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNHEIÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR,
Hringbraut 52,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 1. desember kl. 13.00.
Jóhannes Valgeir Reynisson, Gyða Þórdís Þórarinsdóttir,
Árni Reynisson, Anna S. Bjarnadóttir,
Eyjólfur Reynisson, Una Gísladóttir,
Jóhann Reynisson, Suphit Donkanha,
barnabörn og barnabarnabörn.