Morgunblaðið - 30.11.2004, Side 49

Morgunblaðið - 30.11.2004, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 49 27.11. 2004 einfaldur 1. vinningur í næstu viku 1 6 8 6 2 8 5 9 9 3 8 4 9 10 36 29 24.11. 2004 1 2 4 15 39 43 34 38 40 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4539-8618-0017-6940 4507-4300-0029-4578 4507-4500-0033-0693 4543-3700-0047-8167 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. ÚRSKURÐUR franskra dómstóla um að kvikmyndin Trúlofunin langa (Un long dimanche de fiançailles/A Very Long Engage- ment) teljist ekki frönsk hefur valdið uppnámi í gervöllum kvik- myndaheiminum. Algengt er orð- ið að kvikmyndir séu unnar í samstarfi ýmissa landa og vekur þessi dómur því óneitanlega spurningar. Umræddri mynd er leikstýrt af Jean-Pierre Jeunet, sem síðast gerði Amelie (2001) en sú mynd sló rækilega í gegn. Nýja myndin skartar sömu leik- konunni, Audrey Tautou, í aðal- hlutverkinu. Samkvæmt dóms- úrskurði telst myndin ekki frönsk þar sem hún var framleidd af bandarísku kvikmyndaveri. Segir að framleiðslufyrirtækið, 2003 Productions, sem er franskt sé málamyndafyrirtæki í eigu Warner Bros. Myndin er næstdýr- asta mynd sem gerð hefur verið í Frakklandi en í kjölfar dóms- úrskurðarins er útilokað að hún fái styrk frá franska ríkinu. Dómsmálið kemur í kjölfar þess að teknar höfðu verið fyrir kvart- anir samtaka óháðra kvikmynda- framleiðenda og fyrirtækja sem tóku þátt í framleiðslu og dreif- ingu á myndinni í Frakklandi. Utan fjármagnsins er myndin eins frönsk og frekast getur orð- ið og er leikstjórinn Jeunet æfur vegna dómsins. Ef uppruni kvikmynda á fyrst og fremst að taka til uppruna fjármagnsins sem gerir fram- leiðslu þeirra mögulega má ljóst vera að uppruni fjölda mynda er í uppnámi, ekki síst íslenskra kvik- mynda. Haft var samband við Laufeyju Guðjónsdóttur, forstöðumann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, og hún innt álits á málinu. Hún segir þessi samfram- leiðslumál orðin æði flókin og að landamæri í þessum efnum verði æ daufari. „Við Íslendingar vorum með þeim fyrstu til að byggja upp svona samframleiðslunet. Þetta er orðið miklu algengara núna og í Evrópu eru sérstakir sjóðir sem ætlað er að hjálpa til við þess háttar framleiðslu. Sjóðirnir eru farnir að virka vel að því leytinu til að fólk er raunverulega að vinna saman. Þannig að það má að einhverju leyti segja að þetta tal um uppruna kvikmynda sé úr- elt.“ Laufey segir að þessi dómur komi nokkuð á óvart þar sem vanalega hafi listræna gildið vinninginn yfir hið peningalega í Evrópu en því sé öfugt farið vest- an hafs, þar eigi framleiðandinn iðulega lokaorðið. „Þetta er óneitanlega snúið mál því að hefðin er sú að myndir séu alltaf kenndar við þjóðland og í einhverjum tilfellum þjóðlönd. Vanalega eru leikstjóri og hand- ritshöfundur með mesta „upp- runavægið“ en það er ekki nóg til að gera myndina íslenska. Gott dæmi er nýja myndin hans Dags Kára sem gerð er í Danmörku og talað er um sem danska mynd.“ Laufey segist ekki búast við því að þessi franski dómur hafi mikil áhrif, a.m.k. ekki strax. „En þetta kemur umræðu um þessi mál alveg ábyggilega í gang. Ég veit að Frakkar hafa verið mjög harðir í þessum efnum og t.d. verða 70% talaðs máls í myndum þeirra að vera franska, annars telst myndin ekki frönsk“ Laufey segir að gagnvart al- menningi snúist kvikmyndagerð einfaldlega um það hvort myndir séu góðar eða ekki. En öðru gegnir um þá sem eru í „brans- anum“. „Verðlaunahátíðir spila t.d. inn í þetta. Þar þarf að vera á hreinu frá hvaða landi myndin er. Ég hef orðið var við þetta í Skandin- avíu þar sem mikið er um sam- starf. Ef vel gengur hjá einhverri myndinni vilja allir eigna sér verkið!“ Er Nói albínói íslenskur? Eða danskur? Eða … Og frá hvaða landi er myndin? Kvikmyndir | Uppruni kvikmynda í uppnámi eftir umdeildan dóm í Frakklandi arnart@mbl.is                                                                                                           ! #  $%&& '   (  ) (     * )  * ', ! - , SÍÐASTA föstudag fóru fram stórtónleikar á Gauki á Stöng. Var það Stúdentaráð Kennarahá- skóla Íslands sem stóð að þeim og báru þeir yfirskriftina Rokk í Kennó 2004. Hugmyndafræðin að baki uppákomunni var að tefla fram hljómsveitum/listamönnum sem innihéldu einn eða fleiri nemendur við skólann. Ekki skortir greinilega á gróskuna í þeim fræðunum í skólanum en alls voru átta atriði á dagskrá. Fram komu Lára Rúnarsdóttir, Hanoi Jane, Botnleðja, 200.000 naglbítar, Daysleeper, Föllnu englarnir, Númer núll og Dark Harvest. Lára Rúnarsdóttir naut m.a. aðstoðar föður síns, gítar- leikarans Rúnars Þórissonar. Morgunblaðið/Golli Ingimar og Óli í Hanoi Jane rokkuðu þétt. Tónleikar | Rokk í Kennó síðastliðinn föstudag Kennslustund í rokki Fréttir á SMS Búið ykkur undir að öskra. Stærsta opnun á hryllingsmynd frá upphafi í USA. KRINGLAN kl. 10.10. B.i. 16 ára. Stanglega bönnuð innan 16 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.20. M.M.J. Kvikmyndir.com  H.J. Mbl.  Kvikmyndir.is ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 5.40, 8 og 10.20. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.40 OG 10.20. SETH GREEN MATTHEW LILLARD DAX SHEPARD Frá leikstjóra Mr Deeds kemur gamanmynd sem fær þig til að missa það algjörlega. Fór beint á toppinn í USA M.M.J. Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.is RENEE ZELLWEGER HUGH GRANT COLIN FIRTH Sama Bridget. Glæný dagbók. H.J. Mbl.  Stanglega bönnuð innan 16 ára Frá spennumyndaleikstjóranum, Renny Harlin kemur þessi magnaði spennutryllir sem kemur stöðugt á óvart. l i tj , li i i t lli t t t. Kvikmyndir.is  ÁLFABAKKI kl. 8 og 10.20. KRINGLAN kl. 8 og 10.10 KEFLAVÍK kl. 10. HILARY DUFF CHAD MICHAEL MURRRAY Sagan af Öskubusku í nýjum búningi ÁLFABAKKI kl. 4 og 6. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6. Kvikmyndir.is H.J.Mbl.  ÁLFABAKKI kl. 3.45 og 6.15. Ísl tal. H.L.Mbl.  KRINGLAN Sýnd kl. 6. AKUREYRI kl. 6, 8 og 10.10. AKUREYRI kl. 8 og 10.10. KRINGLAN kl. 6. Ísl tal. kl. 8. Enskt tal. Vivement Dimanche (Loksins sunndagur) Le Poulpe (Kolkrabbinn) ÁLFABAKKI kl. 4, 6, 8 og 10.10.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.