Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 slikja, 4 áfall,
7 útlimum, 8 dánarafmæli,
9 máttur, 11 ill kona,
13 fall, 14 skrök, 15 vilj-
ugt, 17 billegur, 20 stefna,
22 glæsileg, 23 klettasnös,
24 valska, 25 grobba.
Lóðrétt | 1 rolan, 2 Danir,
3 anga, 4 málmur,
5 baunir, 6 fiskilínan,
10 á, 12 nothæf, 13 skar,
15 falleg, 16 bjart,
18 hnugginn, 19 rugga,
20 tölustafur, 21 ófús.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 nístingur, 8 skafl, 9 ræddu, 10 urr, 11 ansar,
13 arnar, 15 makks, 18 smátt, 21 kóp, 22 lokka, 23 ilina,
24 hirðmaður.
Lóðrétt | 2 Íraks, 3 telur, 4 narra, 5 undin, 6 æska, 7 þurr,
12 auk, 14 Róm, 15 mold, 16 kukli, 17 skarð, 18 spila,
19 álitu, 20 traf.
Tónlist
Íslenska Óperan | Hádegistónleikar kl.
12.15 – Ágúst Ólafsson syngur lög og ljóð
eftir Schubert, sem öll tengjast með einum
eða öðrum hætti fiskimönnum eða sæfar-
endum. Píanóleikari er Izumi Kawakatsu.
Neskirkja | Tónað inn í aðventu kl. 20.30.
Tónlistarhátíð í Neskirkju. Tríóið SMS flytur
ítalska og þýska barokktónlist. SMS skipa
Sigurgeir Agnarsson selló, Martin Frewer
fiðla Steingrímur Þórhallsson orgel. Miða-
verð 1.000 krónur.
Myndlist
Gallerí Fold | Guðrún Indriðadóttir, Eing-
unn Erna Stefánsdóttir og Áslaug Hösk-
uldsdóttir – „Þrjár af okkur“. M.J. Levy
Dickinson – Vatnslitaverk.
Gallerí i8 | Kristján Guðmundsson – „Arki-
tektúr“
Gallerí Sævars Karls | Hjörtur Marteins-
son – „Ókyrrar kyrralífsmyndir.“
Gallerí Tukt | Illgresi. Manifesto: Illgresi er
svar alþýðunnar við elítunni!
Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir –
„Efnið og andinn“.
Hrafnista, Hafnarfirði | Sólveig Eggertz
Pétursdóttir sýnir myndir sínar í Menning-
arsalnum.
Kaffi Sólon | Kristín Tryggvadóttir sýnir ol-
íumálverk – „Leikur að steinum“.
Listasafn ASÍ | Erling Þ.V. Klingenberg og
David Diviney – „Ertu að horfa á mig / Are
you looking at me“. Sara Björnsdóttir –
„Ég elska tilfinningarnar þínar“.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Þrjár
sýningar: Ný íslensk gullsmíði í Austursal,
Salóme eftir Richard Strauss í Vestursal
og úrval verka úr einkasafni Þorvaldar
Guðmundssonar og Ingibjargar Guð-
mundsdóttur á neðri hæð safnsins.
Norræna húsið | Vetrarmessa
Thorvaldsen | Linda Dögg Ólafsdóttir –
„–sKæti–“
Bækur
Amtsbókasafnið – Akureyri | Einar Már
Guðmundsson og Kristín Marja Bald-
ursdóttir lesa úr bókum sínum Bítlaávarp-
inu og Karitas án titils kl. 17.15.
Söfn
Kringlan | Sýning á vegum Borg-
arskjalasafns Reykjavíkur á 2. hæð Kringl-
unnar þar sem sýnd verða skjöl tengd jóla-
haldi landsmanna og sérstaklega fjallað
um jólin 1974, m.a. sýnd jólakort frá ýms-
um tímum. Einnig fjallað um hvað var að
gerast í Reykjavík árið 1974. Opin á sama
tíma og Kringlan.
www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís-
lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og
héraðsskjalasöfn um land allt hafa samein-
ast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem
er að finna fróðleik og sýningu um árið
1974 í skjölum. Tilvalið að rifja upp með
fjölskyldunni minningar frá árinu 1974.
Þjóðskjalasafn Íslands | Þjóðskjalasafn Ís-
lands er með sýningu um „Árið 1974 í
skjölum“, á lestrarsal safnsins að Lauga-
vegi 162. Sýnd eru skjöl sem tengjast
þjóðhátíðinni 1974, skjalagjöf Norðmanna
og opnun hringvegarins.
Veitingahús
Naustið | Jólahlaðborð með 30–40 mis-
munandi réttum.
Fréttir
Heilsustofnun NLFÍ | Á aðventu er dag-
skrá fyrir dvalargesti með tónleikum og
helgileikjum. Lokað verður yfir jólin, þ.e.
frá og með 24. desember 2004 til 2. jan-
úar 2005. Þeir dvalargestir sem koma inn
fyrir jól geta skipt dvöl sinni og haldið her-
bergjum sínum endurgjaldslaust þessa
daga.
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs | Mæðra-
styrksnefnd Kópavogs er opin alla þriðju-
daga kl. 16 og 18. Fatamóttaka og úthlutun
á sama tíma.
Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands |
Aðstoð við börn innflytjenda á aldrinum 9–
13 ára við heimanám og málörvun er veitt í
Alþjóðahúsinu á mánudögum kl. 15–16.30.
Kennarar á eftirlaunum og nemar við HÍ
sinna aðstoðinni í sjálfboðavinnu. Skráning
í síma 545 0400.
Fyrirlestrar
Karuna Búddamiðstöð | Leidd hugleiðsla
kl. 20–21.15 að Ljósvallagötu 10. Fjallað
verður um hvernig kærleikur skapar innri
og ytri frið. Kynntar verða aðferðir til að
auka kærleika. www.karuna.is.
Kennaraháskóli Íslands | Opinn fyrirlestur
verður í Kennaraháskóla Íslands miðviku-
daginn 1. desember kl. 16.15. Brynhildur
Briem, lektor í matvæla- og næring-
arfræði, fjallar um matreiðslubækur Helgu
Sigurðardóttur, skólastjóra Hússtjórn-
arkennaraskóla Íslands, sem síðar rann inn
í KHÍ.
Listasýning
Handverk og hönnun | Hjá Handverki og
hönnun stendur yfir jólasýningin „Allir fá
þá eitthvað fallegt …“ Þetta er sölusýning
þar sem 32 aðilar sýna íslenskt handverk
og listiðnað úr fjölbreyttu hráefni. Dóm-
nefnd valdi muni á sýninguna.
Staður og stund
http://www.mbl.is/sos
1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. Rf3 Rf6 4. e3 e6 5.
Bxc4 c5 6. 0-0 a6 7. a4 Rc6 8. De2 Dc7
9. Rc3 Be7 10. Hd1 cxd4 11. exd4 0-0
12. Bg5 Hd8 13. Hac1 Rd5 14. Ba2
Bxg5 15. Rxg5 De7 16. Rxd5 Dxg5 17.
f4 Dh6 18. Rc7 Hb8 19. d5 exd5 20.
Hxd5 Hf8 21. De4 Be6 22. Rxe6 fxe6
23. Hg5 Hbe8 24. He1 Df6 25. Bxe6+
Kh8 26. g3 Dxb2 27. Hh5 Dd4+ 28. Kf1
Dxe4 29. Hxe4 Hd8 30. f5 Hd2
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga
fór fram fyrir skömmu í Mennta-
skólanum í Hamrahlíð. A-sveit skák-
félags Akureyrar hafði innanborðs
nokkra færeyska skákmenn og hafði
einn þeirra, Flóvin Þór Næs (2.302),
hvítt í stöðunni gegn Jóhanni Erni Sig-
urjónssyni (2.224). 31. Hxh7+! og
svartur gafst upp enda verður hann
mát eftir 31. – Kxh7 32. Hh4#.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú finnur til ráðaleysis vegna sameig-
inlegra verðmæta eða vegna skuldbind-
inga þinna við einhvern. Engar áhyggjur,
hér er tímabundin uppákoma á ferð.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þetta er ekki góður dagur til þess að sam-
þykkja mikilvægan ráðahag. Þú átt ekki
gott með að standa á þínu núna.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þér finnst kannski að einhver í vinnunni
sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt
mat hjá þér. Ekki falla í þá freistni að
sýna öðrum óheilindi þó að þú sleppir
kannski við ágreining með því.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ástarsambönd eru í mikilli flækju núna
og foreldrar finna til þreytu og vonleysis í
samskiptum við ungviðið. Sýnið styrk,
tími efasemdanna líður senn hjá.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Hugsanlegt er að breytingar á heimili eða
í fjölskyldu slái þig eilítið út af laginu
tímabundið. Ekki leggja verkefnin þín á
hilluna, þetta leysist ekki af sjálfu sér.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Tjáskipti milli fólks eru nokkuð óljós
núna. Fólki hættir til ósannsögli til þess
að forðast rifrildi (þér líka). Ef þú getur
ekki sagt satt er best að segja ekki neitt.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Ekki fara yfir strikið í dag, dómgreind þín
er ekki upp á sitt besta. Ekki leyfa nein-
um að tala þig út í að gefa fé, sem þú hef-
ur unnið fyrir hörðum höndum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú finnur til mikillar óákveðni í dag og
hikar jafnan í þann mund sem þú ætlar að
taka af skarið. Þú ert ekki viss um hvað á
að gera og þá er best að gera ekkert.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Óljós vafi um eitthvað sem þú hyggst taka
þér fyrir hendur fyllir þig óöryggi. Marg-
ir eru í sömu sporum og þú í dag og hika.
Ekkert að óttast, þetta lagast.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ef þér finnst vinur þinn gera of miklar
kröfur til þín í dag skaltu segja það, í stað
þess að vera píslarvottur. Það er mik-
ilvægt að setja mörk, hjálpsemi og asna-
skapur eru ekki það sama.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Metnaður þinn er minni en venjulega og
þú finnur fyrir þreytu. Ekki pína sjálfan
þig til að gera það sem þér hugnast ekki.
Forðastu ágreining við yfirboðara.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú finnur fyrir mikilli þörf fyrir að kom-
ast hjá leiðindum í dag og ert ekki alveg í
stuði til þess að takast á við tilveruna.
Þetta er ekkert langvarandi.
Stjörnuspá
Frances Drake
Bogmaður
Afmælisbarn dagsins:
Þú býrð yfir krafti og kímnigáfu og
skemmtir öðrum án fyrirhafnar. Það er
ekkert hálfkák á þér. Vegna þessa hlýtur
þú virðingu annarra. Þú átt gott með
að gera áætlanir og fást við þá sem
verða á vegi þínum.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
100ÁRA af-mæli. Í
dag, 30. nóvember, er
100 ára Ásbjörg
Guðný Jónsdóttir frá
Gunnlaugsstöðum í
Stafholtstungum, nú
búsett á Dvalarheim-
ilinu Höfða, Akranesi.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
70 ÁRA afmæli. Ídag, 30. nóv-
ember, er sjötugur
Aðalbergur Þór-
arinsson, Vatns-
nesvegi 29, Keflavík.
Af því tilefni mun Að-
albergur ásamt eig-
inkonu sinni, Ólafíu
Einarsdóttur, taka á móti gestum
laugardaginn 4. desember kl. 20–24 í
KK salnum, Vesturbraut 17, Keflavík.
90ÁRA afmæli. Ámorgun, 1.
desember, verður
Herdís Steinsdóttir ní-
ræð. Hún tekur á móti
vinum og ættingjum á
heimili sínu, Akur-
gerði 44, frá kl. 15.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
MIRALE
Grensásvegi 8
108 Reykjavík
sími: 5171020
Opið:
mán. - föstud.11-18
laugard.11-15
Spennandi
gjafavörur og húsgögn
BAROKKTÓNLIST frá Ítalíu og
Þýskalandi verður í algleymingi í
Neskirkju í kvöld þegar SMS tríóið
leikur verk m.a. eftir J.S. Bach og
Arcangelo Corelli undir yfirskrift-
inni „Tónað inn í aðventu.“ Tríóið
skipa þeir Martin Frewer fiðluleikari,
Sigurgeir Agnarsson sellóleikari og
Steingrímur Þórhallsson organisti.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og eru
hluti af tónlistarhátíð Neskirkju
sem stendur nú yfir. Miðaverð 1.000
krónur.
Tónað inn í aðventu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MARGRÉT Brynjólfsdóttir
listakona hefur flutt vinnu-
stofu sína, Gallerí Grjót, frá
Skútahrauni í Hafnarfirði að
Arnarbakka 2 í neðra Breið-
holti. Í tilefni af flutning-
unum hefur Margrét opnað
málverkasýningu í Arnar-
bakkanum ásamt Davíð Erni
Halldórssyni listamanni.
„Þetta er sýningarsalur
núna, en þegar sýningunni
lýkur verður þarna opin
vinnustofa þar sem fólk get-
ur litið inn,“ segir Margrét,
sem hefur stundað myndlist
í um 20 ár. Hún málar með olíu á striga og
er viðfang hennar landslag og jörð. „Minn
innblástur er jörðin. Það eru litirnir í henni
sem heilla, gamalt dót, gamlar fötur og
ryðgaðir mjólkurbrúsar. Þessir jarðlitir
heilla mig, grjót og mosi, litir í grjóti.“
Davíð Örn málar óhlutbundið og með
blandaðri tækni.
Um er að ræða áttundu einkasýningu
Margrétar, en fjórðu einkasýningu Davíðs.
Sýningin stendur til 10. des og er opin
frá kl. 14–18.
Gallerí Grjót flutt
FJÓRÐA hefti Tímarits Máls og menning-
ar 2004 er komið út. Í því lýkur Þórbergur
Þórðarson efnismiklu bréfi sínu til Matth-
íasar Johannesens um ævintýralegt og
stundum martraðarkennt ferðalag þeirra
Margrétar til Búlgaríu árið 1963. Í lok fyrri
hlutans ætluðu þau að gefast upp í Búda-
pest og snúa aftur heim til Íslands, en nú
kemur í ljós að ekki var auðhlaupið að því
að breyta ferðaáætlun á þeim kalda-
stríðstímum. Þórbergur er allur af vilja
gerður að skilja meðbræður sína í sendi-
ráðum austantjaldslanda en jafnvel hon-
um ofbýður og verða lifandi lýsingar hans
í senn fyndnar og ömurlegar.
Þá er meðal efnis greinin „Daginn sem
skipið sökk“, persónuleg lýsing Páls Ás-
geirs Ásgeirssonar á síðustu mánuðum
Dagblaðsins Vísis fyrir eigendaskiptin
sem urðu fyrir rétt rúmu ári. Bjarni
Bjarnason skoðar verk Eggerts E. Laxdal,
Silja Aðalsteinsdóttir minnist Guðmundar
Böðvarssonar á aldarafmæli hans og
Dagný Kristjánsdóttir fjallar um íslenskar
fantasíur fyrir börn.
Ennfremur má í ritinu finna Smásögu
eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og ljóð
eftir Elísabetu Jökulsdóttur, Böðvar Guð-
mundsson og Eirík Örn Norðdahl.
Umsagnir eru um Dictionary of Liter-
ary Biography sem fjallar um íslenska rit-
höfunda, ævisögu H.C. Andersens,
Screensaver Íslenska dansflokksins, tvö
ný íslensk leikrit og sýningu Íslensku
óperunnar á Sweeney Todd. Ádeilugreinar
fjalla um afstöðu Morgunblaðsins til
Írakstríðsins, íslenska menningarhátíð í
Frakklandi og Hugvísindaþing í Háskóla
Íslands.
Búlgaríuferð Þórbergs, eigendaskipti og ádeila
Tímarit Máls og menningar er gef-
ið út af Máli og menningu – Heims-
kringlu ehf. Ritstjóri er Silja Aðal-
steinsdóttir.