Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 39 Föðursystir mín, Ás- björg Jónsdóttir, eða Ása eins og hún er jafnan kölluð, fæddist á Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungum í Mýrasýslu 30. nóvem- ber 1904 og fagnar nú hundrað ára afmæli sínu. Hún er annað barn hjónanna Jóns Þ. Jónssonar og Jófríðar Ásmundsdóttur en börn þeirra urðu alls sextán að tölu. Ekki var Ása gömul þegar hún fór að hjálpa til við uppeldi systkina sinna. Hún var fljótt hamhleypa til vinnu og ósérhlífin. Á barnmörgu heimili var mikið annríki og ekki þótti umtals- vert þótt börn og unglingar væru látin vinna ýmsa erfiðisvinnu svo sem að bera vatn í bæinn. Þá voru ekki þægindi nútímans. Það þóttu stórkostlegar framfarir þegar hægt var að dæla inn vatni með hand- dælu. Oft var vinnudagurinn langur við að halda öllum barnahópnum og öllu innanhúss jafn snyrtilegu og raun bar vitni. Hver flík var unnin heima og marga munna að fæða. Það kom fljótt í ljós að Ása var mikil listakona í höndum og saumaði hún oft fatnað á systkini sín. Í torfbæn- um gamla varð hetjusaga til, þar fæddust flest börnin en þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður tókst foreldr- um Ásu að skila af sér slíku dags- verki að fágætt mun vera. Baráttu- vilji, glaðværð og hjálpsemi einkenndi fjölskyldu Ásu og upp- vaxtarár. Ása var á Gunnlaugsstöðum til vorsins 1934. Þá hóf hún búskap á Höfða ásamt unnusta sínum Jóni Bjarna Magnússyni, syni hjónanna Sigríðar Halldórsdóttur og Magnús- ar Rögnvaldssonar sem þar bjuggu þá en þau fluttu að Höfða í Þver- árhlíð vorið 1909. Jón og Ása giftu sig um haustið 1934 en næsta vor brugðu þau búi og fluttu til Reykja- víkur og voru þar til heimilis árin 1935 og 1936. Þar stundaði Jón ýmsa vinnu sem til féll. Ekki undu ungu hjónin hag sínum á mölinni enda bæði börn hins fagra Borg- arfjarðarhéraðs. Vorið 1937 keyptu þau jörðina Sigmundarstaði í Þver- árhlíð, hófu þar búskap og bjuggu þar meðan heilsan leyfði eða til árs- ins 1966. Í Jarðabók Árna Magn- ússonar og Páls Vídalíns 1708 eru Sigmundarstaðir taldir 16 hundruð að mati. Jarðarinnar finnst fyrst getið í eignarskrá 1504. Bærinn er nú fremsti bær í byggð undir Þver- árhlíðarhálsinum norðan Litlu-Þver- ár, hann stendur í brekku uppi á all- háu barði. Þar inn af eru Lundur og Hermundarstaðir sem nú eru farnir í eyði. Sigmundarstaðaland er ofan vegar kjarri vaxið með valllendis- brekkum og holtum á milli en suð- vestur af bænum er undirlendi sem nú hefur verið nær allt ræktað og er samfellt og þægilegt tún. Dálítil hlunnindi eru af laxveiði í Litlu- Þverá. Að Sigmundarstaðalandi liggur Kvíaland sunnan ár, Lunds- land að austan, Grjótsland að vestan og Hafþórsstaða- og Hólslönd í Norðurárdal norður á hálsinum. Það þótti undrunarefni hvað Ása og Jón gátu afkastað miklu. Þau byggðu allt upp, ræktuðu og girtu og áttu afurðamikið bú og gott. Jörðin tók miklum stakkaskiptum, nýrækt varð mikil og falleg og túnið allstórt. Góð hirða var á öllu úti sem inni og bar ábúendum fagurt vitni. Þau voru stolt af því að vera bænd- ur, elskuðu jörðina sína, glöddust yf- ir hverjum áfanga sem náðist. Þau fundu þann streng sem bindur manninn við náttúruna. Verklagni og dugnaður var þeim í blóð borið og starfsorka þeirra virtist óþrjótandi. Ása hefur öll helstu einkenni Gunn- laugsstaðaættarinnar, hörkudugleg, ósérhlífin og umfram allt ærleg. Barn að aldri kynntist ég hvílíkur höfðingi og kvenskörungur Ása var þegar ég kom fyrst að Gunnlaugs- stöðum til sumardvalar. Mikill sam- ÁSBJÖRG JÓNSDÓTTIR gangur var á milli Sig- mundarstaða og Gunnlaugsstaða. Oft var mannmargt á Gunnlaugsstöðum þeg- ar börnin sextán og fjölskyldur þeirra komu í heimsókn. Í hverri veislu stóð Ása eins og herforingi við stjórnvölinn og stjórn- aði með einstakri lagni og ákveðni, jafnt börn- um sem fullorðnum. Ásu og Jóni varð ekki barna auðið en Ása átti ætíð mikið í sínum eig- in systkinum og systkinabörnum. Ég á margar kærar myndir af Ásu og fátt þótti mér skemmtilegra en að fara í heimsókn að Sigmundar- stöðum. Heimili Ásu bar vott um smekkvísi og fágun. Handavinna húsmóðurinnar skreyttu híbýli hennar og fagrir munir prýddu stof- ur, bónuðu gólfin gljáðu sem fægður spegill, allt var pússað og strokið en sjálf var Ása mesta stássið. Kvik og létt í hreyfingum tók hún á móti okkur á bæjarhlaðinu með fallega hundinn sinn sér við hlið. Svo bar hún fram kræsingar, heimabakaðar tvíbökur, randalínur, kleinur, mjúk- ar flatkökur með hangikjöti, spesíur, jólakökur og hvaðeina, renndi kaffi í bolla og þótti verst að eiga ekkert með kaffinu handa okkur… Vorið 1966 urðu Jón og Ása að hætta búskap af heilsufarsástæðum. Á yngri árum hafði Jón orðið fyrir því slysi að brotna illa um ökklann á vinstra fæti, greri það seint og illa enda aldrei vitjað læknis. Ökkla- brotið háði Jóni alla tíð og síðustu árin var hann sykursjúkur og Ása ekki heilsuhraust heldur enda höfðu þau unnið mikið alla tíð. Þau fluttu til Akraness og keyptu húsið Laug- arbraut 13. Vorið 1972 fór Jón í að- gerð vegna ökklabrotsins og fékk talsvert mikla bót en þá kom annað til. Það var innvortis mein sem síð- ast dró hann til dauða. Næstu árin dvaldi hann oft á sjúkrahúsi en þess í milli var hann heima. Síðustu sólar- hringana var hann heima hjá Ásu konu sinni. Þá sást vel hversu sterk hún Ása er en hún hjúkraði honum þá af sinni einstöku hlýju og tillits- semi. Ása reyndist fjölskyldu sinni ást- rík móðir því við vorum öll börnin hennar en einnig sýndi hún öðrum sömu ástúð og hlýleika, einkum þeim sem voru minni máttar. Um systkini sín þótti henni ákaflega vænt um og talaði oft við þau af mik- illi elsku, sem og allt sitt frændfólk. Hjónaband Jóns og Ásu var fádæma gott svo aldrei bar skugga á. Seinni árin hefur Ása dvalið á Höfða á Akranesi. Hún gaf húsið sitt að Laugarbraut 13 og allar eigur til samtaka lamaðra og fatlaðra. Allt líf Ásu er spunnið úr þeli góðleika og mikillar hlýju til allra manna og málleysingja. Hún er vönduð til orðs og æðis, heilsteypt og mikil reglu- kona, réttsýn, gædd miklum mann- skilningi, skilur allt og fyrirgefur. Ása hefur unað sér vel á Höfða, hún er jákvæð sem fyrr, hælir öllu starfsfólkinu, hún hefur sko ekki yf- ir neinu að kvarta, það sé leikið við sig, allir vinni sem einn maður. Þeir sem heimsækja Ásu fara ríkari heim aftur. Hún er svo lifandi og gefandi af jákvæðu lífsviðhorfi sínu og innri birtu og framar öllu óbilandi bjart- sýni. Á hundrað ára afmælinu sést að Ása hefur staðið sig vel í glímunni við Elli kerlingu, heldur góðri sjón og heyrn og óskertri hugsun. Hún hefur prjónað drjúgt um dagana, gefið á basar á spítalanum og prjón- að marga peysuna handa vinum og vandamönnum en ekkert gleður hana eins mikið og að geta glatt lítið barn. Er þá oft vafi á hvort ljómar meira andlitið á gömlu konunni eða barninu. Ég og fjölskylda mín óskum Ásu til hamingju með hundrað ára af- mælið og þökkum henni afbragðs- kynni alla tíð. Svanfríður S. Óskarsdóttir. ALDARAFMÆLI GARRY Kasparov sigraði á rúss- neska meistaramótinu sem lauk um síðustu helgi. Þetta er fyrsti sigur þessa frábæra skákmanns á ofur- skákmóti í kappskák í nokkur ár. Hann byrjaði mótið á sigri á Evgeny Bareev en gerði svo röð af jafnteflum. Sigur á Alexey Dreev í sjöttu umferð varð upphafið á fjögurra skáka vinn- ingslotu sem tryggði honum á end- anum meistaratitilinn. Lokastaðan varð annars þessi: 1. Garry Kasparov (2.813) 7½ vinn- ing af 10 mögulegum. 2. Alexander Grischuk (2.704) 6 v. 3. Alexey Dreev (2.698) 5½ v. 4.–7. Alexander Moroz- evich (2.758), Alexander Motylev (2.651), Peter Svidler (2.735) og Evg- eny Bareev (2.715) 5 v. 8.–10. Alexey Korotylev (2.596), Vladimir Epishin (2.599) og Artyom Timofeev (2.611) 4½ v. 11. Vitaly Tseshkovsky (2.577) 2½ v. Með sigrinum er tryggt að Kasparov verði áfram yfir 2.800 skák- stigum á næsta skákstigalista en hann tapaði mörgum stigum í Evr- ópukeppni taflfélaga sem fram fór í Tyrklandi fyrr í haust. Enginn skák- maður hefur komist yfir 2.800 stiga múrinn fyrir utan Kasparov. Alex- ander Grishuk hafði forystu framan af mótinu og hélt í vonina um að verða meistari þegar hann lagði Evgeny Bareev að velli í þriðju síðustu umferð en þá var hann með einum vinningi færra en Kasparov. Mótið gat orðið verulega spennandi fyrir síðustu um- ferð þar eð þá myndi Grischuk tefla við Garry með hvítu. Í næstsíðustu umferð gerði Kasparov jafntefli við Alexander Morozevich en á sama tíma gerðist þetta í skák hins óþekkta Alexey Korotylevs og Grischuks. Hvítt: Alexey Korotylev (2.596) Svart: Alexander Grischuk (2.704) 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Bd3 c5 6. Rf3 d5 7. 0-0 Rc6 8. a3 Bxc3 9. bxc3 Dc7 10. cxd5 exd5 11. a4 He8 12. Ba3 c4 13. Bc2 Da5 14. Dc1 Re4 15. Bxe4 Hxe4 16. Rd2 Þessi staða er dæmigerð fyrir af- brigði þetta. Svartur hyggst tefla upp á yfirburði sína á drottningarvæng á meðan hvítur þarf að komast í sókn með e3-e4-e5 framrásinni og fylgja því svo eftir með frekari peðaframrás á kóngsvæng. Næsti leikur svarts er nýr af nálinni og virðist hann vera mikil endurbót á eldri skák þar sem 16. – He6 var leikið. Sjá stöðumynd 1. 16. – He8! 17. e4 Be6 18. e5 Dxa4 Svartur vinnur nú peð en þarf í staðinn að leggjast í vörn. Sókn hvíts er hins vegar ekki sú hraðskreiðasta sem hægt er að hugsa sér. Sennilega stendur svartur hér aðeins betur. 19. f4 Bf5! 20. Hf2 f6 21. Db2 Rd8 22. Rf1 Dd7 23. Re3 Bd3 24. h3 b6 25. Dd2 Kh8 Svartur hefur teflt vörnina skyn- samlega fram að þessu og getur senn farið huga að því að koma peðum sín- um á drottningarvæng áfram. Næstu leikir hvíts gera það hins vegar að verkum að allt er lagt undir af hans hálfu til að komast í færi við svarta kónginn. Sjá stöðumynd 2. 26. f5?! fxe5 27. dxe5 Hxe5 28. f6 Re6? Hér bregst svörtum bogalistin þar eð betra var að færa riddarann á f7 eða leika 28. – h5 til að valda g4-reit- inn. Ekki verður þá séð að hvítur hafi næg færi fyrir peðin sem hann hefur fórnað. Textaleikurinn gerir hins veg- ar hvítum kleift að koma biskupi sín- um í sóknina. 29. Be7! h5 30. fxg7+ Rxg7 31. Bf6 He6 Hvítur er skyndilega kominn með hörkusókn og með næsta leik sínum nær hann öðru peðinu til baka og kemur riddara sínum og drottningu í sóknina. Sjá stöðumynd 3. 32. Rxd5! Kg8?! 32. – Hf8 hefði verið betri. Sókn hvíts verður nú óstöðvandi. 33. Dg5! Hf8 34. Bxg7! Dxg7 35. Hxf8+ Kxf8 36. Dd8+ He8 37. Dd6+ og svartur gafst upp enda staða hans að hrynja. Þessi úrslit þýddu að Kasp- arov hafði unnið mótið fyrir lokaum- ferðina en hann og Grischuk gerðu svo innbyrðis jafntefli. Korotylev þessi er 27 ára stórmeistari og hefur undirritaður aldrei heyrt hans getið. Þetta er dæmi um alla þá flóru skák- manna sem Rússland hefur upp á að bjóða en hann er 28. stigahæsti skák- maður landsins. Ástæðan fyrir því að hann komst í mótið var sú að sl. vor var haldið sérstakt úrtökumót þar sem hann ásamt þremur öðrum vann sér þátttökurétt. Athygli vakti á mótinu hversu Alexander Morozevich gekk illa framan af en undir lokin tókst honum að rétta sinn hlut og náði helmings vinningshlutfalli. Úrslit tveggja Íslandsmóta Taflfélag Garðabæjar stóð fyrir Ís- landsmóti unglingasveita sem fór fram 27. nóvember sl. og lauk með sigri a-sveitar Taflfélagsins Hellis. Sveitin hlaut 24½ vinning af 28 mögu- legum en í 2. sæti varð Skákdeild Fjölnis með 21 vinning. Sveit Tafl- félags Reykjavíkur fékk jafnmarga vinninga en var lægri á stigum og lenti því í þriðja sæti. Sveit Íslands- meistaranna var skipuð Atla Frey Kristjánssyni, Helga Brynjarssyni, Hjörvari Steini Grétarssyni, Gylfa Davíðssyni og Elsu Maríu Þorfinns- dóttur. Liðsstjóri var Vigfús Óðinn Vigfússon. Taflfélagið Hellir stóð fyrir Ís- landsmótinu í Netskák sem haldið var sunnudaginn 28. nóvember sl. og tóku alls 48 skákmenn þátt í því. Loka- staða efstu manna varð þessi: 1. Stef- án Kristjánsson 7½ vinning af 9 mögulegum 2.–3. Þorsteinn Þor- steinsson og Arnar Þorsteinsson 7 v. 4.–5. Arnar E. Gunnarsson og Davíð Kjartansson 6½ v. 6.–9. Björn Þor- finnsson, Magnús Örn Úlfarsson, Hrannar Baldursson og Bragi Þor- finnsson 6 v. 10.–14. Björn Kafka, Ingvar Þór Jóhannesson, Andri Áss Grétarsson, Sigurður Eiríksson og Heimir Ásgeirsson 5½ v. Björn Kafka varð hlutskarpastur í flokki skák- manna undir 1.800 skákstigum, Ágúst Bragi Björnsson í unglingaflokki, Lenka Ptácníková í kvennaflokki og Ólafur Kristjánsson í öldungaflokki. Gunnar Gunnarsson, Arnar Páll Gunnlaugsson og Bjarni Jens Krist- insson þurfa að heyja einvígi um Ís- landsmeistaratitilinn í flokki stiga- lausra. Í verðlaun voru bókaúttektir hjá Eddu útgáfu hf. og frí áskrift hjá ICC. Þorsteinn Þorsteinsson varð hlutskarpastur í Bikarsyrpu Eddu út- gáfu hf. og Taflfélagsins Hellis. Næst- ir komu Davíð Kjartansson, Magnús Örn Úlfarsson, Arnar Þorsteinsson og Hrannar Baldursson. Bikarmeist- arar í hinum ýmsu flokkum urðu þessir: Hrannar Baldursson í flokki skákmanna með minna en 2.100 skák- stig, Kristján Örn Elíasson í flokki skákmanna undir 1.800 skákstigum, Gunnar Gunnarsson í flokki stiga- lausra, Ágúst Bragi Björnsson í ung- lingaflokki, Ingvar Ásmundsson í öld- ungaflokki og Lenka Ptácníková í kvennaflokki. Skákmót í Snæfellsbæ 4. desember Eins og undanfarin ár verður hald- ið öflugt skákmót í Snæfellsbæ í jóla- mánuðnum og fer það að þessu sinni fram 4. desember nk. á Hellissandi. Fyrstu fjórar umferðirnar verða tefldar með 7 mínútna umhugsunar- tíma og næstu fjórar með 25 mínútna umhugsunartíma. Þröstur Þórhalls- son vann mótið á síðasta ári og gera má ráð fyrir að stórmeistarar og al- þjóðlegir meistarar verði á meðal keppenda. Öllum er heimil þátttaka en boðið er upp á rútuferð frá BSÍ kl. 10 árdegis á keppnisdaginn og svo til baka sama kvöld. Gegn hóflegu þátt- tökugjaldi fá keppendur rútuferð, veitingar á skákstað og kvöldverð. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á www.skak.is en einnig er hægt að hafa samband við Tryggva Leif Óttarsson á netfanginu tryggvi- @fmis.is. Besti skákmaður skáksögunnar verður rússneskur meistari SKÁK Moskva 57. RÚSSNESKA MEISTARAMÓTIÐ 14.–27. nóvember 2004 Helgi Áss Grétarsson Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. Stöðumynd 3. Griscuk og Kasparov að tafli. daggi@internet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.