Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 25 UMRÆÐAN Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðsl- an í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landakröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eignar- land Biskupstungna- og Svína- vatnshreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar EINS og málum er nú komið í yfirtöku Sólar hf. á ræstingu í skólum og stofnunum Hafnarfjarð- arbæjar fæ ég ekki annað séð en best væri að verktakinn hætti við allt saman vegna rangra og vafasamra vinnu- bragða gagnvart starfsfólki og Verka- lýðsfélaginu Hlíf. Hafi Sólar hf. og Hafnarfjarðarbær áhuga á að setja ræstingarnar í verk- töku í sátt við starfs- fólkið og verkalýðs- félagið, verða þeir að byrja upp á nýtt og viðhafa rétt og heið- arleg vinnubrögð. Móðgandi vinnubrögð Í flestum fram- kvæmdaratriðum gagnvart fólkinu hafa bæði bæjaryfirvöld og verktaki sýnt fruntaskap. Í fyrsta áfanga af þremur var 42 starfsmönnum sagt upp starfi. Í bréfi sem starfs- fólki barst seinni hlutann í október sl. var eftirfarandi málsgrein: „Fyrst um sinn verða engar breytingar á skipulagi ræstinga, en frá og með 1. janúar 2005 tekur við nýtt skipulag, sem nánar verð- ur greint frá síðar. Vegna breyt- inganna er óhjákvæmilegt að senda fólki uppsagnarbréf, en jafn- framt er óskað eftir að sem flestir ráði sig áfram í störf hjá Sólar hf. Greitt verður áfram samkvæmt kjarasamningi Verkalýðsfélagsins Hlífar og Launanefndar sveitarfé- laga f.h. Hafnarfjarðarbæjar.“ Stillt upp við vegg Þarna stillir verktakinn starfsfólk- inu upp við vegg og krefst þess að það taki ákvörðun um að hætta starfi eða starfa áfram, án þess að það fái að vita hvaða breytingar verða á kjörum þess og vinnu- skipulagi ef það ræður sig áfram. Þetta er móðgandi og vítaverð framkoma sem skerðir lagaleg réttindi fólksins til ákvörðunar í málinu. Réttlæting Sólar hf. á þessum vinnubrögðum er sú að nánar verði greint frá breytingunum síðar. Mér vitandi hefur verktakinn ekki ennþá látið verða af þeirri kynn- ingu eins og á að framkvæma hana lögum samkvæmt. Að sögn ræstingafólks hefur fulltrúi Sólar hf. komið þar sem ræstingafólk er að vinna og borið fram munnlegar at- hugasemdir og skýr- ingar en ekki afhent nein gögn fyrir fólkið til að glöggva sig á. Það skal tekið sér- staklega fram að í þessum heimsóknum var aldrei rætt við starfsmennina alla í einu. Orð skulu standa Þáttur bæjarins í þessu máli er ekki burðugur. Hann semur við verktaka sem ekki var búinn að útfæra hugmyndir sýnar að þeim breytingum á vinnubrögðum sem vinna á eftir. Þetta er algjörlega á skjön við yfirlýsingu sem bæj- arstjóri sendi frá sér 19. apríl sl. til starfs- manna við matargerð og ræstingu hjá Hafn- arfjarðarbæ en þar segir m.a.: „Þótt ákveðið hafi verið að bjóða þessa starfsemi út þá er ekki þar með sagt að ákvörðun liggi fyrir um að taka tilboðum frá bjóð- endum. Þau verða skoðuð vandlega og metin m.a. útfrá þjónustu, gæðum og ekki síst því hvernig tekið er á starfsmannamálum. Ólöglegt? Gagnvart Verkalýðsfélaginu Hlíf, sem er samningsaðili ræstingafólks í Hafnarfirði, hafa bæði bærinn og Sólar hf. sýnt seinlæti og dregið óeðlilega á langinn allar upplýs- ingar um verktökuna, s.s. skipu- lagsbreytingar og breytingar á starfsskilyrðum. Eins og staðið hefur verið að málum þá orkar það tvímælis hvort skipulagsbreytingar verktakans séu innan ramma gild- andi kjarasamningsins eða brot á honum. Þetta þarf að skoða, en vegna þess hvað gögn frá Sólar hf. bárust seint hefur lögfræðingi fé- lagins ekki enn gefist tími til að kynna sér málið til hlítar. Ræstingar hjá Hafnarfjarðarbæ Sigurður T. Sigurðsson fjallar um ræstingar Sigurður T. Sigurðsson ’Í flestumframkvæmdar- atriðum gagn- vart fólkinu hafa bæði bæjar- yfirvöld og verktaki sýnt fruntaskap.‘ Höfundur er starfsmaður hjá Hlíf í Hafnarfirði. LANDVERND er einn af um þúsund aðilum að Alþjóðanátt- úruverndarsamtökunum (IUCN) sem fjórða hvert ár boða til heimsþings um náttúruvernd- armál. Þriðja heims- þing samtakanna var haldið í Taílandi í nóvember og sóttu það um 5000 fulltrúar umhverfisvernd- arsamtaka, rík- isstjórna og stofnana. Á þinginu var fjallað um rúmlega 100 ályktanir sem snerta verndun náttúru og líffræðilegs fjölbreyti- leika. Í þessum álykt- unum er að finna stefnumörkun fyrir náttúruvernd á næstu árum sem eflaust mun hafa einhver áhrif hér á landi. Hér vil ég í stuttu máli greina frá þinginu en bendi á frekari upplýsingar á heimasíðu Land- verndar (www.landvernd.is). Hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar er að festa rætur og skil- ar nú árangri. Fulltrúar atvinnu- lífsins voru boðnir til þingsins og voru uppbyggilegar samræður um hvernig samstarfi náttúruvernd- arsamtaka og atvinnuveganna væri best háttað. Viðfangsefnið sem blasir við er að finna jafnvægi á milli umhverfisverndar og fé- lagslegra og efnahagslegra þátta. Til að umhverfisþátturinn hafi eðlilegt vægi verður hann að eiga sér talsmenn sem búa yfir þekk- ingu og fjármagni til virkrar þátt- töku. Tímabundinn efnahagslegur ávinningur getur ekki réttlætt óafturkræfa eyðileggingu nátt- úruverðmæta. Hafið er auður líffræðilegrar fjölbreytni í meira mæli en áður hefur verið ætlað, einkum í kóröl- um og fjallasvæðum neðansjávar. Rannsóknir sýna að botnvörpu- veiðar valda umtalsverðum skaða á lífríki hafsins. Til að koma í veg fyrir það þarf að tilgreina veiði- svæði í úthafinu þar sem talið er óhætt að nota botnvörpu eða loka svæðum þar sem taldar eru líkur á að þær geti skaðað lífríkið. Ýms- ar fiskveiðiþjóðir telja að ákvörð- un um mál af þessum toga sé al- farið viðfangsefni viðkomandi stjórnvalda og líkar ekki sú íhlut- un sem fælist í alþjóðlegu tíma- bundnu banni. Talsmenn banns segja hins vegar að svæðisstjórn- irnar séu víða mjög veikburða og geti því ekki tekið á þessu við- fangsefni og því þurfi alþjóðlegir aðilar að koma að málinu. Þá telja þeir að vitneskja um lífríkið á hafsbotninum sé takmörkuð og því geti verið erfitt að tilgreina svæði þar sem óhætt er að veiða með botnvörpu. Einnig séu stór úthafssvæði enn stjórnlaus. Þessir að- ilar vilja að sett verði á tímabundið bann þar til sýnt hefur ver- ið fram á að búið sé að skipuleggja veið- arnar með þeim hætti að þær valdi ekki skaða á lífríkinu og líffræðilegri fjöl- breytni. Þessi sjón- armið nutu stuðnings meirihluta fulltrúa á þinginu, jafnt fulltrúa ríkisstjórna sem um- hverfisverndarsamtaka. Fyrir okkur sem búum á norð- uslóð var athyglisvert að sam- þykkt var tillaga þess efnis að ekki mætti setja takmarkanir á viðskipti með afurðir sela ef veiðar þeirra eru sjálfbærar. Þetta eru mikilvæg skilaboð til selveiði- manna sem lengi hafa litið svo á að náttúruverndarsamtök ógnuðu afkomu þeirra með kröfum um friðun og bann við viðskiptum. Að mati meirihluta þingfulltrúa ógna erfðabreyttar lífverur líf- fræðilegri fjölbreytni. Þingið sam- þykkti tillögu um tímabundið bann við frekari losun erfðabreyttra líf- vera út í umhverfið þar til sýna má fram á að það skaði ekki líf- fræðilega fjölbreytni sem og heilsufar manna og dýra. Víð- tækur stuðningur fulltrúa rík- isstjórna við þessa tillögu kom á óvart. Ef ekki tekst að draga úr fólks- fjölgun og stuðla að sjálfbærri neyslu og framleiðslu verður sí- fellt erfiðara að taka frá svæði þar sem náttúran fær að þróast á eig- in forsendum. Innan IUCN er lögð áhersla á að sýna hvaða þjón- ustu vernduð svæði veita mann- inum. Sú þjónusta er oft ekki sýnileg, s.s. hreinna andrúmsloft og aðgangur að hreinu vatni. Manninum hættir til að einblína á beina nýtingu náttúrunnar en gleymir því að náttúran veitir hon- um óbein not með ýmsum hætti og þau not eru oft best tryggð með verndun og friðun svæða. Þingið var haldið undir kjörorð- inu: „Fólk, náttúra og ein Jörð“ sem undirstrikar að náttúran er sameign og hvert ríki gegnir mik- ilvægu hlutverki í varðveislu nátt- úrugæða. Landvernd þakkar um- hverfisráðherra fyrir að veita samtökunum fjárhagslegan stuðn- ing til að sækja þingið. Fólk, náttúra og ein Jörð Ólöf Guðný Valdimarsdóttir fjallar um alþjóðaþing, sem hún sat fyrir Landvernd ’Þingið var haldiðundir kjörorðinu: „Fólk, náttúra og ein Jörð“ sem undirstrikar að náttúran er sam- eign og hvert ríki gegnir mikilvægu hlut- verki í varðveislu nátt- úrugæða.‘ Ólöf Guðný Valdimarsdóttir Höfundur er arkitekt og formaður Landverndar. Jólaskeið Ernu kr. 6.700 Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Silfurbúnaður Landsins mesta úrval

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.