Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KOSIÐ Á NÝ Í ÚKRAÍNU? Leoníd Kútsjma, fráfarandi for- seti Úkraínu, ljáði í gær máls á því að haldnar yrðu nýjar kosningar í landinu. Telur hann það hugsanlega einu leiðina til að binda enda á deilur í landinu um framkvæmd forseta- kosninga sem fram fóru 21. nóv- ember sl. Stjórnarandstæðingar saka stjórnvöld um kosningasvindl. Deilt um virkjunarréttindi Landeigendur Reykjahlíðar í Mý- vatnssveit keppa nú ásamt Orku- veitu Reykjavíkur við Landsvirkjun um réttindi til rannsókna og nýtinga á jarðhita í Gjástykki, norðan Kröflu. Vilja fjölga í öryggisráðinu Sérfræðinganefnd sem Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skipaði í fyrra leggur til að aðildarríkjum öryggisráðs SÞ verði fjölgað úr 15 í 24. Þá leggur nefndin til að breytingar verði gerðar á starfsháttum SÞ þannig að samtök- unum verði gert auðveldara fyrir að hlutast til um mál í aðildarríkjunum. Blunkett í vanda David Blunkett, innanríkis- ráðherra Bretlands, vísar á bug ásökunum um að hann hafi misnotað stöðu sína sem ráðherra til að að- stoða fyrrverandi ástkonu sína. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, kvaðst í gær bera fullt traust til Blunketts. Lífmassaverksmiðja Tíu störf gætu skapast í líf- massaverksmiðju í Mývatnssveit. Iðnaðarráðuneytið og Íslenska líf- massafélagið hafa kannað möguleika á að reisa slíka verksmiðju. Hug- myndin er að framleiða etanól í verksmiðjunni og nota það sem íblendi í bensín. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 25 Úr verinu 12 Forystugrein 26 Viðskipti 14 Viðhorf 28 Erlent 15 Minningar 30/36 Heima 16 Skák 39 Akureyri 17 Dagbók 40/43 Austurland 18 Víkverji 40 Suðurnes 19 Menning 44/49 Landið 18/19 Bíó 46/49 Daglegt líf 20/21 Ljósvakar 50 Listir 22/23 Veður 51 Umræðan 24/28 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #          $         %&' ( )***                       FUNDUR áhugafólks er berst gegn umskurn og limlestingum kvenna var haldinn í Norræna húsinu í gær og tókst, að sögn aðstandenda, með miklum ágætum. Að sögn Herdísar Tryggvadóttur, eins stofnfélaga áhugahópsins, var fundurinn vel sóttur og voru flutt fróðleg erindi um málið. Meðal fyrirlesara voru Steinunn Jóhannesdóttir rithöf- undur og Guðrún Agnarsdóttir læknir, auk þess sem kristniboðar er starfað hafa í löndum þar sem um- skurn tíðkast ræddu um reynslu sína. Á fundinum var hrundið af stað sérstöku átaki sem miðar að því að fá allar konur á Íslandi til að skrá sig á vefslóðinni: www.konurgegnlim- lestingu.com og mótmæla með þeim hætti því ofbeldi sem konum er sýnt í formi umskurðar. Morgunblaðið/Golli Konur gegn limlestingum EINKAHLUTAFÉLÖGUM hefur fjölgað um rúmlega sjö þúsund, eða 52%, á tæpum fjórum árum og voru þau tæplega 21 þúsund talsins und- ir lok októbermánaðar. Víða hefur þessi þróun merkjanleg áhrif á útsvarstekjur einstakra sveit- arfélaga, að því er fram kemur í samantekt á þessari fjölgun sem Samband íslenskra sveitarfé- laga hefur látið gera. Flest eru einkahlutafélögin í Reykjavík, tæp- lega 9.500 talsins, og hefur þeim fjölgað um tæp 46% þar frá árinu 2000. Hlutfallsleg fjölgun er enn meiri annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hefur einkahlutafélögum fjölgað um rúm 61% í Kópavogi og Hafnarfirði, um rúm 57% í Garðabæ og á Seltjarnarnesi, 81% í Mosfellsbæ og 121% í Bessastaðahreppi. Hlutfallsleg fjölgun á Akureyri er svipuð og í Reykjavík eða 46% á ofangreindu tímabili. Í mörgum smærri sveitar- félögum er hlutfallsleg fjölgun enn meiri eða allt upp í það að vera þreföldun eða jafnvel fjórföldun frá því sem var á árinu 2000, að því er fram kem- ur í samantektinni. Einkahlutafélög greiða ekki útsvar til sveitar- félaga. Þau greiða 18% tekjuskatt sem rennur til ríkissjóðs, en af rúmlega 38% staðgreiðsluskatti launþega eru 12–13% útsvar sem rennur til sveit- arfélaga til að standa undir útgjöldum þeirra. 52% fjölgun einkahluta- félaga á fjórum árum MAÐURINN sem lést í um- ferðarslysi á Sel- fossi aðfaranótt sunnudags, þeg- ar ekið var á hann á gangi á Eyrarvegi, hét Sveinbjörn Júl- íusson, til heimil- is að Reykjamörk 15, Hveragerði. Hann var fæddur 22. desember árið 1963 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Lést í bílslysi RAOUL Wallenberg-stofnunin, mannréttindaskrifstofa við háskólann í Lundi í Svíþjóð undir forystu Guð- mundar Alfreðssonar prófessors, beinir því til Alþingis að hugleiða að setja lög til að koma á fót sjálfstæðri stofnun til að berjast fyrir og varð- veita mannréttindi jafnt á Íslandi og erlendis. Einnig að skapa heilbrigðan fjárhagsgrundvöll óháðra samtaka (NGO), án þess að fjárframlögum fylgi skuldbindingar eða stýring, svo tryggja megi virðingu fyrir og stuðla að mannréttindum á Íslandi og er- lendis. Jafnframt lýsir stofnunin áhyggj- um sínum yfir því að Alþingi ræði niðurskurð sem muni hafa alvarleg áhrif á systurstofnunina Mannrétt- indaskrifstofu Íslands. Þurfi skrif- stofan að sækja sérstaklega um fjár- veitingu til ráðuneyta dómsmála eða utanríkismála muni það draga úr sjálfstæði skrifstofunnar, ekki síst hvað varðar álitsgjöf til Alþingis um lagafrumvörp. Ýtir undir efasemdir Talsmenn stofnunarinnar segjast óttast að þessar kringumstæður muni ýta undir efasemdir um vilja íslenskra stjórnvalda til að leyfa hlutlæga og óháða greiningu á því hvernig þau standa sig í mannréttindamálum. Wallenberg- stofnunin sendir Alþingi áskorun ALÞINGI samþykkti með hraði í gær frumvarp til laga um að áfengisgjald á sterku víni hækki um 7% auk þess sem tóbaksgjald hækkar um sömu prósentu. Öðluðust lögin þegar í stað gildi. Þessar tvær breytingar, á lögum um gjald af áfengi og tóbaki, eru í samræmi við forsendur í tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2005, segir í athugasemdum við laga- frumvarpið. Í frumvarpinu er lagt til að verð á léttvíni og bjórs haldist óbreytt. Geir H. Haarde fjármálaráðherra lagði frumvarpið fram og hlaut málið flýtimeðferð, en það var lagt fyrir Al- þingi klukkan 18 í gærkvöldi og af- greitt fjórum tímum síðar. Í frumvarpinu kemur einnig fram að reikna megi með því að „smásölu- verð á sterku víni hækki um u.þ.b. 5,6% og verð á tóbaki um 3,7% að jafn- aði. Gert er ráð fyrir því að tekjuauki ríkissjóðs vegna þessara hækkana nemi allt að 340 millj. kr. á ársgrund- velli“. Sem dæmi má nefna að 1.000 ml flaska af Bombay Sapphire-gini kost- ar 5.690 kr. í Vínbúðum fyrir breyt- ingu en eftir breytingu hækkar verðið í rétt rúmar 6.000 kr. Pakki af sígarettum kostar nú um 530 kr. út úr búð en eftir hækkun mun pakkinn kosta u.þ.b. 550 kr. Áfengis- og tóbaksgjald hefur ekki hækkað síðan í lok nóvember árið 2002. Áfengi og tóbak hækkar Samþykkt með hraði á Alþingi í gærkvöldi TÓNSKÓLI Hörpunnar hefur kært Reykjavík- urborg til félags- málaráðherra fyrir brot á stjórnsýslulög- um, en skólinn telur að borgaryf- irvöld hafi ekki farið að þeim reglum sem borg- in setti um úthlutun fjár til tónlistar- skóla veturinn 2003. Kjartan Eggertsson, skólastjóri Hörpunnar, segir að 134 nemendur stundi nám í skólanum en styrkupp- hæð borgarinnar í ár miðist við 58 nemendur. Skólinn fái 8 milljónir króna í styrk en sambærilegur skóli í nágrenninu, sem hafi 160 nemendur, fái 25 milljónir. Hann nefnir og að á sama tíma og Tónskóli Hörpunnar fái styrk með innan við helmingi nemenda sinna fái sumir aðrir styrk með nánast öllum nemendum sínum. Tónskóli Hörpunnar kærir Reykja- víkurborg Kjartan Eggertsson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.