Morgunblaðið - 04.12.2004, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eyjólfur var einn dáðasti
afreksmaður Íslendinga um miðja
síðustu öld, en hann synti meðal
annars frá Reykjavík til Akraness.
Saga hans er í senn saga
ótrúlegs eldhuga og einstæð
lýsing á viðburðaríku lífi fólks í
bæ sem breyttist í borg.
„Bók Eyjólfs er eins og hann
sjálfur, hógvær, vönduð,
fyndin og bráðskemmtileg.“
- Pétur Pétursson, þulur
„Bráðskemmtileg“
3.
Ævisögur og
endurminningar
Penninn Eymundsson
og Bókabú›ir MM
24. –30. nóv.
LANDEIGENDUR Reykjahlíðar í
Skútustaðahreppi sendu í gær iðnað-
arráðherra formlegt erindi varðandi
áform um að rannsaka jarðhita á svo-
nefndu Sandabotna- og Gjástykkis-
svæði í landi Reykjahlíðar. Jafnframt
er óskað eftir leyfi ráðherra til leitar
og rannsóknar á svæðinu að norður-
mörkum Reykjahlíðar.
Orkuveita Norðurlands
stofnuð um verkefnið
Í bréfi til ráðherra segir að land-
eigendur hafi um nokkurt skeið
kannað möguleika á því að standa
sjálfir eða í samvinnu við aðra aðila
að rannsóknum á hitaorku jarðar
sinnar og í framhaldinu að virkjun
þeirrar orku. Landeigendur hafi í
samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur
ákveðið að stofna einkahlutafélag,
Orkuveitu Norðurlands ehf., sem hafi
þann tilgang að vinna að undirbún-
ingsrannsóknum og virkjun á hita-
orku í Sandabotnum og Gjástykki,
auk samvinnu um eignarhald og
rekstur virkjunarmannvirkja og sölu
og dreifingu á orku. Landeigendur
muni leigja félaginu rétt sinn til
könnunar og virkjunar á hitaorku á
svæðinu.
„Samningar um aðild Orkuveitu
Reykjavíkur að þessu verkefni fé-
lagsins og félaginu sjálfu eru á loka-
stigi. Félagið verður þá í eigu land-
eigenda Reykjahlíðar og Orkuveitu
Reykjavíkur, með heimilisfesti í
Reykjahlíð í Skútustaðahreppi.“
Kanna hvort háhiti sé
nýtanlegur til virkjunar
Í bréfi til ráðherra er óskað eftir að
hið nýja félag fái forgang á nýting-
arleyfi á hitaorku á svæðinu.
Í lýsingu á fyrirhuguðum rann-
sóknum félagsins segir að tilgangur-
inn sé að leiða í ljós hvort á svæðinu
sé háhiti sem nýtanlegur er til virkj-
unar, enn fremur að gætt verði að
hvort tengsl séu milli svæðanna og
Kröflusvæðisins. Rannsóknir nýrra
vinnslusvæða taki alla jafnan langan
tíma og því þurfi að huga að ýmsum
þáttum. Meðal þess sem stendur til
að gera eru jarðfræðikort af svæð-
unum þar sem fram koma berggerðir
á umræddu svæði, eldvirkni, út-
breiðsla hrauna, jarðhita og vatnafar.
Þá séu rannsóknir á grunnvatni mik-
ilvægur þáttur rannsókna fyrir jarð-
hitavirkjanir og grunnvatnsstraumar
þurfi að vera vel þekktir, bæði vegna
vatnsöflunar og förgunar affalls-
vatns. Sömuleiðis þurfi að gera at-
huganir sem snerti umhverfi og
grunnástand landsins, m.t.t. gróður-
fars, dýralífs, veðurfars, loftgæða
o.s.frv.
Fram kemur að ekki liggi fyrir
hvar mannvirki í tengslum við virkj-
unina muni rísa og kanna þurfi hvaða
leiðir séu hentugastar að svæðunum.
Landeigendur Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi í bréfi til iðnaðarráðherra
Hið nýja félag fái forgang á
nýtingu hitaorku á svæðinu
RÍFLEGA 75% þjóðarinnar telja að
Samkeppnisstofnun veiti fyr-
irtækjum of lítið aðhald og um 2%
telja að stofnunin veiti fyrirtækjum
of mikið aðhald, að því er kemur
fram í Þjóðarpúlsi Gallup. Nær 82%
segja að það þurfi að auka umsvif
stofnunarinnar en tæplega 3% að
það eigi að draga úr umsvifum.
Fram kom, að viðhorf til starf-
semi Samkeppnisstofnunar eru ólík
þegar greint er eftir því hvaða
flokk fólk segist ætla að kjósa.
Tveir af hverjum þremur stuðn-
ingsmönnum stjórnarflokkanna
telja að stofnunin veiti fyrirtækjum
of lítið aðhald og 84–85% stuðnings-
fólks Samfylkingar og Vinstri-
hreyfingarinnar græns framboðs
telja það einnig. Einnig kemur
fram munur þegar greint er eftir
aldri, þar sem fleira fólk á aldrinum
18 til 24 ára og 35 til 44 ára telur að
Samkeppnisstofnun veiti nægj-
anlegt aðhald en aðrir aldurshópar.
Ekki reyndist munur á viðhorfi eft-
ir kyni, menntun og búsetu.
Telja Samkeppn-
isstofnun veita
of lítið aðhald
ÍSLENSK stjórnvöld styrkja í dag
kennslu í íslensku við 17 erlenda
háskóla. Hátt á annað þúsund nem-
ar stunda nám í íslensku við þessa
skóla ár hvert að ótöldum fjölda er-
lendra nema sem stunda íslensku-
nám við Háskóla Íslands.
Stofnun Sigurðar Norðdals hefur
umsjón með íslenskukennslu við er-
lenda háskóla af hálfu íslenskra
stjórnvalda.
Frá þessu er sagt í Stiklum, vef-
riti utanríkisráðuneytisins um
menningar- og landkynningarmál.
Bent er á í vefritinu að stöðugt
fari fram kynning á íslenskri menn-
ingu við erlenda háskóla í öllum
heimsálfum og mikilvægt sé fyrir
sendikennara að þeir geti fylgst
með íslenskum viðburðum erlendis.
Kenna íslensku
við 17 erlenda
háskóla
ÁRNI Magnússon, félagsmálaráð-
herra, og Anna S. Valdemarsdóttir,
framkvæmdastjóri Klúbbsins
Geysis, hafa undirritað samkomulag
félagsmálaráðuneytisins og klúbbs-
ins vegna ráðningar til reynslu.
„Samningurinn felur í sér að félags-
málaráðuneytið veitir okkur 50%
starf í eitt ár, sem þýðir að tveir fé-
lagar í Geysi fá tækifæri til að starfa
í ráðuneytinu og öðlast þannig ómet-
anlega starfsreynslu“, sagði Anna S.
Valdemarsdóttir í samtali við Morg-
unblaðið.
„Það hefur auðvitað gífurlega
þýðingu fyrir okkur hér í Geysi að fá
slíka „ráðningu til reynslu“ í starf
fyrir félaga okkar sem geta þá reynt
sig á vinnumarkaði og ekki síður
skiptir máli að fá störf hjá svona
góðri stofnun í góðu vinnuumhverfi,“
segir Anna og segist þess fullviss að
fleiri fyrirtæki og stofnanir muni
fylgja í kjölfarið.
Klúbburinn Geysir, sem stofnaður
var árið 1999, er rekinn samkvæmt
alþjóðlegri hugmyndafræði Founta-
in House, sem kom fyrst fram á
sjónarsviðið árið 1948 í New York og
er fyrir fólk sem á eða átt hefur við
geðræn veikindi að stríða. Starfa um
400 klúbbar undir merkjum Fount-
ain House í um þrjátíu löndum.
Morgunblaðið/Golli
Glatt var á hjalla í húsakynnum Klúbbsins Geysis þegar Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Anna S.
Valdemarsdóttir, framkvæmdastjóri Geysis, handsöluðu samninginn um ráðningu til reynslu.
Ráðning til reynslu í
félagsmálaráðuneytinu
NIÐURSTÖÐU Samkeppnisstofn-
unar um hvort heimilt sé að inn-
heimta uppgreiðslugjald þegar lán
eru greidd upp á lánstímanum fyrr
en ákvæði viðkomandi skuldabréfs
gera ráð fyrir er að vænta fljótlega.
Miðstjórn Alþýðusambands Ís-
lands og Neytendasamtökin beindu
fyrirspurnum til Samkeppnisstofn-
unar í september vegna ákvæða um
uppgreiðslugjald sem er að finna í
skuldabréfum banka og sparisjóða
vegna íbúðalána.
Samkeppnisstofnun leitaði álits
banka og sparisjóða vegna þessa og
er með svör þeirra nú til meðferðar.
Samkeppnisstofnun hefur eftirlit
með lögum um neytendalán nr. 121/
1994, en þar segir meðal annars í 3.
kafla laganna um greiðslu fyrir
gjalddaga í 16. gr. „Neytanda skal
heimilt að standa skil á skuldbind-
ingum sínum samkvæmt lánssamn-
ingi fyrir þann tíma sem umsaminn
er. Notfæri neytandi sér heimild
þessa á hann rétt á lækkun á heild-
arlántökukostnaði sem nemur þeim
vöxtum og öðrum gjöldum sem
greiða átti eftir greiðsludag. Ekki er
hægt að krefjast endurgreiðslu eða
lækkunar á gjöldum sem eru óháð
því hvenær greiðsla er innt af hendi.
Ákvæði 1. mgr. á ekki við um
greiðslu sem innt er af hendi fyrir
gjalddaga þegar hún tengist ekki
uppgreiðslu láns fyrir umsaminn
lokagjalddaga eða annarri breytingu
á umsömdum afborgunum láns.“
Erindi um
uppgreiðslu-
gjald afgreitt
fljótlega
VIÐ SAMÞYKKT fjáraukalaga
fékk Náttúrufræðistofnun 32 millj-
ónir aukalega til að mæta lækkun
sértekna og þar var líka tekið á hús-
næðismálum stofnunarinnar í
Reykjavík. Í fjárlögunum fær stofn-
unin að auki sérstakt framlag
vegna náttúrufarskorta, segir um-
hverfisráðherra. „En það er alveg
ljóst að þarna er um vanda að ræða
sem þarf að taka á,“ segir Sigríður
Anna Þórðardóttir umhverf-
isráðherra um fjárhagsvanda Nátt-
úrufræðistofnunar. Í nýrri skýrslu
Ríkisendurskoðunar kemur fram að
stofnunin glími við alvarlegan fjár-
hagsvanda og að árleg fjárveiting
nægi ekki til rekstursins.
„Við erum að
fara yfir skýrsl-
una og meta stöð-
una,“ segir Sig-
ríður Anna. „Það
er auðvitað fullur
vilji til að leysa
þennan vanda.
Við höfum þegar
unnið að því í
góðri samvinnu
við stofnunina og
munum halda því áfram.“
Sigríður Anna segir aðalvanda
stofnunarinnar felast í því að sér-
tekjur hennar hafa minnkað. „Þá er
nauðsynlegt að líta til baka. Sér-
tekjurnar jukust mjög á árunum
2000–2002 vegna þess að stofnunin
tók að sér ýmis stór verkefni sem
hún fékk sérstaka greiðslu fyrir.
Þegar þessar sértekjur drógust síð-
an saman gripu stjórnendur stofn-
unarinnar til ýmissa ráðstafana,
eins og t.d. að segja upp fólki.“
Sigríður Anna segir að nauðsyn-
legt sé að skoða heildarmyndina áð-
ur en gripið verði til frekari að-
gerða. „Til dæmis kemur fram í
skýrslu Ríkisendurskoðunar að
stjórnsýsla stofnunarinnar sé flókin
og ástæða sé kannski til að einfalda
hana. Ég tel að það eigi að fara yfir
þessi mál öll í heild sinni og taka
síðan ákvarðanir í framhaldi af
því.“
Umhverfisráðherra um fjárhagsvanda Náttúrufræðistofnunar
Fær 32 milljónir til að
mæta lækkun sértekna
Sigríður Anna
Þórðardóttir
ÍSLENSKUR karlmaður um þrí-
tugt hefur verið úrskurðaður í far-
bann til 10. janúar vegna rann-
sóknar á smygli á um 140
grömmum af kókaíni til landsins.
Sá sem smyglaði því var handtek-
inn á Keflavíkurflugvelli 23. nóv-
ember og var sleppt að loknum yf-
irheyrslum.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Keflavíkurflugvelli hafa
nokkrir verið yfirheyrðir í
tengslum við málið. Ekki fengust
upplýsingar um hvernig sá sem sit-
ur í farbanni er talinn tengjast mál-
inu.
Í farbann vegna
smygls á kókaíni