Morgunblaðið - 04.12.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.12.2004, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það er alveg synd með svona stæðilegan gaur, að hann skyldi ekki ná að þroskast meira, hann heldur enn að pylsa og kók sé það besta sem við fáum. Jón Ingi Kristjánsson,formaður Afls,starfsgreinafélags, segir umhverfi verkalýðs- félaga á Austurlandi hafa breyst mjög síðan hafist var handa um stóriðju- og virkjunarframkvæmdir í fjórðungnum. „Umfangið á starfinu eykst gríðarlega, ekki síst vegna þeirra mörgu mála sem við höfum þurft að taka á, bæði gagn- vart Impregilo á Kára- hnjúkasvæðinu og svo eru að koma upp mál núna á ál- verssvæðinu. Þau tengjast aðallega aðbúnaði vinnu- umhverfi og -tíma, en eru þó gjörólík þeim sem hafa verið í gangi við Kárahnjúka.“ Jón Ingi segir sáttmála sem Samiðn, Starfsgreinasambandið, Rafiðnaðarsambandið og Bechtel hafa gert með sér varðandi Fjarða- álsverkefnið hafa mikla þýðingu sé tekið mið af þeim samskiptum sem stéttarfélög hafa átt við Bechtel og Alcoa. „Við sjáum það t.d. á örygg- isþættinum sem er á svæðinu að þeir leggja sig mjög fram um að ör- yggis- og umhverfismál séu í lagi. Svo mjög raunar að það er eitthvað sem við Íslendingar þekkjum vart og gæti lagt línur fyrir okkur í framtíðinni. Ég hef litlar áhyggjur af Bechtel en því meiri af Impregilo. Þar er staðan erfið, ekki síst hvað varðar réttinda- og starfsleyfamál og skil á lögboðnum gjöldum. Aðbúnaðarmál hafa lagast mikið, en afþreyingarmál minna.“ Jón Ingi segir að líklega þurfi að setja spurningarmerki við áætlaða fjölgun fólks til langtímabúsetu á Austurlandi, þar sem þær hafi m.a. verið byggðar á spám um íslenskt vinnuafl sem myndi að einhverju leyti setjast að til framtíðar. „Mér var það ljóst í upphafi ferl- isins hér að ekki yrðu nægir ís- lenskir starfskraftar til staðar í verkefnin og finnst vera ákveðin spurningarmerki þarna um t.d. mannafla og áhugaleysi á áliðna- braut VMA í Neskaupstað.“ Mannaflaþörf við Kárahnjúka- virkjun er talin muni ná hámarki á næsta ári. Ítalska verktakafyrir- tækið Impregilo mun þurfa um 1.000 manns í vinnu út næsta ár, en 2006 fækkar þeim í 600–800 manns. Af rúmlega 1.100 manns sem unnu hjá Impregilo við Kára- hnjúkavirkjun í september sl., voru 119 Íslendingar, starfsmannavelta er mjög mikil og ekki gert ráð fyrir að hlutur innlends vinnuafls muni aukast. Ómar Valdimarsson, talsmaður Impregilo, segir að frá því að Imp- regilo tók að starfa við Kárahnjúka hafi fyrirtækið lagt sig fram um að ráða Íslendinga í vinnu, en þrátt fyrir laun skv. virkj- unarsamningi kjósi Íslendingar að fara annað og þeir sem unnið hafi hjá Impregilo standi margir stutt við. „Nú er svo komið að starfs- mannavelta íslenskra starfsmanna við Kárahnjúka er meira en 60 pró- sent,“ segir Ómar. „Starfsmanna- velta hjá starfsmönnum utan Evr- ópska efnahagssvæðisins er hins vegar undir 5 prósentum. Til þess að halda uppi framleiðni og góðum starfsanda á svæðinu er mikilvægt að starfsmannavelta sé lítil. Imp- regilo hefur því leitast við að tryggja sér starfsfólk frá löndum sem fyrirtækið hefur góða reynslu af. Hjá Impregilo vinnur nú um 100 Íslendinga kjarni. Flestir þeirra hafa unnið lengi hjá fyrirtækinu og er þar um að ræða hóp fólks sem vinnur störf sín ákaflega vel og fyr- irtækinu er annt um.“ Hámark vinnuaflsþarfar við stóriðjuframkvæmdirnar á Reyð- arfirði verður árin 2006 og 2007. Fjarðaál og Bechtel, sem reisir ál- verið, reikna með að á næsta ári verði 1.000 til 1.200 manns við byggingu álversins, en um eða yfir 1.600 manns árið 2006 og fram á mitt ár 2007. Verklok eru áætluð um áramót 2007. Bechtel áætlaði íslenskt vinnuafl í allt að 400 störf árlega næstu þrjú árin. Glúmur Baldvinsson, upplýs- ingafulltrúi Bechtel, segir að í byrj- un verkefnisins hafi Bechtel áætlað innlent vinnuafl um 40% við bygg- ingu álversins sjálfs. Síðan þá hafi staðan jafnt og þétt verið endur- metin í ljósi vaxandi framkvæmda innanlands og nú sé gert ráð fyrir að hlutfall Íslendinga verði 20%. „Bechtel mun þó reyna að ráða eins marga Íslendinga og mögu- legt er,“ segir Glúmur. „Ekki er þó loku fyrir það skotið að í heildina verði árlega um 400 íslenskir starfsmenn í störfum að byggingu álvers, starfsmannaþorps og ýms- um hliðartengdum störfum t.d. eins og flutningum, jarðvegsfram- kvæmdum o.fl. Nú eru rúmlega 250 manns að störfum fyrir Becht- el og langflestir íslenskir.“ Líklegt er að ráða þurfi yfir 1.800 erlenda starfsmenn til fyrir- liggjandi verkefna við uppbygg- ingu stóriðju og virkjana í landinu öllu fram til ársins 2007. Vinnu- málastofnun hefur unnið að því að tengja Bechtel og opinberar vinnu- miðlanir á evrópska efnahags- svæðinu til að auðvelda ráðningar- ferli erlends vinnuafls til landsins á þessu tímabili. Fréttaskýring | Þorri starfa við virkjunar- og stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi unninn af útlendingum Íslendingar fást trauðla Afl hefur ekki teljandi áhyggjur af Bechtel, en því meiri af Impregilo Portúgalskir verkamenn í Kárahnjúkavirkjun. Umhverfi verkalýðsfélag- anna eystra gjörbreytt  Í nýrri skýrslu Vinnu- málastofnunar Íslands um mannaflaþörf við stóriðju- og virkjunarframkvæmdir á ár- unum 2005–2007, kemur fram að á þriðja þúsund manns þurfi til starfa við virkjunar- og stór- iðjuframkvæmdir á Austurlandi. Útlit er fyrir að þorri þessara starfa verði unninn af erlendu vinnuafli. Umhverfi verkalýðs- félaga eystra hefur gjörbreyst á tiltölulega stuttum tíma. steinunn@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.