Morgunblaðið - 04.12.2004, Page 10

Morgunblaðið - 04.12.2004, Page 10
10 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EINAR Oddur Kristjánsson, varafor- maður fjárlaganefndar Alþingis, sagði í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær að honum væri ómögu- legt að skilja hvernig Seðlabankanum dytti í hug að hækka stýrivexti um hundrað punkta. Með því að hækka gengi krónunnar væri verið að grafa undan atvinnulífinu. Seðlabankinn, en honum bæri að sjá um hagstjórnina, gæti notað allt önnur tæki; hann gæti notað bindiskylduna. „Ég hef verið á undanförnum miss- erum og mánuðum ákaflega uggandi varðandi íslenskan gjaldmiðil og í hvaða hæðir hann er að fara. Og þegar Seðlabankinn kemur núna í gær í fyrradag og ætlar enn þá að bæta um betur og keyra gengisvísitöluna niður, ég veit ekki hvert, í 112, 110, þá er mér öllum lokið. Þá gerist ég mjög hrædd- ur. Það er verið að reyna á þanþolið á svo harkalegan hátt að atvinnulífið í heild sinni; framleiðslan, útflutnings- framleiðslan, samkeppnisframleiðslan, er í verulegri hættu. Það hlýtur að vera mjög ámælisvert og ástæða til þess að tala til þessara manna í fullri alvöru,“ sagði hann og vísaði til banka- stjóra Seðlabankans. Þingmaðurinn sagði að ofan á þetta bættist að bankastjórarnir gagnrýndu stjórnvöld fyrir ónógt aðhald í ríkis- fjármálum. Sú gagnrýni væri kannski að einhverju leyti rétt. En allar rík- isstjórnir ættu við það að stríða að gerð væri almenn krafa, og miklar kröfur, um félagslega þjónustu. Það væri því e.t.v. auðvelt að koma og standa upp í Seðlabankanum og segja að ríkisstjórnin stæðist ekki slíkar kröfur. Vildu hlé á umræðunni Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu þessa gagnrýni Einars Odds á ákvörðun Seðlabankans að umtalsefni í umræðum á Alþingi í gær. Fóru þeir fram á að hlé yrði gert á umræðunni um fjárlagafrumvarpið svo þingflokks- formenn, forseti þingsins og fjárlaga- nefnd þingsins, gætu farið yfir stöð- una, í ljósi ummæla Einars Odds. „Hér í umræðunum hefur Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaga- nefndar, talsmaður stærri stjórnar- flokksins, fullyrt að forsendur fjár- lagafrumvarpsins, séu brostnar,“ sagði Einar Már Sigurðarson, þing- maður Samfylkingarinnar, er hann óskaði eftir því að fjárlagaumræðunni yrði frestað. Þingmaðurinn vísaði einnig til nýrrar þjóðhagsspár Seðla- bankans í þessu sambandi; forsendur fjárlagafrumvarpsins væru skv. þeirri spá einnig brostnar. „Ég held að það hljóti að vera okkur öllum keppikefli að fjárlög séu sem réttust og til þess að þau geti verið það er algjörlega nauð- synlegt að þau séu byggð á réttum for- sendum.“ Magnús Stefánsson, formaður fjár- laganefndar, sagði á hinn bóginn enga ástæðu til að fresta umræðunni og af- greiðslu fjárlaganna vegna spár Seðla- bankans. „Það var vitað að það væri von á nýrri þjóðhagsspá frá Seðla- bankanum á þessum tíma,“ sagði hann. „Ég get ekki séð að Seðlabank- inn sé að spá hruni eða neyðarástandi í sinni þjóðhagsspá.“ Sagði hann ósk stjórnarandstöðunnar um frestun um- ræðunnar bera keim af ákveðnu sjón- arspili. Bakari hengdur fyrir smið? Fleiri þingmenn stjórnarandstöð- unnar komu í pontu eftir þetta og ósk- uðu eftir því að umræðunni yrði frest- að. Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði fullt tilefni til að fresta henni og í sama streng tók Steingrímur J. Sig- fússon, þingmaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs. Sagði sá síð- arnefndi að það væri í raun og veru fáránlegt að hafa ekki tíma til að skoða álit Seðlabankans og stilla fjárlaga- frumvarpið í samræmi við nýjar upp- lýsingar. Steingrímur kvaðst út af fyr- ir sig geta tekið undir gagnrýni Einars Odds á ákvörðun bankans. Vaxta- hækkunin væri engin gleðitíðindi. Með því að ráðast á Seðlabankann væri þó verið að hengja bakara fyrir smið. Seðlabankinn væri með aðgerðum sín- um að bregðast við efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar; hann væri m.ö.o. að bregðast við skattalækkunum ríkis- stjórnarinnar og stóriðjustefnu henn- ar. Einar Oddur kom aftur í pontu og sagði, eins og Magnús, að engin ástæða væri til að fresta umræðunni. Á hinn bóginn væri nauðsynlegt fyrir forystumenn þingsins og flokkanna að setjast niður og ræða um efnahagsmál. Hann gagnrýndi aftur Seðlabankann og sagði að hann hefði ekkert gert þeg- ar íslenskir bankar hefðu á undanförn- um mánuðum ausið milljörðum inn í þjóðfélagið í formi lána til einstaklinga. Engin ástæða til að rjúka upp Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra blandaði sér í umræðuna á þess- um tímapunkti. Hann sagði enga ástæðu til að rjúka upp til handa og fóta og breyta fjárlagafrumvarpinu vegna spár Seðlabankans. „Við byggj- um áfram á þeirri spá sem liggur til grundvallar fjárlagafrumvarpinu,“ sagði hann. „Það kann vel að vera, ef þessi spá Seðlabankans rætist, þó að það sé ekki nema að einhverju leyti, að afgangurinn á fjárlögum verði meiri. En er það ekki það sem háttvirtir þingmenn eru að biðja um? Að afgang- urinn verði meiri og afkoma ríkissjóðs betri?“ Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Reynir á þanþol atvinnulífsins Stjórnarandstæðingar segja spá Seðlabankans breyta forsendum fjárlagafrumvarpsins ÞINGMENN ræddu hrun veiðistofna skelfisks og innfjarðarækju í utandagskrárumræðu á Al- þingi í gær. Kom fram að þeir hafa áhyggjur af afkomu byggða sem byggt hafa afkomu sína á þessum veiðistofnum. „Engar innfjarðarækju- veiðar eiga sér lengur stað hér við land og algert veiðibann er nú á hörpudiski við landið. Þetta eru auðvitað hrikaleg tíðindi,“ sagði Einar K. Guð- finnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og máls- hefjandi umræðunnar. Hann sagði að stjórnvöld hefðu reynt að koma til móts við þær byggðir sem orðið hefðu fyrir áfalli, vegna þessa, með ýmsum hætti. Til dæmis með byggðakvótum og svoköll- uðum jöfnunarúthlutunum. Í máli Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra kom m.a. fram að hann teldi rétt að rann- saka þær aðstæður sem upp væru komnar í inn- fjarða- og skelfiski. „Þær hafa reyndar staðið yfir og standa yfir nú þegar en ég geri ráð fyrir því að við verði bætt í nánustu framtíð.“ Ráðherra svaraði því einnig játandi að rétt væri að gera breytingar á því hvernig staðið væru að úthlutun aflabóta. „Hins vegar verður að bæta því við að það sem við ræðum um í dag er ekkert að gerast í einu vetfangi. Við höfum fylgst með þessu í nokkurn tíma og höfum jafnvel getað gert okkur í hugarlund að ástand eins og þetta gæti komið upp. Þess vegna hafa bæði verið gerðar breytingar í ráðuneytinu á þeim vinnubrögðum sem þar hefur verið beitt með tilliti til þessa ástands og eins hefur háttvirt Alþingi gert breyt- ingar á löggjöfinni sem gera okkur auðveldara að bregðast við þeim aðstæðum sem upp eru komn- ar. Það felst sérstaklega í því að í fyrsta lagi hefur verið beitt bótum vegna fyrirsjáanlegs aflabrests […] en síðan er nú auðveldara að bregðast við með hinni nýju löggjöf um byggðakvótana, bæði þar sem um varanlegan samdrátt yfir lengri tíma er að ræða og eins þegar skyndilegar breytingar á atvinnulífi í einstökum byggðarlögum verða. Ég vonast til þess að þess sjáist merki þegar úthlutað verður í fyrsta skipti samkvæmt nýrri löggjöf.“ Áfall fyrir sjávarbyggðir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingar- innar, sagði eðlilegt að ríkið kæmi til móts við byggðarlög sem lentu í vanda af því tagi sem hér væri til umræðu. „Sá stuðningur á hins vegar að vera tengdur atvinnulífi byggðarlagsins í stað þess að taka eingöngu til ábyrgðar á fjárfestingu fyrirtækja í veiðirétti.“ Birkir J. Jónsson, þingmaður Framsóknar- flokks, sagði að hrun veiðistofna væri vissulega áfall fyrir sjávarbyggðir. „Við skulum hins vegar horfast í augu við það að störfum í sjávarútvegi fer fækkandi og þeim mun fara fækkandi á næstu árum miðað við óbreytt ástand fiskstofna. Miklar tækniframfarir gera það að verkum að störfum fækkar enda er nauðsynlegt að reka íslenskan sjávarútveg með arðsemi að meginmarkmiði. Þess vegna er það sjálfsögð krafa sjávarbyggð- anna að það veiðigjald sem af starfsgreininni er tekið verði nýtt til nýsköpunar í atvinnumálum í viðkomandi byggðarlögum.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, sagði m.a. að það væri að sjálfsögðu eðlilegt að taka til skoð- unar með hvaða hætti væri hægt að standa við bakið á þeim sem mættu umræddum erfiðleikum. Til dæmis með breyttu fyrirkomulagi á bótum í formi veiðiréttinda í öðrum tegundum. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði m.a. að sjómenn byggju nú við það að vís- indaráðgjöf hefði ekki staðist en Sturla Böðvars- son samgönguráðherra sagði m.a. mikilvægt að auka rannsóknir til að greina ástæður hrunsins. Kristján L. Möller, Samfylkingu, sagði nátt- úruhamfarir koma upp í hugann þegar þessi mál væru rædd og Kristinn H. Gunnarsson, Fram- sóknarflokki, sagði að við hefðum búið til allt of stíft kerfi utan um þessa atvinnugrein. Menn gætu því ekki brugðist við náttúrulegum breyt- ingum. Jón Bjarnason, vinstri grænum, sagði að við ættum að krefjast þess að byggðirnar við Breiðafjörð, á Vestfjörðum og annars staðar, þar sem menn hefðu mátt horfa á eftir auðlindinni hverfa, fengju til baka þær fiskveiðiheimildir sem þær áttu. Og Magnús Þór Hafsteinsson, Frjáls- lynda flokknum, sagði að sjávarútvegsráðherra ætti m.a. að gefa þeim mönnum sem hefðu orðið fyrir tjóni lausan tauminn. „Leyfa þessu fólki að veiða. Um það snýst þetta.“ Að lokum varaði Halldór Blöndal, Sjálfstæð- isflokki, m.a. við því að menn gerðu lítið úr rann- sóknum hér við land. „Auðvitað höfðum við ekki á öðru að byggja en þeirri þekkingu sem er í Haf- rannsóknastofnun og þeirri ráðgjöf sem þaðan kemur.“ Hafa áhyggjur af afkomu byggðanna Morgunblaðið/Kristján Þingmenn hafa áhyggjur af hruni veiðistofna skelfisks- og innfjarðarrækju að því er fram kom í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær og segja afkomu byggðarlaga stefnt í hættu. FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hlýtur að gera athugasemdir ef unnt er að ná yfirráðum yfir öryggissjóði spari- sjóða og ákveða síðan himinháar arðgreiðslur. Þetta segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, að sé hennar skoð- un og jafnframt skilningur við- skiptaráðuneytisins. Steingrímur J. Sigfússon alþing- ismaður spurði viðskiptaráðherra í utandagskrárumræðum í gær hvort ráðherrann teldi ástæðu til að gera lagalegar ráðstafanir til að tryggja betur en nú er gert að stofnfjáreig- endur geti ekki tekið til sín eða hagnast með óeðlilegum hætti á eig- in fé sparisjóða, öðru en stofnfé. Vitnaði Steingrímur í fréttaskýr- ingu Morgunblaðsins frá síðast- liðnum sunnudegi. Tvær leiðir til að ná stórum hluta eigin fjár Í umfjölluninni kom fram að í VIII. kafla laga um fjármálafyr- irtæki frá 20. desember 2003, sem nefnist Sparisjóðir, segi m.a. í 68. grein um Ráðstöfun hagnaðar: „Að- alfundur getur ákveðið, að fengnum tillögum sparisjóðsstjórnar, að greiða stofnfjáreigendum arð af stofnfé. Öryggissjóður samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, sem allir sparisjóðir stofna í þessu skyni, ákveður árlega hámarkshlutfall arðgreiðslu. Heimilt er að greiða arð þótt tap sé á rekstri sparisjóðs.“ Þá sagði í umræddri grein að að- ferðafræðin sem væri mögulegt að beita til þess að ná tökum á stórum hluta eigin fjár sparisjóða byggðist m.a. á þessari lagagrein og gæti verið eitthvað á þessa leið: „Þeir sem eiga stofnfé hafa tvær leiðir til þess að greiða stofnfjáreig- endum aukinn hlut. Önnur leiðin er sú að stjórn öryggissjóðs sparisjóð- anna ákveður samkvæmt lögunum hvaða arður skuli greiddur. Það er í hennar höndum og hún gæti þess vegna ákveðið að greiða 100% arð, enda þarf sparisjóður ekki að hafa verið rekinn með hagnaði til þess að arðgreiðsla sé ákveðin, samanber tilvitnaða lagagrein hér að framan. Hin leiðin er sú að aðalfundur getur ákveðið, að fengnum tillögum spari- sjóðsstjórnar, að ráðstafa allt að 10% af hagnaði hvers árs til hækk- unar á stofnfé, þó þannig að hækk- un stofnfjár verði aldrei meiri en 5% á ári.“ Gengur ekki upp Valgerður Sverrisdóttir sagði í svari sínu við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar: „Hlutverk Trygg- ingasjóðsins er samkvæmt lögum að tryggja hagsmuni viðskiptamanna og fjárhagslegt öryggi sparisjóð- anna þannig að sú kenning sem sett var fram í Morgunblaðinu um helgina, að unnt sé að ná yfirráðum í Tryggingasjóðnum og ákveða síð- an himinháa arðgreiðslu, brýtur í bága við lög og gengur augljóslega ekki upp.“ Morgunblaðið leitaði skýringa á þessum orðum Valgerðar í gær. Hún sagði að grunnurinn að orðum hennar væri 19. grein laga nr. 98/ 1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, sem vitnað er í í lögum um fjármálafyr- irtæki varðandi ráðstöfun hagnaðar sparisjóða. „Fjármálaeftirlitið hef- ur eftirlit með öryggissjóði eða tryggingasjóði sparisjóða. Og í nítjándu greininni segir að tryggja eigi hagsmuni viðskiptamanna og fjárhagslegt öryggi viðskiptabanka og sparisjóða. Ef viðkomandi trygg- ingasjóður tæki þá ákvörðun að fara út í 100% arðgreiðslur væri hann ekki að fara að þessu ákvæði laganna. Hann væri ekki að tryggja hagsmuni viðskiptamanna og hann væri ekki að tryggja fjárhagslegt öryggi sparisjóðsins. Og þá mundi Fjármálaeftirlitið koma til sög- unnar.“ Hún sagði að það sem skipti sköp- um í þessum efnum væri eftirlits- skylda Fjármálaeftirlitsins. „Það getur ekki komið til greina að það geri ekki athugasemdir ef út í svona aðgerðir yrði farið, vegna 19. grein- arinnar. Það er hægt að hugsa sér að fáir sjóðir næðu yfirráðum yfir tryggingasjóðnum en þá er þetta öryggisventillinn. Við í ráðuneytinu lítum þannig á. Til þessa mun því ekki koma,“ sagði Valgerður Sverr- isdóttir. Fjármálaeftir- litið myndi gera athugasemdir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.