Morgunblaðið - 04.12.2004, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
á morgun
Matthías Johannessen og
Sigurður A. Magnússon
í Reykjavíkurbréfinu
ÚR VERINU
KANADAMENN hafa lokað höfnum sínum
fyrir skip frá Danmörku, Færeyjum og
Grænlandi til að mótmæla rækjuveiðum
þeirra utan kanadískrar lögsögu.
Kanadísk stjórnvöld gripu til aðgerðanna
eftir að færeyskur togari var staðinn að veið-
um á umdeildu hafsvæði á Miklabanka, svo-
kölluðu svæði 3L. Norðvestur-Atlantshafs-
fiskveiðiráðið (NAFO) úthlutar
veiðiheimildum á svæðinu til aðildarríkja
ráðsins og fá Danir, fyrir hönd Grænlend-
inga og Færeyinga, úthlutað 144 tonna
kvóta, rétt eins 14 og aðrar Evrópuþjóðir,
m.a. Íslendingar. Kanadamenn fá hins vegar
10.800 tonna kvóta eða um 83% heildarkvót-
ans á svæðinu.
Færeyingar hafa allt frá árinu 1999 mót-
mælt úthlutun NAFO og viljað fá meira í
sinn hlut, enda sé kvóta úthlutað til þjóða
sem ekki einu sinni stundi rækjuveiðar. Hafa
Færeyingar sett sé einhliða 1.344 tonn kvóta
á svæðinu. Vegna þessara deilna voru kan-
adískar hafnir lokaðar fyrir færeyskum skip-
um frá marsmánuði árið 2002 og fram í ágúst
í fyrra en þá var samið um málið innan
NAFO. Færeysk skip hættu veiðum innan
svæðisins í september sl. eftir að Kanada-
menn hótuðu refsiaðgerðum, enda var afli
færeyskra skipa þá orðinn meira en 900
tonn, að því er fram kemur á fréttavef Intra-
Fish.
Fulltrúi Færeyinga í NAFO segir að veið-
um hafi aðeins verið hætt tímabundið, á með-
an reynt yrði að ná samkomulagi um kvóta
færeyskra skipa. Það hafi hins vegar ekki
tekist og því hafi veiðar verið hafnar á ný í
vikunni.
Kanadamenn segja að hafnbannið muni
gilda þar til Færeyingar fari að settum
reglum og að leysa verði deiluna á vettvangi
NAFO. Þeir segja að ofveiðar erlendra skipa
utan kanadískrar lögsögu séu ein meginor-
sök þess að fiskistofnar við austurströnd
landsins hafi hrunið.
Kanadískar hafnir liggja næst umræddum
rækjumiðum og hafa rækjuskip jafnan land-
að afla sínum þar. En Færeyingar segjast
munu halda áfram veiðum á svæðinu, þó
þeim sé nú meinað að landa aflanum í Kan-
ada.
Íslenskum skipum er heimilt að veiða 144
tonn af rækju á umræddu svæði. Samkvæmt
upplýsingum af vef Fiskistofu hefur aðeins
eitt íslenskt skip, Pétur Jónsson RE, stund-
að þar veiðar á árinu og veitt um 104 tonn.
Loka höfnunum fyrir Færeyingum
LOÐNA veiddist á ný eftir langt hlé á
fimmtudag þegar Guðmundur Ólafur ÓF
fékk loðnu við miðlínu Íslands og Grænlands.
Að sögn Guðmundar Garðarssonar, skip-
stjóra á Guðmundi Ólafi, fengust 30 til 40
tonn í nokkrum togum innan grænlensku lög-
sögunnar á fimmtudag, um 90 sjómílur norð-
vestur úr Straumnesi. „Þó þetta sé lítið magn
þá viljum við helst ekki fá mikið meira, því
við frystum loðnuna um borð og ráðum ekki
við að frysta mikið magn,“ sagði Guðmundur
í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði
loðnu átulausa og henta vel til frystingar á
Rússlandsmarkað. „Við höfum orðið varir við
talsvert af loðnu á svæðinu og ég er til-
tölulega bjartsýnn á framhaldið.“
Huginn VE var einnig kominn á loðnu-
miðin í gær.
Niðurstöður loðnuleiðangurs Hafrann-
sóknastofnunarinnar, sem lauk fyrir
skömmu, liggja ekki fyrir en gert er ráð fyrir
að þær verði kynntar eftir helgi.
Loksins loðna
Uppgjör?
LANDEIGENDUR Reykjahlíðar
ehf. í Mývatnssveit gera athuga-
semdir við svör Friðriks Sophus-
sonar, forstjóra Landsvirkjunar, í
blaðinu í fyrradag, varðandi um-
sókn um rannsóknaleyfi vegna jarð-
hita í Gjástykki. Formaður félags-
ins, Ólafur H. Jónsson, segir svör
forstjórans hafa komið landeigend-
um verulega á óvart og þau séu
beinlínis röng. Ekkert hafi verið
rætt við landeigendur og Lands-
virkjun sé að útiloka möguleika
þeirra til nýtingar á jarðhita á
þeirri eigin jörð.
Þannig segir Ólafur það rangt hjá
Friðriki að landeigendur hafi beint
bótakröfum sínum að ríkissjóði, sem
ríkissjóður hafi hafnað. Kröfunum
hafi verið beint gegn Landsvirkjun.
„Landeigendur hafa höfðað mál á
hendur Landsvirkjun, ekki ríkis-
sjóði, til heimtu bóta að fjárhæð á
annað hundrað milljónir króna fyrir
óheimila efnistöku Landsvirkjunar,
ekki ríkissjóðs, úr landi þeirra án
greiðslu sem og töku vatns úr
vatnslindum jarðar þeirra, einnig án
greiðslu,“ segir Ólafur.
Málsvörn Landsvirkjunar
hafnað í Hæstarétti
Hann segir Landsvirkjun hafa
haft þá vörn uppi í málinu að land-
eigendur hefðu átt að stefna rík-
issjóði til greiðslu þeirra tjónabóta.
Þeirri málsvörn hafi Hæstiréttur
hafnað með dómi 28. október sl.
sem lesa megi á heimasíðu Hæsta-
réttar.
Forstjóri Landsvirkjunar sagði í
blaðinu í fyrradag að rætt hefði ver-
ið við landeigendur um að stækka
mætti vinnslusvæðið þegar niður-
stöður úr viðræðum ríkisins og
Landsvirkjunar lægju fyrir.
„Þetta kemur einnig á óvart
vegna þess að Landsvirkjun hefur
ekki stofnað til neinna viðræðna við
landeigendur um þetta efni, reynd-
ar hafnað viðræðum um öll málefni
sem bændur hafa borið upp við
Landsvirkjun til þessa án undan-
gengins dóms. Í öðru lagi vissu
landeigendur ekkert um þær við-
ræður Landsvirkjunar og ríkisins
sem forstjórinn segir frá fyrr en
upplýsingar um þær birtast í Morg-
unblaðinu,“ segir Ólafur ennfremur.
Formaður landeigenda segir for-
stjóra Landsvirkjunar í svari sínu í
Morgunblaðinu draga mjög úr vægi
og þýðingu umsóknar Landsvirkj-
unar um rannsóknaleyfi, hann tali
aðeins um „leitarleyfi“ og „umferð-
arrétt“. Bendir Ólafur á að í um-
sóknarbréfi Landsvirkjunar frá 25.
október 2004, sem Friðrik undirriti
sjálfur, sé óskað „leyfis … í sam-
ræmi við 4. og 5. grein laga nr. 57/
1998 um rannsóknir og nýtingu auð-
linda í jörðu“. Sótt hafi verið um
leyfi með „fyrirheit um forgang að
rannsóknar- og síðar nýtingarleyfi
samkvæmt 2. málsgrein 5. gr. lag-
anna“, líkt og standi í bréfi Lands-
virkjunar.
„Þessi skriflega umsókn Lands-
virkjunar er í algjöru ósamræmi við
það sem haft er eftir forstjóranum í
Morgunblaðinu. Ef þessi umsókn
Landsvirkjunar verður samþykkt af
iðnaðarráðherra verða landeigendur
einfaldlega útilokaðir frá því að geta
sjálfir nýtt jarðhitaréttindi þau sem
þeir eiga óumdeilanlega á eigin
jörð. Þessi umsókn Landsvirkjunar
hefur því afar mikið vægi og mikla
þýðingu fyrir landeigendur þar eð
hún gengur þvert á allar þeirra
áætlanir um rannsóknir og nýtingu
orkulinda landeigenda,“ segir Ólaf-
ur.
Hann segir að með ummælum
Friðriks, þess efnis að jafneðlilegt
sé að Landsvirkjun sæki um rann-
sóknarleyfi í Gjástykki og að Orku-
veita Reykjavíkur sæki um slíkt
leyfi á Hellisheiði, sé alfarið horft
framhjá því að eigendur Reykjahlíð-
ar séu eigendur þeirra orkulinda
sem um sé rætt og Landsvirkjun
ásælist til að virkja. Eigendur orku-
lindanna þurfi ekki að virða viðlits,
ekki þurfi einu sinni að segja þeim
frá því að verið sé „að ráðskast með
eignir þeirra“.
Landsvirkjun að koma
í veg fyrir samkeppni?
„Finnst forstjóra Landsvirkjunar
eitthvað óeðlilegt við það að eig-
endur orkulindanna geri athuga-
semdir við þessa afstöðu? Finnst
forstjóra Landsvirkjunar eitthvað
athugavert við það að landeigendur
vilji sjálfir nýta eigin orkulindir eða
hafa eitthvað um það að segja
hvernig að því er staðið? Getur ver-
ið að Landsvirkjun eða ráðandi eig-
andi sameignarfélagsins Lands-
virkjunar sé að reyna að koma í veg
fyrir samkeppni með umsókn sinni?
Getur það verið að Landsvirkjun sé
að koma þeim skilaboðum á fram-
færi við Orkuveitu Reykjavíkur að
hún skuli bara halda sig sunnan
heiða?“ spyr Ólafur og bætir við
þeirri spurningu hvort þau ákvæði
nýrra raforkulaga gildi ekki um
Landsvirkjun að markmið þeirra sé
að skapa forsendur fyrir samkeppni
í vinnslu og viðskiptum með raf-
orku.
Eigendur Reykjahlíðar ósáttir við svör Landsvirkjunar
Nýting á jarðhita á
eigin jörð útilokuð
Morgunblaðið/BFH
Ólafur H. Jónsson, landeigandi í Reykjahlíð, segir að Landsvirkjun sé að
útiloka möguleika þeirra til nýtingar á jarðhita á svæðinu. Það sé rangt hjá
forstjóra Landsvirkjunar að bótakröfum hafi verið beint gegn ríkissjóði.