Morgunblaðið - 04.12.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.12.2004, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Hætta á að ungt fólk verði verðlagt út af markaðnum EIN af hættunum af auknu fram- boði af íbúðalánum á markaðnum er að verð á fasteignum hækki svo mikið í kjölfarið, að ungt fólk með meðaltekjur, sem kaupir sér íbúð á hóflegu verði, verði verðlagt út af markaðnum. Þetta kom fram í máli Eddu Rósar Karlsdóttur, forstöðu- manns greiningardeildar Lands- banka Íslands, á morgunverð- arfundi Félags MBA-HÍ í fyrradag. Edda segir að þetta ástand hafi ekki skapast hér á landi ennþá, en ef til þess kæmi þá væri það skýr vísbending um að fasteignaverð hér á landi væri orðið of hátt. Við þess konar aðstæður dettur eftirspurnin niður og verð lækkar á ný. Edda sagði á fundinum að það eina sem unnið gæti á móti hækkun á fast- eignaverði væri aukið framboð íbúða sem fyrst, helst strax á næsta ári. Einbýli hækkað um 20,4% Edda sagði á fundinum að á síð- ustu 12 mánuðum hefði verð á ein- býli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 20,4%, fjölbýli á höfuðborg- arsvæðinu hefði hækkað um 11,8% og íbúðir á landsbyggðinni hefðu hækkað um 7,9%. Edda sagði einnig að hið aukna framboð á lánamark- aðnum yki árlega hækkun fast- eignaverðs allt að15% meira en ella hefði orðið. Sagði Edda Rós enn fremur að menn stæðu frammi fyrir ákveðnum valkvíða vegna mikillar fjölbreytni í vöruframboði á lánamarkaði. Því væri mikilvægt að fá vandaða ráð- gjöf, enda verið að spila með fram- tíðartekjur heimilanna. Edda sagði að viðhorfsbreyting hefði orðið til eignamyndunar í samfélaginu, ungt fólk fyndi ekki sömu þörf og fyrri kynslóðir að eiga jafnmikið í húsnæði sínu. „Það er val yngstu kynslóðarinnar að færa eignamyndun sína yfir í lausafé, þ.e. verðbréf og lífeyrissparnað, en minna í steinsteypu.“ Jákvæðar breytingar Gylfi Magnússon, dósent við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, sagði í sínu erindi á fund- inum að breytingar þær sem orðið hefðu á íbúðalánamarkaði hér á landi væru jákvæðar. Hann varaði hins vegar við því að fólk hefði öll sín viðskipti við eina og sömu bankastofnunina. Í því væri fólgin áhætta og hana ætti ekki að taka nema fá það rækilega umbunað í góðum vaxtakjörum. ● MIKIL viðskipti voru í Kauphöll Ís- lands í gær. Heildarviðskiptin námu liðlega 30 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með íbúðabréf fyrir 12,8 milljarða króna og með hluta- bréf fyrir 5,4 milljarða. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,7% og var lokagildi hennar 3.458,89 stig. Mest viðskipti voru með hlutabréf í Íslandsbanka eða fyrir rúmlega 1,6 milljarða. Af félögum í úrvalsvísitöl- unni hækkuðu bréf í Fjárfesting- arfélaginu Atorku mest, eða um 1,1%, en hlutabréf í Össuri lækkuðu mest, eða um 1,7%. Hlutabréf í Þor- móði ramma Sæbergi, sem eru á að- allista Kauphallarinnar, lækkuðu hins vegar um 10%. Mikil viðskipti í Kauphöllinni ● SAMKVÆMT bráðabirgðatölum um innheimtu virðisaukaskatts nam innflutningur í nóvember um 21 millj- arði króna án skipa og flugvéla. Þetta kemur fram í vefriti fjár- málaráðuneytisins. Samkvæmt þessu er nóvember þar með einn af helstu innflutnings- mánuðum ársins og er um 5% aukn- ingu að ræða frá fyrri mánuði. Síð- astliðin ár hefur innflutningur hins vegar verið minni í nóvember en október. Helsta skýringin mun vera hækkun eldsneytisverðs á heims- markaði auk þess sem innflutningur flutningatækja og hrá- og rekstr- arvöru hefur aukist. Aukinn innflutn- ingur í nóvember ● STJÓRN BNbank mælir með því við hluthafa sína í tilkynningu til kauphallarinnar í Ósló, að þeir taki yfirtökutilboði Íslandsbanka. Segist stjórnin telja verðið gott og að bæði stjórnin og fulltrúi starfsmanna telji að vel sé hugsað fyrir hagsmunum starfsmanna með yfirtökunni. Þá lýsti sjóðstjóri Skagen Vekst, sem á 5,6% eignarhlut í BNbank, yfir í norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv í gær að sjóðurinn muni taka yfirtökutilboði Íslandsbanka í BNbank ef ekki komi hærra tilboð. Íslandsbanki hefur þegar tryggt sér 60% eignarhlut í BNbank. Stjórn BNbank mælir með tilboði ÍSB              !  ! " #$%  &    % 27$& 8) 5 9##$-8) 5 9  0! &032)# 698*& ' * 1#& :91#& %* 1#&' * +! +!*7!  ;0 #&5& ;5&#!0& , /!& ,  0! &13 <  '(( $  )  & # # ' *  !&& 6 5& 6 1  9=13 60" & 3> /0 ?1)& :-  %0#&  & @A/!& ,' ,  0 ,   * ,- & -/0" &/3 B& B"& & -& C& -& >)   &(,1! *    +!,! 2  1##& & #! *&D"0 %*  &' *  B#&0& C"&0 ' *  ,  $& #3$!       (          ( (   (  ( ( ( ( ( (  (  9!"&0 0"$& #3$! ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( E F E( F E( F E F ( ( E( F E( F E F E( F E( F ( ( E( F E( F ( ( ( E F ( ( E( F ( ( ( ( ( ( ( ( E( F ( ( ( ( ( 6!& *$& #&5& * & B& 1) )#* G : 5,   3 3  3 3 ( 33 33  3 3 3 3 3 3   3 3  3 (  (  3 ( 3 ( ( ( ( ( ( 3 ( 3                 (      (                                      ( C& #&5&= 3#3 2B63H2/   & & - *& $& #&5 (    (  (    ( ( (  ( (  ( (  ( SÍÐAN bankarnir hófu að bjóða upp á lán með 4,4% vöxtum í lok ágúst hafa um 85 milljarðar króna verið teknir að láni með fasteigna- veðtryggðum lánum. Alls hafa um sjö þúsund lán verið afgreidd. Þetta kom fram í máli Birgis Ísleifs Gunn- arssonar seðlabankastjóra í pall- borðsumræðum á morgunverðar- fundi Verslunarráðs í gær. Hér er um að ræða áætlun Seðlabankans miðað við stöðu mála í lok nóvember en upplýsingar frá einum banka hafa ekki borist. Miðað við mann- fjölda í lok síðasta árs hefur hvert mannsbarn á Íslandi samkvæmt þessu tekið tæpar 300 þúsund krón- ur að láni síðan í lok ágúst. Birgir tók það fram að Seðlabank- inn væri ekki að gagnrýna það að fasteignalán væru að færast frá rík- inu til banka enda hefur Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn sagt þessa þró- un vera æskilega þar sem hún eykur stöðugleika í fjármálakerfinu og hjá bönkunum til langs tíma litið. Hins vegar sagði Birgir: „Þetta gerist á ákaflega óheppilegum tíma, þegar sveiflan er upp á við af öðrum ástæðum. Þannig að ég held að bankarnir þurfi aðeins að hugsa sinn gang, það er til dæmis ekki út- skýrt ennþá af þeirra hálfu hvernig á að fjármagna þetta. Hvaðan koma peningarnir og munu peningarnir koma til þess að fjármagna þessi út- lán?“ Gengi krónunnar veldur óvissu Í pallborðsumræðunum varð mönnum tíðrætt um gengi krónunn- ar en eins og kunnugt er hefur gengi krónunnar styrkst verulega á síðustu misserum. Hækkandi gengi leiðir til lækkunar verðbólgu en hins vegar er hætta á því að gengið hækki um of en springi svo líkt og aðrar bólur og fari í kjölfarið hríð- lækkandi. Í máli Eddu Rósar Karlsdóttur, forstöðumanns greiningardeildar Landsbankans, kom það fram að ekki væri fullljóst hver áhrif vaxta- hækkana Seðlabankans væru á gengisþróun og færi það svo að botninn dytti úr gengisþróuninni væri mikil hætta á að Seðlabankinn missti tökin á verðbólgunni. Birgir Ísleifur Gunnarsson beindi varnaðarorðum til bankanna og sagði að sú nýjung að bjóða lán í er- lendum gjaldmiðlum þrýsti gengi krónunnar enn frekar upp. „Þetta er eitt af því sem ógnar stöðugleik- anum í okkar þjóðarbúskap,“ sagði Birgir Ísleifur. „Bankarnir þurfa að hugsa sinn gang“ Morgunblaðið/Kristinn Varnaðarorð Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sendi bönkunum viðvörun á morgunverðarfundi Verslunarráðs í gær. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI HRINGBRAURARAPÓTEK var sameinað lyfsölukeðjunni Lyfjum og heilsu um síðustu mánaðamót. Í til- kynningu frá fyrirtækjunum segir að Jón Grétar Ingvason lyfjafræð- ingur, aðaleigandi Hringbrautarapó- teks, muni starfa áfram í apótekinu um sinn en hverfa að eigin ósk til annarra starfa að nokkrum mánuð- um liðnum. Þá segir að öllu starfs- fólki Hringbrautarapóteks hafi verið boðið starf hjá Lyfjum og heilsu. Lyfjaverslanirnar tvær, sem eru hlið við hlið í JL húsinu við Hringbraut í Reykjavík, verði reknar áfram, en muni sameinast í verslun Lyfja og heilsu hinn 1. mars 2005. Samkeppni mun aukast Haft er eftir Jóni Grétari í tilkynn- ingu fyrirtækjanna að samkeppni hafi aukist verulega á lyfjamarkaði á síðustu árum, auk þess sem starfs- umhverfi allt hafi tekið gífurlegum breytingum. „Það er ljóst að sam- keppni mun aukast enn frekar á komandi árum og þörf á hagræðingu í ljósi stærðarhagkvæmni verður því brýnni með hverju árinu sem líður.“ Þá segir Jón Grétar að það sé mat forsvarsmanna Hringbrautarapó- teks að þessi ráðstöfun sé til hags- bóta fyrir viðskiptavini og tryggi um leið áframhaldandi uppbyggingu á þjónustu á starfssvæði verslunarinn- ar. Það sé trú þeirra að á þennan hátt sé áfram tryggð góð þjónusta við viðskiptavini Hringbrautarapó- teks. „Stærðarhagkvæmni er komin til að vera í lyfsölugeiranum og hið opinbera raunar þrýstir lyfsölunni í síauknum mæli úr einstaklings- rekstri yfir í samstæðurekstur með aðgerðum sínum til lækkunar lyfja- verðs,“ er haft eftir Jóni Grétari. Kröfur um hagræðingu Hrund Rudolfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Lyfja og heilsu, segir í tilkynningunni að fyrirtækið leiti sí- fellt að tækifærum til að gera rekst- urinn hagkvæmari. Lyfjaverslanir séu hluti af heilbrigðiskerfi þjóðar- innar og sú krafa sé hávær að heil- brigðiskerfið sé rekið með skilvirk- ari hætti. „Við reynum að svara þeim kröfum með því að hagræða og erum viss um að með sameiningu við Hringbrautarapótek muni apótek okkar í JL-húsinu öðlast styrk til að veita vesturbæingum enn betri þjón- ustu en hingað til,“ segir Hrund. Opnað við hliðina Jón Grétar stofnaði Hringbraut- arapótek árið 1996. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í maí í fyrra að Karl Wernersson, aðaleig- andi Lyfja og heilsu, hefði þá fyrir um tveimur árum byrjað að falast eftir Hringbrautarapóteki. Hann sagði að Karl hefði fljótlega gefið til kynna að ef Lyf og heilsa myndu ekki fá að kaupa apótekið myndi keðjan opna sitt eigið apótek við hlið- ina á því sem þá var orðin raunin. „Tilgangurinn er augljóslega sá að bola okkur út af markaðinum,“ sagði Jón Grétar. Hringbrautar- apótek sameinast Lyfjum og heilsu @ *I ,JK        B,D L2M      N2N ;+M    : M @&##!&      ONDM L)P?)!      
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.